Tíminn - 13.09.1966, Blaðsíða 14

Tíminn - 13.09.1966, Blaðsíða 14
14 TIMJNN ÞRIÐJUDAGUR 13. september 1966 Dúnsængur og æðardúnn og vöggusængur, gæsa- dúnn, hálfdúnn, fiður, enskt dúnhelt léreft. fiðurhelt léreft, koddar, sængurver, lök. Drengjajakkaföt, stakir drengjajakkar, drengja- huxur, drengjaskyrtur fyrir hálfvirði, kr. 75 allar stærðir. Pattons ullargarnið ný- komið, litaúrval, 4 gróf leikar, litekta, hleypur ekki. Þýik rúmteppi yfir hjóna- rúm, dragron. Póstsendum. Vesturgötu 12, sími 13570. Skúli J. Pálmason- héraðsdómslögmaður Sölvhólsgötu 4. Sambandshúsinu 3. hæð Slmar 12343 og 2333S Vanir menn. oritaleg, Mjótleg. i/önduð vinna PRlf - slmar 41957 og 33049 FRÍMERKI P'vrir hvert Islenzkt fn merkl. sem pér sendið mér fáið pér 3 erlend Sendið minnst 30 stk JÓN AGNARS, P.O. Box 965, Reykjavík. LAUGAVEGI 90-92 Stærsta úrval bifreiða ð einum stað — Salan er örugg hjá okkur ÞAKKARÁVÖRP Hjartans þakkir færi ég öllum þeim, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og kveðjum á áttræðisafmæli mínu 27. ágúst. Guð blessi ykkur öll nær og fjær. Salóme Jóhannesdóttir frá Söndum. Beztu þakkir til allra þeirra, er minntust mín á sex- tugsafmæli mínu þann 6. þ.m. með heimsóknum, gjöf- um og heillaóskum. Magnús Sveinsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og iarðarför bróður okkar, Sölva Guðnasonar frá Sléttu Systkini hlns látna. Hjartkær eiginmaður minn, faðlr, tengdafaðir, afi og langafi Guðmundar Péturssonar frá Streiti Breiðdal, andaðist 11. þ. m. Minningarathöfn verður á föstudag 16. þ. m, kl. 3 i Fossvogskapellu Eiginkona, börn fósturbörn, tengda börn og barnabörn. Útför föður okkar, tengdaföður og afa Jóhanns Kr. Hafliðasonar húsasmíðameistara, Freyiugötu 45, fer fram frá Frikirkjunnl miðvikudaginn 14. september kl. 13,30. Blóm eru afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Ifknarstofnanir. Hafliði Jóhannsson, Svanfriður Inglbergsdótt’r, Vigdís Jóhannsdóttir, Elnvarður Hallvarðsson, Gunnsteinn Jóhannsson, Steinvör Egilsdóttir, Jón Jóhannsson. Valgerður Guðmundsdóttlr, og barnabörn. Klúbburinn Öruggur ukstur á Austfjörðum stofnuður S. 1. föstudagskvöld var haldinn á vegum Samvinnutrygginga í hinu nýja félagsheimili Valaskjálf á Egilsstöðum stofnfundur Klúbbs ins Öruggur akstur á Austfjörðum. Var hann sóttur af bifreiðarstjór um víðsvegar af Héraði og neðan af Fjörðum. Fundarstjóri var Guð mundur Magnússon oddviti þeirra Egilsstaðamanna, en fundarritari Magnús Einarsson tryggingafull- trúi. Mættir voru frá Aðalskrif 19 FÉLLU Framhald af bls. 1. um kosninganna, segir útvarpið því að Bandaríkjamenn og suður- vietnamiskir handlangarar þeirra ákváðu þingmannalistann fyrir tveim mánuðum. Fréttastofan í Norður-Vietnam, sagði í dag, að hálf milljón her manna og lögreglumanna hefðu tekið fólk til kjörstaðanna og Tass-fréttastofan sovézka segir, að fólki hafi verið ógnað með skammbyssum. Suður - viet- namska þjóðin, seih að mjög mikl um meirihluta sat heima við kosn ingarnar, mun aldrei taka neitt mark á svona upplognum kosn- ingatölum, segir fréttastofan. Samkvæmt opinberum yfir lýsingum stjórnarinnar í Saigon hafa um 80 % kosningabærra manna tekið þátt í kosningunum. Kjósa átti 117 fulltrúa. Johnson, Bandaríkjaforseti, ræddi í dag kosningaúrslitin við Dean Rusk, utanríkisráðherra en ekki hafa fengizt neinar um sagnir af hálfu Bandaríkjastjórn ar um úrslitin. Halldór Kristinsson, guHsmiSur — Slmi 16979 ’»u i Oll.l SmíSum svefnherbergis og eldhúsinnréttingar. SlMI 32-2-52. SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. stofu Samvinnutrygginga í Reykja vík þeir Gunnar Sigurðsson for- stöðumaður Afgreiðslu — sem af- henti