Tíminn - 13.09.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.09.1966, Blaðsíða 5
ÞREÐJUDAGUR 13. september 1966 TÍIWIINN Úrgeranai: rKM/nSUKnAKrLUK^uKirlN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrimur Gislason Ritstj.skrifstofur t Eddu- húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323 Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300 Askriftargjald kr 105.00 á mán innanlands — t lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA n. f. Tíu staðreyndir Mlol. er enn einu sinni byrjað á hinu gamla nöldri sínu um að allt hafi verið í rústum, þegar vinstri stjórnin lét ^af völdum 1958, en núv. ríkisstjórn hafi reist allt við aftur. í tilefni af þessu vill Tíminn enn einu sinni spyrja Mbl., hvort það treysti sér til að mótmæla eftirgreindum staðreyndum: 1. Skuldir þjóðarinnar við útlönd, að frádregnum inn- eignum bankanna, voru mun minni í árslok 1958, þegar vinstri stjórnin lét af völdum en þær eru nú. 2. Útgjöld ríkisins hafá margfaldazt síðan vinstri stjórn- in lét af Völdum, og álögurnar sem ríkið leggur á al- menning, hafa þó aukizt enin meira. 3. í kaupsamningum þeim, sem gerðir voru til bráða- birgða s.l .vor, urðu verkamenn að sætta sig við daglaun, sem hafa minni kaupmátt en daglaun þeirra 1958. 4. Aðstaða atvinnuveganna er lakari nú en í árslok 1958 vegna stóraukins stofn- og rekstrarkostnaðar, stór- um óhentugri lánskjara og nýrra álaga. 5. Vinstri stjórnin var á góðri leið með að útrýma hús- næðisskorti 1 kaupstöðum og kauptúnum en hann hefur stóraukizt aftur vegna ónógra íbúðarbygginga. 6. Mjög hefur hallað á ýmis byggðarlög seinustu árin og jafnvægisleysið í byggð landsins er því orðið miklu stærra vandamál en það var fyrir átta árum. 7. Þau höft, sem lama hvað mest framtak og sjálfs- bjargarviðleitni hina mörgu, lánsfjárhöft og vaxtahöft, hafa verið tekin upp 1 sívaxandi mæli s,ðan vimstri stjórn- in fór frá völdum. 8. Skipulagsleysi og glundroði í fjárfestingarmálum hefur vaxið úr hófi fram, því að stjórnin hefur ekkert viljað gera til að þrengja olnbogarými hinna ríku. 9. Verðmæti gjaldmiðilsins — krónunnar — er nú í mörgum tiKellum helmingi mina en það var, þegar vinstri stjórnin lét af völdum, sökum hinnar hóflausu verðhækkunarstefnu ríkistjórnarinnar. 10. íslendingar voru búnir að fá 12 mílna fiskveiðiland- helgi, þegar vinstri stjórnin lét af völdum, og höfðu auk þess einhliða útfærslurétt og gátu því hvenær, sem þeir vildu helga sér landgrunnið allt. Þessum mikilvæga rétti hefur ríkistjórnin afsalað sér. Hér með er enn einu sinni skorað á Mbl. að reyna að hnekkja þeim staðreyndum. Því meira, sem þessi mál verða rædd, mun það koma betur í Ijós, að núv. ríkis- stjórn hefur haft betri möguleika en nokkur önnur ís- lenzk stjórn til að bæta hag atvinnuveganna og almenn- ings sakir óvenjulegs góðæris, en engin stjórn hefur not- að möguleika sína verr vegna þjónustu sinnar við stór- gróðavaldið. Því er hún stjórn hins „óiskaplega lán- leysis”, eins og Mbl. hefur sjálft komizt að orði. , Sjónvarpsmálið Ástæða er til að fagna því, að sjónvarpsmálið er nú komið í það horf, að innan skamms tíma verður ekki starfrækt í landinu annað sjónvarp fyrir landsmenn en það, sem íslendingar reka sjálfir Engin sjálfstæð þjóð getur unað því, að í landi hennar sé starfrækt til almenn- ingsafnota annað sjónvarp en það, sem hún ræður sjálf yfir. Vonandi hjaðna nú þær deilur. sem staðið hafa um þetta mál, en allir leggist á eitt um að efla hið íslenzka sjónvarp, er brátt hefur göngu sína. Ef vel tekst til, á það