Tíminn - 13.09.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.09.1966, Blaðsíða 3
ÞREÐJUDAGUR 13. september 1966 TÍMINN Landfara hefur borizt bréf frá kirkju- og prestvini, sem hann nefnir: Kirkjuvígsla og biskups- v'gsla í Skálholti „Tveir merkir atburðir hafa gerzt í Skálholti með nokkurra ára millibili: Kirkjuvígsla og biskups- vígsla. Athafnirnar hafa verið fram kvæmdar að viðstöddu fjölmenni, í bæði skiptin, og þeirra getið í blöðum og útvarpi, eins og vera ber. Nýlega varð á vegi mínum rosk- inn prestur, sem eftir langa þjón- ustu í kirkjunni hefur látið af störfum. Tal okkar barst að því sem fram fór í Skálholti sunnu- daginn 4. september s.l. Var þetta ekki mjög hátíðlega athöfn? spurði ég prestinn. Því get ég ekki svarað i : i: i iaí\ !□□! HIEH -FIDELITY 3 hraSar, tónn svo af ber BELLA MUSICfl 1015 segir prestur, ég var þar ekki við- staddur, ekki heldur boðinn af I biskupi og viðkomandi stjórnar- völdum þar til þátttöku. Hefi fregnað að enginn fyrrv. sóknar- prestur hafi verið á boðslista, enda upplýst á biskupsskrifstofu að ekki væri rúm fyrir fyrrverandi presta þjóðkirkjunnar þá kirkju- vígslan fór fram í Skálholti fyir nokkrum árum. Mig setti hljóðan, og ég hugsaði: Er það þá svo komið í kirkjunni, að þeir menn sem á liðnum áratugum hafa þjón- að kirkjunni í landinu, og oft við erfiði en af skyldurækni, séu gleymdir og með öllu framhjá þeim gengið af ráðamönnum kirkj unnar, þegar hátíðlegar athafnir svo sem áður getur, fara fram í kirkju krists. Mér hefur verið sagt að hinir fornu Rómverjar hafi bor ið sérstaka virðingu fyrir ellinni, öldungar lýðsins hlutu sín heiðurs sæti á hátíðlegum stundum, en hér á íslandi nútímans, er öldungum kirkjunnar, sem helgað hafa kirkj unni líf sitt og starf, en eru nú hættir þjónustu vegna aldurs, snið gengnir strikaðir út sem þess virði að vera_ boðnir, sem gestir kirkj- unnar. Ég er prestur, en mér sárn- aði vegna gömlu prestanna, jafn- framt sem tillitsleysi og taktleysi biskups og kirkjumálaráðherra olli mér hneykslunar. Ekki sízt þar sem mér varð kunnugt, að alls konar fólki var af nefnd- um aðiljum boðin þátttaka. Kirjunnnar menn eiga sinn codex ethicus og hver ætti | að þekkja þær reglur fremur en hr. biskupinn. En svo virðist sem hann hafi ekki kynnt sér þær. Ég minnist þess að í einu dag- blaðanna birtist mynd af Skálholts dómkirkju á vígsludegi hennar. At höfnin stóð þá sem hæst og kirkj- an hefur að líkindum verið þétt- setin fólki. Spilari og FM-útvarp AIR PRINCE 1013 Þennan dag var rigning og kalsa veður. Undir kirkjuvegg hímdu í skjóli 3 konur og 1 fyrrverandi prestur og reyndu að njóta þess sem fram fór innan veggja. Af lítillæti kunni þetta ferðafólk ekki við að ganga í kirkju, því hér var ekki um boðsgesti að ræða. Það er mikið talað um að virðingar- leysi fyrir mönnum og málefn- um sé mjög svo áberandi í is- lenzku þjóðlífi í dag. Ef til vill er þetta rétt. Unglingarnir fá þar vissulega sinn dóm. Þeirra hlutur er að venju ekki hulinn, þegar gagnrýni er beitt. Máske er það rétt að unglingarnir séu ekki allt- af npgu tillitssamir. En ef svo er, ættu fyrirmenn þjóðarinnar sízt að taka þá að þessu leyti sér til fyrirmyndar. Og kirkjan á aldr- ei að vera SNOBB.“ Gráhári spyr: Hvar er Ragnar? Marga útvarpshlutsendur langar til að vita hvað orðið er af Ragn- ari Tómasi Árnasyni útvarpsþul. Nú um hálfs árs skeið, eða lengur, hefur sjaldan eða aldrei til hans heyrzt, en eins og kunnugt er, hafa hann og Jón Múli Árnason ið vinsælustu útvarpsþulirnir um árabil — að Jóhannesi Arasyni ólöstuðum. Mætti segja um þá Ragnar og Jón að hvor sé öðrum betri og er það ekkert oflof. Eins og allir vita hefur Jón Múli alveg sérstaklega þægilegan málróm og fleira sér til ágætis sem eftirsókn- arverður þulur. En Ragnar hefur það fram yfir Jón, að vera lang- drægari, þ.e.a.s. að betur heyrast orðaskil hjá Ragnari við léleg hlust unarskilyrði eða um langvegu, t.d. til skipa, sem greinilegt