Vísir - 29.08.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 29.08.1975, Blaðsíða 5
Visir. Föstudagur 29. ágúst 1975 5 ? í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson Kommúnistar bjóða nú viðrœður við hina flokka Portúgals Vonir hafa nú glæözt á nýjan leik um að takast megi að leysa stjórn- málakreppuna i Portú- gal, eftir að kommún- Halló, manni! Halló, manni! — kaliar iitii drengurinn til lögreglumann- anna, sem ieynast bak viö runn- ana. En þeir voguöu sér ekki aö lita af húsinu, þang'aö sem þeir beindu byssum sinum. Þar inni höföust viö 3 banka- ræningjar, sem tóku litlu dreng- ina tvo á myndinni fyrir gisia, þegar þeir voru staönir aö verki. Eftir þriggja stunda þóf og umsátur fékk lögreglan taliö ræningjana á aö sleppa saklaus- um börnunum og gefast upp. Myndin hér viö hliðina var tek- in, þegar litlu hetjurnar gengu út úr húsinu, þar sem ræn- ingjarnir höfðu leitaö hælis. Sprengingar, mannrán og ámóta illvirki eru orönir dag- legir viöburöir i heiminum I dag og taka áberandi æ meira rúm á fréttasiöum blaðanna. Milljóna- borg und- ir flóðum 400 þúsundir manna heyja nú baráttu upp á lif og dauða i flóðum, sem gengið hafa yfir borgina Patna á Ind- landi, eftir þvi sem ráð- herra Biharfylkis skýrði frá i indverska útvarp- inu i gær. Indlandsher og fjöldi borgara vinna nU dag og nótt við að lið- sinna ibúum þessarar milljón manna borgar. Indira Gandhi, forsætisráðherra Indlands, flaug yfir flóðasvæðið i gær til þess að kynna sér ástandið, en hvergi var lendandi vegna vatnagangs. Hermönnum hefur tekizt að bjarga þUsundum á þurrt með þvi að selflytja fólk i smábátum. En skort hefur nauðsynjar til handa þessu bágstadda fólki. Hafa samt 90 smálestir matvæla og 3.000 smálestir drykkjarvatns verið flutt á þessar slóðir. istaflokkurinn hefur hvatt til viðræðna við stjórnarandstöðuflokk- ana. Til þessa hafa kommúnistar Vinstrisinnaðir skæruliðar eru taldir vera valdir að spreng- alls ekki ljáð máls á sam vinnu við þá flokka, sem frjálslyndari eru i stefnu sinni, hvað þá ef þeir hafa þótt vera hægrisinnaðir. A blaðamannafundi i gærkvöldi sagði Alvaro Cunhal, leiðtogi kommUnista, að stjórnarand- ingu, sem varð undir argentínskri herflugvél i flugtaki i Tueuman i stöðuflokkarnir hefðu hert svo andófið, að hætta væri orðin á borgarastyrjöld. Las Gunhal siðan upp yfirlýsingu um vilja kommUnistaflokksins til við- ræðna við hina flokkana. Ólgan i stjórnmálum Portúgals Argentinu. Um borð i vélinni voru 114 her- menn, en fjórir þeirra hefur magnazt með hverjum deg- inum, sem liðið hefur siðan tveir stærstu stjórnmálaflokkar PortU- gals sögðu sig úr samsteypustj allra flokka landsins, sem var tií bráðabirgða. Þoldu menn ekki lengur mátið, þegar kommúnist- ar i skjóli áhrifa sinna innan hers- ins hunzuðu algerlega i stjórn landsins tillögur þeirra flokka, sem komu með yfirgnæfandi meirihluta fylgi úr kosningunum i april. Tóku flestar ákvarðanir stjórnarinnar mið af stefnu kommúnista, sem aðeins hlutu um 11% fylgi i kosningunum. Þegar forkólfar kommúnista innan hersins mynduðu þriggja manna stjórn og sýndust stað- ráðnir i að hrinda sinum áform- um i framkvæmd, þrátt fyrir yfir- lýsta andstöðu stærstu flokkanna, varð mikill kurr um land allt, sem