Vísir - 07.08.1975, Blaðsíða 4
Vísir. Fimmtudagur 7. ágúst 1975
KSI
KR
BIKARKEPPNIN
MELAVÖLLUR
KRR
FRAM
leika í kvöld kl. 20.00.
KR
Auglýsing
um aðalskoðun bifreiða í Hafnarfirði,
Seltjarnarnesi og Kjósarsýslu
Skoðun fer fram sem hér segir:
Mosfells- Kjalarness- og Kjósarhreppur:
Mánudagur 11 ágúst
Þriðjudagur 12. ágúst
Miðvikudagur 13. ágúst
Fimmtudagur M.ágúst
Skoðun fer fram við Hlégarð i Mosfellssveit.
Seltjarnarnes:
Mánudagur 18.ágúst
Þriðjudagur I9.ágúst
Miðvikudagur 20. ágúst
Skoðunin fer fram við Iþróttahúsið.
Hafnarfjörður, Garðahreppur og Bessastaðahreppur:
Mánudagur 25. ágúst G-1 til G-200
Þriöjudagur 26. ágúst G-201 til G-400
Miðvikudagur 27. ágúst G-401 til G-600
Fimmtudagur 28. ágúst G-601 til G-800
Föstudagur 29. ágúst G-801 til G-1000 "
Mánudagur 1. sept. G-1001 til G-1200
Þriðjudagur 2. sept. G-1201 til G-1400
Miðvikudagur 3. sept. G-1401 til G-1600
Fimmtudagur 4. sept. G-1601 til G-1800
Föstudagur 5. sept. G-1801 til G-2000
Mánudagur 8. sept. G-2001 til G-2200
Þriðjudagur V. sept. G-2201 til G-2400
Miövikudagur 10. sept. G-2401 til G-2600
Fimmtudagur 11. sept. G-2601 til G-2800
Föstudagur 12. sept. G-2801 til G-3000
Mánudagur 15. sept. G-3001 til G-3200
Þriðjudagur 16. sept. G-3201 til G-3400
Miðvikudagur 17. sept. G-3401 til 1 G-, 3600
Fimmtudagur 18. sept. G-3601 til G-3800
Föstudagur 19. sept. G-3801 til G-4000
Mánudagur 22. sept. G-4001 til G-4200
Þriðjudagur 23. sept. G-4201 til G-4400
Miðvikudagur 24. sept. G-4401 til G-4600
Fimmtudagur 25. sept. G-4601 til G-4800
Föstudagur 26. sept. G-4801 til G-5000
Mánudagur 29. sept. G-5001 til G-5200
Þriðjudagur 30. sept. G-5201 til G-5400
Miðvikudagur 1. okt. G-5401 til G-5600
Fimmtudagur 2. okt. G-5601 til G-5800
Föstudagur 3. okt. G-5801 til G-6000
Mánudagur 6. okt. G-6001 til G-6200
Þriðjudagur 7. okt. G-6201 til G-6400
Miðvikudagur 8. okt. G-6401 til G-6600
Fimmtudagur 9. okt. G-6601 til G-6800
Föstudagur 10. okt. G-6801 til G-7000
Mánudagur 13. okt. G-7001 til G-7200
Þriðjudagur 14. okt. G-7201 til G-7400
Miðvikudagur 15. okt. G-7401 tii G-7600
Fimmtudagur 16. okt. G-7601 til G-7800
Föstudagur 17. okt. G-7801 til G-8000
Mánudagur 20. okt. G-8001 til G-8200
Þriðjudagur 21. okt. G-8201 til G-8400
Miðvikudagur 22. okt. G-8401 til G-8600
Fimmtudagur 23. okt. G-8601 tii G-8800
Föstudagur 24. okt. G-8801 til G-9000
Mánudagur 27. okt. G-9001 til G-9200
Þriðjudagur 28. okt. G-9201 til G-9400
Miðvikudagur 29. okt. G-9401 til G-9600
Fimmtudagur 30. okt. G-9601 til G-9800
Föstudagur 31. okt. G-9801, og þar yfir.
Skoðun fyrir Hafnarfjörð, Garða- og Bessastaðahrepp fer
fram við Bifreiðaeftirlitið i Hafnarfirði, Suðurgötu 8.
Skoðað er frá 8.45—12, og 13—16.30, á öllum framangreind-
um skoðunarstöðum.
Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja
bifreiðum tilskoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreið-
anna leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber skilriki
fyrir þvi, að bifreiðaskattur og vátrygging fyrir hverja
bifreið sé i gildi. Athygli skal vakin á þvi að skráningar-
númer skulu vera læsileg.
Eigendur reiðhjóla með hjálparvél eru sérstaklega á-
minntir um að færa reiðhjói sin til skoöunar.
Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á aug-
lýstum tima, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt
umferðarlögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til
hennar næst.
Til athugunar fyrir bifreiðaeigendur:
Við fullnaðarskoðun bifreiða skal sýna ljósastillingarvott-
orð. Þetta tilkynnist öllum þeim, sem hlut eiga að máli.
Bæjarfógetinn I Hafnarfiröi.
Sýslumaöurinn i Kjósarsýslu.
Bæjarfógetinn á Seitjarnarnesi.
REUTER
AP/NTB
í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLOND I
Indíra
breytti
lögunum
— og hefur nú
fyrirbyggt, að
kosningasvikamálið
gegn henni geti
orðið henni að falli
Samþykkt voru i Ind-
landi í gær ný kosninga-
lög, sem eiga að verka
aftur I timann og koma
þvi til með að hafa áhrif
á niðurstöðu kosninga-
kærumála, sem liggja
fyrir dómstólum lands-
ins og þ.á m. hæstarétti.