nýjar viðurkenningar fyrir tækisins fyrir öruggan akstur — og Baldvin Þ. Kristjánsson félags málafulltrúi sem flutti framsögu erindi um umferðaröryggismál. Um ræður urðu miklar, og að þeim loknum var klúbburinn stofnað ur með samhljóða atkvæðum allra fundarmanna, lög samþykkt og stjórn kosin. Skipa hana þessir menn: Marinó Sigurþjörnsson, verzlunar stjóri, Reyðarfirði, formaður, Vilberg Lárusson rafvirki, Egils stöðum, ritari, og Bergur Ólason vélvirki, sama stað, meðstjóm- andi. Varastjórn skipa: Ólafur Jens- son bóndi, Urriðavatni, Benedikt Guðnason ökukennari og bóndi, Ásgarði og Sveinn Sörenson bif reiðarstjóri Eskifirði. Á fundinum ríkti mikill áhug fyrir framtíðarstarfsemi klúbbs- ins, og verkefni til að sinna talin ærin. í fundarlok var sameiginleg kaffidrykkja í boði Samyinnu- trygginga, og að síðustu var sýnd sænsk umferðarlitkvikmynd: „Vit og vilji“, sem umferðarslysavama félagið í Svíþjóð hefir látið gera. Slætti undir Eyja- fjöllum ekki lokið EÓ—Þorvaldseyri Þó komið sé fram í september, er slætti efeki lokið hér undir Eyja fjölluim og vantar víða talsvert á. um daginn fauk nofeikuð af heyjum í óveðrinu og er það í sjötta sfeipti sem slikt kemur hér fyrir í sum ar. Annar sláttur verður hér eng inn vegna ótíðar. Er þetta sumar þriðja versta, sem ég man eftir. Sumrin 1937 og 1955 höfðu aðeins vinninginn. Komræfetin virðist ætla að ganga sæmilega í sumar og má því búast við sæanilegri uppsikeru um mánaðamótin, ef ekkert kemur fyrir. Hér er ræfetað svonefnt Maríbygg og virðist það þola sitt ihvað .Til dæmis fauk það ekfei í veðrinu um daginn. Kartöfluræktin lítur ekfei vel út, enda hafa bleyturnar í vor og stormar í sumar sett sín merki á hana. Lítur nú út fyrir að kartöflu uppskeran verði léleg. Nýtt gistihús á Húsavík ÞJ—Húsavík Hinn 26. ágúst var stofnað hér á Húsavík hlutafélag um byggingu og rekstur veitinga og gistihúss. Á hótelbyggingin að verða áföst fé lagsheimili Húsavíkuc, sem nú er í smíðum. Eldlhús,sean er á 1. hæð verður sameiginlegt fyrir hótelið og félags heimilið. Á sömu hæð verður mat salur, sem rúmar 60 manns og aðalsalur, sem tekur 300 manns í sæti. Á næstu tveimur hæðum verða 23 gistiherbergi, sem fullnýtt munu hýsa 60 manns í einu. Á þriðju hæð verður einnig dag- stofa fyrir gesti. Félagsheimili Húsavíkur er að ili að hlutafélaginu, sem nefnist Hótel Húsavík h. f. Framkvæmda stjóri er Sigtryggur Albertsson /eitingamaður. Nýr viðskiptasamningur við Tékkóslóvakíu Hinn 12. september 1966, var undirritaður í Bmo nýr viðskipta samningur milli fslands og Tékkó slóvakíu. Samningurinn gildir frá 1. október n. k. til 30. september 1970. Frá stríðslokum hafa við skiptin milli landanna byggzt á jafnkeypisgrundvelli, en sam- kvæmt hinum nýja samningi verða viðskiptin framvegis í frjálsum gjaldmiðli. í samningnum eru þó ákveðnir kvótar fyrir íslenzkar vörur og eru þeir svipaðir og kvótar þeir, sem gilt hafa undan farin ár. Endurskoða má þessa kvóta árlega. Auglýsið í TÍMANUM sími 195 23 Samninginn undirrituðu dr. Oddur Guðjónsson, viðskiptaráðu nautur og Frantizek Hamouz, ráð herra utanríkisviSskipta. Utanríkisráðuneytið Reykjavík, 12. sept. 1966. ORÐSENDING Orsending frá Bernharð Stefáns syni til Eggerts Davíðssonar og Steins Snorrasonar. Þar sem úrskurður sakadómara í Möðruvallamálinu liggur nú fyrir og séra Ágústi hefur verið veitt prestsembætti, hljóta þeir Eggert og Steinn að sjá, hver málstað ur þeirra er. Um persónuleg- an skæting til mín hirði ég ekki og tel málið-því útrætt. Bernharð Stefán^son. Athugasemd ritstj. Blaðið mun ekki veita rúm frek ari umræðum um þetta mál.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.