Vísir - 19.08.1975, Síða 2

Vísir - 19.08.1975, Síða 2
2 VÍSIBSm: — Hvaða húsdýr vildirðu helzt eiga? Magnús Björgvinsson, verka- maður: — Hund alveg hiklaust. Ég hef aldrei átt neitt dýr, en ef ég fengi mér dýr, þá vildi ég ekkert annaö en hund. Salbjörg óskarsdóttir, nemi: — Hund. Nei, ég hef aldrei átt neitt dýr. Hrædd við hunda? Nei, þá vildi ég ekki eiga hund. Sigurður Pálsson, starfsmaður i skólagörðum Seltjarnarness: — Ja, nú veit ég ekki. Jú frosk sennilega. Ég átti einu sinni frosk. Þá var ég úti i Noregi, og eignaðist frosk i tvo daga. Ég varð að skilja hann þar eftir, þvi ég fór hingað heim. Björn Sigfússon, nemi: — Kött. Ég átti einu sinni kött, en hef aldrei átt neitt annað dýr. Gaman af köttum? Já, já. Margrét Jörgensen, húsmóbir: — Kött held ég. Ég átti kött fyrir nokkru og þá aðeins i þrjá mánuöi. Svo hef ég átt hund og einu sinni átti ég hest, en ég hef ekki áttaðra dýrategundir, aö þvl er mig minnir. Reynir Kristinsson, nemi: — Hund — og kannski páfagauk. Ég hef aldrei átt neitt dýr, en ef ég ætti að velja á milli páfagauksins og hundsins, þá kysi ég hundinn frekar. Visir. Þriðjudagur 19. ágúst 1975 LESENDUR HAFA ORÐIÐ Rökleysur hraktar um Ferðabók Eggerts og Bjarna . - .. __ • — Enska útgáfan 186 blaðsíðna úrdráttur — sú islenzka 686 í tveim bindum orlygur Hálfdánarson skrifar fyrir hönd Bóka- útgáfunnar Arnar og Örlygs hf.: „Fimmtudaginn 14. þ.m haslar „bókavinur” sér góðan stað á ritvelli blaðs yðar og beinir spjótum að útgáfufyrir- tæki minu. Hann auðkennir sig með nafnnúmerinu 8350-8361, en þjóðskráin fortelur mér, að það númer beri Stefán Anton Jónsson, Sjónarhóli 1, Stokks- eyri. Stefán „bókavinur” læðir þeirri firru að lesendum, að útgáfufyrirtækið láti tslendinga borga 25 þúsund krónur fyrir sams konar bók og útlendingar borgi sex þúsund og fimm hundruð krónur fyrir. Ef Stefán væri sá „bókavinur” sem hann vill vera láta, þá myndi hann efa hafa kynnt sér, hver munur er á islenzku og ensku útgáf- unni. tslenzka útgáfan er I tveim bindum, alls 686 blaöslöur auk frummyndanna i litum, en enska útgáfan er I einu bindi, 186 bls. auk myndasiönapna. Þá segist „bókavinurinn” hafa heyrt það og séð I Islenzkum fjölmiðlum að „útgáfufyrir- tækið hafi gert betur, hafi það nú fengið þekkta málvísinda- ■menn (trúlega ekki útgjalda- laust) til þess að þýða bókina á enska tungu, gefið hana út á FORNPRENTPAPPIR og boðið erlendum kaupendum fyrir kr. 6.500,00”, svo vitnað sé orðrétt I ritsmiðina. Það veröur að segj- ast eins og er, aö maður sem heldur jafn lipurlega á penna fellur strax undir þann grun aö hafa ekki viljað taka rétt eftir, hver sem ástæðan kann aö vera. I fréttatilkynningu bókaútgáf- unnar var það tekiö fram, aö hér væri um að ræða endurút- gáfu frá 1805. Hún hafi hins veg- ar verið endurskoðuö og borin saman við frumtexta. Ég kannast ekki við að hafa I fréttatilkynningunni titlað þá, sem verkiö unnu, sem „ekta málvisindamenn”, en óneitan- lega gerir það skrif Stefáns „bókavinar kræsilegri og kann það aö þjóna tilgangi hans. Þaö er langt bil á milli þess að endurskoða gamla þýðingu og að þýða frá grunni. Það vita þeir sem við bókaútgáfu fást og einnig þeir aðrir sem vilja sjá hið sanna, jafnvel „bókavinir”. Þá hleypur greinarhöfúndur léttilega á milli þeirra tveggja útgáfa af Ferðabókinni sem gefnar voru út á sl. ári, þ.e.a.s. þeirra 174 eintaka, sem sér- prentuð voru á fornprenta- pappir og kostuðu 25 þúsund krónur með söluskatti og hinna, sem voru 1400 og prentuð voru á úrvalsgóðan Thai-coat mynda- pappir og kostuðu 15 þúsund krónur með söluskatti. Lætur hann i það skina, aö verðmunur- inn hafi allur legið i fornprenta- pappirnum og er það ein for- sendan til viðbótar sem hann gefur sér, liklega til þess að greiða sem þyngst höggin og stærst. Flestir bókavinir munu vita að litlar sérútgáfur eru mun dýrari I framleiðslu . Svo var einnig að þessu sinni. Stefáni „bókavini” hefði að sjálfsögðu verið