Tíminn - 25.09.1966, Side 5
SUNNUDAGUR 25. september 1966
Útgefandi: FRAMSÓKNARIFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (ab), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug-
lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur ) Eddu-
húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af-
greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur,
sími 18300 Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. innanlands. — í
lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f.
bjo ara striðið
sem tapaðist
Það er mjög einkennandi fyrir núverandi ríkisstjórn,
að allir viðurkenna — einnig hún sjálf í orði og verki,
að henni hafi mistekizt hið yfirlýsta meginverk. Vegur
hennar, einkum síðustu árin, er þétt varðaður þessum
viðurkenningum, stefnuhvörfum og uppgjafaráföngum.
En í raun og veru má segja, að skýrsla Efnahagsstofnun-
arinnar sé eins og lokayfirlýsing um uppgjöf og hald-
leysi stjórnarstefnunnar síðustu sjö árin.
í bók þeirri, sem „Viðreisn“ hét og var stefnuyfir-
lýsing stjómarinnar, gefin út á kostnað þjóðarinnar og
dreift sem gjafabiblíu, var það höfuðatriði sett fram sem
meginkjarni stjórnarstefnunnar, að koma á jafnvægi og
stöðugleika í íslenzkum efnahagsmálum, skapa trú á ís-
lenzkan gjaldeyri og treysta starfsgrundvöll atvinnuveg-
anna. Ríkisstjórnin var í raun og veru beinlínis til þess
mynduð að koma þessum lagfæringum í kring samkvæmt
hennar eigin yfirlýsingu. Síðan eru liðin nær tvö kjör-
tímabil — sjö ár — og stjórnin hefur gert margar og
mi'klar ráðstafanir og breytingar, ekki vantar það, og
allt þetta segir stjórnin, að hún hafi gert til þess að ná
jafnvæginu, stöðugleikanum og traustleika íslenzks gjald-
miðils. Hvern starfsdag sinn, hvert handtak allan þenn-
an tíma segist hún hafa miðað við þetta og að þessu stefnt
og beitt til þeiss heimskunnum og óibrigðulum ráðum .
Um það, hvernig tekizt hefur að ná stefnumarkinu um
traustleika gjaldeyrisins hefur nýlega fallið vafningalaus
dómur. Fyrir nokkrum árum var talsvert um útflutningj
íslenzks iðnvarnings, og ýmsir iðnrekendur byggðu bein-
línis upp iðnaðarfyrirtæki með útflutning fyrir augum,
keyptu sér vélar og búnað í samræmi við það. Um síðustu
áramót lýsti formaður iðnrekendasamtakanna því yfir,
að grundvöllur slíks útflutnings væri gersamlega brost-
inn vegna dýrtíðar og óðaverðbólgu. Þetta hafa forsvars-
menn iðnaðarins síðan margsinnis ítrekað, t.d. í sambandi
við iðnsýninguna og sagt, að fyrir þetta vinni nú sæmilega
vélbúin fyrirtæki með hálfum afköstum, önnur hafi ger-
samlega gefizt upp, en góð, íslenzk hráefni flutt út óunnin
í vaxandi mæli. Fyrir nokkrum árum básúnuðu talsmenn
stjórnarinnar það sýknt og heilagt, hve traustur gjald-
eyririnn væri. Nú er það tal að mestu hjaðnað, enda væri
það napurt háð um ágæti stjórnarstefnunnar.
í skýrslu Efnahagsstofnunarinnar er það nú meginnið-
urstaða, að brýnast af öllu brýnu og beinlínis lífsnauð-
synlegt til bjargar í bráðum voða, sé nú einmitt að virkja
öll öfl til þess að ná jafnvægi og stöðugleika í íslenzkum
efnahagsmálum. Þyngri og afdráttarlausari dóm er varla
unnt Rð fella yfir þeirri ríkisstjórn, sem beinlínis var
stofnuð til þess, og setti sér það sem meginmark að ná
slíku jafnvægi fyrir sjö árum, segist síðan hafa beitt sér
allri að þessu verkefni og beitt öruggustu ráðum til þess.
Dómur Efnahagsstofnunarinnar er umbúðalaust sá, að
þetta hafi stjórninni mistekizt, og því sé brýnna en
nokkru sinni fyrr að gera það, sem ríkisstjórnin gat ekki
í sjö ára stríði. Nú vérður að ná þeim árangri, sem hún
reyndist ófær með öllu til að ná.