að geta orðið bæði til gagns og ánægju. Steingrímur Hermannsson: SKIPULEG EFLING SJÁVAR- ÚTVEGS OG FISKIÐNADAR Sumarið er nú senn liðið og, eins og fyrr, hafa síldveiðarnar fyrlr norðan og austan fyrst og fremst sett svip sinn á und anfama mánuði, Þeir em margir, sem hafa beðið óþreyjufullir eftir síldar fréttum dag hvern og bíða enn, og þar á meðal hljóta að vera ýmsir ráðamenn þjóðarinnar því það er áreiðanlega ekki of mikið sagt, að þjóðarbúskapur okkar íslendinga stendur eða fellur með síldveiðunum. Þær era það happdræfti, sem íslcnzkur þjóðarbúskapur bygg ist fyrst og fremst á. Að vísu hafa líkurnar fyr- ir stóra vinningnum, góðri síld veiði verið nokkuð auknar með ágætu starfi vísindamanna, sem vita nú betur en áður hvar síld ina er að finna og með nýjum og góðum tækjum og stærri bátum, sem framsýnir útgerðar menn og sjómenn hafa aflað. En á hinn bóginn virðist af- koma okkar í vaxandi mæli vera háð síldveiðunum. Aðrar greinar sjávarútvegs ins hafa horfið í skugga sild veiðanna. Togaraútgerðin hef- ur að mestu lagzt niður og bol- fiskveiðarnar eru víða reknar með vafasömum hagnaði. Fisk iðnaðurinn á í erfiðleikuni, annar en síldariðnaðurinn, því ekki er fáanlegt fjármagn til nauðsynlegra umbóta. Þetta hafa ýmsir framámenn í þeirri atvinnugrein staðfest, eins og kunnugt er. Fjármagn ið er fryst til þess að draga úr verðbölgunni, að því er sagt er. Nú er það hins vegar svo, að dýrtíðin stafar ekki sízt af stöðugum skorti á vinnuafli, sem nauðsynlegt reynist að keppa um með yfirboðum, ef dýr atvinnutæki eiga ekki að standa ónotuð. Því mætti ætla, að ötullega væri unnið að auk inni framleiðni í fiskiðnaðinum, eða að fjármagn væri að minnsta kosti auðfengið til fjár festinga i þessari atvinnugrein. sem spara vinnuafl eða auka nýtni framleiðslutækjanna. Svo er þó ekki, því miður. Frægt er Steingrímur Hermannsson orðið dæmi Haraldar Böðvars sonar, útgerðarmanns á Akra nesi. Þar fékkst ekki fjármagn til kaupa á gaffallyftu í frysti- hús, þótt losað hefði þrjá til fjóra vinnandi menn. Þetta ástand er óþolandi í höfuðatvinnuvegi okkar ís- Iendinga, siávarútveginum í heild. Á vel skipulögðum, f jöl breyttum og arðbærum sjávar útvegi hlýtur gfkofna þessa þjóðfélags að byggjast nnn um áraraðir. Mér þóttu athyglisverð um mæli eins þekktasta sérfræð ings okkar á sviði fiskiðnaðar og sjávarútvegs á fundi ný- lega ,þar sem rætt var um virkjanir og álbræðslu. Til undirbúnings þessara mála hef ur verið varið milljónatugum, sérstaklega til undirbúnings virkjunarframkvæmda. Þar hafa vcrið kallaðir til færustu innlendir og erlendir sérfræð ingar og ekkert til sparað. Þcssu ber að fagna; góður und irbúningur er ávallt til bóta. En fyrrgreindum manni varð þá að orði, hvers vegna má ekki vinna á svipaðan hátt að eflingu höfuðatvinnuvegar ís- lenzku þjóðarinnar, sjávarút- vegi og fiskiðnaði. Það er tími til kominn að gera allsherjar úttekt á þessum atvinnuvegi og i kalla þar til færustu sérfræð g inga innlenda og jafnvel erl., & ef nauðsyn krefur, og vinua sið f an með festu að eflingu sjávar á útvegs og þá sérstaklega fisk iðnaðar. Þetta er stórkostlegt verkefni og varðar alla framtið þessa þjóðfélags. Við strendur Iandsins eru einhver beztu fiski mið í heimi og við eigum sjó- mcnn ,sem afla meira en nokkr ir aðrir. Hráefnið er mikið og gott. Við verðum að kappkosta að nýta það til hins ítrasta, en það verður að gerast að vcl athuguðu máli og á skipuleg an hátt. Enginn vafi er á þvi, að ým- is ljón verða á v »'i slíkrar upp byggingar. Hvarflar hugurinn þá meðal