velkomið að leita upplýsinga hjá fyrirtækinu um öll þessi atriði, áður en hann hljóp alvopnaður inn á rit- völlinn, en það hefur liklega ekki hentað honum, hitt hentaði betur að koma niðhöggi á útgáf- una. Baráttuaðferðir eru svo margar sem mennirnir. Grein sinni lýkur Stefán svo með „að það annars ágæta útgáfufyrirtæki hefði mátt sjá sóma sinn i þvi að okra ekki meira áinum tryggu islenzku viðskiptavinum en á erlendum vonarpeningi”. Ég visa fullyrðingu Stefáns „bókavinar” um okur algerlega á bug. 1 fyrsa lagi er sú viömiðun, sem hann tekur sér, út I hött. Munurinn á útgáfu kostnaði 186 og 686 blaðsiöna bóka er ósambærilegur. Þá hvet ég hann til þess að taka Ferða- bókina og mæla Iesmál hennar og finna þannig út hve margar meðalbækur, segja um 160 blað- siðna, það myndi fylla. Þá mætti hann gjarnan reyna að leggja rétt mat á hið vanda- sama umbrot islenzku útgáfunnar. Band á svo stóru tveggja binda verki og gjörð kassans mætti hann lika taka meö i reikninginn. Utanferðir og undirbúningskostnað af ýmsu tagi má hann svo sem reyna að meta líka. Fái hann enn út þá niðurstöðu að útgáfufyrirtækið hafi okrað á bókunum, þá sýnist mér það liggja ljóst fyrir, að hann er jafnsnjall að hagræða sannleikanum.hvart heldur það er i tölum eða rituöu máli.” Er fólk haldiá stelsýki? — Kisur, hjól og skór hverfa fró einum og sama drengnum Laufey Jakobsdóttir, Aðalstræti 16, hringdi: Það hlýtur að ganga yfir ein- hver stelsýkisalda. Tveim kött- um var stolið frá syni minum, 13 ára, á laugardagskvöldið. Báðar voru læður, svartar og hvitar, kirfilega merktar með hálsbandi, sem I var heimilis- fang og simanúmer. Rauðu DBS hjóli (kosta 53 þúsund) með krómuðum brett- um, þriggja gira no. 4403873 var stolið á fimmtudagskvöldið og búiö aö leita dyrum og dyngjum að þvl. Hjá rannsóknarlög- reglunni var ég áðan að gá að þvl, en þó þar væru I vanskilum alls konar hjól, skellinöðrur og mótorhjól, var hans hjól þar ekki. Hann var einmitt aö fá vinnu sem sendill, en hún fór auðvitaö I vaskinn ásamt hjólinu. Um verzlunarmannahelgina fór hann að Laugarvatni og fór eins og gengur og gerist I gufu- baö. A meöan kom einhver skólaus og tók traustataki 9 þúsund króna skóna hans. Hann varð að ganga berfættur upp I tjaldiö sitt. Til Viðeyjar fór hann á skáta- mót, og þar hurfu strigaskórnir hans. Svei mér þá, ég er farin að halda, að þetta séu einhver álög. En fyrst og fremst hef ég nú áhyggjur af kisunum og þætti vænt um aö fá þær aftur. Ötrú- legt þykir mér llka, ef foreldrar sjá ekki ef börnin þeirra koma allt I einu á dýru hjóli heim til sln, eða hafa allt I einu eignazt rándýra skó.” Einkaróð til ofdrykkjumannsins Arelius Nielsson skrifar: „Yfirskrift bréfsins um helztu leiðir til að draga úr eftirspurn eftir sigarettum og brennivini — nefnilega hátt verðlag og gott fordæmi listafólks og stjórn- málamanna, hefur valdið dálitl- um misskilningi. Sumir hafa tekið þessi um- mæli sem ráð til ofdrykkju- manna, en þau eru nokkuð önn- ur. Það duga satt að segja oft eng- in ráð, hversu góð og viturleg sem þau eru. Þar ræður sjálfs- blekking og lífslygi mestu, eftir að náð er vissu stigi vandræð- anna. Samt er nú sjálfsagt að reyna. Og þeim, sem eru ekki alveg fjötraðir, mk benda á ýmislegt til bóta. I örfáum setningum þetta helzt: aarm ■■MBBnHKB 1. Talaðu við einhvern, sem þú treystir til hjálpar. 2. Taktu bjargfasta ákvörðun: Ekki dropa meira, hvað sem á dynur. 3. Bæn I einrúmi, ef þú ert trú- hneigður. 4. Fáðu fyrirbæn eða sambæn hjá presti eða öðrum, sem þú treystir vel. 5. Leitaðu huglæknis eða sál- fræðings. 6. Sæktu A.A. fundi alveg reglu- lega og notfærðu þér „sporin” þeirra. 7. Talaðu við lækni og vertu þá allsgáður. 8. Fáðu að dvelja á „Flóka- deild” um tima. 9. Taktu „Antabus” á hverjum morgni I mánuð. 10. Treystu kærleika Krists þér til hjálpar. Gangi þér vel.” HRINGIÐ I SlMA 86611 MILLI KL. 16- 17

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.