Vísir - 28.08.1975, Síða 2

Vísir - 28.08.1975, Síða 2
2 Vísir. Fimmtudagur 28. ágúst 1975 risntsm: Hvernig er að vinna á svona stórsýningu? (Starfsfólk Alþjóðlegu vörusýningarinnar svar- ar). Valborg Kristjánsdóttir, vinnur lijá Iðntækni: — Þetta er ágætt, en ekki vildi ég gera það að ævi- starfi. Þórhildur Gunnarsdóttir, hjá Gunnari Ásgeirssyni: — Ljóm- andi gaman. Ég er búin að vinna á 8 svona sýningum hér og er- lendis og væri ekki að þvi, ef mér likaði ekki. Sigurður H. Sigurðsson, hjá Vél- hjólaverzl., Hannesar ólafsson- ar: — Hundleiðinlegt. Ég er alltaf að slást við fiktara. Margrét Björnsdóttir, hjá ts- lenzkri Raftækni, en annars hjúkrunarnemi: — Ágætt. Krakkarnir eru þó stundum dá- litið aðgangsharðir. Guðný Guðjónsdóttir (12 ára) hjá Vélsmiðju Guðjóns Ólafssonar: — Ofsalega skemmtilegt. Karl Óskar Hjaltason, hjá Dráttarvélum hf: — Ágætt, krökkunum þykirgaman að leika sér að traktorunum. Voru ekki að skrifa ömmu - — heldur teiknuðu og nutu miðvikudagssumarsins" í Reykjavík n Tveir flakkarar skrifa: „Hér með skrifum við nokkur orð til blaðsins, jafnvel þótt það sé á dönsku (við þyöum) Við vorum á forsiðu Visis fimmtu- daginn 15. ágúst. Það var alveg af tilviljun, að nokkur ungmenni þekktu okkur á myndinni i blaðinu, og sýndu okkur. Þarna sáum við okkur sjálf og það á forsiðu. Þvilikur heiður! Nú, við skrifum eiginlega að- eins til að segja ykkur, að við vorum ekki að skrifa heim til ömmu, en sátum þarna og teiknuðum fólk, sem sat og naut góða veðursins. Sumarið i Reykjavik varð nefnilega á miðvikudegi. Já, það var svo sannarlega tilviljun, að viðsáum blaðið. Við vorum á leið til vesturstrandar Grænlands, og horfðum niður á isinn, ætluðum til Narssarssu- aq, en vegna veðurs urðum við að snúa til Keflavikur. Grænland verður siðasta landið, sem við dveljum i áður en við förum heim aftur. Við höfum verið i löngu ferðalagi. Byrjuðum ferðina i Odense á Fjóni. Við fórum á puttanum gegnum Sviþjóð, þar sem for- eldrar Wenche búa. Eftir að hafa dvalið þar i mánuð fórum við á sama hátt til Álasunds. Þaðan fórum við með fiskibáti til Færeyja. Komumst á Ólafs- vöku. Fórum svo i kringum eyjarnar, áður en við byrjuðum að vinna. Fyrst unnum við að heyskap á færeysku bændabýli. Unnum á hinum ýmsu stöðum i Færeyjum og enduðum með að fá okkur vinnu i fiski i Klakks- vik til að vita, hvernig það væri. Siðan fórum við aftur á flakk um eyjarnar, þangað til við tok- um Smyril til íslands. Hér höfum við svo verið i 2 mánuði. Raunar ætluðum við að vera 2 1/2 til 3, en við gátum ekki slitið okkur frá Færeyjum. ó, jú, island er meira en öræfi/ eldfjöll og þorska- striö ísland rúmir 200 þús. ibúar, 2 l/2sinnum stærra en Danmörk. Og hvað svo?i Eftir blaðagrein- um, sem við höfum safnað á undanförnum tveimurárum, þá er þar bara þorskastrið og eldsumbrot. Það er allt, sem sést um Island i dönskum blöð- um. Á sjónvarpinu var litið meira að græða. En i safninu var myndin af Islandi aðeins öðruvisi. Þar sáum við, að land- ið hafði fleira til að bera en eld- fjöll og öræfi og vera i þorska- striði. Eitt ár i Færeyjum átti lika að bæta þekkingu okkar á Islandi, einnig i málinu. Eftir tveggja mánaða dvöl á Islandi höfðum við komið til Skaftafells, Hafnar, Egilsstaða. Akureyrar, Húsavikur, Ás- byrgis, Dettifoss, Mývatns, Ak- ureyrar, Ólafsfjarðar, Siglu- fjarðar, Sauðárkróks, Blöndu- óss, Þingvalla og Reykjavikur. Svo sem ekki til neinna þeirra staða, sem túristar venjulega flykkjast til. Bara einn dag i einu á hverjum stað. Látið fyr- irberast við vegarkantana