tal heyr- ist yfirleitt illa, eða ekki. Úr því á þulina var minnzt, er ekki úr vegi að benda sumum þeirra á, — í allri vinsemd, — að yfirleitt skilja hlustendur ekki hvort sá geysilegi hraði, sem oft er á upplestri þeirra geti þjónað nokkrum skynsamlegum tilgangi því varla getur þetta verið nein „akkorðsvinna,“ né neitt kapp- hlaup við tímann sem einmitt þurfi að heyja á þessum vettvangi. Það er alltaf óviðkunnanlegt þeg ar fólk er svo óðamála, að það gefur sér ekki tíma til að draga andann milli málsgreina en les í belg og biðu án þess að gefa sér málhvíld þegar við á. — Þegar lesin er „sín ögnina af hverju“ um óskildustu efni, er a.m.k. við- kunnanlegra að málhvíld sé gerð við efnisskipti. Það þarf \terla að taka fram að það sem síðast var sagt, er ekki talað til þeirra þula, sem hér voru áður nefndir. Innilokunarkennd? Landfari: Um daginn var kvartað yfir því í dálkum þínum, að fólk sýndi tillitsleysi, þegar það settist á bekki næst gangi í kirkjum og samkomuhúsum og neitaði að flytja sig um set. Það má segja að þetta sé tillits- leysi að vissu marki, en þó er það svo, að sumir hafa ærna afsökun. Þegar ég var á 18. ári fékk ég lömunarveiki. Ég reis upp úr þeim veikindum eftir tveggja ára legu, og byrjaði á því að fara í bíó. Fyrst i stað settist ég hvar sem var í bíóunum, en leið aldrei vel, fann oft til flökurleika. Ég fann það út, að ég var haldinn einhvers konar innilokunarkennd, sem ég gat ekki gert mér grein fyrir af hverju stafaði. Núna sezt ég ætíð við gang í bíói, kirkju eða leikhúsi, því að finni ég til vanlíðunar, stend ég upp og fer út. Eg veit að allmörgum er líkt farið og mér, að geta ekki setið nema við gang vegna innilokunar- kenndar eða annara vanlíðunar. Vinsamlegast, Bjarni Óskarsson, Bústaðavegi 87. MINNING Guðni Vilhjálmsson Tungufelli Langdrægt m. bátabylgju Radióbúðin Klapparstig 26, stmi 19800 PILTAR. EFÞIÐ EIGID UNNÚSTUNA ÞÁ ÁÉO HR(N£ANA--y /fj+ísrraerA 8 ■ V — Látið okkur stilla oq herða OPP rijjrju bifreiðina Fylq izt vel með bifre>ðinni. BILASKOUlh Skúlagötu 32, simi 13100 Um þær mundir er fyrstu blóm þessa sumars breiddu út krónur sínar um Borgarfjarðardali, barst andlátsfregn Guðna Vilhjálmsson- ar á Tungufelli. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Akraness, hinn 22. maí s. 1. Var hann jarðsettur hinn 10. júní í heimabyggS sinni, að Lundi í Lundareykjadal, að viðstöddu fjölmenni. Guðni Vilhjálmsson var fæddur að Tungufelli í Lundareykjadal í Borgarfirði 12. júní 1901 og var því nær 65 ára að aldri er hann andaðist. Hann var kominn af þróttmiklum borgfirzkum bænda- ættum. Ólst hann upp í foreldra- húsum í stórum systkinahópi. Ung- ur að árum varð hann fyrir þeirri þungbæru reynslu, að illkynjaður sjúkdómur sótti hann heim, og af leiðing hans fylgdi honum æ síðan. Enginn veit, sem ekki hefur reynt hve þungbært það getur verið, að lifa við það, sem hinir heilbrigðu kalla, „að vera ekki eins og fólk er flest. Oft vill sækja í það, að við, sem heilbrigð teljumst, mis- skiljum hinn sjúka, og stundum helzt, er hann þarfnaðist mest skilnings og samúðar samferða- imanna sinna. Vafalaust hefur Guðni Vilhjálmsson verið misskil- inn ai okkur samferðamönnum hans, þó hann væri með afbrigðum vinsæll maður, og flestum væri hlýtt til hans, enda vildi hann öllum gott gjöra. Guðni kvæntist aldrei og eignað- ist ekki börn eða heimili. Eftir að hann fluttist úr foreldrahúsum, starfaði hann á ýmsum heimilum í heimasveit sinni, og öllum starfs- árum sínum eyddi hann í Borgar- fjarðarbyggðum að mestu við hin almennu heimilis- og landbúnaðar- störf. Sá er þetta ritar kynntist ekki Guðna Vilhjálmssyni, fyrr en á síðustu æviárum hans, svo að kynni urðu ekki löng, en þó nægilega löng til að finna hjartahlýju hans og góðvilja: einkum þó í garð hinna smáu og þeirra, er voru hjálparþurfi. Grunur minn er, að þau séu ekki svo fá heimilin t Borgarfjarðarbyggðum, sem Guðni Vilhjálmsson rétti hjálparhönd, er veikindi eða