Tíminn - 29.09.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.09.1966, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 29. september 1966 TÍMINN Mmmrn Útgefandi: FRAMSÓKNARIFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti ? Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300 Áskriftargjald kr. 105.00 á mán innanlnnds. — í lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. Stjórnín getur ekki kennt öðrum um StjórnarblöSin hafa seinustu mánuðina lagt mikið kapp á þann áraður, að það sé öðrum en ríkisstjórninni að kenna, hvernig komið sé í efnahagsmálum þjóðarinnar. Staðreyndin er þó sú, að engin stj&rn hefur haft meiri afskipti af þessum málum né tekið sér meiri völd varð- andi þau en núv. ríkisstjórn. Þetta var glöggiega fakið í áliti fulltrúa Framisóknarflokksins í fjárveitinganefnd við afgreiðslu fjárlaganna á seinasta þingi, en þar segir m. a.: „Ríkisstjórnin tóik í sínar hendur, með breytingu á lögum um Seðlabanka íslands. stjórn á peningamálum og bankamálum þjóðarinnar, og með þeim ráðstöfunum, sem hún hefur látið stjórn Seðlabankans gera með spari- fjárbindingunni, vaxtahækkuninni og styttingu á láns- tíma fjárfestingalána, hefur hún sýnt stefnu sína í fram kvæmd- Ríkisstjórnin hefur tvö síðustu árin þ. e. 1964 — 1965, svo að segja staðið sjálf í beinum samningum við verkalýðsfélögin um kaup og kjör félagsmanna þeirra. Hún ákvað síldarverðið sumarið 1965 og stóð að samning- um við útgerðarmenn um fiskverðið. Og haustið 1965 var landbúnáðarverðið ákveðið af stjórnskipaðri nefnd. Ríkisstjórnin hefur því haft í sínum höndum þau atriði, er efnahagsmál þjóðarinnar hvíla á, þ- e.: fjármál ríkissjóðs, stjórn banka og peningamála, kaupgjald og verðlagsmál. Allt stjórnartímabil núverandi valdhafa hefur árferði verið með eindæmum gott, aflabrögð og framleiðsla meiri en nokkru sinni fyrr. Ríkistekjur hafa verið í samræmi við þetta góða árferði og farið langt fram úr áætlun, og það svo, að samanlagt hafa ríkistekjur farið 1021 miilj. kr. fram úr áætlun fjárlaga síðustu fimm árin. Það er 1 jó«t af því, sem hér hefur verið fram tekið, að stefna ríkisstjórnarinnar í efnahagsniálum hefur getað notið sín. Ríkisstjórnin hefur því ekki við neinn að sak- ast nema sjálfa sig um, hvernig farið hefur um stjorn hennar í efnahagsmálum þjóðarinnar”. Síðan þetta var ritað í desember síðastl. hefur ekkert gerzt, sem haggar þessari niðurstöðu. Það, sem síðan hefur gerzt, er helst það, að verkamannafélögin hafa knú ið fram örlitla kauphækkun með fullu samþykki ríkis- stjórnarinnar, og bændur hafa samið um nýtt afurða- verð, sem stjórnarblöðin viðurkenna, að beri vott um mikla hófsemi af hálfu þeirra- Þeirri staðreynd verður því ekki hrundið, að stjórnin hefur haft öll skilyrði til að framkvæma stefnu sína og tekið sér þau völd, sem til þess hefur þurft. Hún getur því ekki skellt skuldinni á aðra. Hún getur ekki við neinn sakast, nema sjálfa sig. Öngþveiti efnahagsmál- anna stafar eingöngu af því, að stjórnin sjálf hefur ýmist verið ráðvillt eða gripið til rangra aðgerða. Einingarskrif Mbl. Mbl. ræðir orðið daglega um nauðsyn þjóðarein- ingar um stöðvun verðbólgunnar. Framsóknarflokkurinn