Tíminn - 15.09.1966, Blaðsíða 8
8
TÍMINN
FIMMTUDAGUR 15. september 1966
Guömundur Marteinsson, fyrrv. rafmagnseftirlitsstjóri:
Yfirlit
þróun raf-
magnsiðnaiar á Islandi
InngangsorS-
Það er augljósara en frá þurfi
að segja, að til þess að hagnýta á
ótal vegu það töfraafl sem raf-
magn kailast, svo sem gert er,
þarf ótal tegundir og stærðir af
vélum, búnaði og tækjum, til þess
að framleiða rafmagn, flytja það
og nýta á hinn margvíslegasta hátt.
Enda er það svo, að hjá miklum
iðnaðarþjóðum skipar rafmagns-
iðnaður veglegan sess.
Á íslandi lætur þessi grein iðn-
aðar skiljanlega lítið yfir sér.
Fyrsti vísir að rafmagnsiðnaði
hlaut þó að myndast hér á landi
um leið og byrjað var að taka
rafmagn í notkun, en það var á
fyrsta áratug þessarar aldar (að
því undanskildu, að sími var inn-
leiddur á tabmönkuðu svæði
nokkru áður).
Allt efni til raflagna var að
sjálfsögðu innflutt, en rafvirkinn
þurfti þó að hafa verkstæði, m. a.
til þess að smíða rafmagnstöflur
fyrir raflagnir og litlar rafstöðvar,
og von bráðar kom að því, að
hann þurfti að getá gert við raf-
tæki, svo sem hitátækí og hreyfla.
Fyrsta rafstöðin.
Fyrsta rafstöð hér á landi var
sett upp seint á árinu 1904, og
komu þar við sögu tveir braut-
ryðjendur, þeir Jóhannes Reykdal,
upphafsmaður og eigandi þessa
mannvirkis, og Halldór Guðmunds
son, raffræðingur, sem ^etti upp
vélar og lagði raflagnir, bæði í
trésmíðaverkstæði Reykdals, Dverg
og síðar í mörg hús í Hafnarfirði.
Á þessum áratug og þeim næsta
voru settar upp rafstöðvar á ýms-
um stöðum á landinu, bæði í
kauptúnum og á einstökum sveita-
býlum, og raflagnir lagðar í fjölda
húsa á sömu stöðum.
Elliðaárvirkjun.
Árið 1921 var fyrsta stig Elliða-
árvirkjunarinnar fullgert, og Raf-
magnsveita Reykjavíkur tók til
starfa. Verður það ávallt talinn
merkur viðburður í sögu rafvæðing
ar á íslandi.
Enn þá var ekki um neinn raf-
magnsiðnað að ræða, sem kallast
gæti því nafni, en rafvirkjar fengu
mikið að starfa, ný rafvirkjafyrir-
tæki voru mynduð og verksviðið
víkkað.
Koma þar við sögu meðal ann-
ara bræður tveir, Eiríkur og Jón
Ormsynir, sem höfðu lært rafvirkj-
un hjá Halldóri Guðmundssyni.
Viðgerðaverkstæði fyrir rafvélar
og mæla.
Seint á árinu 1922 stofnaði
Eiríkur, að lokinni námsdvöl í
Danmörku, fyrirtæki'' er hann
nefndi Viðgerðaverkstæði fyrir raf-
vélar og mæla. Árið eftir gerðist
Jón meöeigandi fyrirtækisins, og
varð það þá nefnt Bræðurnir
Ormsson, og hefur það nafn hald-
izt á því fyrirtæki síðan.
Fleiri viðgerðaverkstæði fyrir
raímagnsvélar og -tæki komu til
sögunnar á næstu árum, en um
nýsmíði var ekki að ræða.
Raftækjaverksmiðjan i Hafnar-
firði.
Það var fyrst á fjórða tug aldar
innar, með stofnun Raftækjaverk-
smiðjunnar i Hafnarfirði, sem
telja má, að hér á landi hefjist
rafmagnsiðnaður, í þeim skilningi,
sem venjulega er lagður í það orð.
Forsendan fyrir upphafi slíks
iðnaðar var stóraukin almenn raf-
magnsnotkun, með tilkomu raf-
orku frá Sogi, en fyrsta stig Sogs-
virkjunarinnar var virkjun Ljósa-
foss 1935-37.
Raftækjaverksmiðjan í Hafnar-
firði, Rafha, var stofnuð árið 1936,
og hóf árið eftir smíði á rafmagns-
eldavélum eftir norskri fyrirmynd.
