Vísir - 28.08.1975, Síða 6

Vísir - 28.08.1975, Síða 6
6 Visir. Fimmtudagur 28. ágúst 1975 VÍSIR (Jtgefandi: Reykjaprent hf. Ritstjóri: Þorsteinn Páisson ftitstjórnarfulltrúi:, Haukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611. 7 linur Áskriftargjald 800 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 40 kr. eintakiö. Biaöaprent h.f. Stjórnarafmæli Rétt ár er nú liðið siðan núverandi rikisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins var mynduð undir forsæti Geirs Hallgrimssonar. Þessi stjórn hefur glimt við hrikalegri vandamál en flestar aðrar rikisstjórnir. Ýmsum þykir sem hægt hafi miðað i átt til meira jafnvægis i þjóðar- búskapnum. Það er vissulega rétt, að við erum enn langt frá þvi að hafa leyst þann vanda, sem upp var kominn vorið 1974. Fram hjá hinu er þó ekki unnt að horfa, að verulegur árangur hefur orðið i ýms- um efnum. En efnahagsráðstafanir stjórnarinnar hafa að verulegu leyti verið björgunaraðgerðir. 1 þeim efnum skiptir þó mestu, að tekizt hefur að halda fullri atvinnu. Fyrir ári blasti hins vegar við stöðvun i mörgum mikilvægum atvinnugrein- um. Veigamesta ákvörðun rikisstjórnarinnar er án nokkurs vafa útfærsla fiskveiðilandhelginnar i 200 sjómilur. Sú ákvörðun markar þáttaskil i þriggja áratuga baráttu fyrir fullum yfirráðum yfir fiskimiðum landgrunnsins. Lögsaga yfir fiskimiðunum allt að 200 sjómilum frá grunnlin- um er án vafa einn þýðingarmesti þátturinn i viðhaldi efnahagslegs sjálfstæðis þjóðarinnar. Á ársafmæli rikisstjórnarinnar hljóta menn hins vegar að harma, að ekki skuli hafa tekizt að draga úr hraða verðbólgunnar. Þar kemur að sjálfsögðu margt til: Viðskiptakjör hafa haldið á- fram að versna, en samtimis hafa menn reynt að skerða lifskjörin sem minnst og draga ekki að verulegu marki úr opinberum framkvæmdum. Þegar á heildina er litið má segja, að rikis- stjórnin hafi náð þolanlegum árangri, þó að enn séu mörg ljón á veginum. Það er einnig athyglis- vert, að samstarf stjórnarflokkanna tveggja virðist hafa gengið fremur snurðulaust fram til þessa. Ýmsir spáðu því fyrir ári, að rikis- stjórnarsamstarf þessara flokka hlyti að verða erfitt. Flokkarnir höfðu verið i andstöðu hvor við annan i full átján ár og fyrra samstarf þeirra hafði gengið misjafnlega. Með hliðsjón af þessum aðstæðum er það á- nægjuefni, að samvinnan skuli hafa gengið svo sem raun ber vitni um. 1 þeim efnum hefur vita- skuld mest ábyrgð hvilt á formönnum flokkanna, Geir Hallgrimssyni og Ólafi Jóhannessyni. Hér er einnig rétt að hafa i huga, að með öllu er útilokað, að ósamstæð rikisstjórn geti tekizt á við þau vandamál, sem nú er við að glima i efnahagsmál- um. Eins og sakir standa er það meginforsenda fyrir árangri efnahagssaðgerða, að við völd sitji sterk og ábyrg rikisstjórn. Framundan blasa við mörg erfið viðfangsefni. Að óbreyttum aðstæðum getum við ekki búizt við að geta bætt lifskjörin. Þjóðin getur ekki lengur búið við þá óðaverðbólgu, sem hér hefur verið. Rikisstjórnin verður að gera allar tiltækar ráðstafanir til þess að draga úr þenslunni. Hún verður að horfast i augu við að gera aðgerðir, sem venjulega eru óvinsælar. Rikisútgjöldum verður t.d. að halda i skefjum, hvað sem liður öll- um kröfum einstakra hagsmunahópa. Þjoðin ætlast til þess, að núverandi rikisstjórn taki af fullri festu á þeim vandamálum, er við blasa. Ljóst er, að það þýðir ekki að taka nein- um vettlingatökum i viðfangsefnunum eins og sakir standa. Köld heim- koma hjó Frökkum úr sumarleyfi Agúst er mikill sumarleyfa- mánuöur i Frakklandi og núna undir lok hans er þorri Frakka á leiö heim úr sumarf jarveru sinni. 