Vísir - 29.08.1975, Page 2

Vísir - 29.08.1975, Page 2
2 Visir. Föstudagur 29. ágúst 1975 risntsm: — Eignast ríkisstjórnin 4ra ára afmæli? Lögregluþjónn no. 188: Stjórnin hefur mikil itök, vegna þess að hún er studd innri stoðum. Hins vegar verður væntanlega litil breyting meðan þessi ihalds- sama stjórn er við völd. beir, sem vilja sjá þjóðfélagsbreytingar, munu ekki verða þeirrar ánægju aðnjótandi meðan þessi stjórn er við völd. Þorbjörg Oddgeirsdóttir, fulltrúi: Nei, ég á ekki von á þvi, að hún lifi 4 ár. Fólkið er orðið á móti henni. Ingibjörg Guðlaugsdóttir, skrif- stofustúlka: Ég þori ekki að segja um það. Það er ómögulegt að spá um framtið hennar. Eirikur Briem: — Jú, hún verður sennilega 20 ára. Hún hefur það mikinn þingmeirihluta á bak viö sig að ýmislegt má gerast. Magnús Axelsson, blaðafulltrúi Kaupstefnunnar: — Kf rikis- stjórnin kemur öllsömui og heim- sækir Kaupstefnuna, þá verður hún væntanlega 4ra ára. Sigurður Kristjánsson: — Nei, ég hef enga trú á þvi. Hvers eiga dugmiklir húsbyggjendur að gjalda! Reiður verktaki skrifar: Hvernig virkar kerfi Hús- næðismálstjórnar, þegar hús- eigendur geta ekki á nokkurn hátt stólað á lánveitingu hennar? A ég þá við hús- eigendur, sem eiga ibúðir eða hús, sem þegar eru fokheld og lánsumsóknir eru i lagi hjá. Húsnæðismálastjorn auglýsir lánveitingar til sveitarfélga og lánar 80% af byggingakostnaði, en hinn almenni húsbyggjandi skal biða og það allt upp i 3 ár, þótt lánið sé svo ekki nema 20- 30% af byggingakostnaði. — Hvernig má það vera? kann einhver að spyrja. Svarið er ósköp einfalt? Lánsumsókn er ekki fullgild fyrr en hús er orðið fokhelt, en það getur tekið 6-12 mánuði. Siðan er láninu skipt i þrennt 600-600-500 þúsund krónur. 6-8 mánuðir geta liðið á milli lána, og alveg er undir hælinn lagt, hvenær, eftir að hús er orðið fokhelt, fyrsta lán- veiting fæst. Þeir, sem fengu lán 20. desember í fyrra út á fokhelt, eru ekki enn búnir að fá viðbótarlán — og nú eru liðnir rúmir 8 mánuðir. Duglegt fólk, sem byggir af eigin rammleik eða kaupir af verktökum, er i þessu tilviki, eins og svo mörgum öðrum, sett skrefi neðar með opinbera fyrirgreiðslu miðað við þá, semekki spara sina peninga né vilja leggja eitthvað á sig sjálfa. Hvers á þetta folk eiginlega að gjalda? Er ekki of mikið tal- að um að hjálpa þessum bág- stöddu (margir eru nefnilega alls ekki eins bágstaddir þeir bara þykjast vera það) og þeir látnir eiga sig, sem sýna reglu- lega sjálfsbjargarviðleitni? Fyrirspurn til S.V.R. Strœtókortið fœst á Lœkjartorgi barnið býr í Breiðholti Reiður Breiðholtsbúi spyr: „Af hverju i veröldinni eru bara seld 300 króna fullorðins- kort með Strætisvögnum Reykjavikur en ekkert barna- kort og ekkert 1000 króna kort? Til þess að fá þannig kort verður að fara alla leið niður á Hlemm eða Lækjartorg, þar sem þau eru aðeins afgreidd frá 9-.6. Ef krakkarnir eru ekki ná- kvæmlega með upphæðina, hefurþeim meira að segja verið visað frá strætisvögnunum af sumum bilstjórunum. Það er nú ekki beinlinis i leiðinni að fara fyrst niður á torg til þess að kaupa strætókort, ef krakki ætlar að fara i sundlaugar, svo að dæmi sé tekið. Ég leyfi mér að benda á, að ég er viss um, að ýmsar verzlanir og jafnv. pósthúsið myndi taka það að sér með glöðu geði að selja kort fyrir strætó, fyrst hann getur ekki haft betri reglur til að fara eftir en þessar. Eða getur hann það kannski?” Útgarði þakkað þrekvirkið Stfna Gisladóttir (húsmóðir kristilega