Vísir - 09.08.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 09.08.1975, Blaðsíða 3
Vlsir. Laugardagur 9. ágúst 1975 3 Verður 14 ára íslenzk stúlka Norðurlandameistari í skák? Guðlaug Þorsteins- dóttir, 14 ára stúlka úr Kópavoginum, er enn i efsta sæti i kvenna- flokki Norðurlanda- mótsins i skák, sem fram fer i Sandefjord við Osló i Noregi. Guðlaug er með 5 1/2 vinning og á eftir tvær skákir og eina biðskák Biðskákin er við Bendt- son, sem skipar efsta sætið með Guðlaugu og er einnig með 5 1/2 vinning. Biðskák þessi var tefld i gær og fór þá aftur i bið og er Visir hafði samband við mótsstaðinn i Sandefjord i gærkvöldi, voru þær aftur setztar viö skákborð- ið. Staða Guðlaugar var mun betri. Guðlag á eftir tvær skákir og hefur góða möguleika á að verða fyrsta islenzka konan, sem verður Norðurlandameist- ari i skák. t meistaraflokki karla hefur Helgi Olafsson náð beztum á- rangri tslendinga. Hann er i 3.-8. sæti. Tvö efstu sætin skipa Banda- rikjamenn, sem eru gestir mótsins. Þeir hafa hlotiö 8 vinn- inga- annar og 7 hinn. Helgi er með 6 1/2 vinning eftir niu um- ferðir. Hann á eftir tvær skákir. Helgi hafði nýtapað leik sinum við Bandarikjamann, er Visir hafði samband við Noreg i gær- kvöldi. Jónas P. Erlingsson hefur náð næst beztum árangri tslendinga i meistaraflokki. I gærkvöldi var hann með 5 1/2 vinfiing. —JB CESSNA 310 í FLOTA SVERRIS Ein vél enn hefur nú bætzt i flugvélaflotann á Reykjavlkur- flugvelli. Er það Cessna 310, sem Sverrir Þóroddsson hefur bætt viö leigu- og sjúkraflug sitt. Sverrir á fyrir tvær flugvélar, Cessnu 205 og aðra Cessnu 310. Sú, sem nú hefur bætzt við flot- ann, kom til landsins fyrir nokkr- um dögum og er keypt frá Banda- rikjunum. Er vélin hin glæsileg- asta útlits og tæpra þriggja ára gömul. Vélin verður notuð i" leigu- og sjúkraflug að sögn Sverris og sér- lega heppileg i millilandaflug, þar sem flugþol er 9 timar. Sverrir vildi engu um þaö svara, hvort ný vél væri væntan- leg i viðbót, en nokkuð mikið virð- ist vera að gera i leigufluginu, og þá sérstaklega til Vestmanna- eyja. Við hittum Sverri, þar sem verið var að leggja siðustu hönd á að mála einkennisstafina á vél- ina. Eftir það var hún tilbúin til þess að fara I loftið.. —EA Nýja samheitaorða- bókin að fœðast — Við viljum gjarnan að ritun samheitaorðabókarinnar taki ekki of langan tima. Aftur á móti er mér erfitt að segja það nú, hvenær vænta megi að verk- inu ljúki. Þetta sagði Jakob Benedikts- son hjá Orðabók Háskólans I viðtali við VIsi I gær. — Hafizt var handa við gerð samheitaorðabókarinnar siðast liðið haust. Þá var Svavar Sig- mundsson lektor I islenzku viö háskólann i Kaupmannahöfn fenginn til að kanna gerð slikra bóka á erlendum tungum. Verk- efni þetta er unnið fyrir gjöf Þórbergs Þóröarsonar, rit- höfundar. — Svavar hefur nú hafið sjálfa efnisöflunina og styðst hann þá einkum við fyrri islenzkar orða- bækur, sagði Jakob Benedikts- son. — Svavar er enn bundinn við lektorsstörf sin úti i Danmörku. Þegar liða tekur á söfnun efnis i orðabókina nýju, má vænta þess, að hann þurfi að koma hingað heim til að ganga frá bókinni. Hvenær það getur orðið veit ég ekki ennþá, sagði Jakob Benediktsson. — JB Stöðvarhúsið að Sigöldu: Hornsteinn lagður í nœstu viku ÞA ER BARA AÐ KEYRA UM BORÐ Hér sjáum við bilabryggju Akraborgarinnar, áður en hún varö sett á flot I gærkvöldi. Bryggjan er um 20 m löng, svo að það þurfti 