annars til niðursuðu verksmiðiu þeirrar, sem nokkr ir einstaklingar hafa byggt í Hafnarðirði af sérstökum dugn að og framsýni að því er virðist. Menn þessir leituðu samstarfs við norskt fyrirtæki um tækni- og markaðsmri og er það talið einna fremst í heiminum á þessu sviði. Þarna virðist und irbúningur allur hafa verið með ágætum, en þó vill nú svo ein kennilega til að fyrirtæki þetta hcfur varla fyrr hafið starfsemi sína en það stöðvast • Manna á meðal eru nefndar ýmsar ástæð ur, en fæstar virðast þær á haldgóðum rökum rcistar. Ilér er um mjög alvarlegt mál að ræða, ekki aðeins fyrir þá ein staklinga, sem byggðu upp fyrirtæki þetta, heldur einnig fyrir þjóðarbúskapinn allan. Ríkisvaldið ætti nú þegar að hefja rannsókn á rekstrarerfið leikum þessa fyrirtækis, alls ekki til þess að hegna þeiin mönnum, sem fyrirtækið eiga, heldur til hins að læra megi af þeim mistökum, sem þarna kunna að hafa orðið. Seint vil ég trúa því, að við íslendingar, með okkar miklu og góðu síld, getum ekki starfrækt síldarnið ursuðu og annan . fullkominn síldariðnað pins vel eða betur en aðrar þjóðir. yem AfíabrögS á Vestfíörðum Gæftir voru yfirleitt góðar í ágúst og nokkuð jafn og góður aíli allan mánuðinn. Alls bárust á land 2.497 lestir, en á sama tíma í fyrra var aflinn aðeins 1.352 lest ir. Er heildaraflinn á suman/ertið inni, júní/ágúst, þá orðinn um 7 þús- lestir, og er það nolckru meiri afli en á sama tima í fyrra. Flestir bátarnir stunduðu hand færaveiðar, eins og áður, en marg ir stærri bátanna tóku upo línu veiðar í byrjun mánaðarins og einn bátur frá ísafirði tók upp netaveið ar um miðjan mánuðinn og fékk reytingsafla öðru hverju. 17 bát ar stunduðu dragnótaveiðar, flestir af suður-fjörðunum, og var afli þeirar dágóður, að mestu leyti bolfiskur, Síðari hluta mánaðarins gekk kolkrabbi inn á Arnarfjörð. Hættu þá margir minni bátanna handfæra veiðunum og fóru að stunda kol krabbaveiðar ,og er þegar búið að frysta nokkurt magn til beitu. Aflinn í einstökum verstöðvum: Patreksfjörður — 6 bátar stund uðu dragnótaveiðar og 12 trillur réru stopult með færi. Varð heild arfalinn í mánuðinum 290 lestir, og er mestur hluti aflans fenginn í dragnót eða 262 lestir. Aflahæst ir dragnótabátanna voru Skúli Hjartarson með q6 lestir og Ðiddó með 55 lestir. Tálknafjörður: Þar bárust á land 157 lestir af 3 dragnótabátum og 4 færabátum. Aflahæstir drag- nótabátanna voru Sæborg með 65 lestir og Höfrungur með 56 lestir. Bíldudalur — 5 dragnótabatar og 3 trillur stunduðu veiðar í mán uðinum og var mánaðaraflinn 207 lestir. Er sá afli nær eingöngu fenginn í dragnót, eins og á Pat reksfirði og Tálknafirði. Aflabæstu bátarnir voru Freyja með 52 lestir, Jörundur Bjarnason með 46 lestir og Dröfn með 45 lestir Þingeyri: 12 bátar stunduóu handfæraveiðar frá Þingeyri, og varð afli þeirra 164 lestir í mánuð inum. Aflahæstur var Bíörgvin með 19 lestir á 2.% færi. Flateyri: Þrír bátar réru með línu, 1 með dragnót og 14 með færi, og varð heildarafli þeirra i mánuðinum 151 lest. Aflanæstur línubátanna var Bragi með 55 lest ir í 14 róðrum. Þorsteinn aflaði 36 lestir í dragnót, en af færabatun um hafði Auðunn beztan afla, 6 lestir á 1 færi. Suðureyri: 18 bátar stunduðu veiðar í mánuðinum, 14 með línu og 4 með handfæri. Var heildar afli þeirra i mánuðinum 351 lest. Aflahæstir voru Kveldúlfur með 63 lestir i 20 róðrum, Gyllir 59 lestir í 20 róðrum og Jón Guð- mundsson 41 lest í 20 róðrum, en þessir bátar eru allir með línu. Framhald á bls. 12.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.