Vísir - 28.08.1975, Síða 8

Vísir - 28.08.1975, Síða 8
8 Visir. Fimmtudagur 28. ágúst 1975 Visir. Fimmtudagur 28. ágúst 1975 9 Ileimsmethafinn i miluhlaupi - asta hlaupi I Evrópu i ár. - John Walker — veröur aö spretta úr spori I sinu siö- Walker kveður með míluhlaupi „Þetta veröur ósköp venjulegt hlaup”, sagöi heimsmethafinn I milu- hlaupi, Ný-Sjálendingurinn John Walk- er, um siöustu keppni slna I Evrópu I sumar. En á morgun keppir hann I milu- hiaupi á alþjóölegu frjálsiþróttamóti i Crystal Palace i Englandi. Þar veröa margir frægir kappar I hlaupinu auk Walkers. Má þar nefna Mike Boit frá Kenya, sem vann hann i 800 m hlaupi fyrr I sumar, Marty Liquori frá Banda- rikjunum, sem einnig vann hann i sum- ar, I tveggja milna hlaupi, og loks landa Walkers, Rod Uixon sem vann hann I 1500 m hlaupi fyrir nokkrum dögum I Edinborg. „Þetta verður erfitt hlaup. Þaö veröa það margir góöir hlauparar meöal keppenda, og þeir eru færir um aö hlaupa á 3:51.0 til 3:52.0 mínútum”, sagöi Walker. Þegar Walker var spurður, hver myndi vinna 1500 m hlaupið á Olympiu- leikunum i Kanada á næsta ári, vildi hann ekki nefna nein nöfn. fsg hugsa ekki um þaö, aöeins aö kom- ast i úrslit, en þaö hefur mistekizt áöur hjá mörgum góöum hlauparanum,” sagöi Walker. Þá var Walker spurður, hvar mörkin væru á, hversu hratt maöurinn gæti hlaupiö mfluna. Sagöi Walker aö hann ætti ekki von á aö heimsmetið yröi sleg- iö I bráö, — hann teldi útilokaö aö hlaupa miluna hraöar en á 3:46.0 min, meira þyldi likaminn ekki. Milumet Walkers, sem hann setti I Gautaborg I sumar, er 3:49.4 mínútur. Meistararnir lógu fyrir nýliðunum Fyrsta tapið hjá Bayern Miinchen í deildinni í gœrkvöldi Bayern Munchen scm sigraöi i Úrslit leikjanna i gærkvöldi Evrópukeppni meistaraliöa tapaöi Bor. Mönchenglb.—Duisburg .3:0 óvænt i 1. deildarkeppninni i Vestur- Ford Dusseld.—Eintr. Frankfurt.... 1:1 Þýzkaiandi i gærkvöldi fyrir óþekktu Bayern Uerd.—Bayern Munchen .... 2:1 liði, Bayern Uerdingen sem kom upp úr Karlsruhe —Eintr. Brunswick 0:2 2. deild i fyrra. Eftir fjórar umferöir I Kick.Offenb,—Rot-Weiss Essen 0:4 deildarkeppninni er Borussia Mön- Hannover—Hamburger....1:0 chengladbach sem vann Duisburg, qfst Werder Bremen—Hertha Berlin 3:2 með sex stig, en mörg koma þar rétt á Schalke—Boclium ..1:1 eftir. Cologne—Kaiserslautern ...1:1 Þorsteinn Ólafsson markvöröur Keflvikinga átti stórleik i mark- inu i leiknum viö KR i gær- kvöldi. Hér grfpur hann örugg- lega boltann áöur en KR-ingur- inn ólafur Ólafsson nær i hann. Myndin er tekin fyrir aftan mark Keflvikinga eins og sjá má á netinu, en slikt er ekki hægt á Laugardalsvellinum þvi netin þar eru svo þétt, aö myndavélin nær litlu meira en böndunum. Ljósmynd: Bj.Bj.... Varamaðurinn sendi KR út úr bikarnum! „Hvernig er þetta eiginlega meö ykkur, strákar? Getiö þiö ekki haldið einu marki lengur en i eina minútu.” Þetta var þaö fyrsta, sem KR-ingarnir fengu aö heyra til þjálfara sins, Tony Knapp, eftir tapleikinn i Keflavik í undanúrslitunum i Bikarkeppni KSÍ i gærkvöldi. Það er kannski ekki aö undra, þótt Knapp hafi sagt þetta. Þetta er i annað skiptiö á nokkrum dögum, sem KR-ingar skora mark, en fá svo annað á sig á svo til sömu minútunni. Þetta gerðist i leiknum við FH á laugardaginn og svo aftur i Keflavik i gær. Eftir mikla pressu og þrjár