Vísir - 07.08.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 07.08.1975, Blaðsíða 8
Þaö voru engin smá átök, þegar Olympiumeistarinn og islandsmeistarinn I sleggjukasti sveifluöu sleggjunni i kringum sig á Laugardalsvellinum i gær- .kvöldi. Olympiumeistarinn Anatoli Bundartschuk — til vinstri — kastaði henni rúmum 20 metrum lengra en islandsmeistarinn, Þóröur B. Sigurösson, sem skellti sér i mótiö — bara til aö vera meö — eins og hann orðaði það, enda hættur að æfa og keppa. Þaö eru lika 10 ár síðan hann varð siðast islands- meistari i sleggjukasti. Ljósmyndir Bj.Bj... Bondartschuk kastaði 20 m lengra en sá nœsti Þeir voru ekkert að kvarta rúss- nesku keppendurnir eftir Meistara- mótið i gær, þótt þeir hefðu ekki náð sinum bezta árangri i mótinu, og vildu engan vcginn kenna að- stæðum um. Þeir hefðu einfaldlega ekki náð sér á strik i keppninni. Þeir settu þó tvö vallarmct, Kiba i hástökkinu og Bondartschuk i sleggjukastinu i gærkvöldi. Hann kastaöi 67.70 m, en var samt nokk- uð frá sinu bezta 75.88 m. Hann kastaði samt rúmum 20 m lengra en islandsmeistarinn!.... Þristökkvaranum Sinitschkin tókst heidur ekki sem bezt upp, stökk 16.03 m — á bezt 16.83 m, en var samt yfirburðamaður og stökk rúmum metra lengra cn næsti maður. Langstökkvarinn Schubin varð fyrstur i 100 m hlaupinu á 10.7 sek, en honum þótti litið tii timans koma — áttifyrir 10.3 sek. Hann sagði, að brautin hefði verið heldur lin og ekki gefið næga spyrnu. Ekki scttu islenzku keppendurnir nein ,,stór” tslandsmet á Meistara- mótinu, þrátt fyrir mjög hagstætt veður, sem er næsta fátitt hér þeg- ar frjálsiþróttamót eru annars veg- ar. Þó lofar árangur margra vissu- lega góðu, t.d. erum við að eignast góðan hóp af hlaupurum I milli- vegalengdunum. Þeir Jón niðriks- son og Agúst Asgeirsson háðu harða keppni i 1500 m hlaupinu i Sprettharðasti tslendingurinn á meistaramótinu f frjálsum Iþróttum — Sigurður Sigurðsson — fagnar hér sigri ásamt þjálfara sinum og féiaga, Stefáni Jóhannssyni, i 200 metra hlaupi. Hann varð einnig tsiandsmeistari f 100 metra hlaupi i gærkvöldi. Ljósmynd. Bj.Bj... gær og sýndi Jón mikla hörku á lokasprcttinum þegar hann reif sig fram úr Ágústi og náði sínum bezta tima i greininni 3:54.6 mín — Meistaramótsmet. Það vakti athygli i 4x400 m boð- hlaupi kvenna, að Lára Sveinsdótt- ir Ármanni keppti ekki, heldur sat og horfði á! En litla systir hennar, sem er aðeins 12 ára, keppti i henn- ar stað, og þótt hún gerði sitt bezta réð hún ckki við „stóru” stelpurnar missti niður 80 m forskot og þar með fór titillinn tR-inga. Árangur i einstökum greinum á mótinu i gær varð sem hér segir: 100 m hlaup karla: islandsmet Iiilmar Þorbjörnsson 10,3. 1957: sek. Schubin Sovétr. 10,7 Sigurður Sigurðsson Arm. 10,8 Vilmundur Viihjálmsson KR 10,9 Björn Biöndat KR 11,2 400 m. hlaup karla: islandsmet Bjarni Stefánsson 46,76. 1972: sek. Bjarni Stefánsson KR 50,0 Gunnar Þ. Sigurðsson FH 52,6 Aðalsteinn Bernharðss. UMSE 53,8 1500 m. hlaup karla: islandsmet Svavar Markússon 3:47,1. 1960: min. Jón Diðriksson UMSB 3:54,6 Ágúst Ásgcirsson ÍR 3:54,8 Sigfús Jónsson ÍR 4:00,2 1100 m grindahlaup karla: is- landsmct Pétur Rögnvaldsson 14,6 sck. 1957: sek Valbjörn Þorláksson KR 15,2 Stefán Hallgrimsson KR 15,8 Jón S. Þórðarson ÍR 15,9 Þristökk karla: islandsmet Vil- hjálmur Einarsson 16,70 m. 1960: m Sinitschkin Sovétr. 16,03 Friðrik Þór Óskarsson ÍR 14,89 Jóhann Pétursson UMSS 13,75 Sigurður Hjörleifsson HSH 13,41 Stangarstökk karla: islandsmet Valbjörn Þorláksson 4,50. 