Tíminn - 29.09.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.09.1966, Blaðsíða 9
FIMM9RJDAGUR 29. september 1966 TIMINN KOMINN A EFTIR- LAUNAALDURINN - OG TIL ÍSLANDS AÐ EYÐA HVEITIBRAUÐSDÚGUNUMI Trygve Forberg var nú kominn til íslands í þriðja sinn. Fyrst var það fyrir réttum sextíu árum, sama árið og landsíminn, þvF að faðir Tryggva, Olav Forberg verk- fræðingur fluttist þá búferlum frá Noregi til að gerast fyrstur lands- símastjóri á íslandi. Síðan ólst drengurinn upp hér með bræðrum sínum fram undir tvítugsaldur, hvarf þá aftur til Noregs, til tæknifræðináms. Að því loknu lagði hann leið sína vestur um haf, þar sem hann hefur dvalizt um fjörutíu ára skeið, lengst af í bílaborginni Detroit. Fyrir ein- um þrettán árum sneri hann um sinn til íslands, lét svo heita, að hann réðist sem verkfræðingur á Keflavíkurflugvöll, en það hafði ekki siður verið erindi sitt hingað að hressa upp á íslenzkukunnátt- una, sem komin hafi verið í mola eftir hina löngu útivist. Þá haíði Trygve hér hálfs annars árs við- dvöl og hvarf síðan vestur aftur. Nú er hann kominn á eftirlauna- aldur, og þá skýtur hann upp kollinum á gamla Fróni, og að þessu sinni til að eyða hér nokkr- um hveitibrauðsdögum. Maðurinn sem sé nýkvæntur, og hitti ég þau hjónin að máli á Hótel Sögu áður en þau héldu aftur vestur fyrir helgina. — Rámar þig í það, Trygve, þegar þú komst fyrst til íslands forðum daga, eða hvað voru þið mörg í þinni fjölskyldu? Við vorum fjórir bræðurnir, til að fara út til sérnáms, þurfti ekki stúdentspróf til þess? — Það var ekki háskóli, sem ég gekk í úti i Noregi, heldur tæknifræðiskóli í Oslo, sem þá hét reyndar Kristjanía. Það nám tók mig þrjú ár. — Voru aðrir íslendingar þar við nám um leið og þú? — Enginn héðan hóf þar nám um leið og ég í sömu grein, en Bjarni bróðir kom á eftir. Og það var heldur fátt um íslenzka náms- menn þar um þetta leyti. Ein- hverjir ungir listamenn voru þar þá, Kristinn Pétursson málari og myndhöggvari og Einar Markan söngvari. — En fáir, sem þá lögðu fyrir sig rafmagnsverkfræði? — Já, ætli Halldór Guðmunds- son hafi ekki verið fyrstur, faðir Gísla verkfræðings. Þegar ég var búinn með gagnfræðaprófið hér, fór ég að vinna í rafvirkjun hjá Halldóri. Þá vann ég með Jóni Ormssyni, sem var miklu eldri en ég, hann er orðinn áttræður. Um daginn gengum við Jón saman um allan bæinn til að horfa á húsin, sem við lögðum í, Johnson og Kaaber húsið i Hafnarstræti, Nath an og Olsen húsið, .frésmiðjuna í Völund, Kleppsspítalann og i Laugarnesspítalann, sem brann. Líklega var ég til 'aðstoðar við að leggja í hús á ísafirði. Annars var ég líka í símavinnu og fékk tvær krónur og fjörutíu aura á dag, stundum tvö hundruð krónur þegar foreldrar mínir fluttust til | fyrir sumarið, og þá var maður íslands, Pabbi hafði svo sem fleira j ríkur, skal ég segja þér. fólk á snærum sínum á leið til — En eftir að þú hófst raf- íslands, það var enginn smáhópur, tækjanámið í Noregi, vannstu þá fjórir verkfræðingar og á annað hundrað verkamenn norskir og og danskir, sem áttu að leggja símann frá Seyðisfirði til Reykja- víkur. — I-Ivar