hornspyrnur i röð tókst KR-ing- um loks að jafna — 1:1 — i leikn- um i gærkvöldi. Haukúr Ottesen átti skotið á markið, en Einar Gunnarsson rak tána i boltann, svo að hann þaut I annað horn en Þorsteinn Ólafsson markvörður IBK hafði reiknað með. Coca Cola hraðkeppnismótið i körfuknattleik fer fram I kvöld i iþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Verða öll 1. deildarliöin meö nema Snæfell, en I þess staö kepp- ir enska liðið Staines, sem hér er i boöi KR. KR-ingarnir horfðu fram á framlengingu og jafnvel sigur, þvi að þeir höfðu haft algjöra yfirburði i siðari hálfleiknum. En þeir reiknuðu ekki með litlum og knálegum manni, sem hafði kom- ið inn á skömmu áður, en varla komið við boltann þann tima. Hann fékk hann fyrir utan vita- teig KR-inga — þeir létu hann eiga sig, og á þvi féllu þeir. Hann lék með boltann nokkur skref og sendi hann siðan með þrumuskoti efst i markhornið hjá KR-ingum. Það var enginn smá- 'ræðis fögnuður, þegar þetta mark kom — og seint munu Kefl- vikingar eða KR-ingar gleyma þvi, eða manninum, sem það gerði — Guðjóni Guðjónssyni. Markið kom, þegar venjulegum leiktima var lokið — eða komið fram i „slysatima”, sem ágætur dómari leiksins, Magnús V. Pétursson, hafði bætt við vegna tafa. Mótiö i kvöld hefst kl. 20:30 og leika þá eftirtalin liö saman: 1S — Valur UMFN — Fram KR — ÍR Armann — Staines Leikurinn var mikill baráttu- leikur, þarsem Keflvikingar voru sterkari aðilinn i fyrri hálfleik, en KR-ingar i þeim siðari. Keflvik- ingar skoruðu sitt fyrra mark á 30. minútu — Jón Ólafur úr vita- spyrnu, eftir að boltinn hafði farið i hendi Stefáns Arnars Sigurðs- sonar varnarmanns KR á mark- linu. KR-ingar áttu fá tækifæri i fyrri hálfleik, en Keflvikingar aftur á móti fleiri þar af það bezta, er Friðrik Ragnarsson komst einn að marki, en lét Magnús Guðmundsson verja frá sér skotið. í siðari hálfleik sóttu KR-ingar af krafti og voru oft nálægt þvi að skora — eins og t.d. 'þegar Þor- steinn markvörður sló boltann frá marki — i KR-ing og þaðan hrökk hann i stöngina og aftur fyrir mark!! ,,Ég er ánægður með að hafa unnið þennan leik,” sagði Guðni Kjartansson, þjálfari Keflvikinga eftir leikinn. „En ég var ekkert ánægður með siðari hálfleikinn. KR-ingarnir áttu þá allt of mikið i honum og voru stórhættulegir.” Beztu menn liðanna i gær voru þeir Þorsteinn Ólafsson, Einar Gunnarsson, Astráður Gunnars- son og Jón ólafur hjá Keflavik, en þeir Stefán örn, Haukur Ottesen og Halldór Björnsson hjá KR. Hraðmót í körfu „Þetta er I fyrsta sinn sem ég skora mark meö meistaraflokki”, sagöi Guöjón Guöjónsson, hinn tvitugi leikmaöur IBK, sem I gær- kvöldi sendi KR út úr bikar- keppninni meö draumamarki — skoruðu þegar komið var langt fram yfir venjulegan leiktima. ,,Ég hef heldur ekki fengið mörg tækifæri til að skora með aðalliði Keflavikur, þvi ég hef veriö eins konar vara-varamað- ur, aðeins fengið að fara inn á i örfáum leikjum og þá þegar nokkrar minútur hafa verið eftir, eins og i þetta sinn. Þetta hefur ekki alltaf verið gaman, en þegar það gengur eins og i þessum leik horfir málið ööruvisi við. Það er draumur hvers knattspyrnumanns að fá svona tækifæri — og minn draum- ur rættist þarna”. Um markið sitt sögulega sagði þessi rólegi og geðugi piltur . „Ég fékk sendingu fyrir utan vitateig rétt eftir að