1961: m Elias Sveinsson ÍR 4,20 Valbjörn Þoriáksson KR 4,20 Karl West Fredriksen UBK 3,80 Kringlukast karla: islandsmet Erlendur Valdimarsson 64,32. 1974: Bondartschuk Sovétr. Þórður B. Sigurðsson KR Björn Jóhannsson UBK Guðni Halldórsson HSÞ m Erlendur Valdimarsson SR 55,10 ' Óskar Jakobsson ÍR 51,14 Guðni Ilalldórsson HSÞ 45,12 Bondartschuk Sovétr. 43,18 Sleggjukast: islandsmet Erlend- ur Valdimarsson 60,74 m. 19974: m 67,70 46,44 41,12 40,23 4x400 metra boðhlaup karla: ís- landsmet. Sveit Ármanns 3:19,0. 1956: Landssveit 3:17,3 1956: min. SveitKR 3:27,7 SveitÍR 3:29,3 SveitFH 3:42,6 100 m hlaup kvenna: tslandsmet Ingunn Einarsdóttir 12,2 sek. 1974: sek Marfa Guðjohnscn ÍR 12,6 Kristin Jónsdóttir UBK 12,7 Margrét Grétarsdóttir Á 12,8 400 m hlaup kvenna: íslandsmet Ingunn Einarsdóttir 58,0. 1974: sek Lilja Guðmundsdóttir iR 59,8 Svandis Siguröardóttir KR 66,2 I.ára Halldórsdóttir FH 70,5 1500 m hlaup kvenna: islandsmet Lilja Guðmundsdóttir 4:34,0 min. 1975: Lilja Guðmundsdóttir ÍR Ragnhildur Pálsdóttir Stj. Sólveig Pálsdóttir Stj. Langstökk kvenna: islandsmet Lára Sveinsdóttir 5,68 1974: min 4:44,1 4:44,2 5:23,6 Hafdis Ingimarsdóttir UBK 5,12 Lára Sveinsdóttir Árm. 5,11 Maria Guðjohnsen ÍR 4,93 Kringlukast kvenna: islandsmet Guðrún Ingólfsdóttir USU 38,22 m 1974: Ingibjörg Guðmundsd . HSH 34,90 Arndis Björnsdóttir UBK 29,50 Ásta Guðmundsdóttir HSK 29,08 4x400 m boðhlaup kvenna: is- landsmet. Sveit UMSK. 4:12,1 min. 1972: Sveit ÍR 4:19,5 SveitÁrmanns 4:22,2 SveitFH 4:50,4 — klp — Meðan Anton sker plastikboltann Aaaaa . & ■ ‘ ... ':»■ Xtma VALSMENN ÞREYTAST A HAFSTEINI... OG SVARA! Knattspyrnudeild Vals þykir hlýða vegna endurtekinna skrifa, hafðra eftir Hafsteini Guðmundssyni, formanni IBK, um „átroðning” Valsmanna i sambandi við leikdaga i Evrópukeppni nú i haust, að eftirfarandi komi fram: Það eru mörg dæmi þess, að islenzk knattsp.fél. er dragast með útileik leiti fyrst hófanna hjá andstæðingum sinum um aö snúa við leikdögum, aðallega vegna hinnar óhagstæðu veðráttu og slæmu vallar- skilyrða, er búast má við i októrber hér á landi. Er þess skemmst að minnast, að Fram sneri við leikdögum sinum við Real Madrid 1974, og færðum við Valsmenn þvi leik okkar við Portadown fram um einn dag, en Valur átti heimaleik fyrst. Ekki getum við Valsmenn neitað þvi, að okkur þótti óþægi- legt, að fá leik við Fram-Real Madrid alveg ofan i okkar leik, en við gerðum okkur grein fyrir þvi, að réttur Framara I þessu máli væri ótviræður og sættum okkur þvi við orðinn hlut, án þess að leggja iþróttasiður dag- blaðanna undir ásakanir um átroðning. Við gerðum okkur einnig grein fyrir þvi, að svo gæti vel farið, að nafn andstæðings okkar i Evrópukeppni kæmi fyrst upp úr hattinum i fram- tiðinni, og væri þvi nauðsynlegt vegna erfiðra aðstæðna til knattspyrnu i október, að hægt væri að fá leikdögum snúið við. Það er meira segja hugsanlegt, að þannig geti farið fyrir Kefl- vikingum einhvern tima i framtiðinni og verður þá væntanlega froðlegt að bera saman athugasemdir þeirra i þvi tilviki og nú. t reglum UEFA er beinlinis gert ráð fyrir, að snúa þurfi við leikdögum og færa til um daga eða i aðliggjandi vikur við út- dreginn leikdag og er þar kveðið á um, að Evrópukeppni meistaraliða sé rétthæst, þá Evrópubikarkeppnin og siðast UEFA keppnin, er Keflvikingar taka nú þátt i. Jafnframt segir, að sé styttra en 50 kilómetrar milli leikstaða, og viðkomandi knattsp. sam- band hafi lýst þvi yfir, að