stúdenta ni ótsins) skrifar. „Þegar við eigum von á gest- um, reynum við almennt að vera undir það búin að taka vel á móti þeim og ekki sist að gefa þeim gott að borða. Kristilegt stúdentafélag átti von á mörgum gestum i ágúst ’75, þar sem norrænt kristilegt stúdentamót skyldi haldið á ís- landi. Veitingastaðurinn út- garður tók að sér að sjá um mat fyrir hópinn, sem var áætlaður 6-800. I mai kom hins vegar I ljós, að fjöldinn yrði allt að helmingi meiri. Þeir útgarðs- menn létu ekki bugast við það, en lögðu sig fram við að undir- búa starfið . Ríkti á meðal okkar mikil eftirvænting að sjá hvern- ig þetta mundi takast, þar sem matarúthlutun á þessum árlegu mótum hefur oft verið helsti þröskuldurinn og biðin eftir matnum löng. Nú átti stærsta mótið afþessutagi að vera á Is- landi: Meira en helmingi fjöl- mennara en mótið i Noregi i fyrra. Hvernig skyldi þetta tak- ast? ótrúlegt, en satt! Það kom brátt i ljós. Þeim Út- garðsmönnum tókst að skammta heitan, ljúffengan mat handa 12-1300 manns á klukkustund og stundum styttri tima. Myndaðist biðröð, var Svart ský Veður á íslandi var með ó- stöðugasta móti mótsdagana. Svo virtist og einn morgun, sem skugga væri varpað á kokka okkar. Matareitrun kom upp, nafn Útgarðs birt í þvl sam- bandi, þótt ekki væri vitað hvers sökin væri. Mótsgestir fengu flestir magakveisu nóttina eftir að þeir fengu hænsnakjöt, og sumum entist kveisan næsta dag líka. En andlitin voru jafn broshýr eftir sem áður — eða jafnvel meira en áður. Hópurinn hristist betur saman og tók „slysinu” með glettni. beinlínis ánægjulegt að horfa á hana, þvi að hún var á sifelldri hreyfingu, svo að biðin var aldrei löng. Höfðu mótsgestir flestir hverjir orð á þvi hve ó- trúlega vel gengi að afgreiða mat handa svo mörgum. Út- garðsmenn áttu sannarlega brosin og þakkirnar skildar. Samkvæmt yfirlýs- ingu frá borgarlækni I útvarpi og dagblöðum 21. og 22. ágúst, er enn ekki ljóst hvaðan sýk- illinnkom. Þess vegna vakti orðalag yfirlýs- ingarinnar furðu, þar sem i henni er rætt svo mjög um sýklana, sem fundust i eldhúsi i Út- garði, að flestir hlust- endur og lesendur skildu yfirlýsinguna á þann veg, að sökin væri Útgarðs. Svo virðist sem Útgaröur verði að bera byrðina, þar til sannleikur málsins kemur i ljós. 9 Þakklæti skilað Það eina, sem mótsgestir tóku nærri sér i þessu máli, var skell- urinn, sem veitingamenn okkar urðu fyrir. Margir mótsgestir komu að máli við mig og aðra, sem að mótinu stóðu, og báðu okkur sérstaklega að koma opinberlega á framfæri þökkum til Útgarðs. Það geri ég með ljúfu geði, enda hafði hið sama hvarflað að mér frá hálfu fé- lagsins, sem að mótinu stóö. Allur kviðbogi i sambandi við matarstúss á mótinu rann af okkur um leið og á hólminn var komið. Samstarfið við Útgarð og öll fyrirgreiðsla og hjálpsemi af hálfu Útgarðsmanna var á allan hátt til fyrirmyndar, um leið og hún var ánægjuleg og traustvekjandi. Kristilegt stúdentafélag og 1360 mótsgestir á norrænu stúd- entamóti i Reykjavik ’75, vildu gjarnan létta byrði Útgarðs ef hægt væri, með þvi að tjá þeim Útgarðsmönnum ómælt þakk- læti sitt. Þakklætið duldist eng- um þeim, sem var viðstaddur lokasamkomu mótsins, þar sem Útgarður fekk dynjandi lófa- klapp, sem ætlaði seint að linna. Á þau mið, sem vel veiðist, verður aftur leitað. Með þakklæti og virðingu f.h. Norræna kristilcga stúd- entamótsins. Stina Gisladóttir (húsmóðir mótsins)”

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.