Vísir - 28.08.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 28.08.1975, Blaðsíða 3
Visir. Fimmtudagur 28. ágúst 1975 3 Endurskoðun fjárhogsáœtlana — eftir að tekjurnar liggja á hreinu ,,í staö þess aö endurskoöa fjárhagsáætlunina munum viö draga úr framkvæmdum og ákveönir hlutir veröa ekki settir i gang”, sagöi Bjarni Einarsson, bæjarstjóri á Akureyri, er haft var samband vegna endur- skoöunar fjárhagsáætlana, sem víöa standa yfir. Sagöi Bjarni, aö ekki heföi reynzt þörf á aö endur- skoöa hana, eftir að tekjur bæjar- ins lágu ljósar fyrir. Þetta dugar þó ekki alls staðar til. Viða reynast niðurstöðutölur eftir álagningu allt aðrar en gengið var út frá við gerð fjár- hagsáætlunar. Kópavogsbúar verða að horfa upp á niðurskurð á ýmsum svið- um. Framlag til fræðslumála var skorið niður um 10,7 milljónir. Fresta verður byggingu íþrótta- húss við Digranesskóla. Bóka- safnið biður enn eitt árið eftir nýju húsnæði. Dregið verður úr hraða við viðbyggingu Digranes^- skólans sem og byggingu leik- skóla. Þá var hætt við að kaupa nýjan strætisvagn. „Hjá okkur hefur endurskoðun ekki ennþá farið fram, en það verður væntanlega um miðjan september”, sa'gði Kristinn 0. Guömundsson, bæjarstjóri i Hafnarfirði. Tekjur bæjarins hafa þó minnkað allverulega, þar sem framleiðslugjaldið af álinu er nokkrum tugum milljona lægra í ár en fyrra. Jóhann Einvarðsson, bæjar- stjóri i Keflavik, sagði, að endur- skoðun áætlunar stæði nú yfir. Heföi hún fyrst og fremst farið fram vegna ákvörðunar, sem bæjarstjórn tók i vetur. Hins veg- ar væru tekjur alls ekki svo frá- brugðnar þvi, sem gengið var út frá. — BÁ Mallorcaprísar í Húsavíkursól — Hér er glampandi sól og steikjandi hiti, berjamóarnir svartir og bláir af berjum og ekki nema klukkutlmi I ýmsar áttir til aö komast á nokkra feg- ustu staöi landsins, sagöi Einar Olgeirsson, hótelstjóri á Húsa- vfk, viö VIsis I gær. — Við ætlum því að reyna aö laða til okkar fólk úr dumbungnum fyrir sunnan og bjóðum frá og með deginum i dag gistingu og fullt fæði fyrir 3500 krónur á sólarhring, fyrir manninn. — Þetta er nýjasta hótel á landinu og er sérlega þægilegt og skemmtilegt. Þetta tilboð er miðað við, að fólk stoppi I minnst tvo daga. Það væri lika synd og skömm að stoppa skem- ur. Fólk getur tekið lifinu meö ró hérna á hótelinu, eða þaö get- ur skroppið I smáferðir að As- byrgi, Hljóðaklettum I Mý- vatnssveitina eða á aðra fallega staði. Af þeim er nóg á þessum slóðum. Þeir, sem ekki hafa komizt til Mallorca, geta fengið hér góðan sumarauka fyrir lltiö verö. — ÖT. Ekki niðurgreidd og því tiltölulega dýr „Þaö er óvenjumikið til af sviö- um núna”, sagðiGuðjón Guöjóns- son hjá afurðasölu S.Í.S., en nú hefur veriö auglýst iækkun á sviö- um, sem nemur 70 krónum á hvert kílö i smásölu. Verðiö fer því niður i kr. 227 Ur kr. 297. Guðjón sagði, að ýmislegt kæmi til. Heldur hefði verið flutt minna út til Færeyja i ár. Þá væri það einnig það, að svið væru ekki niðurgreidd eins og dilkakjöt og verðið því óeðlilega hátt, sem leiddi aftur til þess, að minna er keypt af þeim. Algengt var hér áður fyrr, að útsala væri á sviðum á haustin, en hún hefur ekki verið i 3 ár. Sam- bandið á um 70 tonn af sviðum óseld. Að sögn Guðjóns ætti að verða nóg dilkakjöt fram að haust- slátrun, nema þá helzt i 1. flokki. Vigfús Tómasson hjá Slátur- félagi Suðurlands sagði, að enn væru þeir ekki komnir með sviðin á útsölu, en þess yrði vart langt að bíða. Þeir eiga þó mun minna magn en Sambandið eða aðeins um 10 tonn óseld. Hann sagði, að birgðir væru að minnka af dilkakjöti hjá þeim og myndu ekki gera meira en rétt hrökkva fram að haustslátrun, sem venjulegast hefst 12.