Vísir - 07.08.1975, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 7. ágúst 1975
Trtíía
með
tveim
••
monnum
týndist í
þokunni
— fannst í
morgun eftir
leit í alla nótt
Leit stóð yfir i alla nótt að
trillunni Björgúlfi ÞH-288 frá
Raufarhöfn. Báturinn fannst
um hálf niu i morgun og voru
b á t s v e r j a r n i r báðir,
bræðurnir Stefán og Sævar
Friögeirssynir, viö góða
heilsu.
Trillan hafði veriö aö
veiöum á Þistilfirði vestan
Langaness er siðast sást til
hennar um klukkan átta I gær-
kvöldi. Skömmu siðar var
vitað, að trillan lagði af stað til
Raufarhafnar, en I sömu
mund skall á niðadimm þoka.
Aðrir bátar á þessum slóð-
um héldu þá einnig til hafnar,
en fljótlega varð ljóst, að
Björgúlf ÞH-288 vantaði i
hópinn, er til Raufarhafnar
kom.
Þegar klukkan var að ganga
eitt um nóttina, var haft sam-
band við Valdimar
Guðmundsson, formann
Björgunarsveitar Slysa-
varnafélagsins á Raufarhöfn
og hann og sveit hans beðin
um aðstoð.
Ellefu bátar héldu þá úr
höfn til leitar. Leitað var með
ratsjám i niðadimmri þokunni
i alla nótt. Er leitin hafði ekki
borið árangur i morgun og
þokunni var að létta voru
gerðar ráðstafanir til að út-
vega flugvélar til leitarinnar.
Áður en leitarflug hófst, kom
þó tilkynning um það frá
Raufarhöfn, að vélbáturinn
Vingþór frá Raufarhöfn hefði
komið að Björgúlfi á Krossa-
vik innan viö Rakkanes.
Skipverjar höfðu leitaö þar
hafnar i niöadimmri þokunni i
nótt og var þeim ekkert að
vanbúnaði að halda áfram
ferðinni, er þokunni létti loks i
morgun.
-JB.
___________________________
Ók niður um
lestoropið
Starfsfélagar lyftaramanns
eins gerðu honum óviljandi
slæman grikk, er verið var að
vinna viö uppskipun úr Urriöa-
fossi við Reykjavikurhöfn i gær-
dag.
Lyftarinn var við vinnu niðri i
efstu lest skipsins og af vangá
gleymdu verkamennirnir i
lestinni aö geta þess við lyftara-
manninn, þegar lúgan að lestinni
fyrir neðan var opnuð.
Þegar lyftarinn kom bakkandi
eftir lestargólfinu steyptist hann
niður um opið, sem var þó ekki
stærra en það, aö lyftarinn stóð
þar fastur. Lyftaramaðurinn
henti sér af og skaddaðist eitt-
hvað I fallinu. Honum var ekið á
slysavarðstofuna en meiðsl hans
voru óveruleg.
Verðlaunin hœkkuð:
NU MEGA REFUR OG
MINKUR VARA SIG
— því
veiðióhuginn
hefur oukizt
Það hefur komið mikill fjör-
kippur I veiðar á minkum og
refum út af hækkun verðlauna
fyrir unnin dýr, en þau voru
samþykkt á Alþingi I vor.”
Þetta sagði Sveinn Einarsson,
veiðistjóri, er við röbbuðum við'
hann i morgun. Verðlaunin hafa
hækkað úr 700 upp i 1500 fyrir
mink og úr 1100 I 2500 fyrir ref.
Mikill áhugi er hjá sportveiði-
mönnum að skjóta mink enda er
hann réttdræpur, hvar sem
hann er. Þvi miöur er hann nú
kominn um allt land. Sveinn
sagði, að alveg væri samt hægt
að útrýma honum, þar sem
góðar aðstæður eru til að ná
honum. En mest væri af honum
á Reykjanesskaga, Snæfellsnesi
og á öllu Mývatnssvæðinu, enda
lifsskilyröi góð, bæði fugl og
fiskur, og hin bezta aðstaöa
fyrir hann að felast.
Svipaður fjöldi dýra hefur
verið drepinn undanfarið ár eða
um 4 þús. dýr. „Mikið er um að
hundar séu notaðir við minka-
veiðar, t.d. hundar, sem eru I
geymslu á hundabúi okkar —
eða að við lánum hunda til sér-
stakra manna við veiðarnar,”
sagði Sveinn.
Fjöldi refa er viöráðanlegur.
Svipað er veitt af honum frá ári
tilárs—eða 1200-1400dýr. Farið
er yfir grenjasvæðin á vorin og
sums staðar eru vetrarveiðar.
Tjón af völdum refa er orðiö
hverfandi litið, miðað við það
sem var. En vissulega eru bæði
minkar og refir vágestir I
varplöndum og á veiðivatna-
svæöum.
