Vísir - 09.08.1975, Page 9

Vísir - 09.08.1975, Page 9
Vlsir. Laugardagur 2. ágúst 1975 9 Við hðfum vinninginn -hvað villurnar snerti Pólverjar stóðu sig mjög vel á Evrópumótinu i Brighton, höfn- uðu i fjórða sæti með 292 stig. Leikur þeirra við okkur var þó siður en svo villulaus, en þegar upp var staðið, höfðum við vinn- inginn — hvað villurnar snerti. Að forhandardobla á veik spil á hættunni, getur verið tvieggj- að og Pólverjinn með mörgu samhljöðana i nafninu, Maciesczak, fékk að finna fyrir þvi. Staðan var allir á hættu og austur gaf. 4 G-8-5-4 V D-8-6-3 4 A-D-G 4 K-8 4 9-7-2 y G-10-5 4 10-9-8-7-4 »6-5 4 D-6 y A-9-7-4 4 K-6-5 » D-G-10-7 4 A-K-10-3 V K-2 4 3-2 4 A-9-4-3-2 Austur Suður Vestur Norður Hallur Wilkosz Þórir Lebioda P 1» P 24 P 24 P 44 P P P Vestur spilaði út laufadrottn- ingu og suður vann auðveldlega fimm spaða, 650tilPóllandsog 9 IMPar tapaðir. En stuttu siðar fór hagnaður- inn aftur, þegar Pólverjarnir tóku slemmu, sem við misstum. Staðan var allir utan hættu og vestur gaf. 4 D-7-6-4-3 V A-10-3 4 K-10-8-4 4A 4K-G-8 4A-10-9-5-2 V 9-2 V G-7-5 ♦ 9-7-6 4 2 *K-10-9-8-5 4 G-6-4-2 4enginn V K-D-8-6-4 4 A-D-G-5-3 4D-7-3 1 opna salnum gengu sagnir Með sömu menn i sömu sæt- þannig: um, þá gengu sagnir: Austur Suður Vestur Norður Polec Simon Mac.... Stefán Vestur Norður Austur Suður P 14 D RD P 1 4 P 2 4 P P P D 24 P P P P 24 P ‘ P 4 V P 3 * P 2 4 P P D P P P P Suður spilaði út spaðaás og skipti siðan i hjartakóng. Sagn- hafi drap með ás, spilaði spaða- drottningu, sem suður drap á ásinn. Nú kom meira hjarta, drepið á drottningu og hjarta trompað. Siðan fékk vörnin tvo slagi á lauf og þrjá slagi á tromp.samtalsniuslagi, 1100 til Islands. 1 lokaða salnum hirtu Pól- verjarnir úttektarsögn i spaða: Ég held, að norður hafi leitt asnann inn i herbúðirnar með þvi að tvlmelda spaðann, en með þvi að segja fjögur lauf við þremur hjörtum, þá komast n-s alltaf i a.m.k. hálfslemmu. Þótt sagnirnar hafi verið vondarhjáokkuriopna salnum, þá held ég, að Pólverjarnir hafi ekki bætt þar um, jafnvel þótt þeir næðu slemmunni: Vestur Norður Austur Suður P 14 P 2V P 4 V P 6 V P P P Geysivinsœl spilamennska í DOMUS MEDICA á fimmtudögum Þetta voru heldur ódýrir 11 IMPar til Pjillands. Sumarspilamennska TBK i Domus Medica á fimmtudögum er geysivinsæl og spila á annað hundrað manns hverju sinni. Drslit i siðustu umferð urðu þessi: A-riðill: 1. Böðvar Guðmundsson Kristján Andrésson 274 og B-riðill: 1. Halla Bergþórsd. og Kristjana Steingrimsd. 262 Meðalskor i þessum riðlum 210. C-riðill: 1. Árni Guðmundsson og Mar- grét Þórðard. 129 Meðalskor 105. D-riöill: 1. Magnús Aspelund og Stein- grlmur Jónasson 193 Meðalskor 165. ÍTÖLSKU EVRÓPUMEISTARARNIR 75 ltölsku Evrópumeistararnir 1975: Talið frá vinstri: Moska, Sbarigia, Di Stefano, Salvetti, fyrirliöi, Le- Maitre, forseti Evrópusa mbandsins, Franco og Garozzo. Á myndina vantar Milani. ENGA FÉKK ÍG UNDIRTEKT Láttu ganga ^ Ijóóaskrá Nú er orðið langt siðan ég hef levft öðrum að komast að með visur sinar i þættinum. Frá og með deginum i dag verður brfeyt- ing á þessu. Ég mun i tilefni þess að þátt- urinn er tveggja ára um þessar mundir, taka upp sömu stefnu og i upphafi. Allt efni frá lesendum er þvi þegið með þökk- um og einnig verður i þættinum fyrripart- ur til að botna. Fyrsti fyrriparturinn