áttuð þið fyrst heima hér? — í Grjótaþorpinu, fyrir ofar. Gamla bíó, sem fyrst var í Bröttu- götu. — Hvað gekkst þú lengi i skóla hér? Ég fór í Menntaskólann hætti þar í fjórða bekk og út til Noregs. — Hverjir voru sambekkingar l)inir í Menntaskólanum? — Þeir urðu sumir frægir síðar, Thor Thors. Valur Gíslason, Gelgi P. Briem, svo nokkrir séu nefndir einnig Einar Ástráðsson læknir. en for ekki hér heima á sumrin? — Nei. En ég skal segja þér, að ég fór hérna inn í rafstöð við Elliðaár með kunningja mínum Óðni prentara til að líta á raf- magnstöfluna, sem ég bjó til úti í Noregi árið eftir að ég hóf þar nám, það var ein af fyrstu töflun- um í Elliðaárstöðina. Þegar, ég fór að orða þetta við stöðvarstjór- ann um daginn, sagði hann: „Nei, þetta eru allt svenskar töflur." „Ertu viss?“ spurði ég. „Hvað segirðu um bessa?“ sagði ég og benti á eina, sem á stóð Elektrisk Biiro, og það stóð heima, þetta var sú, sem ég bjó til. Hinar voru reyndar allar svenskar. — Fórstu vestur um haf strax að námi ioknu? —• Nei, ég vann um hríð hjá Gunnar Bjarnason vélstjóri, Etin i Elektrisk Biiro. kaupið var ósköp Hafstein, Elin Sigurðardóttir, Ólaf j lélegt. Maður var alltaf blankur, ur Ólafsson, Ríkarður Kristmunds þegar kom fram í miðjan mánuð- Son. inn, þetta var svo sem ekkert — Og svo hættirðu i 4. beks kaup, þó að maður ætti að heita útskrifaður. Enda höfðu sumir skólabfæður mínir norskir farið til Ameríku eða eitthvað til að leita fjár og frama. — En þegar þú sigldir vestur, var þá eitthvað, sem þér bauðst vestra? — Nei, ég fór bara til að þreifa fyrir mér. Ég bar fyrst niður í Pittsburgh og komst þar í starf hjá Westinghouse-raftækjaverksmiðj- unni. En satt að segja kunni manna var ég sáralítið í ensku, og þeir settu 1 eins og það fyrir sig og borguðu mér lágt menn borg úr borg og ríki úr kaup. Þá fór ég að ganga í skólajríki til að bjarga sér eins og bezt þar, „Carnegie Tech“ eins og j gekk. Ég fór til New York, komst hann nefnist til styttingar, en|þar loks í starf hjá Concolidated heitir fullu nafni Carnegie Instit- Edison Company, sem átti þó ekk- og Cal Tech (California Institute of Technology) og M. I. T. (Massachusetts Institute og Tech- nology). Og ég var í fjögur ár að vinna hjá Westinghouse og ganga í þennan skóla í Pittsburgh. Þá fór ég til Detroit og fékk verk- fræðingastöðu hjá Edison-kompaní inu, þar sem ég hef unnið lengst, og þó með nokkrum hléum, t. d. þegar kreppan kom og hundruð sagt upp vinnu þar annars staðar. Þá fóru ute of Technology, er einn af kunnustu tækniskólum vestra eins ert skylt við Detroit Edison nema nafnið. Ég var alllengi í New Hulda 09 Tryggve Forberg í brúð- kaupsfreð. Tímamynd-Bj, Bj. York, en alltaf hef ég komið aftur til Detroit, þar er ég kominn á eftirlaun, en þeir vilja samt gjarna að ég haldi eitthvað áfram, og ég býst við að gera það enn um hríð. — Hvers konar fyrirtæki er annars þetta Detroit Edison Comp any? — Það er raforkufyrirtæki, eig- inlega samskonar og rafmagns- veita Reykjavíkur, nema þar vestra er það einstaklinga eða hlutafélag en ekki eign hins opinbera. Eigeni