Ef þetta er ekki skýlaus krafa um nýja stjórnarstefnu
og ný stjórnartök, þá er erfitt að skilja, hvernig hlutlaus
og opinber efnahagsstofnun getur orðað slíka kröfu.
___TIMINN__________________________
f—■■■ ■ ■»- .........
JAMES RESTON:
Kjarnorka vinnur ört á sem afl-
gjafi viö rafmagnsframleiðslu
í Bandaríkjunum taka einkarekstur og ríkisvald höndum saman í þessu
efni, og mikið hefur áunnizt- Hljótt er um þessa starfsemi, og baráttan
fyrir banni gegn útbreiðslu kjarn-orkuvopna er hávaðameiri þó að á-
rangur sé þar minni.
ÞAU áform ríkisstjórnarinn
ar í Washington, sem h'.jótt
fara, eru oft og einatt mjög
mikilvaeg, en önnur áform,
sem hæst er haft um, eru stund
um næsta lítilvæg, þótt undar
legt kunni að virðast. Hinn
einstæða árangur í framkvæmd
áætlunar kjarnorkunefndar,
um að framleiða með kjarn-
orku rafmagn á samkeppnis-
hæfu verði er aðeins enn eitt
dæmið um þetta.
Árið 1958, þegar öðru kjör
tímabili Eisenhowers forseta
var að verða lokið, hófst kjarn
orkunefnd handa við fram-
kvæmd tíu ára áætlunar, um
framleiðslu kjarnorku á sam-
keppnishæfu verði á ákveðn-
um svæðum árið 1968. Mikið
gys var gert að þessari fyrir
ætlun á sinni tíð, hún talin fá
víslegur draumur og timasó-
un ein að reyna að framkvæma
hana.
Árið 1962 skipaði Kennedy,
forseti fyrir um, „nýja, gaum
gæfilega athugun á hlutverki
kjamorkunnar í efnahags
lífi okkar.“ Þá var spáð, að
rafmagnsframleiðsla meö kjarn-
orku vrði orðin fimm millj-
ónir kílówatta árið 1970 fjöru
tíu milljónir kílówatta árið
1980 og í lok aldarinnar yrðu
öll ný raforkuver í landinu knú
in kjarnorku. Sætti þessi spá
mjög mikilli gagnrýni.
ÞESSAR spár virtust ákaf
lega öfgakenndar á sinni tíð,
en hafa reynzt hinar hófsam-
legustu. Rafmagnsframleiðsla
með kjarnorku í Bandarík.1-
unum nemur nú þegar tveimur
milljónum kílówatta og á
þessu ári, einu hefur verið
fastráðið að reisa kjarnorku-
knúin raforkuver, sem fram-
leiða ellefu milljónir kíló-
watta. Eftirspurn er nú meiri
eftir kjarnorkuknúnum raf-
stöðvum en hinum venjulegu
raforkuverum, sem knúin eru
kolum eða oðíu.
Verið er nú að endurskoða
áætlanir um rafmagnsfram-
leiðslu með kjarnorku, og gert
ráð fyrir miklu örari aukn
ingu en áður var búizt við.
Nú er opinberlega gert ráð fyr
ir, að árið 1970 nemi raf-
magnsframleiðsla með kjarn
orku ellefu milljónum kiíó-
watta, en ekki fimm milljón-
um, eins og spáð var árið 1962
•'Eins er gert ráð fyrir, að fram
leiðslan nemi 100 milljónum,
kílówatta árið 1980, en ekki
fjörutíu milljónum, eins og
áætlað var 1962.
Mikið hefur verið rætt og rit
að um stöðvun á útbreiðslu
kjarnorkuvopna í heiminum,
en lítið orðið ágengt í því efni.
Samtímis hefur lítill áróður,
verið hafður í frammi til að
kynna kosti kjarnorkunnar til
rafmagnsframleiðslu, en mjög
mikið áunnizt á þvi sviði, eigi
að síður.
FYRIR skömmu lagði dr.
Glenn T. Seaberg af stað í
opinbert ferðalag um Austur
Evrópu og Austurlönd nær, en
enginn virtist taka eftir því.
Hann kemur við í Finnlandi,
en Sovétmenn eru komnir
þar á stúfana um að láta að
sér kveða við byggingu afl-
stöðva, sem knúnar eru kjarn
orku. Kjarnorkukeppnin í
heiminum er því tvenns konar.
