Vísir - 29.08.1975, Side 7

Vísir - 29.08.1975, Side 7
Visir. Föstudagur 29. ágúst 1975 7 MATAREITRUN Hvað veldur henni? Hver kannast ekki viö þessa sjón? Sami maöurinn pakkar vörunni iumbúðir og tekur viö greiöslu. Nauðsynlegt er að hafa I huga, að matar- eitrun fer ekki manna á milli eins og kvef eða flensa. Yfirleitt er þetta smitun frá veik- um manni eða manni, sem hefur sýkla í nefi. Þannig berst sýkillinn i matinn og úr matnum i annan mann. „Magapestin”, sem margir tala oft um, fer með matnum. Þetta er álit Neytendasam- takanna, sem fram- kvæmthafa athuganir i nokkrum verzlunum. Þá reyna samtökin al- mennt að byrgja brunninn og boða hreinlæti, bæði hjá börnum og fullorðnum. élvað ungur nemur gamall temur. EitrunartUfelli A siðustu mánuðum hafa 3 al- varleg tilfelli komið upp i Reykjavik. Um þrjátiu manns veiktust eftir fermingarveizlu. Voru matföng tilreidd á heimilinu. Var þar borðað kjöt, sem flutt hafði verið inn hrátt og soðið á einkaheimili. Var hér um aö ræða Salmonella eitrun. Salmonellagerlar eru af mörgum tegundum, en aðeins fáir valda matareitrun. Fólkið, sem verður veikt, hefur oft niðurgang, á 10-15 minútna fresti. Þetta er yfirleitt fyrsti sólarhringurinn og þá fylgir gjarnan magaverkur. Fólk kann að fá háan hita og sýna al- menn merki um þennan sjúkdóm. Þar næst voru fjörutiu og tveir menn fluttir á sjúkrahús eftir að hafa borðað kjúklinga, tilreidda á veitingahúsi. Var hér um eitrun af clostridium perfrigens gerð að ræða. Clostridium perfrigens Clostridium er sýkill, sem ber dvalagró/spora og er hægt að finna hann á mörgum stöðum i náttúrunni. Sýkillinn lifir lik- lega aðallega á jörðu. Berst hann þannig á grænmeti og annan þann mat, sem kemur úr jörðu. Þá finnst sýkillinn i innyflum dýra og manna. Er mjög Hklegt að sýkillinn sé oft I innylfum hænsna. Þvi ættu allir að hreinsa fugla mjög gaum- gæfilega eftir að þeir hafa verið drepnir. Annað kjöt kann einnig að vera smitað. Costridium vex ekki i lofti og þó að gerlar séu i hráu kjöti, fjölgar þeim þar litið. Þeir timgast hins vegar mjög fljótt i soðnum mat, kássum og pylsum. Flestir sporar eyðileggjast við suðu, en þó ekki þeir sýklar, sem valda matareitrun. Þeir geta lifað af suðu I nokkrar klukkusundir. Sporar skemma yfirleitt allir, ef þeir byrja að breytast úr dvalagróum og valda þá matar- eitrun. Það er sérstaklega, ef matur- inn kólnar hægt niður. Dæmi:ef hann hefur verið 50 C heitur og kólnar niður i 20 C. Tilraun var gerð með þvi að smita eina sneið af soðnu lambakjöti, sem haldið var heitu milli 40 og 50 C. Það voru 200 þúsund bakteriur, sem settar voru i kjötiö, og eftir 3 klukkustundir var fjöldi þeirra 46 milljónir. Eitrunin i Laugardal Þann 11. ágúst siðastliðinn borðuðu um 1400 stúdentar, sem hér voru á stúdentamóti, hænsnakássu. Milli klukkan 2 og 3 vöknuðu þeir fyrstu með magakrampa og niðurgang. Klukkan 4.30 var læknavaktin kölluð til — og alls voru 45 menn sendir á sjúkrahús. Allir á mótinu voru meira og minna veikir. Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirliti Reykja- vikurborgar, borgarlækni og eiganda veitingahússins, er hægt að gera sér mynd af at- burðinum. Hænur voru keyptar, þær hreinsaðar og framleiðsla matar byrjaði um nóttina. Mat- urinn var hafður I kæliskápum, en þó ekki allur. Maturinn, sem framleiddur var 11. ágúst, stóð á borðum til kælingar. Clostridium perfrigens gerlar fundust á skurðarbretti, i hænsnakjötinu og hrisgrjónun- um. Umsjón: Berglind Ásgeirsdóttir Málið er nú i höndum sak- sóknara. Klasagerlar Til eru margs konar tegundir þeirra, en aðeins fáar valda