Vísir - 07.08.1975, Blaðsíða 5
5
Vísir. Fimmtudagur 7. ágúst 1975
f?GUN ÚTLÖND Í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND Umsjón: Guðmundur Pétursson
VILJA EKKI LEYFA
SKÆRULIÐUNUM
AÐ FLJÚGA YFIR
Það hefur dregizt, að
japanska farþegaflug-
vélin, sem flytja átti
skæruliða Rauða hers-
ins og gisla þeirra til
Libýu, tæki sig upp af
flugvellinum i Kuala
Lumpur.
Stóð vélin ennþá i
morgun á flugvellinum
i Kuala Lumpur og var
þá ekki séð fram á,
hvenær hún flytti far-
þega sina.
Eftir aö loks fannst griðastað-
ur fyrir skæruliðana, þegar
Libýa bauðst til að veita þeim
hæli, kom babb í bátinn, þegar
semja þurfti við flugmálayfir-
völd landanna, sem óhjákvæmi-
lega verða á leið flugvélarinnar
frá Kuala Lumpur til Líbýu.
Sum þeirra voru treg til þess að
vélinni að fljúga með
farþega yfir landamæri
leyfa
þessa
sin.
traksstjórn lýsti þvl til dæmis
yfir, að færi flugvélin inn fyrir
lofthelgi landsins i trássi við
Sjömenn
ingarnir,
sem skæru-
liðarnir i
Kuala
Lumpur
heimtuðu
lausa.
Einn fanganna, félagi i Rauða hernum, sést hér fluttur f handjárn-
um, laus orðinn úr fangelsi i Tokyo.
bann hennar, mundi flugher
Iraks skjdta hana niður.
Frá öllu hafði verið gengið á
flugvellinum í Kuala Lumpur.
Samizt hafði svo, að skæru-
liðarnir slepptu siðustu gislun-
um fimmtán (af alls 50, sem
þeir tóku til fanga á mánudag-
inn) rétt fyrir flugtak. 1 staðinn
áttu aö fylgja þeim i vélinni til
Libýu fjórir embættismenn,
tveir frá Japan og tveir frá
Malaysiu.
Fangarnir fimm, sem sleppt
var úr fangelsum Tokyo að
kröfu skæruliðanna, voru enn i
haldi i flugvallarbyggingu i Ku-
ala Lumpur. Þeir áttu að stiga
upp I vélina i fangaskiptunum
rétt fyrir flugtak.
Þessi mynd var tekin seint i gærkvöldi af fjöldagöngu kommúnista, sem söfnuðust saman við aðalbækistöðvar hersins fyrir utan iðnaðar
borgina Oporto I Portúgal. öryggisvörðurinn lét gönguna afskiptalausa nema þegar hundgreyið tók að gjamma og trufla ræðumann —
þá var honum sparkað frá.
Ró fœríst yfír norð-
urhéruð Portógals
Herinn sendi liðsauka til að halda óeirðum og mótmœlum gegn kommúnistum niðri
Eftir fimm daga upp-
lausn og stjórnleysis-
ástand i norðurhluta
Portúgal virðist mesta
óeirðaraldan vera að
fjara út. Bárust engar
fréttir af átökum i bæj-
um i þessum hluta
landsins i gær.
Það kann þó að eiga skýringu
I þvi, að herstjórnin sendi 140
landgönguliða til liðsauka þeim
herflokkum, sem áttu að halda
uppi lögum og reglu þar nyrðra.
Copcon, öryggislögregla hers-
ins (undir kommúniskri stjórn),
hefur gefiö fyrirmæli um, að
hvers konar frekari óeirðir skuli
teknar föstum tökum.
Látið var þó afskiptalaust,
þegar efnt var til mótmæla-
göngu i Oporto I gær. Um 5000
vinstrisinrjar fylktu liöi og
gengu til aðalstöðva hersins
skammt utan við borgina. Sá
fjöldi þykir þó ekki mikill I
samanburði við þær 80.000
manna, sem fylltu iþróttaleik-
vanginn á útifundi sósialista I
Oporto i siöasta mánuði.
Óeirðirnar norður I landi og sá
fjandskapur, sem þar birtist hjá
alþýðu manna i garð kommún-
ista, hefur gert foringja hersins
órólega. Kvisazthefur, að ýmsir
úr hópi hinna hófsamari afla
innan hersins, hafi i kyrrþey
reynt að beita sér fyrir þvi, að
kommúnistar hefðu sig minna i
frammi I stjórnmálahreyfingu
hersins.
VERÐUR
EKKI
DÆMD
FYRIR
MORÐ
Málaferlin gegn blökku-
stúlkunni/ Joan Little/ sem
strauk úr fangelsi og skildi
eftir á klefagólfinu fanga-
vörö sinn helstunginn/
standa enn yfir.
Sækjendur málsins hafa iagt
fram gögn sin og kröfur. En
dómarinn lýsti þvi yfir, að lokn-
um málflutningi saksóknara, að
hann visaði frá kröfunni um, að
stúlkan yrði dæmd sek um morð
að yfirlögðu ráði. — Hún liggur
þvi undir ákæru um manndráp.
Sagði dómarinn, að sannunir
væru alls ónógar fyrir þvi, að sak-
borningur hefði orðið fangaverði
sinum að bana að yfirveguðu
ráði. — Slik sök hefði sjálfkrafa
varðað dauðarefsingu i Norður-
Karólinu.
Hin 21 árs gamla Little er sökuð
um að hafa orðið fangaverði sin-
um, hvitum manni, að bana með
sil, sem annars er áhald notað i
eldhúsum til að brjóta is.
Blökkustúlkan var að afplána
refsingu fyrir innbrot og
búðarþjófnaði. — Hún flúði úr
fangelsinu, en gaf sig siðar fram
við yfirvöld i annarri sýslu.
Sjálf segist hún hafa drepið
fangavörðinn i sjálfsvörn, þegar
hann hafi komið i klefann til
hennar i þeim tilgangi að nauðga
henni til kynmaka við sig. Segist
hún siðan hafa flúið fangelsið i
ofsahræðslu.
Saksóknari heldur þvi fram. að
Little hafi fært föt fangavarðarins
úr lagi og sett á svið nauðgunar-
tilraunina. Jafnframt að hún hafi
tælt vörðinn inn i klefann undir
þvi yfirskyni, að hún hafi ætlað að
láta vel að honum — en raunveru-
legur tilgangur hafi verið flótti úr
fangelsinu.
Verjandi blökkustúlkunnar
krafðist þess i inngangi varnar-
ræðu sinnar i gær. að málinu yrði
visað frá, þvi að sækjanda hefði
með öllu mistekizt að færa sönnur
á sakargiftir.-Dómarinn
hafnaði þeirri kröfu.