KR-ingarnir höfðu jafnað 1:1. Ég lék með bolt- ann i átt að marki og ætlaði að gefa hann á samherja. En það var engan mann að sjá né finna, svo ég lét bara vaða á markið eins fast og ég gat — og inn fór bolt- ínn Þar með var samtali okkar lok- ið — Guðjón hélt inn i búnings- klefa með hóp af litlum Keflvik- ingum i kringum sig og gömlu Keflvikingum þar fyrir utan. Allir hömuðust viö að óska honum til hamingju og klappa honum hátt og lágt. Þar hefur Guðjón áreiðanlega fundið fyrsta muninn á þvi að vera maðurinn, sem vermir varamannabekkinn hjá IBK, og að vera stjarna — en það var hann svo sannarlega i Kefla- vik i gærkvöldi. —klp—• Hann varö stjarna I augum allra Keflvikinga eftir leikinn I gærkvöldi þessi hárprúöi til vinstri á myndinni. Þaö er Guöjón Guöjónsson, sem skoraöi sigurmarkiö á siöustu sekúndu i leiknum viö KR. Meö honum er Jón Ólafur, sem skoraöi fyrra mark Keflvikinga I leiknum. Ljós- mynd: Bj.Bj.... Annars áttu margir leikmenn þarna mjög góða spretti inn á milli. —klp— BJÖRGVIN NÁÐI DRAUMA- HÖGGINU Islandsmeistarinn i golfi — Björgvin Þorsteinsson — komst loks I hóp hinna „beztu” I golfinu, er hann náöi þvi aö fara „HOLU 1 HÖGGI” á Jaöarsvellinum á Akureyri nú fyrir skömmu. Hann haföi aldrei náö þessu draumahöggi allra golfara — en oft veriö nálægt — þar til hann haföi þaö loks á 6. braut á heima- velli sinum. Sú braut er 184 metr- ar á lengd, og notaöi Björgvin járnkylfu númer sex til að koma boltanum i holuna i einu höggi alla þessa vegalengd. Teitur rekinn útaf og þá kom markið Akurnesingar í úrslit í Bikarkeppni KSÍ eftir 1:0 sigur yfir Valsmönnum „Þaö var ekkihægt annaö en aö reka Teit Þóröarson útaf fyrir þetta brot — það var það ljótt,” sagöi Guömundur Haraldsson dómari leiksins i undanúrslitum bikarkeppninnar á milli Akraness og Vals á Akranesi, er viö töluö- um viö hann eftir leikinn I gær- kvöldi. „Þeir höfðu eitthvað verið að kljást, hann og Grímur Sæmund- sen, en ég sá ekki, hvað það var, þvi að ég var að fylgjast með öðru. Það eina, sem ég sá, var, að Teitur sparkaði I Grim, þar sem hann lá á jörðinni, og fyrir það fékk hann rauða spjaldið.” Mál Teits verður tekið fyrir á fundi Aganefndar KSÍ i kvöld, og má fastlega búast við, að hann verði dæmdur i eins leiks keppn- isbann, svo og þeir Einar Gunn- arsson tBK og Friðfinnur Finn- bogason IBV, sem reknir voru út- af i leik IBK og IBV um siðustu helgi. Er það mikil blóðtaka fyrir lið þeirra, sem öll eiga mikilvæga leiki um næstu helgi i deildar- keppninni — leiki sem geta ráðið falli og sigri i mótinu. Akurnesingar þoldu það að missa Teit útaf í leiknum I gær — a.m.k. skoruðu þeir eina mark leiksins eftir að hann var farinn, og þeir 10 á móti 11. Það kom eftir aukaspyrnu, sem Guðjón Þórðar- son tók og sendi á Jón Alfreðsson, sem skoraði með skalla, án þess að Sigurður Dagsson, sem nú lék aftur i marki Vals, gæti komið vörn við. Sigurður var öllu betur stað- settur I fyrri hálfleik, þegar dæmd var vitaspyrna á Valsmenn fyrir að bregða Karli Þórðarsyni. Teitur fékk að taka spyrnuna — þó svo að hann hefði látið Sigurð verja frá sér viti i leik Vals og Akraness á Skipaskaga i deildinni fyrr I sumar — og nú lét hann Sig- urð verja frá sér aftur. Spyrnan var illa tekin — eins og þá — og átti Sigurður auðvelt með að verja. Skagamenn komust i úrslit