Tíminn - 29.09.1966, Blaðsíða 14
FIMMTUDAGUR 29. september 1966
14
GÍSLI ÁRNI
Framhald af bls. 16.
Vikuna 18. — 24. september,
barst á land 31,044 lestir af síld
norðanlands og austan. Var ágætt
veður á sfldarmiðunum, sem voru
25 — 70 sjómílur út af Austfjöríi
um, aðallega í Reyðarfjarðar-
dýpi. Af síldaraflanum fóru 26.
699 lestir í bræðslu, 168 lestir í
frystingu, og saltað var í 28.609
tunnur. Var heildaraflinn sl. laug
ardag orðinn 412 þús. lestir en á
sama tíma í fyrra var hann 287
þús. lestir og er því um 50%
aukningu að ræða.
Heildaraflinn skiptist þannig,
að bræddar hafa verið 357 þús.
lestir, (243 þús. lestir í fyrra á
sama tíma), saltað hefur verið í
357 þús. tunnur (288 þús. tunnur
á sama tíma í fyrra) en frystar
hafa verið 1700 lestir af sild (1620
lestir á sama tíma í fyrra.)
Fjórðungur síldaraflans hefur
borizt á land á Seyðisfirði, 102
þús. lestir, til Neskaupstaðar hafa
borizt 57 þús. lestir, til Raufar-
hafnar 50 þús. lestir, til Eski-
fjarðar 37 þús. lestir, til Reykja-
víkur 32 þús. lestir og auk þess
hefur síld borizt til 17 annarra
hafna.
Erlend skip hafa landað á Hjalt
eyri, Seyðisfirði og Eskifirði, sam
tals 4.457 lestum.
HREINDÝR
Framhald at bls. 2.
meira en raun hefur orðið á við
'friðunina, en samt taldi hann
varla ástæðu til þess að þeim fjölg
aði meira, því að þá gæti orðið
hætta á, að þau hefðu ekki nægi-
legt beitiland, þar sem þau væru
á mjög takmörkuðu svæði. Hann
sagði, að eftir friðunina væri far-
ið að bera meira á hreindýrum
upp af Fljótsdal en gert hefði
síðustu árin. — Þetta væru þeirra
upprunalegu heimahagar, en þau
hefðu verið farin að færa sig nokk
uð lengra suður eftir að Berufirfi
og þar um slóðir.
HELMINGUR LAUNA
Framhald af bls. 16.
frest til að standa við skuldbind-
ingar sínar með greiðslu laun-
anna,. en laun eru ávallt látin
ganga fyrir öðrum greiðslum hjá
fyrirtækjum-
EINKAINNRÁS
Framhald af bls. 1.
samgöngur eru milíi Argentínu og
eynna.
Flugvélin, sem neydd var til
lendingar í dag, er í eign Eroline-
as Argentinas. Ekki er vitað, hvað
um farþegana varð.
BÆNDAFARIR
Framíiaifl al 0!s ip
og verður reynt afl hafa þær sem
allra ódýrastar, svo sem flestir
sjái sér fært að taka þátt , þeim.
Verða teknar sérstakar flugvéiar
á leigu með hópana, og fást við
það mun lægri fargjöld en með
venjulegum áætlunarferðum.
Agnar Guðnason, ritstjóri, tjáði
TÍMANUM, að önnur ferðin, og
sú sem er fastákveðin, verði far
in 18. júní, en hin í byrjun sama
mánaðar. í fyrri ferðinni verður
komið við á landbúnaðarsýmngu
í Janköbing í Svíþjóð en í hinni
síðari á landbúnaðarsýningu á
Bellahöj í aKupmannahöfn.
Allar upplýsingar um ferðir
essar er að fá bjá hjá Bún.félaginu
en eins og áður segir, þá mun þeg
ar vera fullskipað í fyrri ferðina.
Áhugi er greinilega mikill á
ferðum Jyessum, því að viku eða
hálfum mánuði eftir að smákiausa
birtist í Frey um að verið væri
að athuga möguleika á ferðum
sem þessum höfðu sextíu manns
þegar látið skrá sig sem þáttiak-
endur.
BALLETTSKÓLI
Framhald af bls. 2.
Leiklistarskóla Leikfélags Reykja
víkur. Auk kennslunnar samdi
hún dansa og aðstoðaði við sýn-_
ingar hjá LR og leikfélaginu
Grímu.
í vetur mun Þórhildur reka
einkaskóla bæði í Reykjavík og
Keflavík, auk þess, sem hún kenn-
ir ballet og plastik fyrir leikara
hjá nýstofnuðum skóla Leikfélags
ins Grímu. Balletskólinn verður tH
húsa í Góðtemplarahúsinu við Von
arstræti og fer kennsla fram á eftir
miðdögum. Flokkar verða bæði fyr
ir byrjendur og framhaldsnemend
ur. Börn innan 6 ára verða ekki
tekin í skólann.
Undirleikari í skólanum verð-
ur Edward Frederiksen, en hann
er nýkominn frá tónlistarnámi í
Svíþjóð. Hann mun einnig kenna
tónfræði, sem er sérstaklega snið
in fyrir börn í balletskólanum.
FARANGUR FUNDINN
Framhald af bls. 16.
í tilefni af þessum fundi,
sneri Tíminn sér til Agnars
Gunnlaugssonar, garðyrkjum.
hér í Reykjavík, en hann hef-
ur hnakkinn og beizlið undir
höndum.
— Það var bróðir minn,
Ingvar Gunnlaugsson, bóndi á
Syðra-Kolugili í Víðidal, sem
sendi mér hnakkinn og beizl-
ið í strigapoka og bað mig
að koma honum til Sigríðar.
