Tíminn - 15.09.1966, Blaðsíða 12

Tíminn - 15.09.1966, Blaðsíða 12
12 IÞROTTIR TÍMINN FEVIMTUDAGUR 15. september 1966 ■ . .............................................. ' ' ■ ■ v 5N-" v' VVs’"'x'" Jens og Haukur stefna aS Vals-markinu í leiknuni í gærkvöldi, én Sigurður Dagsson hefur gripið inn í. (Tímamyn<í Bj.Bj.) Vaísmenn í úrslit a - en voru „rændir“ nokkrum iöglegum mörkum. Landsliðsnefnd með „4-2-4“ í huganum, þegar iiðið var valið Landsléikur við áhugamcnn Erakka er framundan og íslcnzka landsliðið hefur verið valið. Og í fyrsta skipti í langan tíma skeður það nú, að mjög skiptar skoðanir eru um val landsliðsnefndar. Kann ski ræður mestu um það, að lands liðsnefnd tók þá fífldjörfu ákvörð un að velja Óskar Sigurðsson, KR í stöðu vinstri bakvarðar, en Ósk ar hefur aðeins í sárafá skipti leik ið þessa stöðu með KR liðinu, en gert henni því betri skil. Persónu lcga er ég sannfærður um að Ósk ar muni ekki skila stöðunni verr en aðrir, sem til greina koma, jafn vel betur. En það er svo önnur saga, að „móralskt“ er ákvörðun landsliðsnefndar hreint kjafts I högg, á þá hefð, sem hún hefnr sjálf skapað á undanförnum árum. En nóg um það, og snúum okk ur að öðru umdeildu atriði. Lands liðsnefnd hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir að velja Anton Bjarnason í stöðu miðvarðar. Að vissu marki á sú gagnrýni rétt á sér, því að Anton er æfingalítill, og það kann sjaldan góðri lukku að stýra að treysta á æfingalitla Alf-Reykjavík. — Valur og Keflavík verða að leika aukaleik um fslandsmcistaratitilinn í knatt spymu 1966, því bæði liðin hafa hlotið 14 stig- Valsmenn kræktu í stigin 2, sem upp á vantaði, > leik gegn Þrótti í gærkvöldi með 1:0 sigri, naumur sigur toppliðs gegn botnliðinu, og svo hlálega vildi til, að þetta eina mark Vals var greinilegt rangstöðumark. Knötturinn var sendur fram miðj una af Vglsmanni á 6. mín. leiks ins í átt að Þróttar-markinu. Þeg Sundstaðirnir í Rvík opnir til miðnættis f dag eru síðustu forvöð að synda 200 metrana í norrænu sund- keppninni, og verða sundstaðimir í Reykjavík opnir til miðnættis í kvöld. Úti á landi verða sundstaðimir víðast hvar einnig opnir til miðnættis. Hér með er skorað á alla þá, sem eiga eftir að synda 200 metrana, að láta verða af því í dag eða kyöld. Þátttakan hefur heldur aukizt síðustu daga, en betur má ef duga skal. Stefnum að sigri íslands í norrænu sundkeppninni! ar það skeði var Ingvar Elísson einn fyrir innan alla Þróttar-vöro ina. Knötturinn snerti varnarmann Þróttar og hrökk til Ingvars, sem ekki var seinn á sér og skovaði framhjá Guttormi í markinu. í knattspymulögunum segir svo, að ef knötturinn lfomi frá mót- herja — þama frá Þróttara — sé maður ekki rangstæður, þótt hann sé einn fyrir innan. En þessi túlk un á ekki við í þessu tilviki, því línuvörður átti að veifa strax og knettinum var spymt á rangstöðu. Rangstaða miðast alltaf við, tþegar knettinum ér spyrnt, en ekki hvenær tekið er við honum. Hin túlkunin á við, þegar varnarmað ur sendir knött í átt að marki, en sóknarmaður, sem stac^dur er fyr ir innan, nær honum. En þótt Valur hafi unnið leik inn á rangstöðumarki, ‘ þurfa Þróttarar í sjálfu sér ekki að vera mjög óánægðir, því að í a. m. k. tveimur tilvikum tók dómar inn, Rafn Hjaltalín, af Valsmönn FTamhald á bls. 14. menn í stórleikjum. En hvaða aðra menn eigum við í þessa stöðu? Það er bent á Sigurð Albertsson, en leikur ekki Sigurður í miðvarðar stöðu í liðinu? Það liggur í aug- um uppi, að landsliðsnefnd velur liðið með það fyrir augum, að láta það leika „4-2-4“ og þá myndu Sigurður og Anton báðir leika mið