með öllum þeim steinum,blómum og náttúrufyrirbrigðum, sem þar er að finna, hluti af tslandi, meðan við biðum eftir bil, sem við fengjum far með eitthvað á- fram. Niðurstaða getur svo engin orðið. Allt hefur verið eitt ævintýri, óskiljanlegur draum- ur. Fyllir um 50 þéttskrifaðar dagbókararkir, 4 svart-hvitar og 6 litfilmur (liklega teiknað einhver reiðinnar ósköp) Hvað við höfum höfum svo fengið út úr þessu? t stuttu máli. Við komum brátt aftur. A Grænlandi verðum við i næsta 1-11/2 mánuð. Og siðan er meiningin að fara til Danmerkur eða Noregs, allt eftir þvi með hvaða skipi við fá- um far. Þetta er allt i þetta sinn. Sendum ykkur beztu kveðjur. Wenche & Finn” Sýnishorn af drauq Einn af 20 væntanlega fok- reiðum viðtakendum: „Þetta keðjubréf kemur frá Venúsúela og var skrifað af St. Antonio de Dadi, trúboða frá Suður-Ameríku. Þar sem keðjubréfinu er ætlað að fara i kringum knöttinn, verður þú að senda 20 bréf nákvæmlega eins og þetta. Sendu það til vina, for- eldra eða kunningja. Eftir nokkra daga hlotnast þér eitt- hvað óvænt. Constantine Lioz fékk kveðjubréfið 1953. Hann sendi 20 bréf út. Nokkrum dögum siðar vann hann 1 milljón i happa- drætti. Charles Branat skrif- V/ Útkoman hjá þeim Finni og Wenche meöan þau slöppuðu af I Austurstræti á dögunum. stofumaður fékk keðjubréfið. Hann gleymdi að gera nokkuð I málinu. Nokkrum dögum siðar missti hann atvinnuna. Hann fann keðjubréfið aftur og sendi það til 20 manna. Niu dögum siöar fékk hann betri stöðu. Yarin Barreachilli fékk bréf. Hann trúði ekki á svona lagað og henti bréfinu. 9 dögum siðar dó hann. Keðjuna má ekki rjúfa undir neinum kringumstæðum. Skrifaðu 20og sendu þau. Innan 9 daga hlotnast þér eitthvað sem kemur þér á óvart. Sendu ekki peninga. Skrifaðu nafnið þitt i hægra hornið. Hugsaðu um bænir! Trúðu á guð af öllum þinum mætti og hann mun lýsa þér veginn. Þessi bæn hefur verið send þér svo þú megir öðlast hamingju. Fyrsta bréfið kom frá Hol- landi. Það hefur farið f kringum hnöttinn 9 sinnum Heppnin hef- ur verið send þér og þú færð hana i póstinum. Foringi i bandariska hernum, Lon Elliot fékk 60 þúsund og tapaði öllum peningunum, vegna þess að hann rauf keðjuna. Walsh herforingi á Filippseyjum missti konu sina 6 dögum eftir að hann hafði fengið svona bréf. Hann gleymdi bréfinu og bæninni. Sendu 20 bréf og sjáðu hvað skeður á fjórða degi. Bættu nafninu þinu neðst á listann, en skrifaðu ekki nafnið, sem er efst á listanum.” Undir bréfinu eru svo nöfn 20 manna, þar á meðal Islendinga. Það er óþarfi, að þau birtist. Það væri fróðlegt að fá að vita ýmislegt um svona bréf. Undir hvað flokkast bréf af þessu tagi? Hvern vott ber þetta and- legu ástandi þess hluta al- mennings, sem heldur við svona óþverra sendingum? „Viljum kartöflur flokkaðar eftir stœrð" Kartöfluunnandi skrifar: „Oft hefur mér komið til hugar af hverju Grænmetis- verzlun landbúnaðarins býður ekki viðskipavinum sinum upp á að geta keypt I verzlunum kar- töflur flokkaðar eftir stærð. Ég er viss um að húsmæður tækju þvi vel. Sem dæmi: Ef baka á kar- töflur fyrir 5 manns, er afar hæpið að I 5 kiló poka af kartöflum fyndust það margar, að nægja myndu i eina máltið, þvi að bakaðar kartöflur þurfa að vera stórar og það meira að segja helzt jafnstórar. Einnig nýtast stórar kartöflur betur, ef afhýða á þær fyrir suðu. Til dæmis i músaðar kartöflur og i franskar. Litlar kartöflur eru aftur á móti bæði betri og skemmtilegri i kartöflujafning eða ef við brúnum þær.”

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.