Vísir - 01.09.1975, Síða 9

Vísir - 01.09.1975, Síða 9
Vlsir. Mánudagur 1. september 1975 9 Fyrirtœki íVogunum mynda meðsér sterksamtök: Ætla að kaupa fullkomnasta og stœrsta eldvarnakerfi landsins Eigendur fyrirtækja við Súðarvog, Dugguvog, Kænuvog og Tranavog hafa í hyggju að sameinast um kaupá fullkomnasta og stærsta brunarvarnar- og slökkvikerfi, sem komið hefur hingað til lands. Við kerfið er tengt eftirlits- og stjórnborð fyrir öll fyrirtækin. Kerfi þetta krefst þess, að vakt- maður sé sifellt í námunda við það. Ef reyk- eða hitaskynjari verður einhvers var, kviknar ljós i stjórnborðinu og hringing heyr- ist. Jafnframt gefur senditæki, sem vaktmaður ber á sér, frá sér hljóð. Vaktmaðurinn getur á auga- bragði gengið úr skugga um, hvort um bilun eða raunveruleg- an eld sé að ræða. Ef kallið er vegna elds, ýtir vaktmaðurinn á hnapp, sem gerir slökkviliði við- vart. Kerfið gerir slökkviliðinu sjálft viðvart, ef vaktmaðurinn er ekki kominn innan viss tima. Kaup á þessu kerfi er eitt af þeim málum, sem nýstofnað félag fyrirtækja i Vogahverfi hef- ur i hyggju að framkvæma. Félag fyrirtækjanna heitir Iðnvogar og var stofnað fyrir stuttu. Náin samvinna fyrirtækjanna i Vogahverfinu hófst fyrir þrem árum, er innbrot voru orðin mjög algeng i hverfinu. Þá réðu fyrir- tækin til sin sameiginlegan næturvörð, sem hafði þau áhrif, að afbrot i hverfinu stórminnk- uðu. Nú er i ráði að auka enn um- rædda gæzlu. t „Iðnvogatiðindum”, blaði, sem félagið hefur hafið útgáfu á, kemur fram, að fyrirtækin I hverfinu hyggjast með umræddu brunavarnarkerfi lækka bruna- tryggingaiðgjöld sin, en þau nema nú hátt á annan tug milljóna á ári. Jafnvel hefur stjórn félagsins rætt um að stofna til sjálfstæðs tryggingafélags. Jafnframt þessu hefur verið rætt um að koma á fót einni sim- stöð fyrir öll simtæki i hverfinu, þannig að sama simanúmeriö verði hjá öllum fyrirtækjunum. Yrði kerfi þetta með um 500 innanhússnúmerum. Þá hefur jafnframt verið rætt um sam- eiginlega póstdreifingu, simrita- þjónustu, sorphreinsun og mötu- neyti. I blgerð er einnig að koma upp viðtæku þjófavarnarkerfi i fram- haldi af brunavarnakerfinu. Þá mun hverfið i framtiðinni verða girt og þvi lokað um nætur. — JB Symr i OUT PUT Helgi P. Friðjónsson opnaði sýningu á verkum sinum I Gallerý OUT PUT að Laugar- nesvegi 45 á fimmtudaginn. Helgi er fæddur 1953 og hefur stundað nám i Myndlista- og handiðaskóla íslands i 4 ár og þar af 2 ár i grafik. Sýning Helga verður opin fimmtudag til sunnudags klukk- an 16-21 fram til 7. september. Helgi hefur áður tekið þátt i þrem samsýningum hérlendis og einni erlendis. — JB Helgl P. Friöjónsson. Rithöfundar þinguðu Dagana 18.-22. ágúst voru haldin tvö norræn rithöfundamót á Biskups-Arnarey i Sviþjóð. Á fyrra mótinu var fjallað um efnið Fjölmiðlarnir og rithöfunda- rétturinn, en hitt mótið fjallaði um norrænar bókmenntir i skól- um. Af hálfu tslands sóttu mótið rithöfundarnir Agnar Þórðarson, Björn Bjarman, Gréta Sigfús- dóttir og Jenna Jensdóttir. Stjórnandi mótanna var rektor lýðskólans að Biskups-Arnarey, Ake Leander. Mót þessi fóru vel og skipulega fram. BB/SHH RPBSAMTNDIR "óUóátuvi á. Ö tnín -J ó ökíoskiriíaini, ~ na/'n^ki/tieini </egaóré/c~ skóUöski/itasU ».«. MATORVERZLUNIN// LAUGAVEGI 55 Veizlusalir Hótels Loftleiöa standa öllum opnir HOTEL LOFTLEIÐIR Það leynir sérekki skólaórið er að hefjast. Það hefst ó hverju hausti hjó okkur eins og hjó ykkur. Hjó ykkur: Nýjar nómsgreinar, nýjar bækur, ný óhöld. Hjó okkur: Nýjar sendingar af gömlu góðu skólavörunum og nýjungum í meira úrvali en nokkru sinni fyrr. Ein ferð í einhverja af þrem verzlunum Pennans nægir, — þar fóst allar skólavörurnar, sem þið þurfið að taka með í skólann, — og meira til! rmTTrr Hafnarstræti 18 Laugavegi 84 Laugavegi 178

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.