Nokkru eftir að heimsstyrjöldin
skall á rofnaði sambandið við
Noreg og varð Rafha eftir það
að sigla sinn eigin sjó. Fram að
styrjaldarlokum takmarkaðist fram
leiðslan nær eingöngu við elda-
vélar af ýmsum stærðum og ofna,
en eftir styrjöldina verð smátt og
smátt meiri fjölbreytni í fram-
leiðslunni, og hefur Rafha á um-
liðnum árum, auk eldavéla og
ofna, framleitt þvottavélar, þvotta-
potta, kæliskápa og -kistur, spenna
fyrir orkudreifingu um sveitirnar,
ryksugur og flúrskins lampa,.
Raftækjaverlcsniiðjan í Hafnar-
firði er þannig lang-atkvæðamesti
fulltrúinn á sviði íslenzks raf-
magnsiðnaðar.
Rafgeymar.
Rafgeymaverksmiðja var sett á
stofn í Reykjavík árið 1951 og
önnur í Hafnarfirði um svipað
leyti, og eru þær báðar starfandi
enn þá, (Pólar hf. og Rafgeymir
hf.). Og á Hellu á Rangárvöllu
er þriðja fyrirtækið i þesssr:
grein (Tækniver).
Rafhreyflar.
Árið 1953 var sett á stofn í
Reykjavík verksmiðja eða verk-
stæði til þess að smíða rafhreyfla.
Sama ár var sams konar fyrirtæki
stofnað í Hafnarfirði. Það fyrir-
tæki mun nú lagt niður, en raf-
hreyflaverkstæðið í Reykjavík er
í fullum gangi. Eru þar fram-
leiddir viðstraums hreyflar, allt
að 30 hö. að stærð (Jötunn, eign
Sambands ísl. samvinnufélaga).
Kolburstar.
Árið 1961 var stofnað verk-
stæði i Reykjavík, þar sem ein-
göngu eru smíðaðir kolburstar
fyrir rafala og rafhreyfla. Kolburst
ar fengust að vísu smíðaðir áður
á rafmagnsverkstæðum, en um
kerfisbundna framleiðslu var ekki
að, ræða, og skorti oft á fullnægj-
andi þjónustu, í þessum efnum.
Er Iverkstæði þetta, þótt lítið sé,
hið þarfasta fyrirtæki.
Dósir og hólkar.
Af raflagnaefni eru dósir og
hólkar til samskeyta á pípum
næstum hið eina sem framleitt
hefur verið hérlendis, en fram-
leiðsla á þessum hlutum hófst hér
fyrir um það bil hálfum öðrum
áratug (Blikksmiðja J.B. Péturs-
son, Og seinna smiðja Jónasar
Guðlaugssonar).
Rafmagnstöflur.
Fyrir nokkrum árum var, að til-
hjutan Rafmagnseftirliti ríkisins,
gerð gagnger breyting á rafmagns-
töflum, og varð það til þess, að
þessi hluti raflagna varð iðnaðar-
framleiðsla og innlendur iðnaður
XBlikksmiðja J.B. Pétursison).
Virkjaskápar.
Þá má geta þess, að fyrir 12
árum var farið að smíða hér-
lendis virkjaskápa fyrir háspennu-
og lágspennuvirki í orkuverum og
spennistöðvum og stórum iðjuver-
um. Eru skápar þessir smiðaðir
úr plötujárni, og búnir mæli- og
stýritækjum, ásamt öllum nauðsyn
legum tengingum. Var Ólafur
Tryggvason verkfræðingur sá er
fyrstur hóf smíði slíkra skápa hér,
en síðar hafa fleiri farið inn á
þessa braut (Rafha, Ljósvirki).
Lampar.
Fyrsta fyrirtækið hér á landi,
sem eingöngu bjó til rafmagns-
lampa mun vera Raflampagerðin
jí Reykjavík, stofnuð 1934, en eftir
lað flúrskinslampar komu til sögu
unnar, er lampasmíði orðin all-
veruleg iðngrein. Flúrskinslampar
eru smíðaðir í Hafnarfirði (Rafha)
í Reykjavík (Stálumbúðir hf. o. fl.)
og á Akureyri (Gefjun, rafdeild).
Neonljós.
Smíði Neon-ljósaskilta er einnig
orðin allveruleg iðngrein, þótt að-
eins eitt fyrirtæld stundi hana,
en það fyrirtæki (Neon rafljósa-
gerð) var stofnað árið 1951.
Talstöðvar, stofnvarkassar o. fl.
