Tíminn - 29.09.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.09.1966, Blaðsíða 8
8 TÍMINJN FIMMTUDAGUR 29. september 1966 UPPSALABRÉF FRA LARUSI JONSSYNI: EFTIR KOSNINGA Sem sænskur sosialdemokrati ver'ð ég að viðurkenna, að að faranótt hins 19. þ.m., eða kosningavakan, var engin ánægjunótt. Ég hef áður sagí frá þvi, að aðstaðan var öroug fyrirfram fyrir stjórnarflokk- inn. Þeir, sosíaldemokratar, höfðu nefnilega árið 1962 unn ið sinn stærsta sigur í kosn- ingum eftir stríð. Þeir höfðu einir hreinan meirihluta at- kvæða, þegar yfir landið er lit- ið. Þeir höfðu þar af leiðandi meirihluta í öllum borgum og sýslum, þar sem hægt var að gera ráð fyrir breytingum. Þeir höfðu öllu að tapa, ekkert að vinna. Þannig höfðu þeir í Uppsölum meirihluta, sem hékk á 48 atkvæðum. í þing- kosningunum 1964 féllu þeir niður í 47,5 prósent. Að treysta þá stöðu virtist raun- hæft takmark. Ég hygg ekki ofmælt að all- ir, jafnt stjórnarsinnar sem stjórnarandstæðingar, hafi orð- ið þrumu lostnir, þegar niður- stöðurnar tóku að birtast um kvöldið. Það var að vonum, og þegár undrunin var yfirstaðin varð kæti annars vegar og von- brigði hins vegar. Enginn hafði þorað að reikna með, að sós. dem. myndu falla niður í ca. 42 prósent, eða lægstu út- komu, sem þeir hafa haft síð- an 1934. f stórborgunum, Stockhólmi og Gautaborg, töp- uðu þeir fimmta hverju at- kvæði. Meirihlutarnir féllu um- vörpum, ekki bara í váfakjör- dæmum, heldur og í kjördæm- um, sem talin hafa verið örugg sós. dem. eins og t.d. borgirn- ar Luleá og Kiruna í norðri, en Norðurbotn er rauðasta hér að landsins. í Malmö, þar sem sós. dem. hafa verið einvaldir í 47 ár og áttu nú 36 af 60 sætum í borgarstjórn eiga þeir eftir áramót í bezta lagi 30 full trúa, og fór þó betur á Skáni en víðast annars staðar. Tap sós. de. er það eina, sem er nokkurn veginn Ijóst eftir þessar kosningar. Hins vegar er ekki gott að segja hver se sigurvegarinn. KDS bauð nú fram í fyrsta sinn í öllum kjör- dæmum, þeir fengu nú sama hluta atkvæða og 1964, þegar þeir buðu fram aðeins í hluta landsins, þeir hafa þvi tapað. Frjálslyndir hafa ekki unnið á, þar sem þeir.hafa ekki ver- ið í samstarfi með miðflokks- mönnum, þeir hafa átt flokka erfiðast með KDS, vegna þess að fríkirkju- og kreddutrúar- fólk fylgir oft einmitt frjáls lyndum. Hægri menn biðu ósigur 1962 og 1964, nú hafa þeir bætt hag sinn nokkuð og snúið þróuninni við. Miðflokk urinn hefur unnið á talsvert alls staðar, og sumir vilja eigna þeim alla þá aukningu, sem milliflokkarnir fengu, þar sem þeir gengu fram sameiginlega. Kommúnistar, að lokum, unnu á um það bil helming þeirra atkvæða, sem sós. dem. töpuðu (slíkur reikningur er þó lítt ábyggilegur, sós. dem. segja að þeirra stuðningsmenn hafi set- ið heima). Utankjörstaðaatkv. hafa enn ekki verið talin, en þau munu ekki bæta hag sós. dem., ef að llkum lætur. Þetta er má segja tölu.Jega niðurstaða kosninganna. Ems og við vitum eru kosningar þrátt fyrir allt ekki bara íölur, og allar getgátur og vangavelt- ur, sem sézt hafa og heyrzt síö an á sunnudag sýna Ijóslega, að eitthvað