Tíminn - 13.09.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.09.1966, Blaðsíða 8
8 Guðbrandur Magnússon: Frásögn af ársfundi Skógræktarf él. íslands TfMINN ÞRIÐJUDAGUR 13. september 1966 Jón Rögnvaldsson: Samþykkt hefur verið að styrkja skjólbelta rækt. Birkið er svo duglegt, að bjarga sér. Alls hafa 1500 mismun andi gróðurtegundir verið fluttar inn. Hvað vissum við um gróður- ríki landsins til skamms tíma. ís- lenzka birkið er stórkostleg for- ustuplanta. Simson: Burnirót kallast á sænsku Rosenrot, má geyma inni heilan vetur, og gefur hún þá rósa ilm í híbýlin. Lýsti, hvernig klippa mætti birki. Fuglar í görðum halda þeim hreinum. Formaður Hákon Guðmunds- son, sem sjálfur stjórnaði fundi, ávarpaði Simson, þakkaði fyrir hans víðkunnu ræktunarstörf og bað fundarmenn að rísa úr sætum og hylla hinn 75 ára öldung, sem svo kunnur væri orðinn af sínum ræktunarstörfum, og þá einkum á sviði skógræktar. Var Simson síðan hjartan- lega hylltur af þingheimi. Sigurður Jónasson skógarvörð- ur Skagfirðinga: Grasvöxtur þreng ir kosti æðri plantna. Höfum reynt graseyðingu með lyfjum, en hún er vafa- og varasöm. Höfum þess í stað komizt á lag með að nota pappaspjöld og hylja með þeim tilsniðnum svörðinn kringum hverja einstaka plöntu. Spjöldin eru 33x33 m. Hvert slíkt pappaspjald kostar kr. 1,40. Er kringlótt gat í miðju fyrir stofn plöntunnar, en út frá þvi skorðið eða skurður á einn veg til þess að sveigja megi spjald ið um ung-plöntustofninn! Hákon Bjarnason: Daníel vék að vinnuflokkum. Þeir eru styrkt ir af Landgræðslusjóði, en sér- hverju félagi ætlað að borga kostnað við þá að öðru leyti. Nefndi skógarreit á Reykjanesi sem lítt eða ekki hefði verið sinnt um lengi, þar sem sitkagreni væri orðið um 5 metra á hæð» en önn- ur tré sömu tegundar berðust fyr- ir lífi sinu niður í grasi, og voru bitin árlega. Við munum halda áfram að gera út vinnuflokka, og efla þá. Skógræktin eflir trúna á land- ið, og gefur af sér bein verðmæti, en þó enn meiri óbein og ófyrir- séð! Oddur Andrésson: Vestfirðir eru kjörið skógræktarland og þurfa því að fá sinn elgin skóg- ræktarráðunaut! Bjarni Helgason: Ranglátt, að villifénaður eigi rétt á sér, og þeir, sem skógrækt stunda þurfi að víggirða jarðir sínar! Sitka- grenið stóðst veðrið! Spurning, hvort ekki ætti að gróðursetja eldri plöntur, en hingað til hefur tíðkazt. Sveinbjörn Jónsson: Ég tel, að skógræktarmenn verði að girða sín lönd. Við stöndum á rétti okkar. Girðum! Óviðeigandi er sauðfjáreign í borgum og bæjum, og beita síðan á aðra. ísberg sýslumaður las tillöguna um sauðfé í borgum og bæjum. Ræddi um lög og reglur, sem um það gilda. Lagði ráð á um að fara hér með hægð. Sérhver eigandi gæti síns búpenings. „Þið megið hafa kindur, en þið verðið að gæta þeirra sjálifr." Ég hleypi hér að orði, sem sessu nautur minn, Jón Rögnvaldsson, forstöðumaður Lystigarðsins á Ak ureyri fræddi mig um. „f Lystigarði Akureyrar eru 2400 gróðurtegundir, þó vantar þangað enn 10 — 15 Islenzkar teg undir. Enskur