Fleira mætti telja upp, svo sem
smíði talstöðva á radíóverkstæði
Landssímans, smíði á kössum fyrir
stofnvör og rafmagnstöflur (málm-
steyþa), vindingaverkstæði, þar
sem eingöngu eða nær eingöngu
eru undnar vefjur og settar í raf-
hreyfla og skipt um straumvenda
(„kommútator"), og sitthvað fleira
en hér verður látið staðar numið.
f mörgum tilvikum er fram-
leiðslan að meira eða minna leyti
fólgin í því að setja saman og
fullvinna hluta, sem fluttir eru
inn erlendis frá.
Lokaorð.
Af þessu stutta yfirliti sést, að
rafmagnið, sem á undanförnum
áratugum hefur orðið ríkari þátt-
ur í lífi og starfi þessarar þjóðar,
hefur haft í för með sér ýmsan
nýjan iðnað, þótt allt verði það
eðlilega að teljast í fremur smá-
um stíl.
Eins og að framan segir, er
íafha stærsta iðnfyrirtækið á þessu
sviði. í riti, sem gefið var út í
tilefni af 25 ára afmæli Rafha
1961, er þess getið, að starfsmanna
fjöldi hafi að meðaltali verið 54
manns, síðustu 5 árin 80 manns.
Hjá öðrum þeim fyrirtækjum,
sem hér hafa verið talin upp,
hefur starfsmannafjöldinn verið
um 10-20 manns, og hjá sumum
þeirra enn þá færri.
Sum þessara fyrirtækja hafa ein
att átt við ýmsa örðugleika að
etja, svo sem gjaldeyrisskort,
þröngan markað og, einkum síð-
ustu árin, harða samkeppni við
erlenda innflutta framleiðslu.
Síldarskýrsla Fiskifélag Bslands:
Sextán bátar liafa aflað
yfir fjögur þúsund tonn
Síldveiðamaj- norðanlands og
austan til laugardagskvölds 10.
september 1966.
Að vanda eru upplýsingarnar um
talsvert magn síldar ókomnar til
Fiskifélagsins og er því aflamagn
margra báta á skýrslunni lægra en
vera skyldi.
Kunnugt er um 174 skip sem
hafa fengið einhvern afla, þar af
165 skip með 100 lestir og meira
og birtist hér skrá yfir þau skip.
Lestir
Akraborg Akureyri 1.071
Akurey Hornafirði 1.220
Akurey Reykjavik 3.570
Andvari Vestmannaeyjum 114
Anna Siglufirði 1.175
Arnar Reykjavík 3.579
Arnarnes Hafnarfirði 811
Arnfirðingur Reykjavík 1.461
Árni Geir Keflavík 1.087
Árni Magnússon Sandgerði 3.505
Arnkell Hellissandi 437
Ársæll Sigurðsson Hafnarf 1.006
Ásbjörn Reykjavík 4.576
Ásþór Reykjavík 3.221
Auðunn Hafnarfirði 2.580
Baldur Dalvík 1.314
Barði Neskaupstað 4.440
Bára Fáskrúðsfirði 2.466
Bergur Vestmannaeyjum 1.355
Bjarmi. Dalvík 744
Bjarmi 11. DaÞ'ík a.íjfm
Bjartur Neskaupstað 4.118
Björg Neskaupstað 1.896
Björgúlfur Dah’ík 1.744
Björgvin, Dalvík 2.008
Brimir Keflavík 418
Búðaklettur Hafnarfirði • 2.820
Dagfari Húsavík 4.427
Dan ísafirði 590
Einar Hálfdáns Bolungarvik 475
Einir Eskifirði 731
Eldborg Hafnarfirði 3.292
Elliði Sandgerði 3.091
Engey Reykjavík 656
Fagriklettur Hafnarfirði 1.244
Faxi Hafnarfirði 2.872
Fákur Hafnarfirði ' 2.019
Fiskiskagi Akranesi 228
Framnes Þingeyri 2.023
Freyfaxi Keflavík 437
Fróðaklettur Hafnarfirði 2.408
Garðar Garðahreppi 1.982
Geirfugl Grindavík 1.296
Gissur hvíti Hornafirði 850
Gísli Ámi, Reykjavík 6.054
Gísli lóðs, Hafnarfirði 110