leikir geti ekki farið fram sama dag, skuli ofangreind röð um rétt liða til upphaflegra leikdaga gilda, og skuli þá færa aðra leiki á aðra daga sömu viku. Er ljóst af ofangreindu, að hvergi er gengið á rétt IBK i sambandi við leikdaga, enda geta þeir haldið sinum upprunalega leik- degi. í reglum UEFA segir einnig, að félögin, er dragast saman, eigi að koma sér saman um leikdag, ef ástæða þykir til breytinga, og tilkynna siðan UEFA I gegnum viðkomandi knattspyrnusamband um sam- komulagið. I þessu tilfelli er KSI þvi aðeins sá aðili, er tilkynnir UEFA um samkomulag Vals og CELTIC, og brýtur hvergi I bága við reglur UEFA. KSl er ekki veitt neitt vald til að neita sliku samkomulagi og er aðeins tilkynningaraðili fyrir félög innan sinna vébanda, enda er félögunum ekki ætlað að leysa mál sin beint við UEFA, heldur ávallt i gegnum viðkomandi samband. Stjórn KSI gerði þvi aðeins skyldu sina, er hún sendi tilkynningu Vals um breytta leikdaga áfram til UEFA. Um þátt formanns KSÍ að þessu máli má upplýsa, að það var aðeins af hagkvæmnis- ástæðum, að hann var beðinn að hafa samband við Celtic og hefði það komið okkur Vals- mönnum nokkuð einkennilega fyrir sjónir, ef formaður KSI, sem þekktur er fyrir greiðvikni og hjálpsemi við umbjóðendur sina, hefði neitað okkur um þennan litla greiða, enda hefði það engin áhrif haft á áform okkar um að fá snúið leikdögum eða nokkur áhrif á þetta mál i heild. Að lokum viljum við Vals- menn visa öllu tali um, að verið sé að klekkja á Keflvikingum, algerlega á bug, og vonum, að IBK geti fundið sér heppilegan leikdag fyrir framan okkar leik- dag eða aftan og óskum þeim góðs gengis I keppninni, bæði hvað aðsókn og árangur snertir. Virðingarfyllst, fyrir hönd knattspyrnudeildar Vals Sigtryggur Jónsson Ncwcastle — Sunderland 0:2 St.Johnstone — Aberdeen 0:2 Heimsmet Marianne Adam frá Aust- ur-Þýzkalandi setti heimsmet í kúluvarpi kvenna, á austur-þýzka meistaramótinu, sem fram fór i gær — hún kastaði kúlunni 21.60 m. Fyrra metið átti Helen Fibinge- rova frá Tékkóslóvakiu og var 3 cm styttra, 21.57 m. Árás á tvö íslandsmet i kvöld veröur gerð á Mela- vellinum tilraun til að slá tvö ís- landsmet i frjálsum iþróttum. Eru það sveitir ÍR, sem ætla að ráðast á metin i 4x200 metra hlaupi kvenna og 4x1500 metra hlaupi karla. ÍR er með allt sitt bezta hlaupa- fólk heima um þessar mundir og þvi á að nota tækifærið. Keppnin hefst kl. 18,30. Bommi setur á sig litla gasgrimu .1 © King Featurei Syndicate, Inc.. 1974. World nghu reterved Evrópu, þegar ljóst væri, að þeir gætu eitthvað. Jóhannes heldur aftur frá Dan- mörku i kvöld og mun koma sér fyrir I Glasgow, þar sem Celtic hefur séð honum fyrir húsnæði. Við getum vonandi sagt nánar frá samningnum i blaðinu á morgun — ef þá tekstaðná i Jóhannes, en það er hægara sagt en gjört þessa dagana. -klp- MEÐ EINA SÝNINGU FYRIR ÍSLENDINGA Föstudaginn 8. ágúst kemur hingað til lands danskur úrvals fimleikaflokkur frá Nakskov i Danmörku. Hópurinn kemur úr mánaðar sýningarferðalagi frá Bandarikjunum. Flokkurinn er undir handleiöslu N.E. Bertelsen, sem m.a. var landliðsþjálfari Dana i fimleikum um árabil. 