Tíminn - 08.09.1966, Blaðsíða 12

Tíminn - 08.09.1966, Blaðsíða 12
12 TÍMINN FIMMTUDAGUR 8. september 1966 KONGSBERG úrvals verkfæri! Umbodsmenrtá íslandi K.Þorsteinsson & Co.umbods-helldverzlun Enn um Möðruvallamálii — Svar til Bernharðs Stefánssonar„ fyrrverandi alþingismanns Bernharð Stefánsson heldur, að ef gert er ráð fyrir, að honum gangi gott til að reyna að bera í bætifláka fyrir séra Ágúst í kosn- ingamáli hans, að þá sé leyfilegt að álykta af því, að þeim, sem kæra meint misferli í kosningunni hljóti að ganga illt til. Svona lög. uð rökvísi gæti kannski gengið í kosningabaráttu, en stenzt þó ekki gagnrýni. Samkvæmt því ætti það að vera vont fólk, sem vill halda lög í landínu, en þeir, saklausir, er ógætilega glingra við lög sér til framdráttar. álíkt fær ekki stað- izt. Enginn neitar því, að séra Ágúst h^|j,My,gí-ið kosinrj með meiri hluta át&væSa, hvernig svo sem hann hefur,vérið fenginn. En þeim sem þekkja lítið til, gæti virzt það dálítið undarlegt, að guðfræð- ingur, sonur vinsæls prests, sem þar að auki hefur notjð þeirra fof- réttinda að vera heilt ár settur prestur í kallinu, sem hann sæki um, skuli samt sem áður ekki hljóta nema nauman meiri hluta atkvæða í æskusveit sinni. AuðVit að læzt Bernharð ekki sjá í þessu annað en mannvonzku þeirra, sem ekki kusu séra Ágúst. En furðu móðursjúkt sjónarmið er það og líkt því, sem stundum gerist í stjórnmálum, enda ekki ólíklegt, að af þeim rótum sé hinn mikli ákafi Bernharðs runninn að reyna að hreinþvo sóra Ágúst og gera hann dýrðlegan. Ekkert finnst hon um athugavert við það, þótt troð- ið sér á lögum og rétti. Hitt mannvonzka að kæra það. Hvernig hefði nú þetta snúizt í höfðu alþingismannsins fyrrver- andi, ef sr. Ágúst hefði verið á öndverðum meið við hann í stjórn málúm og t.d. vérið meðmæltur ál- frumvarpinu í stað þess að flytja æsingarræðu um það af stólnum, þar sem hann hélt, að það ætti við? Það væri hollt fyrir þá, sem halda að mannkostir fari eftir pólitískum línum að íhuga þetta. Með hjali sínu um lýðræði reyn ir Bernharð að leiða athyglina frá aðalatriðinu í þessu máli, en það er, hvort framkoma sr. Ágústar í kosningunum var sæmileg, eða, hvort hann hafði tilburði til að koma við blekkingum sér til fram- dráttar. Nú þykist Bernharð vera kom- inn ■ að þeirri niðurstöðu, að róg- burður og ærumeiðingar sé óleyfi- legu kosningaáróður og væri vel, ef það væri almennt viðurkennt meðal stjórnmálamanna. En kunn ugt er öllum, sem þekkja séra Ágúst, að ekki muni þar hafa hall azt á hann. Hins vegar virðist Bernharð hafa bara eitt auga í þessu máli. Þegar séra Ágús talar um gagnsækjanda sinn, heitir það „ógætnisorð“. Þeg ar fólk sem þekkt hefur Ágúst frá barnæsku, óskar ekki eftir honum fyrir sálusorgara, heitir það „of- sóknir." 3ernharð Stefánsson kveðst ekki vera lögfræðingur og játar það, að hann viti ekki, hverjir skipi yfir- kjörstjórn við prestskosning- ar. Sýnist hann því ekki hafa les- ið vandlega lögin um veitingu prestakalla, því að þar er skýrt frá þessu í 15. grein. Þeir séra Ágúst og umboðsmenn hans virð ast heldur ekki hafa vitað þetta, og standa enn í þeirri meiningu, að prófastur eigi að skera úr um vafaatriði, enda þótt hálf öld sé liðin, síðan sú skipan mála gekk um til að láta sér til hugar koma, að nota slíkar kosningabrellur, en því þykir honum samt þetta svo gott, hjá sínum ástvinum og telur það ærumeiðingar, ef skýrt er frá