Tíminn - 13.09.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.09.1966, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 13. september 1966 TÍMINN ÍSLANDS HUÖMAÐI ÞÁ UM ALLAN HEIM h Tímamynd Bj. Bj. Um þessar mundir er stödd hér á landi roskin vestur-ís- lenzk kona Ólöf Swanson bú- sett á Langasandi í Kaliforníu. Eins og fjölmargir aðrir Vestur íslendingar er hún tengd órofa böndum við ættjörðina talar ís- lenzku og kemur hingað til lands á fárra ára fresti. Eink um hefur það verið á undan- förnum árum, sem hún hefur | haft náið samband við land og þjóð, og er það að nokkru leyti vegna þess að hún iiefur annast hina íslenzku fulltrúa fegurðarsamkeppninnar á Langasandi, verið þeim stoð og stytta meðan á keppninni hef- ur staðið, greitt götu þeirra á ýmsa lund, stappað í þær sálinu, og reynzt þeim eins og bezta móðir. Guðrún Bjarna dóttir, fyrrum alheimsfegurðar- drottning lét þess jafnvel getið í blaðaviðtali, að hefði frú Swanson ekki notið við, hefði hún alls ekki tekið þátt í þeirri keppni, sem færði henni heims- frægð. — Það er alltaf svo gaman að koma hingað til íslands, sagði frú Swanson, er blaða- maður Tímans náði af henni tali hér á dögunum. — Þetta er í fjórða skipið á 10 árum, sem ég kem hingað, og ég nýt þess allíaf betur og betur. Kunningjahópurinn hér fer stöðugt vaxandi, og svo er sérstaklega skemmtilegt að vera vitni að ölium þeim fram- förum, sem hér verða frá áii til árs. Það er beinlínis ótrú- legtrað tæplega 200 þús. manns skuli geta afrekað svona miklu sem raun ber vitni. Hún talar ágæta íslenzku, enda þótt hún sé fædd í Vest- urheimi og hafi alið þar aiian aldur sinn. Hún segist vera fædd i Norður-Dakota, og búið þar til 10 ára aldurs, en þá hefði fjölskyldan flutzt til Winnipeg. — Fyrstu árin talaði maður auðvitað ekkert nema íslenzku en eftir að skólagangan hófst náði enskan smám saman yf- irhöndinni. Mamma sagði mér fjölmargar sögur frá íslandi, þegar ég var lítil, og henni var mjög tíðrætt um fátækt þá, örbirgð og sjúkdóma, sem fólk ið átti við að stríða. Þetta gerði það að verkum að landið varð mér alls ekki neitt ævintýra- land, heldur þvert á móti, en alltaf langaði mig sam til að koma hingað. í Winnipeg kynntist ég Sumarliða Sveins- syni, sem síðar varð maðurinnr minn. Hann var þá nýkominn frá íslandi, íslenzkur í húð og hár, og þreyttist aldrei á að segja mér sögur af landi og þjóð. Af þessum sögum fór mér smám saman að þykja vænt um landið, og við hjónin vor- um staðráðin í því að koma hingað einhvern tima saman. en þa3 dróst alltaf og dróst og úr því varð ekki fyrr en 1955. Síðan hef ég komið tvisv- ar, en maðurinn minn lézt fyr- ir rúmum fimm árum. —Bjugguð þið allan ykkar búskap í Kaliforníu? — Fyrstu þrjú árin vorum við í Winnipeg, en þá flutt- um við til Langasands með börnin okkar tvö. Við vorum fyrstu fslendingarnir, sem sett- umst að á þessum slóðum, og nágrannarnir höfðu fæstir heyrt íslands getið, hvað þá a0 þeir vissu nokkuð um þa* Fóikið glápti á okkur eins og naut á nývirki á götum úti, og við höfðum búið þarna mjög skamma hríð, er við fengum heimsókn af blaðamanni og ljósmyndara, sem spurðu okk- ur í þaula. Maðurinn minn greiddi