Tíminn - 15.09.1966, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.09.1966, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 15. september 1966 TÍMINN Guðlaugur Bergmann (t. v.) skoðar mjaðmabuxurnar í London. Gekk sjálfur í buxunum FB-Reykjavík, miðvikudag. Blaðinu hefur borizt frétta tilkynning frá KB.-auglýsinga- fyrirtækinu í Lundúnum varð- andi ótrúlega miklar vinsældir mjaðmabuxna nokkurra, sem fluttar hafa verið hingað til Iands að undanfömu, og eftir því sem bezt verður séð, runn ið út eihs og heitar lummur. Fer tilkynningin hér á eftir: Joihn Carr, framkvæinda- stjóri J.E.Carr sportfatafyrir tækisins í London, undirritaði nýlega samning við hinn 27 ára gamla Guðlaug Bergmann um einkarétt hans á sölu á ís Iandi á öllum framleiðsluvör- um áðurnefnds fyrirtækis. Samningaviðræður um þetta mál hófust í júní sl. þegar Bergmann kom til London, og heimsótti John Carr, eftir mS hafa fengið upplýsingar um fyrirtækið hjá Export Inter- national Ltd. Hr. Bergmann var svo ánægð ur með mjaðmabuxurnar, sem Carr framleiðir, að hann tók með sér einar buxur og gekk sjálfur í þeim í eina viku í verzl un sinni „Carnaby“ að Týsgötu 1 í Reykjavík. Afleiðingin var sú, að við lá, að Guðlaugur Bergmann drukkaði í fyrir- spurnum varðandi mjaðmabux urnar. Hr. Bergmann va#ð svo snortinn, að hann flaug þeg- ar í stað til London í þeim er indum, að kanna, hvort hann gæti fengið nokkurt magn af mjaðmabuxunum. Hinn 5. september hitti hr. Bergmann John Carr á nýjan leik og að fundinum loknum hafðl verið staðfest pöntun á vortízkuvörum að verðmæti 9000 pund, eða ca. 1.080.000,00 kr. og frekari pantana vænzt. EGGERT GUÐMUNDSSON HELDUR MÁLVERKASÝNINGU Á AKUREYRI AK-Reykjavík. — Eggert Guð- frá Ástralíu, en þar dvaldist Egg mundsson, listmálari, opnar mél ert fyrir skömmu. verkasýningu í Landsbankanum | Eggert kvaðst hafa haldið mál- i Akureyri laugardaginn 17. sept. j verkasýningu á Akureyri fyrir 30 og mun hún standa yfir til 25. í árum í upphafi listamannsferils ;ept. Þarna sýnir Eggert um 40 j síns. Þá sagði hann, að ákveðin myndir, flestar olíumálverk ný-|væri sýning á málverkum hans i leg af nálinni, en þó einstaka j Reykjavik í vetur, og verður það mynd þrítug. Flestar myndirnar,; eins konar'afmælissýning, því að eru af íslenzku bergi, en þó sumar ; hann verður sextugur í vetur. MIKIL SÍLD BERST TIL REYÐA'FJARÐAR Sökun Cutsíldar stöðvuð MS-Reyðarfirði, miðvikudag. Undanfarna daga hefur verið Gólfteppahapp- drættið Dregið hefur veyið í Gólfteppa happdrættinu á Iðnsýningunni. Vinningurinn, sem er gólfteppi að verðmæti 25 þús. kr. kom á nr. 2346, og getur eigandinn vitjað hans. Slátrun hafin á Sauðárkróki GÓ-Sauðárkróki, miðvikudag. Sauðfjárslátrun hófst hjó Kaup félagi Skagfirðinga 12. sepjembcr og lýkur um miðjan október. Áætl að er að slátra 41 þúsund fjár og er það 2 þús. fleira en síðast liðið haust. Slátrað er 1400 a dag og vinna um 100 manns við slatr unina. Stórgripaslátrun verður nú meiri en verið hefur. Þegar hefur 100 nautgripum verið lógað. Vænleiki dilka mun vera í með allagi að þessu sinni. Brotizt inn í Tónabíó HZ-Reykjavík, miðvikudag. í nótt var brotizt inn í Tónabíó og stolið þaðan sælgæti úr gler- kassa. Þjófarnir hafa verið búnir að undirbúa innbrotið vandlega, því