verði, alveg eins og skeði í lands leiknum á móti Wales og heppn aðist prýðjlega. Það er því út í Ioft ið að tala um stöðubreytingar. Sig urður verður alla vega á miðjunni. Og þótt Ellert Schram sé stíllt upp sem innherja, kemur það af sjálfu sér, að hann mun draga sig til baka og Ieika annan tengilið. Tveir góðir leikmenn hverfa úr framlínunni frá síðasta landsleik, Gunnar Felixson og Jón Jóhanns- son, en Karl Hermannsson og Kári Árnason koma inn fyrir þá. Það er mjög hæpin ráðstöfun að skipta á þeim Gunnari og Karli, en erf- itt að gera upp á milli Jóns og Kára, því að báðir eru marksækn ir. Og lítum þá á uppstillingu liðs ins — „4-2-4“'og gleymum gamla V-kerfinu, sem nú heyrir að mestu sögunni til: Sigurður Dagsson Árni Njálsson, Anton Bjarnason, Sigurður Albertsson, Óskar Sigurðsson .... Magnús Torfason, Ellert Schram Reynir Jónsson, Kári Árnason, Henmann Gunnarsson, Karl Hermannsson. —alf. 60 þúsund pund fyrir markvörð Sextíu þúsund pund er gífurleg upphæð fyrir markvörð, en Matt Busby, framkvæmdastjóri Manch. Utd. er reiðubúinn að greiða þá uppliæð fyrir Alec Stephney, sem leikið hefur í enska landsliðinu leikmenn yngri en 231 ára. Talið er öruggt, að samningar takist í dag og upphæðin er sú lang hæsta, sem nokkru sinni hefur ver ið greidd fyrir markvörð. Chelsea keypti Stephney í vor frá Millvall fyrir þúsund pund -----sem þá var metupphæð, — enda jþótt með Chelsea léki Bonetti einn þeirra markvarða, sem Alf Ramsey valdi fyrir heimsmeist- Fraimihald á bls; 15. Bikarleikur í Hafnarfirði í kvöld fer fram í Hafnarfirði leikur í Bikarkeppni KSÍ. Mætast Fram og FH. Fram lék á móti Val b sl. mánudagskvöld og sigr- aði með 4-2. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18.15. Fram lenti í úrslitum á möti Dukla Prag - eftir að hafa sigrað pólska landsliðsmenn. Tékkóslóvakíuför Fram lokið. Alf — Reykjavík. — Meist araflokkur Fram í handknatt leik hefur nú lokið keppnisför sinni í Tékkóslóvakíu. Síð asti leikur Fram var gegn hinu heimsfræga liði Dukla Prag — sama liðinu og sló FH út í Evrópubikarkeppninni síð- asta vetur — og var það úr- slitaleikur í hraðkeppnismóti. Dukla sigraði Fram með 20-13 og var þar með sigurvegari í mótinú. Fjögur lið tóku þátt í hraðkcppninni, Dukla Prag, Fram, Karviná, og annað sterk asta félagslið Póllands. í upp hafi var gert ráð fyrir, að pólska landsliðið og tékkneska unglingalandsliðið tækju þátt í keppninni, en ekki gat orðið úr þvj. Til þess að komast í úrslit á móti Dukla þurfti Fram að sigra pólska liðið, sem m.a var skipað nokkrum landsliðsmönn um. Leikurinn var hörkuspenn andi, að sögn Birgis Lúðvíks- sonar, formanns handknatt- leiksdeildar Fram, og lauk með fjögurra marka sigri Fram 15- 11. „Hefðum við haft Gunnlaug Hjálmarsson og Sigurð Einars son með í förinni, hefðum við án efa getað veitt Dukla Prag meiri mótspyrnu í úrslitaleikn um,“ sagði Birgir. Hann lét vel af förinni, þrátt fyrir löng ferðalög, sem liðið þurfti að fara, og sagði, að móttökur hefðu verið framúrskarandi góðar. „Annars háði okkur. að allir leikirnir voru leiknir ut- anhúss á malarvöllum í steikj andi hita. Það hefur aldrei ver ið okkar sterkari hlið að leika handknattleik utanhúss,“ sagði Birgir að lokum. Eins og sagt var frá í blað inu í fyrradag, sigraði Frám í fyrsta leiknum á móti Dukla Vyskov 25-24. í öðrum leik tapaði Fram fyrir Hraná 14-16 og í þriðja leik gegn gestgjöf um sínum, Karviná, 18-22, sigr aði pólska liðið í hraðkeppni, en tapaði síðan fyrir Dukla Prag í úrslitum. Vann Fram því tvo leiki í förinni en tap aði þremur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.