hljóðar þannig. Endanlega er ákveðið út að færa landhelgina. Fyrripartar gefa að sjálfsögðu litið til- efni til að gera góðar vísur yfirleitt, þar sem menn ráða ekki nema helmingi orð- anna I vísunni sjálfir. Þegar menn hafa aftur á móti frjálsar hendur i þessu efni geta þeir leikið sér með rim eins og Jakob Ó. Pétursson. Leitt er karlsins kjótl og tutl, káf I pilsum betl og fitl. Sifellt nudd og rjátl og rutl ráp og tritl og dútl og kitl. En svo getur það lika komið fyrir að þótt flest skilyrði séu fyrir hendi, tekst mönnum ekki að koma saman visu. Eirik- ur Jónsson kveður; Andann hrimar, eyðist þrá öls I vimu húmi. Get ei rimað, geng þvi frá, gleymi tíma og rúmi. Rikisstjórnir hafa verið misjafnlega vondar að dómi manna. Sú er nú situr við völd er þar engin undantekning. Stafar þetta trúlega af þvi að menn vilja alltaf eitthvað meira en þeir hafa og verða þvi að sjálfsögðu aldrei ánægðir. Næsta visa er ekki um þá ríkisstjórn sem nú situr. Visuna orti Gunnlaugur Pétursson. Skeiðar til ég hef og hnifs, cn hvergi má við fórninni. Af öllu hjarta eilifs lifs óska ég rikisstjórninni. Þótt fullyrða megi að stakan hafi verið á undanhaldi fyrir öðrum ljóðfoi;mum lengi, er spurning hvort henni verður nokkurn tima útrýmt alveg. Sveinn Hann- esson yrkir: Flest þó moli timans tönn, trausta boli hylji stakan þolir frost og fönn, fióðaskol og bylji. Hugsun skæra hafa má hlaupa á glærum isum til að læra tökin á tækifærisvisum. Þegar menn eldast minnast þeir gjarn- an æskuáranna með söknuði, enda eru þau að margra hyggju bestu ár ævinnar. Páll á Hjálmsstöðum kveður: Ljúft er bandið meyju og manns, milt er æskuvorið. Áður en hlekkir hjónabands hefta glaða sporið. En það eru margar hliðar á hverju máli. Guðmundur Friðjónsson kveður: Málgar konur, brekótt börn bændur gera feiga, þó er nóttin þrautagjörn þeim er hvorugt eiga. Eiður Arngrimsson svarar þessu þann- ig: Oft á jöfnu verður völ, veitist lækning sorgar, dimmrar nætur dapra kvöl dagsins friður borgar. Skattaseðillinn mun hafa glatt marga I ár, þ.e.a.s. þegar menn fóru að skilja hann og sáu að þeir skulduðu ekki það sem á honum stóð, heldur áttu það inni. Aðrir urðu ekki eins kátir. Þaö voru þeir sem skulduðu það sem þeir héldu að þeir ættu inni. Guðmundur Guðmundsson yrk- ir: Stormasamt við skuldasker, skammt á milli brota. Lygina fyrir lifakker læra menn þar að nota. Hérlendis hafa menn barist fyrir mörgu, bæði þjóðþrifamálum og öðrum. Hefur trúlega oft farið svo að þau fyrr- nefndu hafa verið felld, en hin náð fram að ganga. Mér datt i hug bjórmálið svonefnda við lestur visu Þórarins Sveinssonar. Hornasjórinn hrcssir geð hylli sór ég veigum. Dýran bjórinn drósum með drekk i stórum teygum. Ég hef einstöku sinnum i þessum þátt- um beöið um upplýsingar um höfunda visna. Ekki hef ég haft erindi sem erfiði i þvi efni. Nú vil ég enn biöja menn liðsinnis að feðra eftirfarandi visu og segja mér þar að auki tilefnið. Heyrt hef ég að visan sé eftir Egil Jónasson og ef hann les þetta þætti mér vænt um að fá frá honum linu. En visan er svona. Enga fékk ég undirtekt, á þvi mina skoðun byggði, að arkitekt með eftirtekt sé afar sjaldgæft fyrirbrigði. Utanáskrift þáttarins er: Dagblaðið Visir, Siðumúla 14, Reykjavik — Visnaþáttur. Ben.Ax.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.