stúdent, sem legg- ur fyrir sig grasafræði bað um vinnu í Listigarði Akureyrar um tíma í sumar. Haukur Ragnarsson skýrði frá Skógræktarstöðinni að Mógilsá. Þrem fjórðu hlutum af þjóðar- gjöfinni norsku skyldi varið í til- raunastöð um skógrækt. Gerði grein fyrir staðarvalinu. Höfð væri sambönd við aðrar athugun- arstöðvar. Staðurinn valinn með hliðsjón af jarðhita og ■ öðrum náttúruskilyrðum. Rafeindaheil inn veitir aðstoð. Nú ljóst orðið, að hin mismunandi afbrigði — „kvæni” — eru atriði, sem máli skipta, þegar um skógrækt er að ræða. Ræðumaður lýsti tilliti til veð- urlags og náttúrufars, sem til væri tekið, þegar valin væru afbrigði — kvæni, hinna ýmsu trjáplantna. Komizt skyldi með tilraunum áð því, hvað „bezt“ getur vaxið á hverjum stað. Vaxtarmælingar verða nákvæmar og þær gerðar á plöntum í gróðurstöðvum. Þetta á að leiða til þekkingar á því, hvaða tegundir hér verði Skógræktarfundarfólk hvílir að Vágeirsstöðum á suöurleið. LOKAGREIN bezt komnar. Ræðumaður minntist „veðurlagsins", sem hér olli mestu tjóninu nýverið. Þarna höfum við aðstöðu til að framkalla mismun- andi veðurskilyrði og náttúruskil- yrði, sem valda sköpum fyrir smá gróður. Safnað er fræi af völdum trjám hvar sem er á landinu. Nefndi atriði, sem gera þyrfti tilraunir og athuganir um. Leitað væri að köfnunarefni, sem gæfi frá sér áhrifin, það er áburðinn, á lengri tíma. Lýsti rannsóknaratriðum og nið urstöðum þeirra. Tæki til fræ- rannsókna reynast mjög gagnleg. „Ykkur er ljóst, hve mörg atriði athuga þarf“ og hét á hlutdeild skógræktarfólks og almennings við þessi störf. Formaður, Hákon Guðmunds- son, ítrekaði þörf á samstarfi og samstöðu um skógræktarmál! Guðmundur Marteinsson: Minnt ist á trén, sem lifað hafa lúsina af. Hvort hægt væri að fá afkom- endur af þessum fáu trjám. Kjartan Sveinsson: spurði, hvort ekki yrði plantað í Mógilsárland? Hvað á að gera gegn meindýr- unum, og þá m.a. furulúsinni? Skógræktin væri komin lengra en grasræktin, enda hefði hún átt góðan forustumann, Hákon skóg- ræktarstjóra. Bjarni Helgason: Ekki hefur ver ið greint frá þeim gróðurteigum, sem starfræktir hafa verið víðs vegar um landið. Óskaði, að ekki yrði Iegið leng'i á upplýsirigum — niðurstöðum! Haukur Ragnarsson vék að at- riðum, sem komið höfðu fram í ræðum manna. Greindi frá, að vel hefði reynzt að taka plöntur upp snemma og geyma í kæli. Einnig hefði tekizt að geyma plöntur í plasti. Þá hefði gefizt vel að planta í potta. Stjórnarkosning. Hákon Guðmundsson og Einar E. Sæmundsen voru endurkosnir samhljóða. í varastjórn voru kosn ir Einar Ágústsson og Daníel Kristjánsson. Fundurinn stóð að Laugaskóla og fór þar mjög vel, bæði um fundahaldið og fundarmenn. En móttökur Þingeyinga leiddu þá einnig í 1 jós, að þeir hafa einnig skógræktina á hægra armi! En héraðið sjálft hafði þá einnig upp á sitthvað að bjóða, svo sem Uxahver, sem minnti á sinn stóra bróðui), Geysi í Haukadal. Kom gosi sínu álíka heitu álíka hátt, en hafði ekki úthald á við hann, með- an sá gamii