borizt hefur fram i óeirðum og brennuförum á hendur flokks- skrifstofum kommúnista. Baráttan um efsta sœtið Skák þeirra Margeirs Péturssonar og Al Attars frá irak úr 9. umferð heimsmeistaramóts unglinga iauk með sigri þess síðarnefnda. En í 1Ó. umferðtef Idi Margeir við Tikkanen frá Finnlandi, og fór sú skák í bið. Margeir er nú kominn með 3 1/2 vinning. Efstu menn, Chekhov frá Sovétrikjunum og Barlov frá Júgóslaviu, tefldu innbyrðis i gær, en skák þeirra fór i bið. 1 biðstöðunni hafði Barlov betra tafl, og náði hann að knýja fram vinning, verður það ekki ein- ungis fyrsta tapskák Rússans i mótinu, heldur munar þar einn- ig fyrsta sætinu, eins og staðan er. Chekhov hefur 7 1/2 vinning. Barlov 7 vinninga (og biðskák- ina), Mestel frá Englandi hefur 7 vinninga, Christiansen (USA) 6 1/2 vinning (og biðskák), Calle (Kólombiu), Inkiov (Búlgariu), Kuligowski (Póllandi) 6 1/2 vinning. Nurmi (Kanada) 6 vinninga (og biðskák), en siðan eru sex jafnir með 6 vinninga. Bernstein hefur 5 1/2 vinning. létu lifið. 25 menn i flugvélinni særðust i sprengingunni, en yfirvöld telja, að hársbreidd hefði rnunað, að ekki færust allir með vélinni. Svo virðist sem sprengjunni hafi verið komið fyrir i flug- brautinni og með fjarstýriútbún- aði hafi henni verið hleypt af, þegar vélin átti ófarna 60 metra á brautinni, áður en hún hefði rennt beint yfir sprengjuna. Þakka menn flugstjóranum snögg viðbrögð, þegar hann nauð- hemlaði i miðju flugtaki um leið og hann sá sprengjublossann. Grunur leikur á þvi, að þarna hafi verið að verki hrvðjuverka- menn vinstrisinnaðra öfgasam- taka (skammstöfuð i daglegu tali ERP), en þau hafa fært sig æ meira upp á skaftiði andspyrnu sinni gegn stjórnvöldum Argen- tinu. Hver sprengingin á eftir annarri Kviða gætir nú á Englandi um, að irskir öfgasinnar hafi hrint af stað nýrri hryðju- verkaöldu á gamla Englandi, eftir að tvær sprengingar hafa orðið þar á aðeins 24 klukku- stundum. Siðari sprengingin varð i Ox- fordstræti i London i gærkvöldi, einhverri erilsömustu verzl- unargötu hofuðborgarinnar. ör- fáum minútum áður en hún sprakk varaði rödd i sima eitt Lundúnablaða við sprengjunni. Sex menn urðu fyrir meiðsl- um og sá sjöundi var lagður inn á sjúkrahús, þegar hann fékk hjart aslag. Fimm punda sprengja var skilin eftir i dyragætt verzlunar i byggingu eins tryggingarfé- laganna. En einmitt i þessu sama húsi sprakk sprengja fyrir tveim árum. Fyrri sprengingin varð i öldurhúsi einu i Caterham og urðu þar 33 fyrir meiðslum, flest hermenn. Hryðjuverkasamtökin á ír- landi, sem yfirleitt hafa verið fljót að lýsa slikum verkum á hendur sér, vilja við hvoruga sprenginguna kannast. Lögreglan leitar tveggja manna, sem sáust við krána i Caterham skömmmu fyrir spre nginguna þar, en báðir þessir menn þóttu tala með norðurirskum málhreim. Það hriktir nú i sjö mánaða vopnahléi IRA og brezkra yfir- valda eftir þessi sprengjutil- ræði. Aður en grið voru sett á ír- landi höfðu hryðjuverkamenn beint sprengjutilræðum sinum að Englandi og gat þar enginn verið óhultur. 48 manns höfðu látið lifið i þessari hrinu. Þar af 21 i sprengingu i krá einni i Birmingham. Hemlaði í miðju fíugtaki þegar sprengjan sprakk

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.