Annars vegar er keppt að því
að stöðva útbreiðslu kjarn-
orkuvopna; en hins vegar er
keppt um fullnægingu síauk
innar eftirspurnar eftir raf-
orkuverum, sem knúin eru
kjarnorku.
General Electric og West-
inghouse eru bandarískir
brautryðjendur i hinni frið
sömu kjarnorkukeppni. Þessi
fyrirtæki hafa þegar gert
samninga um að reisa kjarn
orkuknúin raforkuver í Jap-
an, Þýzkalandi, Ítalíu, Sví-
þjóð, Hollandi og Spáni. Bret
ar taka einnig þátt í keppn-
inni um þennan stækkandi út
flutningsmarkað, svo og Frakk
ar, þó að í minna mæli sé.
Allir keppa nú að því að reisa
fjölþætt orkuver, sem fram-
leiða ekki aðeins rafmagn með
kjarnorku, heldur ná einnig
salti úr sjó og vinna köfnunar
efni til áburðarframleiðslu.
Þessar mikilvægu tilraun
ir fara fram hávaðalaust og
þar gætir ekki hinna grimmi-
legu átaka opinberra aðila og
einkaaðila um yfirráð, en
þeirra átaka hefur gætt afar
mikið í allri orkuvinnslu í
Bandaríkjunum í liðinni tíð.
Fyrir 1964 tóku einkaaðil
ar kjarnorkueldsneyti á leigu
hjá ríkisstjórninni í Washing
ton, en nú er þeim leyft að
kaupa það og eiga.
EINKAAÐILAR og opin
ber yfirvöld vinna saman að
framleiðslu og dreifingu kjarn
orku í Bandaríkjunum. Til dæm
is má nefna, að gerð hefur ver
ið áætlun um að reisa í Los
Angels kjarnorkuver, sem
framleiðir 1,8 milljónir kíló-
watta rafmagns, og vinnur jafn
framt salt úr 568 þús. smálest
um af sjó á dag. Þetta er sam
eiginlegt fyrirtæki kjarnorku
nefndar, innanríkisráðuneyt-
isins í Washington, borgar
yfirvaldanna í Los Angeles
sem dreifa vatninu, og einka
fyrirtækisins Southern Cali
fornia Edison Company, en
það dreifir rafmagninu.
Breytingin, sem orðið hef-
ur síðan Kennedy forseti
tók við völdum í Hvíta húsinu,
er ákaflega mikil. Kjarnorku-
nefndin hefur ekki framar
áhyggjur út af því, hvort kjarn
orku muni yfirleitt takast að
ryðja sér til rúms sem aflgjafi
við rafmagnsframleiðslu, held
ur hinu, hvort ágætur árangur
í þessu efni kunni að leita til
óréttmæts ótta meðal þeirra,
sem framleiða rafmagn með
kolum, olíu og öðru slíku elds-
neyti.
Sem betur fer eykst eftir-
spurn eftir raforku það ört,
að allir eru önnum kafnir. Raf
magnsframleiðsla í Bandaríkj
unum nemur nú um 250 millj
ónum kílówatta á ári. Árið
1980 verður hún komin upp í
520 milljónir kílówatta, og gert
er ráð fyrir, að hún verði orð
in 1,6 milljarðar kilówatta í
lok aldarinnar. Allar horfur
eru þó á, að eftirspurn ört
fjölgandi þjóðar og mjög auk
ins iðnaðar, gleypi alla orku,
sem unnt er að framleiða með
hvaða móti sem er.
i
KJARNORKUNEFNDIN
starfar í samvinnu við yfir-
stjórn geimrannsókna og yfir-
stjórn hersins. Unnið er að
framleiðslu kjarnorkueld-
flauga til flutninga til tungls
ins, og varanlegra aflsföðva
til notkunar í geimnum.
Einnig er unnið að hraðastilli,
sem gengur fyrir plútóníum-
238 og koma má fyrir í
líkama hjartveikisjúklinga svo
og fjölmörgu öðru, sem lengt
getur líf manna og aukið við
reynslu þeirra bæði á jörðu
niðri og úti í geimnum.
í Washington hafa fleiri
aðsetur en stjórnmálamenn
einir, sem karpa um verð-
bólgu og stríðið í Vietnam. Þar
verður til saga, ekki síður en
fréttir, og þeir, sem ekki hafa
hátt um sig, kunna að vinna
mannkyninu meira gagn en hin
ir, sem hávaðasamastix eru.