úr öllu spurningum eft ir beztu getu, og skömmu síðar var hann beðinn um að halda fyrirlestra um Iand sitt og þjóð. Hann gerði það og hélt uppi margháttaðri landkynn ingu fyrir ísland þar vestra. Við hittum ákaflega sjaldan ís lendinga fyrstu árin og tæki- færin til að tala íslenzku voru ekki mörg, þar til íslenzkar stúlkur fóru að taka þátt í Langasandskeppninni. — Þegar fyrsta alheims- keppnin var haldiri þarna, datt manni mínum í hug, að gam- an væri ef íslenzkar stúlkur gerðust þátttakendur. Við rædd um mikið um þetta, og þegar við komum hingað til lands 1955, báðum við forráðamenn fegurðarsamkeppninnar hér að gangast fyrir því að íslenzk- ar fegurðardrottningar yrðu sendar til keppni á Langasand. Hvort sem það hefur vertS fyrir okkar orð eður ei, þá var fyrsta íslenzka stúlkan send þangað út næsta ár, og við buðum for- ráðamönnum alheimskeppninn- ar að taka hana upp á okkar arma meðan á keppninni stæði. Þetta var Guðlaug Guðmunds- dóttir, hún dvaldist lengi hjá okkur og höfðum við mikla ánægju af. Síðan komu þær hver af annarri, þær eru níu alls, íslenzku stúlkurnar, sem tekið hafa þátt í keppninni, og þær hafa allar búið hjá mér um lengri eða skemmri tíma, nema María, og svo Guðrún, sem var aðeins hjá mér rúma viku. Ég hef alltaf haft mikla ánægju af því að vera með stúlk unum, en nú ætti ég eiginlega að fara að hætta, því að ég er orðin svo gömul, en það er engin íslenzkumælandi kona sem gæti tekið við þessu af mér. •— Útvegá forráðamennirnir hverjum keppanda aðstoðar- konu? — Já, hver aðstoðarkona hef ur tvær stúlkur, sem hún þarf að annast að miklu leyti, með- an á keppninni stendur. Hún þarf að fara með þeim í búðir, leikhús og kvikmyndahús, panta fyrir þær hárlagningu, og útvega þeim heimboð ef svo ber undir. Hún þarf algjör- lega að bera ábyrgðina á þeim, og má varla líta af þeim aug- unum. Þetta kostar mjög mikla fyrirhöfn og er algjör sjálfboða vinna en kostnaðurinn við þetta er alveg gífurlegur. Mér hefur samt alltaf þótt það ómaksins vert að umgangast þessar elskulegur stúlkur og reyna að veita þeim aðstoð. Eins og ég sagði áðan, hafa þær margar hverjar búið hjá mér að afstaðinni keppni, og það hefur verið indælt að fá tækifæri til að tala íslenzku. — Eru aðstoðarkonur valdar fyrir stúlkurnar með hliðsjón af því, hvaða mál þær tala? — Já, margar stúlkurnar eru alls óvanar að tala ensku, og þá er vitaskuld mikils virði, að aðstoðarkonan geti talað móð- urmál þeirra eða eitthvert ann að mál, sem þær kunna. En þetta vandamál verður oft og tíðum ekki leyst. Ég man eft- ir stúlku frá einhverju Afríku- ríki, sem kom þarna, og hún gat ekki gert sig skiljanlega á nokkru máli. Vesalingurinn litli var alveg eins og væng- brotinn fugl, og það þurfti að leika alla hluti fyrir hana til þess, að hún gæti skilið, hvað hún ætti að gera. — Hvað gerir þú nú, ef ein- hver piltur býður einni af stúlk- unum þínum á dansleik? —Ef ég þekki hann ekki fyrir, reyni ég fyrir alla muni að grennslast fyrir um hann. Ef ég þykist sannfærð um að þetta sé geðugur og heiðarleg- ur piltur, gef ég mitt sam- þykki, en reyni hins vegar að ráða stúlkunni frá því að fara með honum, ef ég hef sann- frétt að hann