bik- arkeppninnar með þessu eina marki —mæta þar Keflvikingum, en hvorugt þessara liða hefur sigrað i bikarkeppninni áður. Skagamenn voru vel að þessum sigri komnir — þeir áttu allan fyrri hálfleikinn og mikið i þeim siðari — eða þar til Teitur fékk „passann”. úr þvi jafnaðist leik- urinn og Valsmenn áttu ágæt færi — m.a. var tvivegis bjargað á linu I sama upphlaupinu hjá þeim. Eftir markið settu þeir allt i sóknina — tóku meira aö segja menn útaf úr vörninni til að geta komið framlfnumönnum inn á — enekkert gekk. Skagamenn héldu þessu eina marki það sem eftir var leiksins. Þeir Karl Þórðarson, Jón Al- freðsson og Jóhannes Guðjónsson voru beztu menn Akraness i leiknum, en hjá Val bar Sigurður Dagsson af öllum öðrum. EH 'Gamli þjálfi hugsar ekkert nema Ertu að “a gefa i skyn, að þú viljir fresta giftingunni? í © ICing Fcntiucs Syndicatc. Inc., 1974. Wocld Hghu rcscrvcd. KR-ingar horfðu fram ó framlengingu og jafnvel sigur þegar Guðjón kom og _________greiddi þeim banahöggið „Það var draumurínn að skora svono mork" United ó toppinn Manchester United tók aftur forystuna i 1. deiid i Englandi i gærkvöldi — en um leið var endi bundinn á sigurgöngu liösins, sem haföi unniö alla leiki sina til þessa. Þá lék Manchester við Co- ventry á Old Trafford i Manchest- er og lauk leiknum meö jafntefli 1:1. Stuart Pearson náöi for- ystunni fyrir United um miöjan fyrri hálfieik meö „þrumufleyg” af 20 m færi, en Alan Green jafn- aöi fyrir Coventry — sem aldrei hefur tapaö á Old Trafford, á 70 min. Manchester og West Ham eru efst i 1. deild með jafnmörg — sjö stig, en Manchester er með hag- stæðara markáhlutfall. Ensku meistararnir Derby County unnu sinn fyrsta sigur i gærkvöldi á kostnað Newcastle i fjörugum leik. Alex Bruce náði fljótlega forystunni fyrir New- castle, en þegar langt var liðið á hálfleikinn var Micky Burns Newcastle rekinn af leikvelli fyrir að mótmæla vitaspyrnudómi. En hann hefði getað sleppt mótmæl- unum, þvi að Francis Lee hitti ekki markið úr vitaspyrnunni. Einum færri áttu leikmenn Newcastle litla möguleika gegn meisturunum og þrjú mörk á 20 minútum gerðu út um leikinn fyrst Tommy Graig sjálfsmark, en siðan skoruðu þeir Kevin Hector og Francis Lee. 1 lokin tókst svo Malcolm MacDonald að skora fyrir Newcastle og hefur hann nú skorað mark i öllum deildarleikjum sinum. Aston Villa vann góðan sigur á Manchester City og var Keith Leonard hetja Birminghamliðs- ins. Hann skoraði eina mark leiksins og hreinlega lék sér að landsliðsmanninum Dave Watson I liði City. Lengi vel leit út fyrir, að mark Alan Hudsons á 2. minútu myndi duga Stoke i Leicester, en i seinni hálfleik tókst Chris Carland að skalla framhjá Peter Shilton i markinu hjá Stoke. Deildarbikárinn i Englandi Barnsley—Huddersfield 1:1 — Huddersfield áfram 3:2 — Blackburn R—Preston 0:0 — Preston áfram 2:0 — Brighton—Brentford 1:1 — Brentford áfram 3:2 — Chester—Wrexham 0:0 — Wrexham áfram 3:0 — Hereford—Port Vale 2:0 — jöf n markatala — aukaleikur — Northampton—Watford 2:1 — Watford áfram 3:1 — Notth. For.—Rotherham 5:1 — Notth. For. áfram 7:2 — Peterborough—Southend 3:0 — Peterborough áfram 3:2 — Sheff. Wed.—Darlington 0:2 — jöfn markatala — aukaleikur — Torquay—Swansea 5:3 — Torquay áfram 7:4 — KflFFIÐ ffrá Brasiliu

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.