einföldum staðreyndum málsins? Viljum við þá svara spurning- um Bernharðs nokkrum orðum: Hér var um mál dálítið sérstaks eðlis að ræða. Menn þeir, sem vildu fá að kjósa, voru ekki í þjóð- kirkdunni; þegar kjörskrá var sam in, og gátu því ekki kært sig inn á kjörskrá,,með venjulegum hætti. Hugsanlegt- er, að þeir hefðu get- að fengið sig dæmda inn á kjör- skrá, af héraðsdómara, en það hefðu þeir þá sjálfir átt að ann-eigenda sé verjandi. Þar sem formaður kjörstjórnai á Bægisá var ekki -Jjiglærður frem- ur en Benharð, þá taldi hanii eðlilegt að leita um þetta atriði upplýsinga, og þá helzt þar, sem honum fannst líklegast að öruggt væri, hjá Dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu, enda skipar það ráðu neyti menn í yfirkjörstjórn ásaml biskupi. Úrskurðurinn, sem kjör- stjórnin fékk staðfestan með sím- skeyti var á þá lund, að þessir menn ættu ekki að hafa kosning? rétt. En þetta þykjast þeir Ágúst og umboðsmenn hans og svo auð- vitað Bernharð, þótt ólöglærður sé, vita betur. Þeir neituðu að taka mark á símskeyti Dóms- og kirkjumálaráðuneytisins og heiml uðu með frekju að þessi menn fengju að kjósa og báru fyrir sig samþykki prófasts, sem seinna reyndist uppspuni einn að nokkru sinni hefðu verið gefið og prófast ur hafði upplýst, að hann hefði ekkert vald til að gefa. Gæti það nú ekki verið dálítið fróðlegt fyrir okkur ólöglærbs menn að fá að vita, hvort ölluré sé leyfilegt að hafa í frammi svon* lagaða uppivöðslu við ko3ningal framvegis, sem þarna var við- höfð? En jafnvel þó að það kæmi nú upp úr kafinu, að þeir Ágúst og félagar skákuðu æðstu vörðum dóms og. laga í lögvísi, og enda þótt ef til vill hefði mátt koma umræddum mönnum með ein- hverjum ráðum inn á kjörskrá, þá taldi kjörstjórn sig skylda til að hlíta um þetta fyrirmælum réttra yfirvalda, og getur á engan hátt fallizt á, að málsmeðferð hlutað- Fást I járnvöruverzlunum um allt land. I heildsölu tra umboösmönnumt K« Þorsteinsson & Co. Reykjavlk - Sími 19340 úr gildi. Því var lögð svo mikil áherzla á að fá prófast til að sam- þykkja framferði þessara kump- ána, að þegar hann taldi sig ekki hafa nokkra heimild til að leyfa þetta, var samt farið á flot með þetta leyfi í hans nafni, og sýnir það í senn grunnfærni og ófyrir- leitni. EkK trúum við, Bernharði sjálf- ast, og bar kjörstjórn engin skylda til þess. Enn var hugsanlegt, að um þetta giltu aðrar reglur eða réttarvenjur, með því að óeðli- legt er, að menn geti gengið inn í félagsskap aðeins til að kjósa, og svo ef til vill sagt sig úr fé- lagsskapnum daginn eftir án þess að fullnægja nokkrum félagsskyld- um. Þetta er kjarni málsins. En auð- sjáanlega finnst Bernharði ekkert til um, þótt framin séu ævintýri af þessu tagi, hitt athugavert að kæra það. Hann hefur lýst því yfir, að hið siðferðilega í málinu sé hégóm inn einber. Það eitt er ókristilegt að kæra séra Ágúst fyrir meint Framhald á bls. 15. FRÁ A/S GRORUD JERNVAREFABRIK Lamir á inni- og útihurðir, hverfigluggajárn, veltiglugga- járn, stormjárn, gluggakrækjur, gluggahorn, rennihurða- járn, svalahurðajárn, hurðahandföng, fatahillur, þéttihstar, handsagir, bogasagir sagarblöð o.fl. Sala á GRORUD vörum hefur margfaldazt hér á landi á stuttum tíma vegna sérstakra gæða og hagstæðs verðs. Umboðsmenn á íslandi: K. ÞORSTEINSSON & CO. umboðs- og heildverzlun Tryggvagötu 10, sími 19340.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.