sé ekki allur þar sem hann er séður. Maður veit aldrei, hvað komið getur fyrir í svona tilvikum. Þetta er svo lítill bær, að það er enginn vandi að fá upplýsingar um piltana, ef þeir á annað borð búa þama. Oft kemur það fyrir, að strákar, sem vinna eithvað við keppnina, bjóða stúlkun- um út, og þá er hægur vandi Ólöf Swanson. að hringja í forráðamennina og leita sér upplýsinga um við komandi. Annars finnst mér það auðvitað öruggast, ef ég þekki piltana persónulega, og ég kannast við nokkra mjög huggulega og geðslega unga menn, sem fúsir eru til þess að bjóða stúlkunum út, ef svo ber undir. — Það hlýtur að vera mikið um dýrðir í bænum, þegar keppnin fer fram. — Já, þetta þykir alltaf mik- ill viðburður og múgur og marg menni streymir að til að vera vitni að þessu. Þessu er öllu sjónvarpað og fólkið situr við tæki sín og veðjar á stúlkurn- ar eins og veðhlaupahesta. Svo til allir íbúar borgarinnar taka þátt í þessu af lífi og sál, og það er ekki um ann- að talað meðan keppnin stend- ur yfir. Þessi keppni hefur yfir sér sérstakan blæ, og er áreið anlega tilkomumeiri og virðu- legri en flestar aðrar. Dóm- nefnd er skipuð valinkunnum mönnum, listamönnum, tízku teiknurum, og fegrunarsérfræð ingum, svo að nokkuð sé nefnt, og þeir eru allir mjög vand- látið í vali. Engum þeirra mundi detta í hug að velja til úrslita rytjulegar stúlkur, sem auðséð væri að hefðu lifað hátt enda þótt þær væru sérstaklega fallegar og bæru af öðrum. Þær, sem eru mikið málaðar og með litað hár eiga heldur ekki upp á pallborðið hjá þeim, þeir vilja eðlilega og óspillta fegurð og fallega framkomu. Ég man eftir ýmsum töfrandi fallegum stúlkum, sem aiir voru sannfærðir um að myndu ná langt, en fengu ekki náð fyrir glöggum augum dómar- anna, sem sáu, að þær höfðu lifað lífinu meira en góðu hófi gegndi. Ég man aðeins einu sinni eftir því að leiðindamál hafi komið þarna upp. Það var fyrir örfáum árum, dómararn- ir höfðu ákveðið að sæma ung- frú Þýzkaland alheimstitlinum, en skyndilega kom upp úr kaf- inu að þetta var gift kona. Eftir að þetta skeði hefur ræki lega verið gengið úr skugga um að allt sé með felldu um fortíð þátttakenda. — Hefur það ekki sætt undr- un þarna úti, hvað íslenzku full trúarnir hafa staðið sig vel? — Jú, svo sannarlega, enda er það áreiðanlega alveg sér- stakt, að af níu stúlkum skulu sex hafa komizt áleiðis í þess- ari keppni. Ég efast um, að íslendingar geri sér grein fyrir því, hversu gífurleg landkynn- ing það er, ef stúlka nær langt í Langasandskeppni. Þegar Guð rún Bjarnadóttir varð nr. 1, hljómaði nafnið ísland um heim allan, og fólk tók að afla sér upplýsinga um land og þjóð. Þeim hefur aldeilis brugð ið í brún, sem héldu, að Eski- móar byggðu ísland. — Heldur þú ekki alltaf sam bandi við stúlkurnar þínar? — Jú, ég skrifast á við þær flestar, og þegar ég kem hing- að til lands reyndi ég alltaf að hitta bær og eins koma þær í heimsókn til mín ef þær eru á ferðinni þar ytra. Mér finnst alltaf eins og ég eigi dálítið i þeim, og á einum veggn- um í stofunni minni hef ég myndir af þeim öllum saman. gþe. Rætt við Ólöfu Swanson, Langasandi I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.