Vísir


Vísir - 09.08.1975, Qupperneq 20

Vísir - 09.08.1975, Qupperneq 20
Laugardagur 9. ágúst 1975 NIÐUR- SUÐU- DÓSIR ORÐNAR INNAN- „Ég vil sjá jökulsprungu — sagði franski mótorhjólakappinn um leið og hann féll ofan í eina — Hann var nýbúinn aö fræöa islenzka leiösögumanninn á þvi, aö hann iangaöi til aö viröa fyrir sér fslenzka jökulsprungu. Hann haföi vart sleppt oröinu, er hann haföi ekiö niöur I eina, segir Christian Gallissan, franskur rithöfundur, sem staddur er hér á landi. För Gallissan og mótorhjóla- félaga hans hingað til lands hefur vart farið fram hjá nein- um Islendingi. í byrjun júli voru dagblööin yfirfull af vangavelt- um um ferðir félaganna. Blaðamaður Visis hitti Gallis- san að máli á Hótel Esju i gær- dag, en þá var hann að leggja af stað með hóp sinum i ferð á öræfajökul. — Við erum mjög anægðir með ferðina hingað. Við höfum haldið á Heklu, Langjökul, Eiriksjökul, Mýrdalsjökul og á Bárðartungu. öræfajökull er siðasti áfanginn. Eftir að hafa klifið hann, munum við dvelja nokkra daga i Reykjavlk, en halda siðan heim til Frakk- lands, segir Gallissan. — Við höfum lent I það mörgu skemmtilegu á ferð okkar, að við erum allt að þvi búnir að gleyma blaðaskrifunum i upp- hafi ferðarinnar. Þó var það ævintýri út af fyrir sig. I fram- haldi af þeim deilum ákvað ég að kalla bók þá, sem ég skrifa eftir komuna til Frakklands „Forboðnir jöklar”, sagði Christian Gallissan. Eitt af þvi, sem hent hefur fé- laganna á ferð þeirra um jökl- ana, er þegar annar mótor- hjólakappinn féll tvo metra nið- ur I jökulsprungu i siðustu viku, eins og áður getur. — Við sáum jörðina gleypa hann fyrir framan okkur. Af brún sprungunnar sáum við hann sitja á hjólinu niðri i sprungunni. Stýrið á hjólinu sá fyrir þvi, að það féll ekki lengra, en ökumaðurinn þorði vart að hreyfa sig til að falla ekki niður i botn sprungunnar, sem var langt fyrir neðan hann, segir rithöfundurinn Christian Gallis- san. — Við vorum með allan jökla- búnað með i ferðinni og komum linu niður til hans og drógum hann siðan upp. Honum varð ekkert meint af fallinu og hjólið var að mestu leyti heilt, segir rithöfundurinn. --- Þá var ferðin upp á Heklu einnig mjög ævintýraleg. Við héldum upp bröttustu hlið- arnar á mótorhjólunum og var það heldur glæfralegt ferðalag. Þegar við eftir á bentum fólki á, hvar við hefðum ekið upp, hristi það hausinn og sagöi, að viö værum sturlaðir. Hvort það var að hneykslast af náttúruvernd- arsjónarmiðum eða vegna fifl- dirfsku okkar, veit ég aftur á móti ekki, segir franski rithöf- undurinn Christian Gallissan að lokum. —JB Heilum tjöldum stolið með öllu í Þeir hafa ekki látið sér allt fyrir brjósti brenna, sem geröust svo biræfnir að hreinlega stela heii- um tjötdum á þjóðhátiöinni i Vestmannaeyjum. Þeir létu sér ekki nægja að taka úr tjöldunum, heldur voru þau tekin eins og þau lögðu sig með öllu, sem inni i þeim var, svefn- pokum, fatnaði og öðru. Lögreglan i Eyjum sagði okkur, að tvær kærur hefðu borizt til þeirra. I öðru tilvikinu var stolið 4ra manna tjaldi með öllu inni L Ekki einu sinni hælarnir úr tjald- inu voru skildir eftir. 1 seinna tilvikinu var stolið 2ja manna tjaldi með öllu, sem i þvi var. Lögreglan heldur, að fleiri tjöldum hafi jafnvel verið stolið, þó að ekki hafi borizt kærur. A þjóðhátið i fyrra var að minnsta kosti stolið einu tjaldi með öllu i. Mikið var um stuld á hlutum úr tjöldunum, enda koma sumir gestirnir til Eyja allslausir, hvorki með svefnpoka né tjald, og sumir koma án þess aö eiga nokkra krónu, og þar að auki oft illa á sig komnir. —EA — Samningaviðræöur okkar og aðila i Indónesiu um flutning á þúsundum pilagrima þaðan til Mekka og Medina eru runnar út i sandinn. Ljóst