matareitrun. Mjög margir menn, liklega 50% bera sýkla i nefinu og á húðinni. Húðflögnun til dæmis — vegna exems — eykur dreifingarhættu sýkla mjög mikið. Sýklarnir geta notað húðflögur sem farartæki. Fólk með exem á höndum ætti þvi alltaf aö nota hanzka, þegar það er að útbúa mat eða bera hann fram. Mjög mikið af klasasýklum er i igerðum. Muna vist flestir eftir þvi, þegar 136 farþegar veiktust hastarlega á flugi frá Japan til Danmerkur. Þar var það matreiðslumaðurinn, sem var með ígerð i fingri. Það er þvi nauðsynlegt, að fólk, sem vinnur I verzlunum við matarafgreiðslu, noti leðurfing- ur, ef það er með sár. Flugur geta einnig borið gerla. Klasagerlar framleiða eitur- efni og er liklegt að matar- eitrunin stafi fyrst og fremst af eitri sem er i matnum. Fólk snarveikist, jafnvel innan hálf- timafrá því matarins var neytt. Venjulega kastar fólk upp og jafnvelsvomikið, að það verður máttlaust. Hvernig má koma í veg fyrir matareitrun? Það á ekki að vera erfitt að koma i veg fyrireitrun. Fyrst og fremst þarf að athuga, hvernig smitun berst. Byrjun á að at- huga hreinlætið. Reglur varðandi slíkt ætti að kenna frá blautu barnsbeini. Undir eins og barnið getur notað salerni verður móðirin að kenna barninu og aðstoða það við að þvo sér um hendurnar. Einnig er nauðsynlegt að kenna barninu að nota vasaklút I stað þess að fara með fingurinn upp i nefið. Þeir, sem meðhöndla mat, verða að þvo sér um hendurnar, eftir að hafa notað vasaklút. Þetta virðist ekki algild venja i verzlunum. Meðhöndlun verzlana á matvælum Það virðist algengast að hráa kjötið sé smitað, en sýklum fjölgar aðeins eftir að maturinn er soðinn. Það er þvi nauðsyn- legt að halda hráu kjöti aögreindu frá soðnu 1 heima- húsum er ráðlegast að nota annan vaskinn fyrir hráan mat og þvo hann eftir notkun. Oll i- lát, skurðarbrettið, hnifa og allt, sem kom við hráa kjötið, á að þvo i mjög heitu vatni, áður en soðinn matur er settur á sama staö. 1 verzlunum, þar sem soðinn matur er seldur — eða sam- lokur framleiddar við af- greiðsluborðið, er nauðsynlegt að aögreina þetta frá borðinu með hráa kjötinu. A veitingastöðum er þörf á þvi að aðgreina vinnuborð, þar sem meöhöndlað er hrátt kjöt, frá boröinu, sem heiti maturinn liggur á. Gerlarnir koma oft við sögu. Þeir eru i hári manna. Neytendasamtökin mæla þvi mjög eindregið með þvi, að reglugerð verði sett um þetta. Þar verði allt fólk, sem kemur nálægthráa kjötinu , skyldað til að vera með hettu eða húfu, sem hylji allt hárið. Gerlar geta lika verið i uppþvottaklútum. Einnig er þá að finna i þurrkum, hafi ilát ekki verið vel sótthreinsuð. Það er þvi nauðsynlegt að skipta um uppþvottaklút eftir hvern uppþvott, og ekki siður um þurrkur. Hafi einhver i húsinu niður- gang, er nauðsynlegt að sjóða borðbúnað allra. Gerlar geta verið i fatnaði, þó að hann sé hreinn. Dæmi eru um, að starfsfólk sjúkrahúsa hafi flutt út með sér bakteriur. Bezt er að borða nýlagaðan mat. Sé það ekki hægt, og fólk vill geyma matinn, til næsta dags, er áriðandi að snöggkæla hann. Sé það gert með þvi aö setja matinn inn i isskáp myndast gufa. Það er þvi hætta á, að annað i kæliskápnum skemmist. Betra er þvi annaðhvort að setja matinn að- eins út á svalir — eða setja hann i Ilátinu ofan i vatn með ismol- um. Þvi næst er hægt að setja hann i isskápinn, þegar hann hefur kólnað niður i 20 C. Þegar maturinn er borinn fram að nýju, er nauðsynlegt að sjóða hann upp aftur. Sérstaklega er þetta áriðandi, þegar um uppbakaðar sósur er að ræða. - Gerlar Meðferð á til- búnum mat

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.