Vísir - 09.08.1975, Page 2

Vísir - 09.08.1975, Page 2
risnsnn: — Hefurðu farið til út- landa? Haukur Haröarson, 9 ára: Já, i hitteöfyrra. Þá fór ég til Mæjorka meö mömmu, pabba, systur minni og bróöur. Þaö var voöa- lega gaman, en ég veit ekki, hvort ég fer nokkuö aftur. Tómas Tómasson, 8 ára: Nei, aldrei. Ég er heldur ekkert á leið- inni og mig langar ekki neitt. Ég vil miklu frekar vera hérna á ís- landi. Hallvaröur Þórsson, 13 ára: Aldrei. Mig langar að fara og þá helzt til Hawai-eyja. Hvort ég fer? Það veit ég ekki. Arnar Hólm, 10 ára: Nei, aldrei. Mig langar til Afriku, en fer áreiðanlega ekki á næstunni. Harry Engel, 14 ára: Ég á heima erlendis, á Hawai-eyjum. Mamma er islenzk en pabbi út- lendur. Hvort ég hef feröast mik- ið? Já, pabbi vinnur nefnilega i sambandi við sjónvarp og við ferðumst mjög mikið. Arni Tryggvason, 12 ára: Já, I fyrra fór ég meö pabba og mömmu til Danmerkur, Þýzka- lands, Hollands og Luxemborgar. 1 september förum við svo til Mæjorka. Utanáskrift síðunnar er: Visir, Síðumúla 14, Reykjavík — ,,Lesendur hafa orðið" Visir. Laugardagur 9. ágúst 1975 DYRT AÐ BURSTA í SÉR TENNURNAR VIÐ SIGÖLDU Guðmundur Þorsteinsson hringdi: ,,Ég var á ferðalagi upp að Sigöldu og uppgötvaði, að ég hafði gleymt tannkreminu heima. Ég brá mér þvi inn i verzlunina þarna og keypti eina litla túpu af Colgate fluor og svo keypíi ég benzin á bilinn. Þegar ég hafði keyrt i burtu, fór ég að hugsa, að ég hefði borgað allt of mikið fyrir þetta tvennt og sneri við og spurði um verð á tann- kreminu. Litlar 330 krónur kostaði hún, var svarið um verðið, og ég sem hafði gleymt túpunni á borðinu heima (og ég tek það fram — alveg sams konar) og hún kostaði 114 krón- ur! Er þetta nú ekki heldur mikil álagning?” enn i gömlum glæðum. Kirkjan boðar enn helviti og prestar samþykktu að lýsa yfir andúð á dulrænum fyrirbrigðum. Eng- inn maður á Islandi skilur það, enda hefur það greinilega komið i ljós við skoðanakönnun, að all- flestir Islendingar hafa trú á þvi dulræna. Tel ég mig vel geta verið kristinn og lifað i samlyndi við guð, án þess að hin þröngsýna stofnun, kirkjan komi þar nærri. Skil ég vel, hvers vegna kirkjusókn á íslandi hefur minnkað stórlega, þegar haft er i huga að kirkjan fær allflesta hugsandi tslendinga upp á móti sér. Hins vegar fagna ég þvi, að til eru enn prestar eins og séra Sigurður Haukur o.fl. Mjög fróðlegt var að hlusta á huglækninn, Einar Jónsson bónda á Eirtarsstöðum i Reykjadal, flytja mál sitt i þætt- inum um huglækningar og dul- ræna reynslu sina.” HVERJIR MEGA GANGA MEÐFRAM ELLIÐA- ÁNUM? Lesandi hringdi: „Maðurinn minn er bil- stjóri. í kaffitimanum um miðjan daginn fyrjr nokkru var hann staddur niðri við Elliðaár. Gerði hann sér þá það til gamans að ganga niður með Elliðaánum, borgarmeg- in. Laxveiðimaður stóð hinu megin við ána og var að renna fyrir lax, svo sem lög gera ráð fyrir. Jæja, þegar minn maður kom labbandi upp eftir aftur, þá var veiðimaðurinn kominn með ’ann á. Hann lét sig þó hafa það að sleppa annarri hendi af stönginni og banda manninum minum frá, en hann lét það ekki á sig fá. Sem betur fer náði hann laxinum, en ég er viss um, að hann hefði kennt manninum minum um, ef hann hefði misst laxinn.” Björgvin Björgvinsson skrifar: ,,A sunnudagskvöldið 3. ágúst var mjög fróðlegur þáttur i sjónvarpinu, er bar yfirskriftina „Sjötta skilningarvitið”, i um- sjá Jökuls Jakobssonar. Þáttur- inn fjallaði um huglækningar. Ég rita þetta bréf vegna þess, að ég er i einu og öllu sammála þvi, er séra Sigurður Haukur Guðjónsson sagði i þættinum, að honum þætti ekki skritið, að læknar hefðu vantrú á huglækn- ingum, en sér fyndist furðuleg- ast af öllu, að prestar væru á móti þeim og teldu þær brjóta i bága við Bibliuna. Vitnaði Sigurður i Matteusarguðspjall máli sinu til stuðnings, að hug- lækningar brytu á engan hátt I bága við kenningar Krists, siður en svo. Frá þvi að prestastefnan svo- kallaða samþykkti að lýsa yfir andúð á dulrænum fyrirbrigð- um, hef ég misst allt álit á prestastéttinni. Tel ég hana þröngsýna i meira lagi. Fyrr á öldum voru menn brenndir á báli fyrir villutrú og kirkjan kom öllum fyrir kattarnef, sem ekki voru algjörlegá inni á hennarlinu. Þetta voru brjálæð- islegar öfgar, er kirkjan not- færði sér, en til þess hafði hún vald þá. í dag hefur hún sem betur fer, ekki slikt vald. Hvar stæðu þeir menn þá, sem hefðu trú á dulrænum fyrirbrigðum, huglækningum o.s.frv? Á okkar dögum hefur dregið að mestu úr öfgum kirkjunnar, en þó lifir „Gauksungar skammta peninga úr hnefa — gamalt fólk gert útlœgt af heimilum" Tvitugur skrifar: „Ég get ekki lengur orða bundizt vegna þeirrar með- ferðar, sem öryrkjar og gamalt fólk fær i þjóðfélaginu okkar. Það hefur um nokkurt skeið verið tilhneiging i þá átt að minnka fjölskyldueiningar þjóðfélagsins og er þetta alkunna. Þessu veldur hin al- menna þróun á Vesturlöndum. Gamalt fólk og öryrkjar hafa smám saman verið gerð útlæg af heimilunum og menn hafa litið svo á, að það væri verkefni samfélgsins að sjá þessu fólki farborða annað hvort með þvi að sjá þvi fyrir húsnæði og pening- um eða með þvi að safna þvi saman á stofnunum og hirða þar með örorku- og ellilifeyri þess upp i kostnaðinn. A þessu hvoru tveggja er mikill misbrestur. Það af þessu fólki sem býr út af fyrir sig og oft mjög afskipta- litið, er nú að þvi komið að svelta i hel, svo bág eru kjör þess. Þetta segi ég ekki aö gamni minu, heldur veit ég, aö þetta er satt, þvi að vegna starfa mins hef ég komið inn á nokkur svona heimili og séð þá örbirgð, sem margt gamalt fólk og öryrkjar búa við. Eins hef ég komiö á tvö elliheimili hér á höfuðborgarsvæðinu. Þar er aðbúnaður að visu viðunandi aö sumu leyti, en biðlistar eftir plássum i þessum stofnunum eru svo langir, að trúlega verða flestir, sem á listanum eru, komnir á annað tilverustig, áður en röðin kemur að þeim. Niðurstaða min er á þessa leið: Okkur, sem nú erum að ganga til leiks sem fullgild at- kvæði, hlýtur að blöskra sú meðferð, sem gamalt fólk og öryrkjar hefur fengið hin siðari ár. Þar er ekki neinum pólitisk- um flokki um að kenna, heldur þeim móral, sem rikt hefur i landinu. Allr heilvita menn ættu að skammast sin niður i tær fyrir að láta þá, sem minna mega sin, svelta, mitt i allsnægtunum, sérstaklega vegna þess að margt af gamla fólkinu er út- slitið eftir að hafa alið upp þá gauksunga, sem skammta nú peningana úr hnefa og skera við nögl til þeirra, sem ekki hafa bolmagn eða eru of kurteisir til að brúka þá frekju, sem virðist þurfa, til þess að geta lifað.” LESENDUR HAFA ORÐIÐ „Kirkjan hefur ekki vald til galdrabrennu — ef svo vœri, hvar stœðu dultrúarmenn þó?"

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.