urnir leggja áherzlu á að taka að sér alla rafmagnsveitu í borginni og lika ríkinu, en borgin rekur götulýsinguna enn að nokkru fyrir eigin reikning. Sum stórfyrirtæk- in, t. d. helztu bílaverkspiiðjurnar, hafa rekið raforkustöðvar til eigin þarfa, en þær týna tölunni. Enn erú samt Fordverksmiðjurnar með eigin rafstöð. Edisonrafveitunni vex sífellt fiskur um hrygg. Áður voru fjölmörg slík raforkufyrir- Framhald á bls. 15 MINNING Bryndís Ú. Guðmundsdóttir Nýjabæ, SeSijarnarnesi í dag verður til moldar borin frú Bryndís Ó. Guðmundsdóttir, Nýjabæ á Seltjarnarnesi. Bryndís var fædd 20. júní árið 1900, dóttir þeirra hjóna Guðmund ar Ólafs ýtvegsbónda að Nýjabæ og konu hans, Ragnhildar Brynj- ólfsdóttur frá Meðalfellskoti í Kjós. Var hún einkadóttir þeirra, en son sinn misstu þau í bernsku. Heimilið að Nýjabæ var alla tíð þekkt fyrir höfðingsskap að þeirra tíma hætti samfara ótrauðri hjálp- fýsi húsráðenda við þá, sem minna máttu sín í lífsbaráttunni og reynd ist uppeldi Bryndísar ásamt með- fæddri reisn hennar og skörungs- skap notadrjúgt starfssama ævi. Bryndís naut hinnar beztu mennt unar og að námi loknu hér heima, nam hún húsmæðrafræði í Dan- mörku og einn vetur dvaldi hún í Englandi. Eftir heimkomu sína var hún m. a. við húsmæðrakennslu í Vestmannaeyjum og þar kynntist hún manni sínum Jóni Guðmunds syni endurskoðanda. Það mun varla ofmælt að gifting þeirra Jóns hafi verið hið mesta lífslán Bryndísar, svo mjög sem þau hjón voru samhent, um raasn alla og menningariega lífsháttu og einstæðir vinir vina sinna, og þeirra, sem til þeirra leituðu, voru þau alla tíð. Þeim Bryndísi og Jóni varð fimm dætra auðið, ein dó í bernsku en hinar fjórar eru allar uppkomnar og giftar konur. Mann sinn missti Bryndís fyrir tveim árum. Bryndís var kona fríð sýnum og hin gjörfulegasta, nokkuð seintek- in við fyrstu kynni, en viðmótið hlýtt og vináttan einlæg, er kynn- in jukust. Lífsskoðanir Bryndísar voru fastmótaðar og einarðar í bezta lagi, en aldrei vissi ég skoð- anir Bryndísar, um almenn mál, þess megnugar að tefja fyrir henni, þegar hún taldi sér bera að rétta öðrum hjálparhönd, eða staðfesta vináttu sína. Ég man varla fyrr eftir mér en ég man frænku mína Bryndísi, en þó kynntumst við fyrst vel, er við bræður bjuggum um nokkurt skeið á heimili þeirra hjóna og víst er, jað í engu hefðu þau getað reynzt okkur betur, þótt við hefðum verið þeirra eigin synir, en gefur þó auga leið, að ábót hefur það verið húsmóður á stóru heimili að bæta tveim aukamönnum við, og mikil var nærfærni hennar um að við fyndum okkur heimamenn á henn- ar heimili, þann tíma sem við dvöld um þar. Svo hefur það og verið æ síðan að þau hjón fylgdust með gengi okkar og var það síðast, er ég hitti Bryndísi skömmu fyrir andlát hennar, að hún gaf sér tíma til í veikindum sínum að hugsa um vel- ferð drengjanna. Órofa tryggð og vinátta Bryn dísar skal hér þökkuð, þó seint verði fullþökkuð, en minning góðr- ar konu og einlægs vinar lifir. Dætrum hennar, tengdasonum og barnabörnum votta ég samúð mína. E. Birnir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.