Vísir - 19.08.1975, Page 6

Vísir - 19.08.1975, Page 6
6 Visir. Þriðjudagur 19. ágúst 1975 VÍSIR Útgefandi: líitstjóri: Ritstjórnarfutltrúi:, Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Þorsteinn Pálsson Ilaukur Helgason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Simi 86611 Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. 1 lausasölu 40 kr.eintakið. Blaðaprent hf. Skilvirkni í sfjórnsýslunni Rikisbáknið, sem svo er stundum nefnt, hefur verið vinsælt ádeiluefni i stjórnmálaumræðum á siðustu árum. Ýmsum þykir sem opinberar stofnanir hafi þanizt út fram yfir það, sem góðu hófi gegnir. Inn i slikar umræður blandast siðan hugmyndafræðilegur ágreiningur um hlutverk rikisvaldsins i frjálsu þjóðfélagi. í sjálfu sér er bæði eðíilegt og rétt að menn hafi vakandi auga með vexti rikiskerfisins. Mestu máli skiptir vitaskuld, að vöxtur kerfisins haldist i hendur við aukna þjónustu hins opinbera. Það er siðan á hinn bóginn háð pólitisku mati, hversu stórt hlutverk rikið eigi að leika i atvinnu- og þjónustustarfsemi landsmanna. Oft vill það verða svo, að opinberar stjórnar- skrifstofur verða þungar i vöfum og svifaseinar eftir þvi sem þær verða eldri. Skilvirkni i opin- berri þjónustu verður sjaldan sú hin sama og i einkarekstri. Það er ekki sizt fyrir þær sakir, að menn horfa gagnrýnisaugum á vöxt rikiskerfis- ins. Til viðbótar má svo nefna, að mönnum þykir gjarnan skorta á hinn mannlega þátt i hinu opin- bera kerfi. Hér á landi hefur æviráðning opinberra starfs- manna verið meginregla. Þessi háttur hefur haft það i för með sér, að i raun er ákaflega erfitt að hrófla við þvi kerfi, sem fyrir er. Það er nánast út i bláinn að leiða hugann að vannýttu eða vanhæfu vinnuafli. Æviráðningarreglan gerir það að verkum, að það hefur nánast enga þýðingu að hyggja að þeim þáttum i opinberum rekstri. Þetta hefur eðlilega i för með sér, að það er verulegum vandkvæðum háð að ná fram umtals- verðum árangri i hagræðingu og sparnaði i opin- berum stofnunum. Að undanförnu hafa verið á döfinni sérstakar athuganir á rekstri nokkurra rikisstofnana. Lýst hefur verið yfir þvi, að áfram verði haldið á sömu braut. Sérstök ástæða er til þess að fagna þessum vinnubrögðum. En i sam- bandi við þetta hagræðingarstarf væri einnig vert að huga að breytingum á æviráðningarreglunni. Hér er að visu um að ræða kjaraatriði, sem snertir hagsmuni opinberra starfsmanna. Það ætti þó ekki að standa i vegi fyrir breytingum á þessu sviði, ef fullur samstarfsvilji er fyrir hendi og gagnkvæmur skilningur þeirra, sem hlut eiga að máli. í þessu sambandi kæmi einnig til athugunar að gera alvöru úr þvi að færa opinbera starfsmenn til i starfi eftir því sem henta þykir. Það gæti i ýmsum tilvikum komið i veg fyrir stöðnun, ef möguleikar væru á að færa embættismenn úr einni stöðu i aðra innan ákveðinna marka. 1 litlu þjóðfélagi kunna að vera ákveðnir annmarkar á að koma slikum breytingum við. Mannfæðin setur slikum starfsháttum ákveðin takmörk. En eigi að siður er hér um að ræða atriði, sem vert væri að gefa meiri gaum en gert hefur verið fram til þessa. Það koma alltaf öðru hverju upp hugmyndir um aukna skilvirkni i opinberri stjórnsýslu. Þær eru þó oftast nær kæfðar i fæð- ingu. En fram hjá þvi verður ekki horft, að full ástæða er til að stuðla að meiri sveigjanleika inn- an rikiskerfisins. Illlllllllll Umsjón: GP FRANSKIR KOMMÚNISTAR í SJÁLFHELDU Samstarf þeirra við jafnaðarmenn stangast á við Moskvu- línuna. - En Portúgal er viðvörun gegn samstarfsrofi Óvelkomnar ráð- leggingar frá valda- mönnum í Kreml og þar á ofan upplausnar- ástandið i Portúgal hafa þröngvað Georges Marchais, leiðtoga franskra kommúnista, út í horn, og á hann ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Vandamálin, sem blasa viö þessum 55 ára gamla stjórnmála- manni, er telst meöal áhrifa- mestu leiðtoga kommúnista á Vesturlöndum, stafa að miklu leyti af tenglsum hans og flokks- manna hans viö franska jafnaöarmannaflokkinn. Þessir flokkar tóku upp sam- vinnu, gengu I einskonar kosningahjónaband, sem hentaöi þeim vel vegna stöðu stjórnmála á heimavettvangi. Þetta hjóna- band hafði þó á sér ýmsa mein- bugi, sem báðir hafa átt erfitt meö aö lagfæra. Gagnrýni stjórnarinnar i Moskvu á samvinnu kommúnistaflokka úti um heim við aðra vinstriflokka kom þessum aöilum því frekar illa. Ofan á það var naumast bætandi ágreiningnum milli kommúnista i Portugal og annarra flokka þar i landi. Þessir erfiðleikar hafa þvi vakið áleitnar spurningar um, hvort samstarf franskra kommúnista