athyglisvert hefur skeð. Það eru að vonum mörg praktisk vandamál, þegar stór- borgir skipta um stjórnar- stefnu án þess að skipta telj- andi um stjórn. Borgar- og bæjarstjórnir hér eru nefni- lega ekki meirihlutastjórnir, heldur samteypustjórnir, þ. e. hinir stærri flokkar skipta með sér bæjarstjórastöðum, sem eru níu í Stockhólmi, sex í Gautaborg og fjórir í Uppsöl- um svo dæmi séu nefnd. Borg- arstjóraembættin eru þó að sjálfsögðu mismunandi eftir- sótt og áhrifamikil, og skipt- ing þeirra milli flokkanna fer eftir styrkleikahlutföllum. Þess vegna eru framundan harðar deilur og flóknir samningar, áð- ur en allt er klárt. Þetta leysist þó að sjálfsögðu smám saman, og þó að við, sem utan við stöndum væntum margra ánægjustunda vegna rifrildis borgaranna út afþví hvers kon ar samstarf, tveggja flokka (miðjusamstarf,) þriggja Hvað gerir stjórnin og hvað skeður í þjóðmálum? flokka, eða ekkert samstarf, sem hefur gefið bezta raun og valdið straumhvörfunum, þá er það trúlega aukaatriði fyrir íslendinga þá sem heima eru. En hvað gerir stjómin og hvað skeður f þjóðmálunum? Hin beinu áhrif kosninganna á þingið láta á sér standa. Þar sem kosið verður í haust til efri deildar, þar kýs gamla sýslustjórnin, sú sem kosin var í sigurkosningum sós. dem. 1962. Þess vegna munu þeir vinna eitt þingsæti í haust. Næsta haust þegar nýju sýslu- stjórnirnar kjósa í fyrsta sinn, þá tapa sós. dem. einu sæti. Völd þeirra eru þannig ekki í eiginlegri hættu fyrri en í þing- Ikosningunum 1968. Áður en talningu var lokið hafði Ohlin sá frjálslyndi krafizt þess, að efri deildin yrði leyst upp og endurkjörin öll í einu eftir ára mótin. Daginn eftir fékk hann Holmberg hægrimann með sér, en Hedlund i miðjunni lætur ekki gera grín að sér að óþörfu. Hann leiðir þetta mál hjá sér. Erlander sagði strax nei, við buðum þeim þetta fyr- ir tveim þrem árum síðan, þá vildu þeir ekki hætta á það, en nú þegar þeir hafa unnið kosningarnar snúa þeir við blaðinu. Kosningarnar fóru fram á þeim forsendum, að þær hefðu einungis venjuleg áhrif á þingið og landsstjórn- ina. Það er ósannað mál að niðurstaðan hafi orðið sú sama ef kosningarnar hefðu beinlínis fjallað um stjórn ríkisins. Hins vegar tók Erlander sjálfur upp hugmynd um að leysa upp neðri deildina og leggja stjórnarstefnu sína und- ir þjóðardóm. Þetta vekur minni kæti meðal borgaranna. Úrslit slíkra kosninga eru þrátt fyrir allt ekki fyrirfram gefin. Stjórnarstefnu hrista borgar- arnir ekki heldur fram úr skyrtuerminni og einhuginn er varla til þess að miklast af. Einnig tók Erlander upp hug- myndina að yngja upp stjórn- ina. Kröfur hafa komið fram um það frá yngri mönnum flokksins. Erlander er reiðubú inn, sagði hann, að ræða einnig það mál. Þetta er ekki létt, því að ráðherrarnir eru flest- ir ungir, aðeins þrír eru sextug ir eða meira og flestir milli 45 og 55 ára. En þeir hafa margir hverjir setið lengi, og það kann vel að vera að þreyta fari að gera vart við sig. Hvað um það, þegar lokaniðurstaðan er kunn um mánaðarmótin koma saman til fundar flokks- stjórn og þingflokkur sóc. dem. til þess