Vísir - 19.08.1975, Síða 16

Vísir - 19.08.1975, Síða 16
Brauzt inn — til að gera þarfir sínar Starfsfólk i skólagörðunum neðan Hringbrautar kom að illa útleiknum vinnustað i morgun. Brotizt hafði verið inn i vinnuhús með þvi að mölva rúðu og úlpur rifnar og aðrir munir tættir, þeg- ar inn var komið. Að þessari athöfn lokinni þurfti innbrotsmaðurinn skyndilega að ganga örna sinna. Svo heppilega vildi þó til, að hann kom auga á gamalt Morgunblað og breiddi hann það snyrtilega á gólfið áður en hann athafnaöi sig. Að þessum afrekum ioknum hélt maðurinn út fyrir, rótaði i beöum skólabarnanna og tók með sér nokkuð af grænmeti. —JB Guömundur tefldi við John Nunn, Englandi, ifyrstu umferðinni. „Lék hroðalega af mér" „Ég tapaði fyrstu skákinni í fyrradag og sat yfir í gær", sagði Guðmundur Sigurjónsson stórmeistari i símaviðtali i morgun. ,,Ég tefldi við John Nunn, hafði svart og lenti i smáerfið- leikum i byrjun en var búinn að jafna taflið, þegar ég lék hroða- lega af mér”. Guðmundur tefldi i fyrstu um- ferðinni við John Nunn, Eng- landi, alþjóðlegan meistara og Evrópumeistara unglinga. Guðmundur teflir i kvöld við stórmeistarann Timman, Hol- landi. Timman og ungverski stórmeistarinn Sax eru efstir eftir tvær umferðir með einn og hálfan vinning hvor. Alls verða tefldar 10 umferðir á þessu sterka móti, sem fer fram i London. Þarna tefla fimm stórmeistarar. Guðmundur á, þegar þessu lýkur, eftir að tefla á fjórum mótum fram að áramótum.—HH ÞRJÚ SLÖSUÐ IFT- IR ÁREKSTUR VIÐ SANDFLUTNINGABÍL Japanski fólksbfllinn er ónýtur eftir áreksturinn í morgun, þar sem þrir slösuðust. Ljósmynd Bragi Kona og tveir unglingar slösuðust I geysihörðum árekstri við sandflutningabil I morgun. Konan og unglingarnir tveir voru flutt meðvitundar- Iaus af slysstað. Unglingarnir tveir voru að komast til meðvit- undar er blaðið fór i prentun. Konari var öllu meira slösuð, en hún var þó eigi talin i lifs- hættu. Areksturinn varð laust eftir klukkan niu við Nesti við Elliða- vog. Japanskur fólksbill úr Reykjavik var að aka niður með Nesti I átt að Elliðavogi er á móti henni kom tiu hjóla sand- flutningabill, sem snögglega beygði inn að Nesti i veg fyrir fólksbilinn. Fólksbillinn náði ekki að hemla fyrr en rétt i þann mund, er hann skall á stóra bilnum. Areksturinn varð þvi geysi- harður og gekk framhluti sand- flutningabilsins langt inn i fólksbilinn, sem telja má ónýtan eftir. -JB. Sþ geta aðeins vakið athygli ó óréttlœti eitt eða neitt, heldur geta þær einungis vakið athygli á órétt- læti,” sagði Helvi Sipiia. Hvað hefur gerzt eftir að ráðstefnunni i Mexico lauk? í Genf var haldinn fundur tveimur vikum eftir að fundin- um lauk i Mexico. Þar voru mættir fulltrúar frá öllum stofnunum S.Þ. Var ætlunin með þessum fundi, að reyna að fá fram, hvað ætti að gera, og leitast við að samræma það. Aðalvandamálið væri, hversu þjóðirnar væru margar ogástandið ólikt, þannig að ekki þýddi að setja af stað neina eina herferð. Þessi miðstýring, sem miðar að 10 ára áætlun, á hins vega að koma i veg fyrir, að árekstrar verði. Hver eru aðalvandamálin, sem blasa við i dag? Helvi Sipila áleit, að með tilliti til þess, að hvergi geisaði strið i heiminum og pólitikusum kæmi nokkuð vel saman, væri efnahagsástandið efst á baugi. Fátæktin og neyðin i þróunar- löndunum hlyti að hvila á öllum heiminum. „Það má hins vegar ekki gleyma manneskjunni eins og gerzt hefur viða, þegar áætlanir um stórbættan efnahag eru gerðar,” sagði Helvi. Hvað næst með þvi að vekja konur til umhugsunar jafnvel viða til óánægju, með stöðu sina? „Um leið og við bætum kjör kvenna, þá bætum við ekki að- eins uppeldi og aðbúnað barna okkar, heldur allt þjóðfélagið,” sagði kvennaárshöfundurinn, sem trúir einlæglega á, að árið verði til þess, að hvert land liti i eiginn barm. -BA. — segir Helvi Sipila, hugmyndafrœðingur kvennaársins Hver er