var upp á sitt bezta. Þá var komið að Grenjaðarstað, sem stendur með ummerkjum og hefur safnað til sín þjóðminjum, svo að þarna er þá eins og tví- eflt byggðasafn Þingeyinga. Loks var setin veizla undir for- sæti Jóhanns Skaftasonar, sýslu- manns, en Karl Kristjánsson þing maður Þingeyinga ávarpaði að- komumenn og fræddi. Loks er þess að geta, að hið merka aldna kaupfélag, sem nú hefur flutt í ný og glæsileg húsa- kynni, leiddi gestahópinn í gegn- um sínar deildir allar og aðal vistarverur. Varð einum gestin- um að orði að lokinni þessari för, að hér gæti átt heima nafnið „Mag azin du Nord“, en það er frægt verzlunarheiti í höfuðborg okkar gamla sambandslands. Ég hef hvergi á landinu séð jafnmarga og þá jafnframt vöxtu- lega bæjarskóga eins og í Þing- eyjarsýslu, enda vantar á að ég hafi komið í allar byggðir. Og loks var haldið heim, en Þingey- ingar kvöddu ekki gesti sína fyrr en í Vaglaskógi. Sá, sem þessa frásögn skrásetur, gat ekki orða bundizt og minntist þess, þegar hann fyrir rúmum sextíu árum var með í för ungs fólks frá Akur eyri I Vaglaskógi og miðaði breyt- inguna, sem orðin væri á skóg- inum við það, að þá hefði ekki orðið að reigja höfuðið aftur á herðar til þess að ná að sjá upp í trjátoppana, eins og hann varð að gera nú, þar sem hann stóð! Sá, sem þetta ritar, minntist þess, er hann fyrir nokkrum ár- um lagði um lágnættið frá Sauð- árkróki með ísleifi skógarverði til Akurayrar, en fékk þar ekki rúm í gestaherbergjum, svo að þegið var að fylgjast með húsbóndan um að Vöglum og gista þar, það sem lifði nætur. Og nú hugðist maður vera að kveðja Þingeyinga! En sú varð ekki raunin. Heldur var haldið norður Fnjóskadal, sem nú hefur fengið sínar vegbætur og það allt til Dalsmynnis, og þaðan inn Eyjafjörð austanverðan allt til Svalbarðseyrar, og hefur Þjóðvegakerfið þarna nýlokið enn einni lykkju á leið sinni um okkar blessaða land. En á þessari leið er frægðar- setrið Végeirsstaðir, ættaróðal Sig urðar Sigurðssonar, búnaðarm,- stjóra, en bróðursynir hans eigend ur jarðarinnar, eru að gera þenn an ættargarð að höfuðbóli í skóg- ræktarbúskap með því að gróður- setja nytjavið í sem mest af landi jarðarinnar. En við slíkan búskap verða ekki alheimt daglaun að kvöldum. Fundarstaðurinn. Sérhver bær á sína sögu! Og sagan verður sögulegri að Litlu- Laugum, þegar þær verða að skóla setri. En fundarstaðurinn sjálftir, fund arsalurinn, gjörði betur en að eiga sögu, hann sagði sögu! i Efst á öllum fjórum veggjum fundarsalarins, voru stækkaðar myndir — allar jafnstórar, af nafn kunnu fólki þingeyzku! Og þar kom — að mikið vill meira- Þegar í fundarhlé hafði veri?' gengið með öllum veggjum, or nöfn og myndir virtar fyrir sér varð gestinum einum að orði: „Hugsa sér ef hér væri kornini: Þorgeir Ljósvetningagoði o> Ófeigur í Skörðinn. GJAFABRÉF rHÁ SUNDLAUQAHSOÓOl skAlatúhsheimilisims »ETTA BRÉF ER KVITTUN, EN »6 MIKIU FREMUR VIDURKENNING FTRIR STUÐN- ING VID GOTT MÁLEFNI. GJafabréí sjóðslns eru setd a skrlfstofu Stryktarfélags