með jafnaðar- mönnum og stefna Marchais I þvi efni fái staðizt þetta álag til lengdar. Fyrsta áfallið varð öllum að óvörum fyrr I þessum mánuöi. Bjóst enginn við þvi frá Moskvu, eins og Marchais hefur lagt sig fram við að halda góðum tengslum við kommúnistaflokk Sovétrikjanna. Marchais hlýtur þó að hafa skoðað fordæmingu Pravda, aðalmálgagns sovézka kommúnistaflokksins, sem fyrst og fremst skeyti til sin, þegar Pravda veittist hart aö þeim „málamiðlunaröflum, sem slök- uöu á grundvallaratriðum kommúnismans til að ganga i lið meö öðrum flokkum i valda- streitu þeirra. Pravda undirstrikaöi, að kommúnistar hlytu að sækjast eftir einsflokkskerfi frá upphafi, og ættu ekki að horfa á það sem eitthvert fjarlægt markmið. Blaðið hafnaði algjörlega vest- rænum kosningaraðferðum sem eðlilegri leið fyrir kommúnista aö komast til valda. — Gleggra getur ekki komið fram, hvað þessir aðilar telja sjálfir sig eiga mikla samleiö meö lýðræði eins og það þekkist á Vesturlöndum. Marchais gat ekki setiö undir þessu þegjandi. Jafnt oft og franskir kommúnistar hafa sýnt I verki, að þeir fylgja einatt Moskvulinunni, þá gátu þeir ekki látiö, eins og yfirlýsingin I Pravda væri þeim óviðkomandi. Vegna samstarfsmanna sinna varö Marchais að gefa út yfir- lýsingu um, að Sovétrikin væru ekki Frakkland, eða hugmynda- fræði Kremlherranna ekki endi- lega sama og afstaöa franskra kommúnista. — „Stefna franska Francois Mitierand, leiðtogi franskra jafnaðarmanna og samherji Marchais um þessar mundir, hefur varað samherja sina við þvi, hvað skeður, þegar kommúnistar vilja ekki eiga samstarf með jafnaðarmönn- um, eins og I Portúgal. kommúnistaflokksins er ákveðin i Paris, en ekki Moskvu,” sagði hann á blaðamannafundi. „Okkar afstaða er byggð á frönskum for- sendum.” En Marchais vék sér fimlega undan þvi aö láta draga sig pt I umræður um þann mun, sem er milli hugmyndafræði kommúnista og svo stefnumiða hans sjálfs. óviða I álfunni er lýðræðið mönnum jafn heilagt mál og I sjálfri vöggu þess, nefnilega Frakklandi, þar sem stjómar- byltingin mikla hratt af stað á sinum tima þeirri öldu, sem var upphaf vestræns lýðræðis. — Ef Marchais gerði sig beran að þvi að dansa á Moskvullnunni, rétti hann andkommúnistum I Frakk- landi of sterkt vopn I hendurnar. Nógu slæmt var það, þegar Pravda lýsti þvl yfir, aö kommúnistar gætu aldrei komizt til valda fyrir tilstilli lýðræöis- legra kosninga, eins og haldnar eru á Vesturlönum. Marchais má ekki fyrir nokkurn mun láta landa slna finna, að franskir kommúnistar virði ekki lýðræðið. En þarna er Marchais kominn á milli tveggja elda. Hann á heldur ekki gott með að afneita Moskvu- stefnunni, því að með þvl mundi hann vinna sér óþökk valdamanna I Kreml og jafnvel valda klofningi innan slns eigin flokks. Astandiö I Portúgal hefur bætt oliu á þessa elda. 1 Portugal elda grátt silfur kommúnistar og hinir flokkarnir með jafnaðarmenn og dr. Mario Soares í broddi' fylk- ingar. Samstarfsmaður Marchais I bandalagi franskra kommúnista og jafnaðarmanna, Francois Mitterand, leiðtogi jafnaðar- manna, hefur lýst yfir stuöningi slnum við Soares og flokksbræður hans. Marchais hefur á hinn bóginn lýst jafn eindregið yfir slnum stuðningi við kommúnista I Portúgal. Meðan ekki mátti á milli sjá, hvorum vegnaði betur i Portúgal, var ekki annar skaði skeður en sá, að Frakkar töldu sig geta I Portúgal séð, hvernig hver höndin mundi uppi á móti annarri, ef vinstrimenn einhvern tima kæmust til valda I Frakk- landi I framtíðinni. En eftir að hallað hefur á portúgalska kommúnista I tog- streitunni um hylli kjósenda, og þeir hafa lent I vörn I nær öllum landshlutum, sótti Marchais mjög fast, að Mitterand styddi með honum málstað komm- únista. Báðir flokkarnir héldu sameiginlega ráðstefnu um þetta mál I siðustu viku. Mrchais beið þar lægri hlut. Mitterand notaði þar tækifærið til þess að kenna kommúnistum I Portúgal sjálfum um, hvernig komið væri fyrir þeim. Benti hann sérstaklega á, að upphafið og höfuðorsök upplausnarinnar stafaði af þvl, að kommúnistar I Portúgal heföu neitað að eiga samstarf með jafnaðarmönnum. Lá þar greinilega að baki orðum Mitterands viðvörun til franskra kommúnista um, hvernig farið gæti ef þeir neituðu samstarfi við jafnaðarmenn. Georges Marchais, leiötogi franska kommúnistaflokksins, stingur at- kvæöi sinu I kjörkassann I siðustu forsetakosningum Frakklands. — MoskvuIInan telur þó, að kommúnistar geti ekki komizt til valda með tilstilli lýðræðislegra kosninga.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.