hefur tvívegis lagt til á Alþingi, að reynt yrði að ná víð- tæku samkomulagi um efnahagsmálin- Stjórnarflokkarn ir höfnuðu því. Þeir sjá nú eins og oft áður eftir á, að betra hefði verið að fara að ráðum Framsóknarflokksins. En fróðlegt verður að sjá, hvað það er, sem Mbl. á við, með umræddum skrifum. ERLENT YFIRLIT '1 Ching-ling þokað til hliðar Ætlar Mao konu sinni að erfa sæti hennar? ÞAÐ hefur vakið athygli, að á hinum stóru útifundum, sem hafa verið haldnir í Pe<king í sumar, að viðstöddum helztu valdamönnum Kína, hefur jafn an vantað annan varaforseta ríkisins frú Soong Ching-ling. Nýlegar fréttir herma svo, að rauðu varðliðarnir hafi i’áðizt inn á heimili hennar í Shang- hai, og gert alla fnuni hennar þar upptæka. Rauðu varðliðarn ir komust nefnilega að þeirri niðurstöðu, að húsgögn og minjagripir frú Ohing-ling báru vott um vestrænan og kapitalískan hugsunarhátt. Hún væri því raunar ekki ar.n að en gervikommúnisti og bæri að umgangast hana sam- kæmt því. Endanlega hefur það ekki verið staðfest, hvort þessar fréttir eru réttar, en hitt er víst, að frú Ching-ling hefur ekki mætt á hinum stóru úti- fundum i Peking að undan- förnu, þar sem hún var vön að skipa heiðursess. NAFNIÐ CHING-LING rifj- ar upp gamalkunna sögu. Um 1870 dvaldi kínverskur mað- ur, Soong að nafni, í Banda rí'kjunum, þar sem hann stund aði fyrst nám við kristniboðs- skóla og síðar framhaldsnám í guðfræði við tvo eða þrjá há- skóla. Hann sneri gð námi loknu aftur heim til Kína, setti upp stóra trúboðsstöð í Shang- hai, gaf út biblíuna á kín- ersku og fjölmörg guðfræðileg rit. Hann eignaðist þrjár dæt- ur, Ching-ling, Ai-ling og Mei- ling. Þegar þær uxu upp, þóttu þær skara fram úr öðrum ung urn stúlkum að gáfum og fríð leik. Hins vegar voru áhugaefni þeirra nokkuð ólík. Það var sagt um Ai-Hng, að hún elsk aði peninga. Um Mei-ling var sagt, að hún elskaði völd. Um Ching-ling var hins vegar sagt, að hún elskaði Kína. Allar fengu þessar systur beztu menntun, sem þá var völ á, bæði í Kína og Bandaríki- unum. Um það leyti, sem Ching-ling var við nám í Bar.da ríkjunum, hófst baráttan í Kina milli keisarastjórnarinnar og lýðveldishreyfingarinar, sem var undir forustu Sun Yat-sen. Ching-ling gekk strax í lið með lýðveldishreyfingunni ‘ meðan hún dvaldi í Bandaríkj unum og eftir heimkomuna réð ist hún einkaritari Sun Yat-sen, sem var nákunnugur föður hennar. Sun Yat-sen var þá ný búinn að steypa keisaraættinni úr stóli, en hið nýja lýðveldi, sem hann stofnaði, átti erfiða daga og valt á ýmsu Urn völd Sun Jat-sen. Ohing-ling fylgdi honum í blíðu og stríðu og svo kom, að þau gengu í hjónaband Þau fylgdust jafnan að eftir það og lentu hvað eftir annað í lífsháska, því að róstusamt var í Kína á þessum árum. Ching-ling vék ekki frá manni sínum, þegar hann lá banaleg una, en hann dó í febrúar 1925. Ching-ling Chiang Ching Eftir það varð Ching-ling trúr merkisberi hinnar rót- tæku lýðveldisstefnu, sem mað ur hennar hafði beitt sér fyr ir, og voru áhrif hennar mik- il, þar sem maður hennar varð þjóðhetja í augum þeirra, sem skapa vildu nýtt óg betra Kína. Engin þótti túlka betur skoð- anir hans en ekkja hans. Systur hennar