Tíminn - 15.09.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.09.1966, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGITR 15. septcmber 1966 Útgefandi: FRAMSÓKNARIFLOKKURINN Framkvœmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur í Eddu- húsinu, símiar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300 Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. innanlands. — í lansasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. Skömmtunarflokkarnir Nú er ekki aðeins Morgunblaðið farið að afneita höft- unum, heldur er Alþýðublaðið byrjað á því líka. íslend ingar væru búnir að missa kýmnigáfuna, ef þeir gætu ekki brosað að því, þegar málgagn Emils Jónssonar, sem hefur verið réttnefndur skömmtunarseðlaráðherrann, bætist í þennan afneitarahóp! Þessar afneitanir munu þó lítið duga Mbl. og Alþbl. Það er flestum enn í minni, að hin víðtækustu innflutn- ings- og fjárfestingarhöft, sem verið hafa á íslandi, skömmtunarseðlahöftin á árunum 1947—49, voru sett að frumkvæði þessara flokka og framkvæmd af þeim. Stjórn þeirra og kommúnista á árunum 1944—46 hafði komið fjárhagnum í slíkt öngþveiti, að nauðsynlegt þótti að skammta hinar brýnustu nauðsynjar á árunum 1947—49. Viðleitni Mbl. og Alþbl. til að eigna Framsóknarflokkn- um þessi höft, er með öllu vonlaus. Framsóknárflokkur- inn var utan ríkisstjórnar, þegar það öngþveiti var skap að, sem gerði þessi höft afsakanleg. Þingtíðindin geyma þau ummæli Bjarna Benediktssonar, að búið hafi verið að bjóða kommúnistum upp á enn róttækari höft áður en viðræður voru hafnar við Framsóknarflokkinn um þátttöku í ríkisstjórn 1947. En haftaferli Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins lauk ekki með höftunum á árunum 1947—49. Það er síldinni og erlendum mörkuðum að þakka, að nú eru ekki innflutnings-, og gjaldeyrishöft. En Sjálfstæðisflokkurinn og Aiþýðuflokkurinn geta ekki án hafta verið. Þeim finnst, að þeir þurfi alltaf að vera að skammta. Þess vegna hafa þeir nú innleitt hin óhagstæðustu höft fyrir atvinnlivegina, lánsfjárhöft, með því að ,,frysta“, í Seðla bankanum verulegan hluta sparifjárins, énda þótt lög Seðlabankans mæli svo fyrir, að það eigi að vera aðalhlut verk hans að tryggja atvinnuvegunum hæfilegt lánsfé. Það eru þessi höft, sem standa nú öðru fremur í vegi þess, að atvinnuvegirnir njóti góðærisins og eflist [ samræmi við það. Það eru þessi höft, sem leggjast nú eins og köld og dauð krumla á framtak athafnamanna í landinu. Og svo berja forustumenn þessara flokka sér á brjóst og látast véra á móti höftum! Emhvemtíma hefði verið um þetta sagt: Heyr á endemi! Þögn stjórnarblaða Mbl. og Alþýðublaðið níða nú vinstri stjórnina í einum kór. En jafnframt keppast þau við að þegja við eftirfar- andi spurningum Tímans: Eru erlendu skuldirnar lægri nú en 1958? Er afkoma atvinnuveganna betri nú er 1958? Eru opinberar álögur hlutfallslega, lægri nú en 195lp Er kaupmáttur tíma- kaups verkamanna meiri nú en 1958? Er húsnæðisskort- urinn minni nú en 1958? Er jaínvægið í byggð landsins landsins traus’tara nú en 1958? Fyrir flokka, sem hafa stjórnað landinu í mesta góð- æri í sögu þess, ætti ekki að vera erfitt að svara þessum spurningum. ef allt væri með felldu. En bæði Mbl. og Alþýðublaðið steinþegja við þessum spurningum. Sú þögn má vera mönnum lærdómsrík. í henni fellst þungur áfellisdómur sjálfra stjórnarblaðanna um það, hve illa ríkisstjórninni hefur tekizt að notfæra góðærið til hags fyrir þjóðina. TÍMINN ERLENT YFIRLIT Lærir Johnson af Ne Win? Ne Win hefur sannað gildi hlutleysisstefnu í Suðaustur-Asíu. U THant tók fyrstur manna á móti Ne Win, er hann kom til Bandaríkjanna í síðastl. viku. í VIKUNNI, sem leið, fékk Johnson forseti heimsókn í Hvíta húsið, sem hann ætti að hafa lært talsvert af varð- andi málefni Suðaustur-Asíu. Gestur hans að þessu sinni var Ne Win hershöfðingi, sem sein ustu fjögur árin jiefur farið með einræðisvald í Burma. Burma hefur 1200 míkia landa mæri við Kína og nefur þó haft sæmilega sambúð við Kín- verja undanfarin ár. Þetta hef ur Ne Win tekizt með því að ve>ra „hlutlausastur allra hinna hlutlausu leiðtoga í Asíu“, eins og New York Times komst ný lega að orði í forust.ugrein. Fyrst eftir að Né Win kom til valda í marzmánuði 1962 með því að steypa af stóli hinni löglega kjörnu stjórn U