Nú vill svo illa til, að ég veit
ekki, hvar hún á heima, og tel
því bezt að láta lögregluna sjá
um að afhenda Sigríði pokann
með hnakknum og beizlinu.
Er Tíminn náði tali af Ingv
ari Gunnlaugssyni, bónda á á
Syðra-Kolugili í Víðidal, skýrði
< hann frá því, að hann hefði
fundið dótið á söndunum 2 km
fyrir austan Réttarvatn á gras-
bala. Kvað hann fjórar kind-
ur hafa verið á balanum, og
því rekizt á dótið. Það grotn-
aði sundur.er hann snerti það
nema hnakkurinn og beizlið
voru lítið skemmd. Hann
kvaðst ekki hafa mátt vera að
því að skoða dótið vel, því að
hann hefði þurft að eltast við
kindur.
SAMN. VIÐ RÚSSA
Framhald af bls. 1.
hefur verið, en samt er verðið
miklu lægra en á Norðurlandssíld,
'sem stafar af því, að síldin sem
veiðist á haustin og veturna, er
af öðrum gæðaflokki. Selt hefur
verið til annarra landa', en í mjög
smáum stíl.
Þrátt fyrir lækkað bræðslusíld-
arverð má búast við enn versn-
andi afkomu hjá síldarverksmiðj-
unum, ef svo heldur fram, sem
horfir.
Þakka af alhug öllum þeim sem auðsýndu mér samúð og hluttekn-
ingu, vlð andlát og jarðarför mannsins míns,
Guðmundar Jósefssonar
Nýpukoti.
Hrefna Hinriksdóttlr.
TÍMINN
TRICEL
KVENKJÓLAR
E L F U R
Laugavegi 38,
Skólavörðustíg 13,
Snorrabraut 38.
SJÓNVARPSAUGLÝSINGAR
Framhald af bls. 1.
aðila innan samtakanna um sjón-
varpsauglýsingar. Búast má við, að
fyrst í stað verði aðallega um
kyrrmyndir að ræða frá innlend-
um aðilum, því að þær eru svo
miklum mun ódýrari í gerð en
kvikmyndimar.
f fréttatilkynningu frá Sjónvarp-
inu um auglýsingar segir m. a.: j
Auglýsingatímar verða til að »
byrja með tveir á hverju kvöldi, i
hvor um sig þrjár mínútur. Hinn ■
fyrri verður að loknum fréttum í
klukkan 20.27, en sá síðari ein- :
hvern tímann á tímabilinu milli
klukkan 21.00 og 22.00, eftir því
sem stendur á dagskrá. Verð fyrir
auglýsingar verður hið sama í báð
um auglýsingatímum.
Gert er ráð fyrir, að auglýsingar
verði í tvenns konar formi, kyrr-
stæðar myndir, sem sýndar verða
í 5 sekúndur, og kvikmyndir, sem
tekur 7, 15, 20. 30, 45 og 60 sek-
úndur að sýna. Fyrir 5 sekúndna
kyrrstæða mynd skal auglýsamú
greiða 1.675 krónur, fyrir 7 sek
úndna kvikmynd 2.175 krónur, fyr
ir 15 sekúndna kvikmynd 4;250
kr. f.vrir 20 sekúndna kvikmynd
5.260 krónur, fyrir 30 sekúndna
kvikmynd 6.600 krónur, fyrir 45
sekúndr.a kvikmynd 9.000 kronui
og fyrii 60 sekúndna kvikmynri
12.000 krónur.
BRIDGESTONE
HJÓLBARÐAR
Slaukín sala
BRIDGESTONE
sannar gæðin.
Veitir aukíS
öryggi » akstri.
BRIDGESTONE
ávallt fyrirliggjandi.
GÓÐ ÞJÓNUSTA —
Verzlun og vlSgerSlr.
Simi 17-9-84.
Gúmmíbarðinn h.f,
Brautarholti 8,
L'.' . : - . . /1»
SKÓR-
INNLEGG
Smiða Orthop-skó og tnn-
legg eftir máli. Hef einnig
tilbúna barnaskó. meO og
án innleggs.
DavíS Garðarsson.
Orthop-skósmiður
Bergstaðastræti 48.
Sími 18893
Jón Eysteinsson,
slmi 21916
löqfræSingur
Lögfræöiskrifstota
Laugavegl 11.
TRÚLOFUNARHRINGAR
Fljót afgreiösla.
Sendum gegn póstkröfu.
Guðm. Þorsteinsson,
gullsmiður
Bankastræti 12.
Jón Grétar Siourðsson
Téraðsdómslögmaður
Austurstræti 6,
simi 18783
NITTG
JAPÖNSKU NITT0
HJÓLBARÐARNIR
f fleshjm stærðum fyrirliggjandi
f Tollvörugoymslu.
FUÓT AFGREIÐSLA.
DRANGAFELL H.F.
Skipholti 35-Sfmi 30 360
BARNALEIKT/EKI
★
ÍÞRÓTTATÆKl
Vélaverkstæði
Bernharðs Hannessonar;\
Suðurlandsbraut 12,
Sfmi 35810.
TREFJAPLAST
PLASTSTEYPA
Húseigendurl Fylgizt með
tímanum. Ef svalirnar eða
þakið þart endurnýjunar
við. eða ef þér eruð að
by99Ía, þá látið okkur ann-
ast um lagningu trefja*
plasts eða plaststeypu á
þök svalir. gólf og veggi á
húsum yðar, og þér burfið
ekki að hafa áhyggjur af
þvi i framtfðinnl.
Þorsteinn Gislason,
málaramelstarl,
sfmi 17-0-47.