Sveinn vildi eindregið hvetja
fólk til að eyða þeim. Gildrur
eru llka mikið notaðar við
veiðarnar og eru sýnishorn af
þeim á Búnaðarfélagsskrif-
stofunni I Bændahöllinni. Þá
fást þær t.d. hjá Fossberg.
Mikið er um, aö menn smiði
sínar gildrur sjálfir. -EVI-
Stúlkan í fjörunni
Hvers vegna er heimsins
gæðum svona misskipt? Á
Akureyri eru þeir búnir að
hafa sól og bllðviðii I nær allt
sumar. Og ekki nóg með það,
þeir hafa lika stúlkuna I
fjörunni. Hún heitir Hildur
Gisladóttir, er 18 ára gömul,
nemandi i MA. f sumar var
hún verkstjóri i vinnuskólan-
um. Það er greinilega ekkert
réttlæti i þessum heimi.
A.m.k. ekki nema þá kannske
á Akureyri. (Ljósm.Jón
Einar)
Töluverð hœkkun á árgerð
1976 of bílum
Ekki virðast bila-
innflytjendur vera
bjartsýnir á sölu á ár-
gerð 1976 af bilum, sem
koma á islenzkan
markað með haustinu.
Hjá Saab bifreiðaumboðinu
var okkur sagt, aö þeir reiknuðu
meö að fá nokkra nýja bila i
byrjun september. Ekki
kváðust þeir búast við miklum
verðhækkunum á nýju ár-
gerðunum. Til dæmis mundi
Saab 99, sem er söluhæsti billinn
hjá umboðinu, hækka um 60
þúsund krónur. Verðið á þeim
bil verður þvi um tvær milljónir
króna.
Einhverjar breytingar verða
gerðar á Saab 96, en ekki er
vitað, hve miklar þær veröa.
Það sem af er þessu ári hefur
Saab umboðið selt 23 bila.
Sölumaöur hjá Fiat
umboðinu, sagðist fá fyrstu
sendinguna af árgerð ’76 I lok
þessa mánaöar. Þá kæmi á
markaðinn nýtt model, Fiat
Mira Fiori, sem er sparneytinn
smáblll eins og þeir bllar, sem
umboðiðhefur selt mest af fram
að þessu.
Einnig bætast við sérstök
model af Flat 127 og 128. Hinar
tegundirnar verða óbreyttar.
Sögðust þeir hjá Flat búast
við miklum hækkunum frá þvl I
fyrrahaust.
Það sem af er þessu ári hefur
Fiat selt 210 blla.
Hjá Sveini Egilssyni var
okkur sagt, aö nýir bllar kæmu I
september. Bjuggust þeir viö
— rœtt við nokkra
bílainnflytjendur um
innflutning þeirra
15-18% hækkun að meðaltali á
bílunum.
Það sem af er þessu ári, hefur
umboðið afgreitt 100 bila.
Sögðust þeir hjá Ford alls ekki
óánægðir með þessa sölu.
Hjá Citroen umboöinu var
okkur tjáð að ekki yröi ákveðiö
með innflutning á nýjum bilum,
fyrr en I október. En búizt væri
viö um 20% hækkun á bifreiðum
frá verksmiðjunni. Ekki verða
umtalsverðar breytingar á nýju
bifreiðunum.
Tuttugu og fimm bifreiðar
hafa selzt á þessu ári.
Skoda umboðið á ekki von á
þvi að árgerð ’76 breytist neitt
og hækkanir verða engar á
bllunum hjá þeim. Skodaum-
boðiö hefur selt 70 blla það sem
af er árinu. ,
Ræsir sem flytur inn
Mercedes Benz, á von á nýjum
bllum I janúar. Ekki sögðust
þeir vita hvort nokkrar umtals-
verðar útlitsbreytingar yrðu á
bilunum eða einhverjar
hækkanir yrðu á nýju árgerðun-
um.
Ræsir hefur selt á þessu ári 25
fólksbila og 10-15 vörublla.
Sölumaður Renault
umboðsins tjáði okkur, að nýir
bilar kæmu til landsins I
október-nóvember. Ekki veröur
um nýjar geröir að ræða á
markaðnum, nema hvað
Renault 12, sem er söluhæsti
blllinn hjá umboðinu, verður
svolitið breyttur.
Sölumaðurinn tjáði okkur, að
búizt væri við 10-15% hækkun á
bllum frá verksmiðjunum.
Það sem af er þessu ári hefur
umboðið selt 30-40 bila.
Hjá Heklu búast þeir viö
nokkrum verðhækkunum á nýj-
um árgerðum, sem koma I
september-október, að sögn
sölumanns hjá fyrirtækinu.
200-300 bilar af Volkswagen og
Audi hafa selzt á þessu ári.-HE
-JB.