aðrir erfiðleikar steðj uðu að, og sennilega hefur hann ekki alltaf innheimt daglaun að kvöldi. Það mun mála sannast, að Guðni Vilhjálmsson hafði komizt hjá hinni blindu efnishyggju nútím- ans. Hann dreymdi áreiðanlega ekki um, að eignast dýrasta bílinn eða vönduðustu íbúðina, heldur varði hann kröfum sínum til hjálp- ar samferðarmönnum sínum. Segja má að líf hans hafi verið óslitin þjónusta við meðbræður hans, og þannig fetaði Guðni, dyggilega, í fótspor „hins miskunnsama Sam verja. Guðni var mikill dýravinur og hestamaður mikill. Eignaðist hann margt gæðinga, sem veittu honum marga ánægjustund. Hin síðari ár dvaldi Guðni lang- dvölum á heimili bændahöfðingj- ans og mannvinarins Péturs Otte- sen að Ytra-Hólmi, og hjá honum og fjölskyldu hans naut Guðni fyrirgreiðslu og hjálpar, sem ekki brást, ef á reyndi. Ég er ekki i neinum vafa um. að hann mun senda hlýjar kveðjur heim að Ytra-Hólmi. Nú er hann horfinn sjónum, þessi viðkvæmi og sérkennilegi öðlingsmaður. fluttur inn á æðra tilverustig, og hann hefur áreiðan- lega hlotið góða heimkomu. Blessuð sé minning hans. S.B. Á VÍÐAVANGI í einkaerindum e3a embæ^tisnafhi? Bjarni Benediktsson, forsæt isráðherra, skrifar Reykjavík urbréf Morgunblaðsins s. 1. sunnudag og segir meðal ann- ars ferðasögu frá Sviss. Bréfið er með skcmmtilegasta móti og drepið á sitthvað athyglisvert, en það minnir á, að forsætisráð herrann hefur ekki enn svarað þeirri hógværu spurningu rím- ans, hvort hann hafði verið bar í einkaerindum eða embættis- nafni. Forsætisráðuneytið skýrði upphaflega frá för hans á þann veg, að helzt var að skilja, að þetta væri einkaer- indisför hans eins, en heimkom inn skýrir forsætisráðherra frá því sjálfur í Morgunblaðinu, að „aðalerindið“ til Sviss hafi ver ið að ræða við forystumenn svissneska alúmín-hringsins m. a. um starfrækslu hans hér á landi. Eftir þær upplýsingar á þjóðin nokkurn rétt á því að að vita, hvort þetta voru að- eins einkasámtöl borgarans, Bjarna Benediktssonar, við þessa menn eða viðræðufundir íslenzka forsætisráðherrans með þeim. Útlátalaust ætti að vera að segja hreinskilnislega hvort var, þegar spnrt er, og engin ástæða til feluleiks. Ráða þeir við vand- ann? Morgunblaðið gerir í gær enn einu sinni samanburð á núverandi ríkisstjórn og vinstri stjórninni og segir m. a.: „Að lokum var svo komið, að vinstri stjórnin hrökkiaðist frá völdum við lítinn orðstír vegna þess, að hún réð ekki lengur við verðbólguvandamálið." Þar sem Mbl. telur núverandi stjórn einstaka fyrirmyndar- stjórn í einu og öllu, en vinstri stjórnina þá verstu, sem þjóð in hefur haft yfir sér á þessari öld, og það er ætíð hámarkið á hinni skrautlegu hrakfalla- lýsingu blaðsins, að hún hafi farið frá vegna verðbólguvand ans, mætti ætla að fyrirmyndar stjórnin hefði nú heldur en ekki kunnað tökin á verðbólg- unni. Það er að vísu rétt, að nú- verandi stjórn hefur ekki lát ið verðbólguna hrekja sig úr ráðherrastólum. En hefur hún ^ þá ráðið við hana? Staðreyndirnar eru þær, sem allir Iandsmenn þekkja, að nú verandi ríkisstjórn hefui ÍHiti svo stiérnlausa verðbólgu og óðadvrtíð flæða vfir þjóðina á síðustu árum, að verðbólga vinstri stjórnarinnar, og sú hækkun, sem hún gerði að brottfararástæðu, er ekki nema smámunir hjá þvi. Munurinn er sá, að vinstr’ stjórnin gerði viðnám gegn verðbólgu að meg inatriði í stefnu sinni og skil- yrði fyrir setu sinni, en núver- andi ríksstjórn gerir það eitt að meginatriði að sitja í verðbólgunni, hanga hvað sem á dynur, þó að allar stíflur séu brostnar og tryggir með þeim hætti síhækkandi verð bólguflóð og hindrar tilraunir til nýs viðnáms. Með þessu ger ist stjórnin lífvörður óðaverð bólgunnar í ráðherrastólunum. Munurinn á þessum tveimur ríkisstjórnum í þessu atriði er sá, að vinstri stjórnin krafð ist viðnáms gegn verðbólgunni og setti sjálfa sig í veð fyrir því eins og góðri lýðræðisstjórn FTamhald á bls. 12

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.