Hraðar hendur voru hafðar viö
afgreiðslu þessa frumvarps
stjórnar Indiru Gandhi. Fak-
hruddin Ali Ahmed forseti undir-
ritaði hin nýju lög nokkrum
klukkustundum eftir. að frum-
varpið hafði verið samþykkt i efri
deild indverska þingsins.
Viðstaddir atkvæðagreiðsluna i
þinginu voru fulltrúar flokka
þeirra, sem styðja stjórn Indiru,
en stjórnarandstæðingar komu
hvergi nærri. Hafa þeir ekki setið
þingfundi um skeið i mótmæla-
skyni við stjórnaraðgerðir Indiru.
Eins og menn minnast, lá
Indira Gandhi undir kæru um
misferli i siðustu kosningum.
Voru uppi háværar raddir um, að
hún hlyti að vikja af þingi, þar til
niðurstaða dómstóla i máli henn-
ar lægi fyrir. Brá Indira þá við og
innleiddi herlög i landinu. Siðan
hefur hún i skjóli þeirra tekið upp
ritskoðun fjölmiðla, þannig að
kæfð hefur verið öll gagnrýni á
stjórnarfarið.
Þessi lagasamþykkt i gær er
nýjasta skrefið, sem stigið hefur
verið til að tryggja hana i valda-
sessi. Með breytingu kosninga-
laganna hefur hún fyrirbyggt, að
kærumálið gegn henni geti orðið
henni að falli.
Kominn af
sjúkrahúsi
sex vikum
eftir flug-
slysið
112 förunautar hans
höfðu farizt með
flugvélinni
Nitján ára gamall norskur
sjómaður, sem lifði af flug-
slysið á Kennedyflugvelli 24.
júnf s.l., þegar Boeing 727-þota
fórst, hefur nú verið út-
skrifaöur af sjúkrahúsi eftir
sex vikna iegu.
Hinn ungi sjómaður hafði
öklabrotnað á hægri fæti,
braut legg á þeim vinstri og
hafði hlotið fyrstu, annarrar
og þriðju gráðu brunasár viða
um likamann. — En hann
mátti þakka sig sælan samt.
Með flugvélinni höfðu farizt
112 farþegar.
Læknar sögðu það undri
næst, hve fljótt sár unga
mannsins greru. Hann er þó
ekki alheill, heldur verður
hann að vera áfram undir
læknishendi eftir að hann
kemur til Noregs.
Eiturlyfin
kosta USA
10 milljarða
úrlega
Bandaríkin hafa lagt
mörgum bandamönnum
sínum til hergögn í her-
væöingu þeirra siðar-
nefndu gegn ólöglegri
eiturlyfjasölu. Svo sem
eins og skotvopn, flug-
vélar, þyrlur og ýmsan
tækjakost.
Einn af embættismönnum
stjórnarinnar i Hvita húsinu,
Sheldon Vance, ráðgjafi i fikni-
efnamálum, skýrði þingnefnd
svo frá i gær, að Bandarikja-
menn veittu um 15 löndum slika
aðstoð.
Kom fram i upplýsingum
hans, að Bandarikjastjórn hefði
ráðagerðir um að verja rúmum
65'milljónum dollara á árunum
1975 og ’76 til aðstoðar öðrum
rikjum i baráttunni gegn eitur-
lyfjasmygli og sölu. Meðal
þeirra rikja, sem njóta þessarar
aðstoðar, eru lönd allt frá
Mexikó, næsta nágranna
Bandarikjamanna, austur til
Burma, sem er ein hliðin i hin-
um ,,gullna þrihyrningi” Asiu,
en það heimshorn er aðal
uppspretta eiturlyfja i heimin-
um.
Þessi millirikjaaðstoð er einn
liðurinn i örvæntingartilraunum
bandariskra yfirvalda til þess
að vinna bug á eiturlyfjavanda
Bandarikjamanna. Það er
vandamál. sem talið er kosta
bandarisku þjóðina 10 milljarða
dollara árlega.
Aðstoðin er fólgin i sendingu
vopna, ökutækja, senditækja,
flugvéla og fleira til viðkomandi
landa. Gera Bandarikjamenn
sér vonir um að sannfæra
bandamenn sina i baráttunni
gegn eiturlyfjunum um, að
sameinað alþjóðlegt átak þurfi
til að vinna bug á þessum versta
fjanda mannkynsins.
STJUPSONUR HOFFA
LOKS KOMINN FRAM
Stjúpsonur Jimmy
Hoffa, sem hvarf um
leið og þessi fyrrverandi
leiðtogi vagnstjórasam-
takanna týndist, kom
fram i gær á aðalskrif-
stofum samtakanna i
Detroit.
Charles O’Brien hefur verið
leitað af lögreglunni, sem gerði
sér vonir um, að hann kynni að
geta varpað einhverju ljósi á
hvarf stjúpföður sins. — O’Brien
hefur oft gegnt hlutverki lifvarð-
ar Jimmy Hoffa.
Lögreglan I Detroit varðist
allra frétta i gærkvöldi af þvi,
hverjar upplýsingar O’Brien
hafði getað veitt henni. Né heldur
var veitt nein skýring á þvi, hvers
vegna O’Brien hvarf eða lét ekk-
ert frá sér heyra i nær vikutima,
meðan stjúpföður hans var leitað
dyrum og dyngjum.
Fjölskylda Hoffa og vinafólk
hefur boðið 200.000 dollara verð-
laun hverjum þeim, sem veitt geti
upplýsingar um, hvar finna megi
Jimmy Hoffa. En lögreglan er
vonlitil um, að hann sé enn lífs.