Gjafar Vestmannaeyjum 2.836
Glófaxi Neskaupstað 890
Grótta Reykjavík 2.604
Guðbjartur Kristján ísafirði 3.385
Guðbjörg Sandgerði 2.906
Guðbjörg, fsafirði 2499
Guðbjörg Ólafsfirði 1.196
Guðm Péturs Bolungarv. 3.572
Guðm. Þórðarson Reykjavík 1.183
Guðrún Hafnarfirði 3.102
Guðrún Guðleifsd. Hnífsdal 2.745
Guðrún Jónsdóttir, ísaf. 2690
Guðrún Þorkelsdóttir Eskif. 2.731
, Gullberg Seyðisfirði 2.776
1 Gullfaxi Neskaupstað 2.066
fíullver Seyðisfirði 3.429
Gunnar Reyðarfirði 2.392
Hafrún Bolungavík 4.180
Hafþór Reykjavík 1.091
Halkion Vestmannaeyjum 2.437
Halldór Jónsson Ólafsvík 1.804
Hamravík Keflavík 1.824
Hannes Hafstein Dalvík 4.332
Haraldur/Akranesi 2.850
Hávarður Súgandafirði 282
Heiðrún II. Bolungavík 656
Heimir s'töðvarfirði 3.794
Helga Reykjavfk 2.573
Helga Björg Höfðakaupstað 1.614
Helga Guðmundsd. Patreksf. 3.974
Helgi Flóventsson Húsavík 2.984
Héðinn Húsavík 2.115
Hilmir Keflavík , 202
Hoffell, Fáskrúðsfirði 2.091
Hólmanes Eskifirði 2.717
Hrafn Sveinbj. III Grindav. 930
Huginn n. Vestmannaeýjum 1.881
Hugrún Bolungavík 1.992
Húni II. Höfðakaupstað 1.198
Höfrungur II Akranesi 1.970
Höfrungur III. Akranesi 2.978
Ingiber Ólafsson II. Ytri-Nj. 3.880
Ingvar Guðjónsson Sauðárkr. 2.319
ísleifur IV .Vestmannaeyjum 978
Jón Eiríksson Hornafirði 721
Jón Finnsson, Garði 3.426
Jón Garðar Garði 5.362
Jón Kjartansson Eskifirði 5.581
Jón á Stapa Ólafsvík 1.198
Jón Þórðarson Patreksfirði 458
Jörundur II. Reykjavík 3.702
Jörunlur III. Reykjavík 3.235
Kap II. Vestmannaeyjum 108
Kristbjörg Vestmannaeyjum 264
Keflvíkingur Keflavík 2.602
Kristján Valgeir Garði 1.199
Krossanes Eskifirði 2.831
Kópur Vestmannaeyjum 361
Loftur Baldvinsson Dalvík 3.266
Lómur Keflavík 4.202
Margrét Siglufirði 1.514
Mímir Hnífsdal 661
Náttfari Húsavík 2.493
Oddgeir Grenivik 2.658
Ófeigur II. Vestmannaeyjum 245
Ófeigur III. Vestmannaeyjum 107
Olafur Bekkur lafsfirði 1.565
Ólafur Friðbertss. Súgandaf. 2.945
Ólafur Magnússon Akureyri 4.488
Ólafur Sigurðsson Akranesi 3.805
Ólafur Tryggvason Hornaf. 899
Oskar Halldórsson, Rvk 4.360
Pétur Sigurðsson Reykjavík 1.543
Pétur Thorsteinsson Bíldudal 690
Reykjaborg Reykjavík 3.595
Reykjanes Hafnarfirði 1.493
Runólfur Grundarfirði 750
Seley Eskifirði 4.136
Siglfirðingur Siglufirði 2.953
Sigurbjörg lafsfirði 671
Sigurborg Siglufirði 2.479
Sigurður Bjarnason Akureyri 4.448
Sigurður Jónsson, Breiðd.v. 1.941
Sigurey Grímsey 1.041
Sigurfari Akranesi 1.554
Sigurpáll Garði 1.353
Sigurvon Reykjavík 2.558
Skarðsvík Hellissandi 1.133
Skálaberg Seyðisfirði 605
Skírnir Akranesi 1.896
Snæfell Akureyri 4.839
Snæfugl Reyðarfirði 869
Sóley Flateyri 2.131
Sólfari Akranesi 2.248
Sólrún, Bolungavík 2.655
Stapafell Ólafsvík 513
Stígandi Ólafsfirði 1.6*15
Sunnutindur Djúpavogi 1.341
Súlan Akureyri 3.751
Svanur Súðavík 489
Sveinbjörn Jakobsson Ólafsv 1.205
Sæfaxi II. Neskaupstað 1.245
Sæhrímnir Keflavík 1.173
I Framhald á bls. 15.
/