er, aö ekkert verður úr þeim flutningum I ná- inni framtíð., sagði Alfreð EII- asson, forstjóri Flugleiða, er Visir haföi samband við hann i gær. I siðasta mánuði voru horfur á, að þotur Loftleiða flyttu i leiguflugi tugþúsundir plla- grima frá Djakarta á Java i Indónesiu—Mekka og Medina. Attu flutningarnir að fara fram frá 1. nóvember til 15. nóvember og aftur i desember og janúar. Flutningar þessir hefðu skapað bindandi verkefni fyrir eina til tvær þotur félagsins. Fulltrúi Flugleiða, Jóhannes Einarsson, er nýkominn frá Luxemburg, þar sem hann ræddi við starfsmenn flugfé- lagsins Mandala i Indónesiu, sem ætlaði að gangast fyrir þessum flutningum. I siðasta mánuði fór Jóhannes til Djakarta og ræddi þar viö fulltrúa félagsins. — Samningar þessir fór út um þúfur, þar eð flugfélagið i Indónesiu fékk ekki leyfi hjá samgönguyfirvöldum þar til að ljúka samningi við flugfélag, sem ekki hefði reglubundið flug til Indónesiu. Sennilega verður þvi samið um þetta flug við fé- lög, sem fljúga reglubundið til Djakarta — eins og til dæmis KLM eða Sabena, sagði Jóhannes. jb RIKISMAL í NOREGI „Getur þú hjálpað okkur með dósirnar?” var spurning, sem beina átti til norska forsætisráð- herrans, Tryggve Bratteli, þegar hann heimsækti skátamótið mikla i Lillehammer. Dósirnar, sem hér um ræðir, eru gefnar af fjórum niðursuðu- verksmiðjum á Islandi: Norður- stjörnunni, K. Jónsson, Artik á Akranesi og Fiskiðju Suðurnesja, sem gáfu niðursuðuverðmæti fyr- ir á þriðju milljón króna. Skát- arnir þurftu að greiða útflutn- ingsgjöld hér, en viðræður áttu siöan að hefjast um endurgreiöslu þeirra. „Þeir máttu svo sem búast við aö þurfa að greiða eitthvað, hvort sem það yrði endurskoðaö siöar”, sagði Gylfi Þór Magnússon hjá Sölustofnun lagmetisiðnaðarins, en hann haföi umsjón með söfn- uninni. Samkvæmt norsku frétt- inni verður gjöfin dýr gefendum. Þeir þurfa að greiða tolla og margs kyns önnur útgjöld. Aðeins virðisaukaskatturinn er um 450 þúsund krónur Islenzkar. Þaö verður að greiðast áður en dósa- opnararnir verða afhentir. B.A. Dróttur KR fékk Þór fró Akureyri 1 gærkvöldi var dregið um það á skrifstofu Knattspyrnu- sambands islands, hvaða liö eigi að mætast i átta liða úr- slitum i Bikarkeppni KSÍ. Þessi lið drógust saman: ..Liðin, sem talin eru upp á undan, leika á heimavelli: Valur—Vestmannaeyjar Vikingur—Kefiavik Þór, Akureyri—KR FH—Akranes Pílagrímaflutningar Flug- leiða farnir út um þúfur Liklega hefur Charles Bretaprins séð það sem hann vildi af íslandi i Hofsá i Vopna- firði, þar sem hann landaði 28 löxum. Þeg- Charles fór í hrað- ferð um Reykjavík ar hann kom til Reykjavikur, var hon- um ekið um borgina með slikum látum, að fólk náði ekki að safn- ast saman til að veifa honum. Fyrst kom hann aðeins við hjá forsætisráðherra og gaf honum lax, svo kikti hann inn I Þjóð- minjasafnið, sem var öllum öðr- um harðlokað á meðan og loks þeyttist hann upp I Arbæjar- safn. I gærkvöldi sat hann svo boð forsætisráðherra en átti að fara utan aftur með Flugleiðaþotu i morgun. — Það var betra veður á Norðausturlandi en hér I Reykjavik, sagði hann viðkom- una til Reykjavikur með Twin Otter skrúfuþotu Vængja. Svo steig hann upp i forsetabilinn og ók af stað. Sá hluti hins konunglega flug- flota Vængja, sem flutti prins- inn fram og aftur, fékk enskt kallmerki meðan á þvi stóð. Einkennisstafir Otter vélarinn- ar eru TF-R E I. Kallmerki hennar er þvi Ragnar Einar Ingi. Meðan hún var á flugi með prinsinn var kallmerki hennar hins vegar: „Royal Echo India”. —ÓT Prinsinn á Reykjavikurflugvelli. A eftir honum gengur sendiherra Breta á tslandi, Kenneth Arthur East. (Ljósm. BG)

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.