Nus, sem verið hafði bæði g lærimeistari U Thants og Ne Wins, var það álit flestra vest rænna blaðamanna, að Ne Win myndi leiða Burma beint í fang kommúnista og Kinverja. í Washington var litið á hann sem fullkominn fylgisyein kommúnista- Bandarískir stjórn málamenn fóru að sætta sig við þá hugsun, að Burma yrði bráðlega lýst kommúnistískt. ÞAÐ VAR heldur ekki óeðli legt ,þótt þannig væri litið á málin í Washington, þar sem löngum hefur ríkt sá andi, að sá, sem 'ekki er allur með mér, er allur á móti mér. Að- farir Ne Wins eftir valdatök una ,voru ekkert álitlegar, þeg ar Iitið var á þær frá amer ískri sjónarhæð. Hann afþakk aði alla efnahagslega aðstoð frá Bandaríkjunum og sentíi alla ráðunauta þeirra heim. Jafnhliða hafnaði hánn efna- legri og tæknilegri aðstoð fró Burma hefur landamæri við Kína, sem eru 1200 mílna löng. Það hefur jafnan verið talið að Thailand myndi fljótt fara sömu leiðina. ef Kínverjar næðu Burma á vald sitt. Þá myndi og aðstaða Indlands stórversna. Meðfylgjandi upp- dráttur sýnir ljóslega, hve mikilvæga herðnararlega þýð. ingu Burma getur haft sökum legu sinnar. öllum öðrum. Hann tók eignar námi allar eignir útlendinga í Burma með því að þjóðnýta verzlunina, bankastarfsemina og rekstur stórfyrirtækja. Hann innleiddi stranga ritskoðun og þjóðnýtti blöðin. Hann neitaði mánuðum saman að tala við bandaríska sendiherrann, eins og undantekningarlaust alla aðra erlenda sendiherra. Með því vildi hann árétta hlutleys isstefnu sína. Það var ekkerf óeðlilegt, þótt Bandaríkjaimenn drægju þá á- lyktun af öllum þessum að förum Ne Wins að þær væru upphafið að valdatöku komm únista í Burma. NÚ er viðhorfið hins vegar svo breytt, að Johnson forseti hefur ekki um langt skeið feng ið heimsókn í Hvíta húsið, sem hefur sennilega glatt hann öllu meira en heimsókn Ne Wins. Ástæðan er sú, að Banda ríkjamenn eru að komast á þa skoðun, að með hinum róttæku aðgerðum hafi Ne Win raun verulega stefnt að því að hindra valdatöku kommúnista í Eurma og að honum hafi heppnazt það, a. m. k. fram að þessu Ástandið var þannig í Burma, þegar Ne Win braust til valda, að kommúnistar hefðu getað 'gripið völdin með lítilshattar aðstoð Kínverja hvenær, sem þeim hefði þóknazt. Kommún istar höfðu þá orðið sterk sam tök í landinu, hin borgaralega stjórn U Nu var getulítil og athafnalítil. og hafin var upp- reisnarstarfsemi ýmsra ætl- flokka, sem kröfðust sjálf- stjórnar og jafnve] fulls sjálf stæðis. Framundan virtist okk érf annað en upplausn og stjórnleysi. sem hefði skapað kommúnistum ákjósanlegt tæki færi til að gripa völdin- Þótt margt hafi tekizt mis- jafnlega hjá Ne Win, eru flest ir sammála um, að þessi hætta WIUMIflMmuraiHWlMIW—3TR-~ sé stórum fjarlægari nú en hún var fyrir fjórum árum síðar. Þá hafa bæði Bandaríkja- menn og Bretar uppgötvað það, að þótt allmiklar eignir amer- ískra og brezkra auðliringa væru gerðar upptækar í Burma, áttu Kínverjar þar miklu meiri eignir, sem hafa einnig verið gerðar upptækar Kínverjar voru hálfgerð yfir- stétt í Burma, þangað til þessi eignataka fór fram. Ne Win hefur sýnt, að það er hægt að vera í sambýli við Kínverja, án þess að gerast leppur þeirra eða vera varinn amerískum vopnum. Þetta út- heimtir hins vegar að fylgt sé algerri hlutleysisstefnu í deil- um stórveldanna. Það hefur honum tekizt til þessa. Svo strangt var hlutleysi hans fyrstu misserin, a'ð hann talaði yfir- leitt ekki við erlenda sendi- herra. í fyrra breytti hann nokkuð um starfshætti, en þá fór hann f heimsókn til Peking og Moskvu. Til þess að halda jafnvæginu, heimsótti hann Bandaríkin í ár. ÞEIRRI SKOÐUN eykst n.ú mjög fylgi, að vænlegasta leið in til friðar í Vietnam, sé að koma á þeirri skipan, sem tryggir hlutleysi ríkjanna þar. Bandaríkjamenn margir fallast á þetta í orði, en hafa enn í huga þann fyrirvara, að stjórn in í Suður-Vietnam verði að aðhyllast áfram svipað efna- hagskerfi og er í Bandaríkj unum. Viðræður þeirra Johns ons og’ Ne Wins hefðu reynzt gagnlegar ,ef þær hefðu sann fært þann fyrrnefnda Um það, að það, sem hentar Banda- ríkjunum bezt, þarf ekki end anlega að henta bezt í Víetnam. í Suðaustur-Asíu er hin sjálf stæða hlutleysisstefna Ne Wins vafalítið miklu heppilegri öíl- um aðilum en leppstefna Kys marskálks. Þ.Þ. p

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.