Vísir - 01.09.1975, Síða 1

Vísir - 01.09.1975, Síða 1
Hneykslisrœða formanns Stétforsambonds bœnda — sjá forystugrein bls. 6 Innheimtulaunin drjúg: Aukatekjur nœr hálf milljón á mánuði Tekjur sýslumanna og bæjarfógeta á landinu eru mjög mismunandi. Skýringin liggur i hinum misháu auka- tekjum. Hjá sumum embætt- um eru mikil umsvif, i öörum eru litil sem engin innheimtu- laun. Visir geröi sinákönnun á þvi, hvað nokkur embætti gæfu af sér. Kom þá i Ijós, að aukatekjur toilstjöra tii dænvis geta fariö i 500 þúsund krónur á mánuði. Sjá nánar bls. 3. 26 teknir — grunaðir um ölvun við akstur Talsvert var um ölvun við akstur i Reykjavik nú um helgina. Frá þvi á miðnætti aðfaranótt iaugardags, þar til I morgun, voru alls 26 öku- menn teknir, grunaðir um ölv- un við akstur og eru mál þeirra nú i athugun. Af þess- um hópi voru allmargir greinilega ölvaðir. Einn þeirra, sem sýnilega voru ölvaðir, var tekinn upp við Vatnsenda, þar sem hann hafði misst bifreiðina út af veginum. Reyndist hann tölu- vert ölvaður og hafði auk þess stolið bifreiðinni frá húsi, sem hann var gestkomandi i, fyrr um kvöldið. Hafði hann náð i billykla gestgjafa sins og brugðið sér i ökuferð. Þá voru nokkrir teknir réttindalausir á bifreiðum um helgina, grunaðir um ölvun. Voru sumir þeirra jafnvel grunaðir um að hafa ekið utan i umferðaskilti og önnur öku- tæki og ástand einnar bif- reiðarinnar var slikt, að hún virtist hafa oltið. — HV Smiör hœkkar um 106 kr. r.r „Verðhækkun kemur að- eins á mjólkurafurðir, sem hækka um 13.67%," sagði Agnar Guðnason hjá upp- lýsingaþjónustu land- búnaðarins. Ekki er enn búið að ákveða um niðurgreiðslur á kjötvörum og verða ekki teknar ákvarðanir um nýtt verð á dilkakjöti fyrr en um miðjan mánuðinn eða þegar sláturtið hefst. Agnar taldi, að um 200-300 tonn af dilkakjöti væri enn til hjá afurðasölunni fyrir utan það, sem kaupmenn ættu sjálfir. Um 600 tonn seljast mánaðarlega Hins vegar er þetta mest 3. flokks kjöt eða mjög léttir skrokkar. Niðurgreiðsla á landbunaðarvör- um er óbreytt i krónum eða 198 krónur á 1. flokks dilkakjöt. Heilir skrokkar kosta 297 kr. i smásölu. Nýja verðið á mjólk er 41 króna hver litri. Var 34 krónur áður. Mjólkin er greidd niður um 39.10, þannig að potturinn myndi kosta 80.10 krónur óniðurgreiddur. Rjómi i hálfum litrum kostar nú kr. 220, var á kr. 198. Kilóið af 1. flokks smjöri kostar nú 612 kr. Var á 506. kr. Niður- greiðsla 490 kr. Kilóið i heilum og hálfum ost- um: 45% ostur kostar nú 522 krón- ur. Var á 464 krónur. Niður- greiðsla 85 kr. 30% ostur kostar nú 420 kr. Var á 380. Niður- greiðsla 43 kr. Næsta 1/2 mánuðinn, verða 200 tonn af ungnautakjöti seld á lækkuðu verði, 31% lægra verði en kjötið hefur verið á,45% lægra verði heldur en nýtt kjöt kemur til með að kosta. Verður verðjöfnunargjald lagt á bændur til að mæta þessari lækkun, þannig, að 5 krónur leggjast á hvert kiló og verða sláturleyfis- hafar að taka það af bændum með nýja kjötinu i haust. Agnar sagði, að ekkert kjöt geymdist eins vel og nautakjöt — og ætti ekki að finnast neinn munur á þvi, þótt það yrði geymt allt i 2 ár i frysti. Kjötið er selt i heilum og hálf- um skrokkum. Einnig er hægt að fá 1/4 úr skrokki. 