vangeflnna Laugavegl 11, á Tborvaldsensbazar i Austurstrætl og t bókabúð Æskunn ar, Kirkjuhvoll Fréttabréf af Héraði Tíðarfar hefur verið fremur stirt hér á Upp-Héraði um nokkurt skeið. Þann 22. júlí s. 1. gerði hér ofsaveður af norðri, sem reyndar landsfrægt er orðið, með rigning- arslytringi af og til í byggð, en snjókomu til fjalla. Stóð veður þetta í fjóra sólarhringa, nærri samfleytt, og olli margs konar tjóni, t. d. fauk meira og minna af heyi á flestum bæjum, þak- plötur af húsum o. s. frv. Kartöflu- grös stórskemmdust, urðu víða nærri svört, en ekkert sá á bygg- akri Fljótsdælinga á Valþjófsstaða- nesi, og spáir það vel fyrir korn- ræktinni hér. Vegirnir um Möðru- dalsöræfi og Fjarðarheiði urðu ó- færir vegna snjókomu um tíma, og varð að ryðja þá. Mjög er veður sem þetta óvenjulegt svo snemma sumars, og muna menn varla annað eins. Síðan óveður þetta leið, hefur verið hér ríkjandi norðaustlæg átt, oft með rigningu og kulda, stundum hefur jaðrað við næturfrost. Þó komu nokkrir góðir þurrkdagar í kringum 14. ágúst, og núna i rúma viku verið sunnan átt og hlýindi og ágæt heyskapar- tíð, sem miklu hefur bjargað. Sen að iíkum lætur hefur hey- skapur gengið stirðlega i sumar, þrátt fyrir mikla grassprettu, og hey hrakizt. Almennt munu menn þó hafa náð inn miklu af heyjum, en misjöfnu að gæðum. Háarvöxt- ur verður lítill sem enginn vegna kuldanna, en heyskapur mun þó treinast fram eftir næsta mánuði. í skemmtanahaldi er ævinlega „gróska" á þessum árstíma, og má í því sambandi minna á tvær vel heppnaðar skógarsamkomur i Atla vík, þá seinni um verzlunarmanna- helgina, en báðar samkomur þessar voru vínlausar og fóru fram með menningarbrag. Af þeirri reynslu, sem komin er af slíku fyrirkomu- lagi síðan í fyrrasumar og saman- burði við fyrri Atlavikursamkomur er sýnt, hvert stefna skal, og flestir eru sammála um, að hér sé stigið stórt spor fram á við í samkomu- málum. Föstudaginn 29. júlí s. 1. sýndi Leikfélag Reykjavikur leik- ritið „Sjóleiðin til Bagdad" í héraðsheimilinu Valaskjálf á Egils stöðum. Fannst viðstöddum það góð stund og eftirminnileg, en allt of fáir sáu sér þó fært að mæta. Með tilkomu Valaskjálfar aukast mjög möguleikar á heiiri- sóknum listafólks, sem flytur gott og uppbyggilegt efni, og slíkt héraðsheimili ætti þá ekki síður að leysa úr læðingi andlega orku fólksins sjálfs, sem á þetta hús, og verða alhliða lyftistöng menn- ingarlífi á Héraði, svo sem til er ætlazt. í júní flutti sr. Marinó Kristins- son prestur í Vallarnesi burt á- samt fjölskyldu sinni og var settur prestur á Sauðanesi. Marinó var mjög vinsæll af sóknarbörnum sín- um og öllum, sem til hans þekktu, en hann hefur um langt skeið þjónað hér á Héraði, bæði Valla- nesi og Valþjófsstað, en var áður prestur á ísafirði. Hlýhugur fólks til prestshjónanna og barna þeirra kom einkar skírt í ljós, er þeim var haldið kveðjusamsæti á Iða- völlum, félagsheimili Vallamanna, og færðar gjafir. •ÓH.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.