hún finnska konan, sem kom fram með hug- myndina að kvennaárinu? Helvi Sipilá, sem er upphafsmaður og framkvæmdastjóri þessa árs á vegum Sameinuöu þjóðanna, er nú stödd i Reykjavik. Hún situr hér lögfræðingaþingið, ásamt maka sínum. Hún sagði, að það væri friið sitt I sumar og hefði hún sótt öll lögfræðingaþing frá 1948. Aður en Helvi Sipilá hóf störf hjá Sameinuðu þjóðunum, rak hún málflutningsstofu i Finnlandi. Arið 1972 varhún ráðin til starfa hjá Sameinuðu þjóðunum við félagslega þróunaraðstoð. Aöur hafði hún verið fulltrúi Finnlands á fundum allsherjar- þingsins. Hafði hún yfirumsjón með þriðju nefnd þingsins, sem fjallaði um þjóðfélagslega framþróun. Er hún var beðin að rekja aödraganda kvennaársins sagði hún, að það hefði verið i Genf árið 1972 sem hugmyndin kom fyrstfram. Siðan hefði þurft til samþykki allsherjarþingsins og hefði hún verið svo heppin að vera i þeirri aðstöðu að hafa áhrif þar. „Mér var-siðan falið að sjá um framkvæmd þess, en hins vegar voru sjóðirnir rýrir að venju, svo að ég varð að halda áfram við min vanalegu störf,” sagði Helvi Sipilá' hlæjandi og benti á hversu „typiskt” þetta væri fyrir kröfurnar sem gerðar væru til kvenna. Helvi Sipila vill berjast og trúir á mátt samtaka kvenna. — Hvaða árangur hefur náðst með þessu ári? Frúin sagði, að ekkert væri i rauninni hægt að segja um það ennþá. Arið hefði fyrst og fremst verið ætlað til þess að kveikja eldinn. Umræður og at- huganir á stöðukvennaumallan heim hafa farið fram. Margt hefur komið fram i dagsljósið, sem ekki var vitað um áður. Einstök lönd sagði hún, að hefðu mjög endurskoðað laga- setningar á þessu ári. Hins veg- ar væri ekki hægt að segja fyrir um, hversu mikið af þessu næði fram að ganga. „Sameinuðu þjóðirnar geta ekki boðið löndunum að gera Rannsókn á umfangs- miklu hassmóli í gangi Rannsókn á umfangsmiklu hassmáli er nú i fuilum gangi hjá fikniefnadómstólnum. Að sögn Asgeirs Friöjónssonar, fikniefnadómara, er litið hægt að scgja um málið meðan rannsókn stendur yfir annaö en það, að það er umfangs- mikiö. Það var fikniefnalögreglan, scm fann töluvert hassmagn i heimahúsi fyrir stuttu og hef- ur sá fundur spunnið utan um sig önnur mál, bæði varðandi innflutning á hassi og öðrum efnum. t framhaldi af fyrsta hass- fundinum var piltur um tvitugt settur i gæzluvarðhald, þar sem hann situr enn. -JB. ism Þriðjudagur 19. ágúst 1975 KVEIKT í W W' BAT I EYJUM Kveikt var i eikarbáti I Vest- mannaeyjahöfn i nótt. Töluverðar skemmdir urðu á bátnum, en brennuvargurinn gengur enn laus. Það var skömmu eftir klukkan eitt i nótt, sem tilkynnt var úr bát i Vestmannaeyjahöfn, að eldur væri kominn upp i Sjöstjörnunni VE-92, 53 tonna eikarbáti,' sem smiðaður var 1949. Lögreglan kom þegar á staðinn og stóð þá eldur úr lúkarnum Lögreglunni tókst að halda eldin* um i skefjum og loka lúkarnum, þar til slökkviliðið kom á vett- vang nokkrum minútum siðar. Ekki mátti þvi tæpara standa, að eldurinn yrði það magnaður, að ekki yrði við hann ráðið. Er slökkviliðið kom á staðinn, tókst fljótlega að slökkva eldinn. Við rannsókn kom i ljós, að kveikt hafði verið i einni kojunni, en báturinn hafði komið inn fyrr um kvöldið. Unnið er að frekari rannsókn málsins, en ikveikju- maðurinn hefur ekki fundizt enn. ____________________-JB. Kaupmanna- hafnarferð ó 12.500 kr. Það var ekki ónýtt fyrir þá, sem voru i ferðahug i siðustu viku, að eiga framsóknar- flokksskirteini. Gegn einu sliku var hægt að fá ferð fram og aftur til Kaupmannahafnar fyrir 12.500 krónur, með Air Viking. Það er nokkuö algengt, að stjórnmálaflokkar og ýmis félagasamtök geri samninga um ódýrari ferðir fyrir flokks- menn sina, cnda er þá reiknað með hópferðum i flestum tilfellum. Hins vegar munu fáir, ef nokkrir — hafa náð betri samninguin en fram- sóknarmenn i þetta skipti.-ÓT.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.