giftust einnig frægum mönnum. Ai-ling gift- ist H. H. Kung, sem varð að- albankastióri kínverska þjóð- bankans og hagnaðist vel í þeirri stöðu. Þau hjón búa nú í Bandaríkjunum og virðist ekkert skorta. Mei-ling giftist Chiang Kai-shek, sem varð einræðisherra í Kína um skeíð. Hún varð þá valdamesta kon- an í Kína, en skipar nú þá stöðu á Formósu. ÞAÐ kom fljótlega í ijós eft- ir að Chiang Kai-shek hófst til valda, að leiðir Ching-ling 'og hinna systranna tveggja, lágu ekki saman. Ching-ling taldi Chiang-Kai-shek halda illa uppi merkjum manns henn ar og stjórnin væri bæði léleg og spillt Hún hafði þá þegar samúð með kommúnistum. Þetta varð til þess, að stjómin reyndi að þoka henni til hlið- ar, en þorði þó ekki að gera það til fulls vegna þess, að hún var ekkja Sun Yat-sens. Þegar Shiang Kai-shek og kona hans flúðu til Formósu 1949, skildu leiðir þeirra og Ohing-ling til fulls. Hún varð eftir og lýsti fylgi sínu við stjórn kommúnista. Kommún- istum þótti það mikils virði að fá ekkju Sun Yat-sen í lið með sér á þessum tíma, og gerðu hana skömmu síðar að öðrum varaforseta ríkisins Þeirri stöðu hefur hún gegnt síðan og komið fram sem slik við mörg taskifæri. Ekki sízt hefur henni verið teflt fram, þegar útlendingar hafa verið á ferð. Hún hefur í viðtölipn við þá, tekið mjög ein- dregið málstað kommúnista- stjófnarinnar, en hins vegar talið óljóst um það, hvort hún teldi sig kommúnista. Hitt hefur hún ekki farið dult með, að hún teldi stjóm komm únista þá beztu, sem Kína hafi haft öldum saman. Seinustu misserin hefur borið heldur minna á henni en áður, enda er hún orðin 75 ára gömul. Þó hefur hún oftast mœtt á hinum stóru útifundum, sem hafa verið haldnir í Peking þangað til 1 sumar. - SAMTÍMIS því, að Ching- ling hefur þokað af sjónarsvið inu, hefur önnur kona orðið þar meira og meira áberandi. Það er Chiang’ Ching, kona Mao Tse-tung. Raunar varð það ekki kunugt fyrr en 31. ágúst í sumar, að hún var einn aðalleiðtogi rauðu varð- liðanna, en síðan hefur hún skipað á stóru útifundunum í Peking þann heiðurssess, sem Ohing-Iing skipaði áður sem tignasta kona landsins. Þótt lítið hafi borið á Chiang Ching þangað til nú, þykir sennilegt, að hún hafi lengi haft mikil áhrif á mann sinn. Sögur fara fyrst af henni sem ungri leikkonu í Shanghai, en 1937 mun hún hafa hitt Mao fyrst og gifst honum nokkru síðar. Mao var þá búinn að vera þrígiftur. Chiang Ohing hefur síðan fylgt honum í blíðu og stríðu. en lítið látið bera á sér opinberlega þar til nú. Sagt er, að hún hafi jafnan haft mjög róttækar skoðanir. Hún er talsvert yngri en Mao, og gizka sumir blaða menn á, að Mao ætli henni að halda uppi merki sínu að sér föHnum, líkt og Ching-Iing gerði eftir fráfaú Sun Yat-sen. Síðan Chiang Ching kom fram á sjónarsviðið í sumar, hefur borið minna en áður á konum tveggja þekktra stjórn málamanna, sem hafa gegnt formennsku og varaformennsku í stærstu samtökum kín- verskra kvenna. Þær. eru Tsai- Ohang, kona Li Fu-chun vara- forseta og Teng Yi-chao, kona Ohou En-lai, Mao vill bersýniíega Táta það vera óum- deilanlegt, að kona hans sé nú fremsta kona Kínaveldi*. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.