Tíminn - 15.09.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.09.1966, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 15. september 1966 TÍMIWN 9 SALTADIFYRSTU TUNNUNA ÞaS er merkisda:>ur, þegar maður saltar í fyrstu síldartunn una. Og aldrei fór svo, að ég sæi ekki síld. Fyrsta söltunarsíldin, sem barst til Vopnafjarðar á sumr inu bom þó ekki á „mína“ stöð heldur til söltunarstöðvarinnar „Auðbjargar“. Það var rétt um miðjan júlí ef ég man rétt. Fréttin um, að von væri á skipi með söltunarsíld, barst eins og eldur í sinu uan pláss ið og alls staðar varð vart eftir væntingar og spennings. Virðu iegar frúr drógu síldargallann sinn fram, og ungar telpur og nýliðar flýttu sér að verða sér úti um það, sem til þurfti. Söltunarstúlkur á Austurborg fengu leyfi verkstjórans til að salta og við gáfum okkur fram sem yfirmáta fúsar til vinnu. Um nóttina varð okkur ekki svefnsamt að ráði, við vor um hræddar um að gleymdist að vekja okkur, þegar báturinn kæmi. Um kvöldið voru gerðar ýms ar ráðstafanir. Við keyptum splunkunýja hnífa, gúmmí- hanzka og svuntur. Ráðsikonan sagði það þýddi ekkert minna en vera í gúmmípiísi. Eg fór ekki að ráðum hennar i það sikiptið, gat ekki skilið að ég þyrfti að óhreinka bakhlutann við söltun. Komst þó skjótlega á aðra skoðun. Hún hvatti okk ur líka til að útvega okkur gúmmíermar, en við þóttumst færar í flestan sjó með hníf og svuntu. Svo fór fram sýnikennsla fyr ir okkur nýliða, hvernig ætti að skera síldina. Okkur i'annst óþarfi að fjölyrða um það,.þett.a hiyti að vera afar einfalt má! Óttinn um að við yrðum ekki ræstar út reyndist þarflaus. Klukkan átta um morguninn birtist Kristinn, einn af- eigend um „Auðbjargar" í fylgd með Þórði verkstjóra. og fram kvæmdi liðskönnun. Þegar niður á plan kom, var allt að fara í fullan gang, stúlk urnar snöruðu sér í pilsin og röðuðu sér á bjóðin. Piltar voru á harðahlaupum meðtómar tunn ur og saltpoka- Enn aðrir hlupu fram og aftur án sýni •legs tilgangs. Hró^ og köll og hamagangur, hvert sem litið var, og verið var að flytja síld ina á færibandi í kassana. Eig endur og verkstjórar spígspor uðu um og gengu úr skugga um, og allt gengi snurðulítið fvrir sig. Þegar salt var komið í bióðið tóm tunna hjá og síld í kssana, var ekki eftir neinu að bíða og startmerkið var gefið og þá varð aldeilis handagangur i ösikjunni. Eg mundaði hnífinn og fór að hausa og hreinsa slógið úr síldunum. Þetta var flóknara en ég hafði álitið. Þegar ég hafði sikorið svo sem fimm sex síldar bomu þeir að, Kristinn og Aðalsteinn, annar planeig andinn. Kristni leizt ekki á vinnubrögðin og Aðalsteinn var fenginn til að leiðbeina mér og hinum nýliðunum. Ameríkan inn, sem réði sig sem söltunar stúlku, var á bjóði sex. Hann var ráðvilltur eins og við og stundi upp einu orðunum, sem honum hafði tekizt að læra í íslenzku „eggi finnt“. Loks hafði ég lært hand- brögðin og reyndi að herða mig en bjóðið tók ótrúlega mikið. Eg hugsaði mér að breyta til og byrjaði að leggja síldina nið ur í tunnuna, áður en meira væri skorið. Þá vanisðis* mibð. því að dg hafði ekf.i hugmynd um. hvernig ætti að raða síldunum Ég reyndi að gægjast í nálægar tunnur, sem sumar vcru senn að fyllast ,en áttaði mig ekki til hlítar. Nágrannakona mín, á bjóði fjör- sá eymdina á mér og kom iu sem frelsandi engill og bauðsi til að kenna mér. Eg hafði heyrt hana nefnda Búddu og jafnframt séð útundan mér að hún skar fjór ar síldar á meðan ég skar eina. — Þú átt að láta sporðana snúa inn í miðjuna á tunnunni, svona. Leggur tvær með sporð ana saman og síðan eina á milli snýrð henni svona og síðan áfram. Næsta lag leggiuðu svo öfugt við þetta, byrjar þá hérna og síðan áfram. Og síldarnar hurfu eins og örskot niður í tunnu og áður en við var litið hafði Búdda lagt fyrir mig þrjú neðstu lög in. Eg þóttist orðin útlærð og hélt mig ekki hjálparþurfi frek ar. Þó varð ég nokkrum sinn um að leita til þessarar greið viknu stúlku, er hjálpaði mér með glöðu geði, þótt það tefði hana stórum. En snöggar síld arstúlkur kæra sig ekki um miklar tafir. Þá keppast allar við og vilja salta sem mest. Metingur getur orðið mikill og jafnvel valdið algeru