1. og 2. flokks kjöt er á 392 kr. i heilum skrokkum, afturpartur á 556 kr. Frampartur á 262 kr. 3. flokkur er á 340 kr. i heilum. 477 kr. i afturpörtum og 229 kr. i frampörtum. Mest er til af þessu kjöti. 4. flokkur er á 314 kr. i heilum. 445 kr. i afturpörtum og 209 kr. i frampörtum. Þegar talað er um ungnauta- kjöt er átt við 6 mánaða upp i 2 ára. -EVI. sagði þjóöleikhússtjóri, Sveinn Einarsson, þegar hann bauð leikara velkomna aftur I Ljósm: BG ,,Komið þið sæi, gaman að sjá ykkur aftur morgun. LEIKARAR KOMNIR TIL LEIKS Leikarar Þjóðleikhússins mættu til leiks i morgun. Æfingar hefjast nú af fullum krafti, eftir þvi sem áætlað hefur verið. Sveinn Einarsson, þjóðleikhússtjóri, gerði stutta grein fyrir starfinu á komandi vetri. Leikhúsfólkið hefur sannar- lega gert það gott fyrir utan landsteinana. í september heldur Inúkhópurinn til Hol- lands, siðan til Póllands og loks til Spánar. Þá hefur komið boð frá leikhúsinu i Þórshöfn i Fær- eyjum, að héðan fari leikflokkur i tilefni 50 ára áfmælis leikhússins þar. Niunda þessa mánaðar verður Ringulreið frumsýnd Auk þess eru mörg verkefni á dagskrá, og jólaleikritið verður „Góða sálin i Seuzuan”. -EA. af jarðskjálftum Óvenjumikið norðanlands en litlar hrœringar sunnanlands A Norðurlandi hefur verið töluvert meira um jarðskjálfta i sumar, ef miðað er við meðalár. Einkum eru þessar jarð- hræringar óvenjumiklar nálægt Grimsey og i mynni Eyjafjarð- ar. Einnig eru töluverðar jarð- hræringar á Mývatnssvæðinu, sem er nokkuð óvenjulegt, að sögn Páls Einarssonar, jarð- eðlisfræðings. Sagði Páll ennfremur, að hræringarnar væru mismiklar eftir árum norðanlands, til dæmis hefði verið mikið um landskjálfta þar árið 1969. Hér sunnanlands hefur aftur á móti verið óvenjulitið um jarð- skjálfta i sumar. En hræringar hafa einkum mælzt á Reykja- nesskaga og við Hengil. Einnig kom jarðskjálftahrina undir Mýrdalsjökli og smákippir mældust einnig á Suðurlandi. En það er einmitt á Suðurlands- undirlendinu, sem stærstu jarð- skjálftanir hafa átt upptök sin og valdið hvað mestu tjóni á sögulegum tima, sagði Páll. I Þverárhlið og norður af Kjarradal i Borgarfirði voru mikiir jarðskjálftar í fyrra, en nú er þar mjög kyrrt. Hér á landi eru 25 jarð- skjálftamælistöðvar, sem eru dreifðar um allt land. Þessir mælar skrá stöðugt, svo að það er hægt að lesa á hvaða tíma sem er, hvort um einhverjar jarðhræringar er að ræða. Frá upptökum skjálftans berast bylgjur likt og öldur á yfirborði vatns. Út frá timamismun öldunnar á hinum mismunandi mælistöðvum i landinu, má reikna út hvar öldurnar eiga upptök sin. — HE. ÞAU SKRIFA DAGBLAÐIÐ VISI — sja bls. 8

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.