1 hönd fer þá sá timi, sem hjá Frökkum einkennist af nýjum átökum og framtakssemi eftir sumarhvildina, meöan aörir mundu ef til vill leggjast I sút yfir þvi, aö sumariö skyldi vera liöiö. Hvert haust taka launþegasam- tökin siðustu kjarasamninga til endurskoðunar og undirbúa nýjar kröfur. Stjórnin setur sér ný markmið að stefna að, stjórn- málaflokkarnir búa sig undir ný átök, verzlanir og kaffihús eru opnuð eftir sumarleyfislokanir og hjtíl iðnaðarins byrja að snúast af nýjum krafti. En I ár eru horfur á að þetta verði með ögn öðruvi'si yfir- bragði. Það er talið, að um helmingur ibúa Frakklands (sem eru 53 milljónir) hafi tekið sig upp i sumarleyfunum og farið að heim- an til að vera i burtu i allt að mán- uð. En fleiri en nokkru sinni fyrr, sem aítur snúa, hafa ekki að neinni atvinnu að hverfa. Það eru ekki aðeins and- stæðingar Valery Giscard D’Estaing forseta og stjómar hans, sem óttast, að heimkoman verði mörgum köld, og sennilega sú versta siðan i heimstyrjöldinni siöari. Margirstjórnarsinnar eru sama sinnis. öfugt við Bandarikin, Vestur- Þýzkaland og sum önnur riki, þar sem atvinnuleysi er beitt nánast eins og hagfræðitæki, þá hefur það jafnan verið eitur i beinum Frakka, og franskar stjórnir orð- ið að leggja sig i framkróka um að bægja slikri vá frá dyrum, hvenær sem hún hefur knúið á. Samt áætla menn, aö um 1,200.000 manna verði atvinnu- lausar i Frakklandi, þegar komið verður fram i september. 1 flestum vesturlöndum telja menn, að heimskreppan eigi sök á atvinnuleysisvanda manna þar, en i Frakklandi eru leiðtogar stjórnarflokkanna vongóðir og bjartsýnir um, að efnahagur Frakka sé að rétta sig við. En for- kólfar iðnaðarins og launþega eru bölsýnni. Ofan á þá staðreynd, að at- vinnuleysið eykst daglega, bætist svo hitt, að framleiðsla iðnaðar- ins fer minnkandi. Otflutningur- inn stendur i stað, en verð á nauð- synjavörum, þótt undir meiru verðlagseftirliti sé en i fyrra, hef- ur hækkað um meira en þau 10%, sem Giscard D’Estaing forseti setti markið við. Frakklandsforseti hefur nú um þessar mundir i undirbúningi llllllllllll Umsjón: GP ráðstafanir til þess að mæta þess- um vanda. Hann hefur gefið i skyn stefnubreytingu, sem vikur ögn frá yfirstandandi verðbólgu- vörnum og leiðir af sér meiri eyðslu þess opinbera. Kvisazt hefur, að hin nýja fjár- hagsáætlun stjórnarinnar, sem búizt er við, að verði kunngerð innan skamms, feli i sér 20.000 milljón franka aukið fjárstreymi, sem veitt verði i efnahagslíf þjóðarinnar i mynd opinberra framkvæmda, skattivilnana fyrir iðnaðinn og niðurgreiðslna á neyzluvörum. Grunar menn, að þessar áætlanir grundvallist á hugmynd- um, sem mótazt hafi I viðræðum þeirra D’Estaings og Helmuts Schmidt, kanslara V-Þýzkalands i júli i sumar. En Schmidt kansl- ari mun einmitt hafa i huga að lifga upp á efnahagslif V-Þýzka- lands með þvi að taka úr sjóðum þess opinbera. Agúst er aöal sumarleyfismánuöur Frakka og beimingur þjóöar- innar tekur sig upp og fer aö heiman til dvalar áRfvierunni eöa öör- um vinsælum sumardvalarstööum. En heima bföur atvinnuleysiö. Giscard D’Estaing Frakklandsforseti og Helmut Schmidt kanslari báru saman bækur sinar I júlf og hyggja nú báöir á svipaöar ráöstafanir til aö glæöa efnahagslif landa sinna.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.