Vísir - 29.08.1975, Side 9

Vísir - 29.08.1975, Side 9
Visir. Föstudagur 29. ágúst 1975 9 VÍSIR HEIMSÆKIR VÖRUSÝNINGUNA Kalli ekki alls sölu Hljóðfæraverzlunin Rin er með sýningarbás, þar sem ýmis hljóðfæri eru til sýnis og sölu. Ekki er þó allt, sem þarna er til sýnis, til sölu. Óli Gaukur yrði sjálfsagt öskuvondur, ef þeir seldu Karl Möller úr hljóm- sveitinni hans. Það er þó jafnan mikill hópur i kringum Karl, þar sem hann situr i Rinar-básnum og þeytir rafmagnsorgel af mikilli snilld. Hann situr þarna og leikur ljúf- lingslög á meðan sýningin er opin og fleiri en einn tónlistar- unnandi hafa spurt, hvort ekki væri hægt að fá hann með orgelinu. ÓT/Mynd BG. MINKUR FYRIR MILLJÓN ingibjörg Gestsdottir passar upp á nokkrar miUjónir i minnkaskinnum. (myndGB) Konum þykir ákaflega gaman að vera i skinnflikum og karl- menn hafa tekið upp á þvi i vax- andi mæli á siðari árum. Skinnflikur eiga það flestar sameiginlegt, að þær eru fallegar, hlýjar og óskaplega dýrar. Samband islenzkra loðdýra- ræktenda er með sýningarbás i Laugardalnum og þar eru sýnd fjölmörg og alla vega lit minkaskinn. (Eldrauður minkur?) Menn geta keypt skinnin sér og kosta þá skinn af læðu frá 3000 upp i 6000 krónur, en af karldýrum frá 6000 og upp i 10.000. Svo er lika hægt að fá þau tilsniðin i einhverja flik. Það ódýrasta af þvi tagi á sýningunni voru kragar, sem kostuðu 15000 krónur stykkið. Dýrastur var hins vegar stuttur jakki, sem kostaði 258 þúsund. Með góðum vilja og nógum peningum er þó hægt að fá sér töluvert dýrara minkaplagg Það er hægt að láta sauma kápur eða pelsa. í það þarf 60 til 80skinn og kostnaðurinn verður alls um ein milljón króna. -ÓT. Teiknaðar hellur á eldavél Meðal eldhústækja frá Husquarna, sem Gunnar Ás- geirsson sýnir, er nokkuð óvenjuleg nýti'zkueldavél. Hún er ofan til að sjá eins og slétt málmborð, sem hringir eru teiknaðir ofan á. En þessir hringir eru „hellurnar.” Þeir funhitna eins og venjulegar eldavélahellur, en borðið i kringum þá er kalt. Fyrir utan að vera mjög sniðugt, er þetta líka mjög þægilegt, þvi að húsmóðirin (eða sá sem er að kokka) fær þarna vinnuborð um leið. Þótt kveikt sé á einum hringnum, er hægt að nota allt annað pláss, lika fast upp við hann undir eitt- hvað annað. Ef til dæmis er verið að saxa grænmeti eða steikja kjöt, þarf ekki að vera að bera það af einu borðinu á annað. Þama er lfka að finna nýtizku , ,ka ffikvarnarkönnu ”. Kaffibaunum er hellt i bauna geymslu og svo er hægt að stilla á, hvort menn vilja hella upp á einn bolla, tvo eða fleiri. Það er reyndar maskinan, sem hellir upp á sig sjálf. Eins og nýjungar vilja vera, er þetta nokkuð dýrara en eldri tæki til sama brúks. Kaffi- kannan kostar t.d. um 27 þúsund krónur og eldavélin fullkomna um 119 þúsund. -ÓT. starfar i sýningardeild Gunnars Ásgeirssonar. Hún er hér við nýju eldavélina, sem hefur fjórar „hcllur” þótt þær sjáist ekki. Mynd BG. Bar á 152 þús. er þegar seldur Ilúsgagnaverzlunin Dúna er með allstóra sýningardeild, þar sem bæði eru innlend og ensk húsgögn til sýnis og sölu. Ensku húsgögnin eru sérlega falleg. Þau eru úr eik, handútskorin, bæsuð og lökkuð — enda nokkuð dýr. Meðal húsgagnanna er forkunnarfallegur bar og til- heyrir hann þeim innfluttu. Hann kostar einar 152 þúsund krónur. Ekki hefur þó öllum vaxið það verð i augum, þvi að hann er seldur. Óskar Halldórsson, eigandi Dúnu, sagði að fólk væri mjög hrifið af ensku húsgögnunum, þótt þau væru dýr. Hann hefur einnig til sýnis þarna borðstofu- borð og sex stóla, sem kosta um 200 þúsund krónur og einnig út- skorna eikarskápa. Þeim er stillt upp sem linu þarna á sýningunni en linan saman- stendur af undir-, mið- og yfir- skáp og verðið er frá 110 þúsund krónum. Strákarnir hentu sér á vatnsrúmið, sem gekk i bylgjum. Mynd: BG. Vatnsrúmskaupandmn vildi vera ó þurru Alíslensk framleiðsla, okkarstolt. jfit’ A GUOMUNDSS0N VATNSRÚM komust i tizku i Bandarikjunum og viðar fyrir nokkrum árum, en litið hefur borið á þeim hér. Á. Guðmundss. er nú með eitt slikt til sýnis á Alþjóðlegu vöru- sýningunni i Laugardalshöll. Það kostar einar litlar 240.000 krónur, með dýnunni. Dýnan er keypt erlendis frá, en rúmið er hins vegar hannað og smiðað hérna heima. Það er þegar búið að selja það, en með venjulegri dýnu þó. I dýnunni þarna i Laugar- dalshöll eru 600 litrar af vatni, en hægt er að koma meiru i hana. Með henni fylgja bætur, ef svo illa færi, að bólið vöknaði. Vatnsrúmið er vinsæll sýningargripur og margir hafa prófað það. Fullorðna fólkið tyllir sér þar varlega, en krakkar og unglingar hlamma sér hins vegar á það með mikl- um bægslagangi og þá gengur það að vonum i bylgjum. Engar sjóveikipillur fylgja með þvi. ÓT. * Y?íYb lÉÉ I m i jgS K f [; ; 2 v Wv 1 iri|« m nsn| ifsJ í iy. J O !! iiMK í I J

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.