jafn- vægisleysi í skapsmunum, ef önnur er fljótari en hin. Við fyrstu saltanir mínar hafði metingssýkin ekki náð tökum á mér enda vonlaust að ætla sér mikið í byrjun. Eg teygði mig ofan í tunnuna og burðaðist við að leggja nokk ur lög. Þá uppgötvaði ég, að sennilega hafði ég alls ekki salt að nóg, svo að ég skellti fimm sex lúkum af salti á milli hvers lags. Kristinn kom aftur og var ánægður með mig og sagði auðsætt að Búdda hefði kennt mér prýðilega. Áfram puðaði ég að leggja niður, en seint fannst mér hækka í tunnunni. Ég sá Aðal stein ganga hjá, svo að ég hróp aði til hans og bað hann að taka hnífinn minn og brýna hann, meðan ég legði níður, hvað hann og gerði Svo leið góð stun l og ég var langt komin að sai a það sem ég hafði skorið. Þá sá ég Aðalsteinn aftur í grendinni og spurði, hvort hann hefði noikk uð gleymt hnífnum mínum. — Hnífnum, sagði hann. — Þú hefur ekki látið mig fá neinn hníf, væna mín. Eg leit ofboðlítið hissa a hann en sagði ekki meir, trúlega hafði hann gleymt hnífr.um og ég yrði að rölta eftii honum inn í skúr. En nokkrum augnablikum síð ar kom Aðalsteinn enn á velt vang. — Gjörðu svo vel, hér er , hmfui’inn, ég vona hann að sé skárri. — En þú sagðist eKKi hafa tekið hnífinn, sagði ég agndoía. — Sagði ég? Eg hef ekki komið síðan. Eg fór inn og lagði hnífinn á, sagði Aðal- steinn rólega og gekk i Durtu. Eg velti fyrir mér stundar- korn, hvort okkar Aðalsteins væri orðið skrítið í kollinum, en komst ekki að fullnægjandi niðurstöðu. Og ég hafði saltað að minnsta kosti tvisvar hjá „Auðbjörgu“ þegar ég varð þess vísari, að Aðalsteinn átti sér tvíburabróður, Svein, sem var annar planeigandiun. Þá fóru hlutirnir að skýrast og náttúrulegar skýringar fengusr á ýmsum dularfullum smáatvik um. Þegar mér hafði lekizt að skera og leggja i nær fulla tunnu sá ég, að saltið vai á þrotum. Því setti ég mig í stellingar og æpti hástöfum á meira salt. Hróp mín báru ekki árangur og rétt í því að ég ætla að æpa hið þriðja sinn, hnippir Bdda í mig. — Þú ert ekki búin að leggja í tunnuna, segir hún. — Nei,, en ég er bara að verða búin með saltið, svo að ég þarf endilega meira sagði ég hressilega og harla ánægð með mig. — En sérðu til, saltskammt urinn á að duga í tunnu. Þú færð ekki meira sait. fyrr en þú byrjar á næstu tunnu. Eg lyppaðist niður og lét sem minnst fyrir mér fara og reyndi að treina þessi saltkorn í tunnuna. En þó að tunnan væri orðih full var ekki allt þar með gert. Þá var settur of- an á hringur og í hann söltuð að minnsta kosti þrjú lög. En hafðist þótt hægt gengi og um það bil tveimur klukku tímum eftir að ég hófst handa gat ég kallað „taka tunnu“ og fannst mikill sigur unninn. Þá var Búdda -að þyrja á sinni fjórðu eða fimmtu og ég minntist þess að ég hafði heyrt, að duglegar söltunarstúlkur gætu saltað í allt að þrjár tunnur á tímann. Ég hafði einnig heyrt að einstaka taki fjórar á klukkustund, en það hljóta að vera tröllasögur, mér þykir það í hæsta máta ótrú- legt, nema þær fái mikla hjálp við að leggja niður. Söltun var lokið um klukkan tvö eftir hádegi. Eg hafði þá saltað í fjórar tunnur og mátti bærilega við una, Hinir nýiið amir í stéttinni voru með frá 3—5 tunum, svo að ég stóð mig ekki sem verst eftir allt sam an, ekki verr.en gengur og ger ist í fyrstu atrennu. Og skemmtilegt var þetta,. ekki varð á móti þvi mælt. Dorthe hin danska, sagði á heimleiðinni, að sér hefði þótt svo gaman, að sér stæði hér um bil á sama, hvort hún fengi borgað eða ekki. Raunar stóð ekki á borgun við uppgjör nokkrum dögum seinna. Síðan saltaði ég flestar ef ekki allar saltanir á Auðhiörgu og Hafbliki, þangað til síld tok að berast á Austurbirg Smám saman hefur hraðinn aukizt og í siðustu lotunum var ég fcom in í tvær og hálfa cunnu á tím ann. Mesta, sem ég hef þurft að salta í einni skorpu hafa ver ið um þrjátíu tunnur — og þá hafði ég líka alveg fengið mig fullsadda. Sólveig á Austurborg sagði mér að örvænta ekki, þótt erfið lega gengi með fyrstu tunnuna Hún reyndist flestum harJa erf ið. Og því kynntist ég sann arlega I fyrstu síldarsöltuninni minni. H K. Saltað á Vopnaflrði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.