-15, september. — EVI Verða eldisstöðvarnar vinsœlustu lax- og silungsveiðistaðirnir? EINN LAX EÐA SEX SILUNGAR INNIFALDIR I VEIÐILEYFINU Fyrir skömmu var byrjað að selja veiðileýfi í lóninu við eldisstöðina í Kollafirði. Að sögn veiðimá lastjóra Þórs Guðjónssonar er um tilraunastarfsemi að ræða. t þessu lóni er bæði fiskur frá eldisstöðinni sjálfri svo og sjógenginn fiskur. Þegar lónið er orðið fátækt af fiski, þá er bætt fiski i það frá eldisstöðinni. Sagði Þór , að svona starf- semi við laxeldisstöðvar væri mjög algeng erlendis. Leyfðar eru fjórar stangir samtimis i loninu i fjóra tima i einu eða frá 8-12 f.h. og 2-6 e.h. Aðeins er leyfilegt að veiða á flugu og maðk. Veiðileyfið er selt á 1500 krónur, innifalið i þvi er einn einn lax eða sex silung- ar. Ef veiðin er umfram þetta, þá verður aö greiða kiló- þungann, sem umfram er, en kilóið af laxinum er selt á 400 krónur og silungskilóið á 300 krónur. Sagði Þór, að geysimikil aðsókn hefði verið að lóninu og þarna væri alltaf örugg veiði. Fólki þætti þægilegt að geta skroppiö i veiði svona stutt frá borginni. Tilraunastarfsemin mun standa út ágústmánuð og eitthvaö fram I september. Ef hún reynist vel, verður að öllum likindum áframhald á henni. Þeir, sem stundað hafa veiði þarna fram að þessu eru mjög ánægðir með veiðina, sagði Þór aö lokum. -HE. Leikhúsfólk aftur til Kanada? Leikflokkur og kór Þjóöleik- hússins stóö sig sannarlega vel i Kanada og Bandarlkjunum. Sýn- ingum flokksins var ákaflega vel tekiö, og viö brottförina var kom- iö aö máli viö forsvarsmenn hóps- ins um að koma aftur á ts- lendingaslóöir, og fara þá viöar yfir og syngja og sýna viöar. Af þessu getur þó tæplega oröiö fyrr en haustiö 1976. Þetta er i fyrsta skipti, sem Þjóðleikhúsiö sýnir utan Evrópu. Þetta er einnig lengsta leikför þess hingaö til og fjölmennasti hópur, sem sýnir á vegum þess erlendis. 1 hópnum voru 48 manns á veg- um leikhússins, auk mennta- málaráöherra og þjóðleikhús- stjóra. Gunnar Eyjólfsson tók saman dagskrána og Carl Billich stjórnaði söngnum. A þeim þremur vikum, sem ferðin tók.kom listafólkið fram 16 sinnum, og voru undirtektir alls staðar mjög góðar. Dagskránni, sem nefndist „Þó þú langförull legðir”, var ætlað að rifja upp menningararfleið islenzkumæl- andi manna. Það, sem af er þessu ári, hafa listamenn frá Þjóðleikhúsinu sýnt i samtals 10 löndum. — EA Magnús Guölaugsson verzlunareigandi meö steininn, sem piltarnir vörpuöu I rúöuna. — Ljósm.MH Stólu skarti í allra augsýn Drukknir piltar í Hafnarfirði frömdu þjófnað svo að segja um hábjartan dag, er þeir brutu rúðu i skart- gripaverzlun Magnús- ar Guðlaugssonar á laugardagskvöldið um kl. 9. Piltarnir voru mjög drukknir, er þeir gripu stóran stein, sem þeir fundu á Strandgötunni, og brutu með honum rúðu I verzluninni og hreinsuðu burt skartgripi og úr fyrir um 200 þúsund krónur. Þegar þjófnaðurinn var fram- inn, var fjöldi manns á ferðinni um götuna. Fljótlega tókst þvi að hafa hendur I hári piltanna og náðist þýfið af þeim. MEÐ PENSIL VIÐ HÖND FRÁ BARNÆSKU „Þessi er seld á 85 þúsund krónur. Jú, vist sé ég eftir henni. Þetta er min uppáhalds- mynd”, segir Steinþór Marinó Gunnarsson, málari, um leiö og hann sýnir okkur myndina ,,Sæ- barin strönd” á Kjarvalsstöö- um. Þar sýnir hann um þessar mundir 88 myndir. Þar af 8 lág- myndir, 30 vatnslitamyndir og 50 oliumálverk. Steinþór segir okkur, að hann hafi eignlega veriö með pensil i höndunum frá barnæsku. Allt frá þvl að hann sat hjá ánum i önundarfirði aðeins 9 ára gam- all. t þá daga var mikið um álagabletti og huldusteina, sem ekki mátti koma nálægt eða við. Enda málar hann mikið náttúrumyndir, mikið hraun, en fjaran heillar hann þó mest. Eru slikar myndir áberandi á sýn- ingunni. Milli þess sem hann málar myndir, geta húsbyggjendur leitað til hans, þvi að hann er málarameistari. Hann hefur selt 8 myndir, þar af eina, sem fara á I Bókhlöðuna á Akranesi, en þar bjó Steinþór i nokkur ár, en nú er hann Reyk- vikingur i húð og hár. Sýningunni lýkur sunnudag- inn 31. ágúst. — EVI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.