1 fimleikaflokknum eru alls 14 manns, piltar og stúlkur. Næstkomandi föstudagskvöld kl. 8.30 gefst almenningi tækifæri á að sjá þennan glæsilega fim- leikahóp á sýningu i iþróttahúsi Kennaraháskólans. Dagskrá fimleikaflokksins samanstendur af æfingum á al- þjóðaáhöldum karla og kvenna, gólfæfingum og „rytmic series to jazz-music”, auk þess sem flokkurinn spinnur inn i dagskrá sina kynningu á þjóðdönsum. Þess má geta, að flokkur þessi sýnir aðeins á þessari einu sýn- ingu, þar sem fimleikafólkið heldur héðan til Danmerkur á sunnudag. City tapaði fyrir Rovers t gærkvöldi voru leiknir nokkrir leikir i ensku-skozku bikarkeppn- inni og að venju urðu nokkur óvænt úrslit. Mest komá óvart tap Manchester City fyrir Blackburn Rovers og Leicester fyrir Mans- fieid, en úrslit leikjanna i gær- kvöidi urðu þessi: Blackburn Rovers — Manchester C 1:0 Blackpool — Sheffield Utd. 1:1 Chelsea—Norwich 1:1 Dundee — Motherwell 0:1 Hull—WBA 1:2 Mansfield — Leicester 2:0 Verður það KR eða Fram? „Við verðum að færa bikar- leikinn á milli KR og Fram, sem á að fara fram I kvöld yfir á Mela- völlinn, þvi að Laugardals- völlurinn er gjörsamlega ónot- hæfur eftir rigningarnar siðustu daga,” sagði Helgi Danielsson, formaður mótanefndar KSt, er hann taiaði viö okkur I morgun. „Einnig er liklegt að við verðum að færa leik Vals og FH, sem á að fara fram annað kvöld, yfir á Melavöllinn, en það er þó ekki endanlega ákveðið.” Eftir rigningarnar að undan- förnu er Laugardalsvöllurinn eitt svað — eða öllu likari fjóshaug en knattspyrnuvelli —eins og knatt- spyrnumaður nokkur komst að orði við okkur i gær. „Það er kannski ekki að undra,” sögðu starfsmenn Laugardalsvallarins, er við töluð- um við þá. I þá 93 daga, sem liðnir eru siðan völlurinn var opnaður I vor, hefur hann verið i notkun i 87 daga. Slikt álag þolir enginn völlur i góðri veðráttu, hvað þá heldur i tið, eins og við höfum mátt búa við i sumar.” Melavöllurinn er i ágætu ástandi þessa dagana og áreiðan- lega betra fyrir leikmennina að sýna eitthvað gott á honum en i svaðinu á Laugardalsvellinum i kvöld og annað kvöld. Leikurinn i kvöld er stóri leikurinn I 16. liða úrslitunum i Bikarkeppni KSl en leikurinn annað kvöld i 1. deild. Um helgina á að fara fram Bikarkeppni FRl á Laugardals- vellinum — og verður hún trúlega þar — enda álagið ekki eins mikið þegar frjálsiþróttafólkið er á vellinum og þegar knattspyrnu- mennirnir eru þar i ham. A mánudagskvöldið eiga KR og Fram að mætast aftur — i deildarkeppninni — og er sá leikur settur á Laugardals- völlinn, hvort sem svo verður eða ekki. -kl,- Samkvæmt nokkuð öruggum heimildum, sem við fengum frá Skotlandi i morgun, mun Jóhannes Eðvaldsson skrifa undir samning við skozka liðið Celtic annað hvort i kvöld eða á morgun. Okkur tókst ekki að ná tali af honum i Glasgow i morgun, þar sem hann var þá farinn yfir til Holbæk i Danmörku til að ganga frá sinum málum þar. En þar átti hann m.a. eftir að ræða við for- ráðamenn félgsins og ná I fatnað og ýmislegt annað, sem hann átti i Holbæk. Dönsku blöðin sögðu frá þvi i morgun, að Jóhannes væri búinn að skrifa undir samning við Celtic — og hefði náð mjög hagstæðum samningum við þetta fræga félag. Það yrði áfall fyrir Holbæk að missa hann nú, þegar deildin væri að byrja aftur eftir sumarfri, en það væri með hann eins og marga aðra góða knattspyrnumenn I Danmörku, að þeir væru keyptir af riku félögunum viða um Laugardalsvöllurinn hefur versnað svo undanfarna daga, að nú er ekki lengur ráðlegt að láta menn leika knattspyrnu á honum. Þvi verður gamli Mela- völlurinn tekinn aftur i gagnið i kvöld, þegar KR og Fram mæt- ast I Bikarkeppninni. Jóhannes að skrifa búinn undir! — Dönsku blöðin fullyrða það í morgun, en þá var Jóhannes í Holbœk að ganga frá sínum málum þar KHFFIO frá Brasiliu i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.