2 krana við verkið. Undir henni er flottankur, sem hægt er að hækka og lækka. Þaö gætu sem sagt oröiö fleiri en Akraborg- in, sem þyrftu að nota bryggjuna I framtlðinni. Núer aðeins eftir að leggja siðustu hönd á verkið, stilla brúna ganga frá festingum. EVI Æskilegt að fara mýkri höndum um þetta fjölbreytta hverfi w — segir Gestur Olafsson, arkitekt, um Grjótaþorpstillöguna Forseti tslands mun leggja hornstein að hinu nýja stöðvar- húsi að Sigöldu næstkomandi föstudag. Þá verða liöin tæp tvö ár slðan samningur var undir- ritaður við júgóslavneska verk- takafyrirtækið Energo-projekt um byggingarhluta virkjunarinn- ar. Upphæð samningsins var um 2,6 milljarðar áundirskriftardegi. Verksamningur um véla- og raf- búnað var undirritaður nokkru siðar viö fyrirtækin Brown, Bro- veri og Cie I Vestur-Þýzkalandi og Energomachexport I Sovét- rikjunum. Sá samningur hljóöaði upp á 1,3 milljaröa króna á undir- skriftardegi. Gert var ráö fyrir þvi, að fram- kvæmdum lyki fyrir árslok 1976 en framkvæmdir hafa tafizt frá þvi að sú áætlun var gerð. Reikn- að er með, að stöðvarhúsið verði vigt með fullum vélakosti á fyrri hluta árs 1977. Við athöfnina á föstudaginn munu dr. Jóhannes Nordal, for- maður stjórnar Landsvirkjunar, Eirikur Briem, framkvæmda- stjóri Landsvirkjunar og dr. Gunnar Thoroddsen, iðnaðarráð- herra, flytja ávörp. —JB ,,Ég er sammála mörgu þvi um skipulag Grjótaþorps, sem arkltektarnir Guðmundur Kr. Guðmundsson og ólafur Sigurðsson hafa sett sér. T.d. þvi að fella niður fyrirhugaða hraöbraut gegnum þorpið og viðleitni þeirra að varðveita sum núverandi sérkenni þessa hverfis, auka þar Ibúðarbygg- ingar og stuðla að lifvænlegra umhverfi.” Þetta sagði Gestur ólafsson arkitekt og skipulagsfræðingur um tillögur, þar sem gert er ráð fyrir að flest gömlu húsin i Grjótaþorpinu hverfi, þar á meðal Unuhús, þar sem hann einmitt býr. „Hins vegar,” hélt Gestur áfram, „álit ég að æskilegra hefði verið að fara mun mýkri höndum um þetta fjölbreytta umhverfi og að lagðar hefðu verið fram til umræðu og um- fjöllunar mismunandi tillögur. T.d. er hægt að bæta umhverfi þessa borgarhluta til muna og glæða hann nýrri athöfn og lifi með tiltölulega litlum tilkostn- aði. Jafnvel þótt aðeins væri bætt við fáum velhönnuðum ný- byggingum. Ekki hafa allar þær endur- nýjunartillögur, gerðar hér á landi, þar sem gert er ráð fyrir jafn yfirgripsmikilli endurnýjun og þessari, náð fram að ganga. Astæðan er einfaldlega sú, að hvorki hafa verið til lög, fjár- magn, þekking né vilji til aö framkvæma þær. Annars hefur i þessum skipu- lagstillögum verið hreyft við mörgum vandamálum, sem mikið hefur verið rætt og ritað um i tilefni arkitektúrverndar- ársins og vonandi tekst aö finna viðunandi lausn á. Það er hver er æskilegur rétt- ur og skylda þeirra sem byggja og eiga fasteignir? Hvernig ákveðum við bezt hvaða um- hverfi (þ.mt. hús) við viljum varöveita og hver á þar lokaorö- iö? Eru það eigendur viökomandi fasteigna, ibúar aöliggjandi hverfa eða sveitarfélagsins alls, þjóðminjavörður, húsafriöunar- nefnd, menntamálaráðherra, náttúruverndarráð, Torfusam- tökin, skipulagsstjóri eða félagsmálaráöherra? Og hve lengi viljum við varðveita þetta umhverfi? 1 20 ár, 200 ár eða til eilifðar? Eða viljum við láta umhverfið breytast i samræmi við breytta afstööu okkar til þess?” sagði Gestur að lokum. — E VI —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.