að taka ákvörð- un. Það virðist vera um tvennt að velja, annað er að kjósa neðri deild að nýju hið fyrsta og þá án breytinga á stjórn- inni, hitt er að bíða meS kosn ingarnar til reglulegra þing kosninga 1968, og á meðan smám saman yngja upp stjórn ina. Hvort heldur sem verður / ofan á er ómögulegt að segja Þó virðist sem sknístofv; stjórar flokksins og aðalrit stjórar málgagna hans séu fylgj andi nýjum kosningum. Eitt er með öllu Ijóst, að flokkurinn og ríkisstjórnin taka hér ákvörðun sem getur orðið örlagarík fyrir flokkinn um langa framtíð. í nær hálfan fjórða áratug hafa sós. , dem. stjórnað land- inu, ef undan er tekið stríðið, þá sat þjóðstjórn að völd- um, og svo höfðu þeir í byrjun sjötta áratugsins aðstoð frá Bændaflokknum, sem fór illa á því að við samvinnuslitin tók hann upp nafnið Center- eða Miðflokkurinn. Þróun þióð félagsins hefur verið geysileg og lífskjör batnað ár frá ári. Sós. dem hafa að sjálfsögðu notið þessa. Stjórnarandstæð- ingar hafa, með réttu, haldið því fram að góðæri hafi ríkt og sagt að þróunin hafi orð ið þrátt fyrir stjórnina en ekki vegna hennar. Þó að þetta megi að einhverju leyti tii sanns vegar færa, þá er víst að þróunin hefði orðið öðru- vísi undir borgaralegri stjórn. Þó að upp og ofan hafi geng ið fyrir sóc. dem í kosningum þá hafa þeir alltaf haft á milli 46 og 49 prósent og sveiflurn- ar verið litlar. Klofningur stjórnarandstæðinga hefur ekki heldur verið uppbyggj- andi. Margir stjórnarandstæö- ingar voru orðnir hræddir um að þetta væri varanlegt ástand, og kannske hafa ýmsir stjórn- arsinnar trúað þvi líka. Alltof margir, segja þeir, tengja vel- ferðarríkið nafni sós. dem. og margir farnir að trúa því, að allar framfarir í landinu væru undi því komnar að sós. dem. stjórni. En nú hefur allt í einu þetta óvænta skeð, að stjórnin tapar svo að við hrun jaðrar. Spurningin er nú, hafa sós. dem. sjálfir grafið sér gröf með umbótastarfinu? Þetta er von andstæðinganna. Alltof margir muna ekki aðra stjórn. Eru kosningaúrslitin tákn djúp- tækra breytinga í pólitísk un hugsunarhætti? Hefur sænska þjóðin vaknað upp úr Þyrni- rósarsvefni, sem leiðir til þess að sós.dem. hrekjast út á lang- varandi eyðimerkurgöngu. Hið síðasta er að sjálfsögðu óska- draumur stjórnarandstæðinga. Það er ekki ótrúlegt áð svör- in við mörgum af þessum spurningum verði undir því komin hvernig stjórnin nú bregzt við. Hvað sem öllu þessu líður, þá er staðreyndin sú, að hreyf anleiki kjósenda er nú meiri en áður. Sitthvað bendir til þess, að þetta eigi einkum við um yngra fólk, sem er á mörk- unum milli sós. dem. og nábýl- ismanna þeirra beggja megin, frjálslyndra og kommúnista. Kosningaþátttaka nýrra kjós- enda var nú minni en annars og sós. dem. fengu minni hlut þeirra á meðal, en þeir fengu af heildinni. Stjórnarandstöð- unni hefur vaxið ásmegin, en hvort það bætir samkomulagið er óvíst. Svíþjóð er ekki söm og áð- ur. Stjórnmálalífið hér verð- ur fjörugra og miklu meira spennandi en áður. S i Uppsölum, laugardag eftir . kosningar, 1966. Lárns Jónsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.