að stolið var sælgæti fyrir tæp ar 2000 krónur og varla hefur það komizt í vasa þjófanna. Þjófarnir höfðu farið inn um aðaldyrnar — eftir að hafa brotið rúðuna í hurðinni. Það er ósk lögreglunnar, að þeir, sem orðið hafa varir við þjóf ana, eða frétt af unglingum með magapínu, láti rannsóknarlög- regluna vita. Svndið 200 metrana hér- stanzlaus söltun, daglega koma 8—9 bátar með síld, sem yfirleitt er ágætlega fallin til söltunar. í gær var stöðvuð söltun á Cutsíld, en sérsöltun er ennþá leyfð. í dag er von á um 600 tonnum af síld. Skólafólk er nú á förum, en hingað hefur komið aðstoðarfólk frá Akureyri, og að sunnan. Undanfarið hefur verið unnið hér að vatnsveituframkvæmd- um — lokið hefur verið við að leggja vatnslögn að þorpinu, og er nú verið að tengja hana við vatnslögn þorpsins. Eftir er að byggja geymslutanka. Áætla má, að kostnaður við vatnsveitu- framkvæmdirnir verði milli 7—10 milljóna króna. Hver ersöngvarínn? SJ-Reykjavík, miðvikudag. Frú Elín Ingvarsdóttir, eig- andi verzlunarinnar Regnboginn mun standa fyrir nýstárlegum snyrtisýningum á Hótel Sögu, n.k. sunnudagskvöld, og aftur sunnu dagskvöldið 25. sept. Kynntar verða snyrtivörurnar Innoxa og Flor I Mar. Auk þess syngja 10 félagar úr Karlakór Reykjavikur, og nýr einsöngvari kemur fram á sjónarsviðið í fyrsta sinni þessi kvöld. Nafn einsöngvarans, sem er 21 árs gamall, verður ekki gert heyrinkunnugt fyrr en hann birt ist. Faðir hans mun leika undir, og söngvarinn mun m. a. syngja lag eftir föðurbróður sinn. Frú Elín Ingvarsdóttir sagði, að þessi ónefndi söngvari hefði mjög fal- lega barytonrödd, og væru miklar vonir bundnar við hann sem efni í góðan söngvara. Garðar Loftsson opnaði málverkasýningu á Dalyik 10 þessa mánaðar og stendur hún til 18. sept. Kar 130 myndir eru á sýningunni og hefur hún verið vel sótt, á laugardag og sunnudag s. I. höfðu um 200 manns sótt sýninguna og 20 myndir voru seldar. (Tímamynd GPK). r r 10. STARFSAR POLYFON- KORSENS ER AÐ HEFJAST GÞE-Reykjavík, þriðjudag. Um þessar mundir er Pólýfón kórinn að hefja sitt 10. starfsár, en hann var formlega stofnaður í október 1957. Þessara tímamóta mun kórinn minnast með því að flytja tvö öndvegisverk á -kom- andi vetri, Stabat Mater eftir Szy- manovski undir stjórn Bohdan Wodizkos í janúar( á næsta ári, en um páskana verður flutt Jóhann- esarpassía eftir J. S. Bach og Prófessor Richard Beck og kona hans Margrét afhentu Há skóla íslands bókagjöf, nær 300 bindi, fyrir sköimmu. Mynd in hér til nliðar var tekin er hjóna afhentu bókagjöfina. (Tímamynd Bj. Bj) stjórnar Ingólfur Guðbrands- son flutningi hennar. Æfingar kórsins munu hefjast seint í þess um mánuði. Kórinn hefur á að skipa 40 söngröddum, en í tilefni af afmæl istónleikunum ráðgerir hann, að bæta við 10—20 kröftum. Þeir, sem áhuga hefðu á að bætast 'í hópinn, eru beðnir um að hafa samband við formann kórsins, Rúnar Einarsson í síma 13119 eða Kristínu Aðalsteinsdóttur hjá Ferðaskrifstofunni Útsýn i síma' 20100. Þess má geta, að kórinn hyggst á þessu ári ráða þekktan söng- kennara til þjálfunar söngfólks- ins. Þá eru uppi um það áætlanir að taka þátt i söngmóti kórasam bands Evrópu, er haldið verður i Þýzkalandi á ári komanda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.