Tíminn - 13.10.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.10.1966, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 13. október 1966 Útgefandi: FRAMSÓKNARIFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. FuIItrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingiastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.&krifstofur i Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300 Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. innanlands. — í lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. 850 milljónir Af hálfu margra forustumanna Sjálfstæðisflokksins, m. a. forsætisráðherra, var sá áróður kappsamlega rek- inn, þegar Magnús Jónsson varð fjármálaráðherra, að hann myndi taka fjárstjórn ríkisins föstum tökum. Það myndi verða annað að sjá til hans en Gunnars Thorodd- sens. Öll útgjöld hefðu hækkað í höndunum á Gunnari og hann ekki ráðið við neitt. Nú yrði hafður annar hátt- ur á. Og þeh' voru þó nokkrir, sem trúðu þessu enda hafði Magnús talað öllum mönnum meira um það áður en hann varð ráðherra, að auka bæri ráðdeild og sparnað í ríkis- re'kstrinum og væru til fleiri en eitt ráð í þeim efnum. Við samningu fjárlagafrumvarpsins fyrir næsta ár, sem nú hefur verið lagt fyrir Alþingi ,hefur Magnús fengið öll skilyrði til að sýna, hvað hann gæti. Niðurstaðan er þessi: ★ Útgjaldabálkur fjárlagafrumvarpsins hækkar um 702 milljónir kr. frá því, sem var áætlað í fjárlagafrum- varpinu í fyrra. Á frumvarpið vantar þó nýju niður- greiðslurnar og nýju framlögin, sem lofað hefur verið í samningunum við Stéttarsamband bænda. Þegar þessi útgjöld hafa verið tekin með, munu heild- arviðskiptin vart hækka minna en um 850 milljónir króna. ★ Framlög til verklegra framkvæmda minnka enn, mið- að við heildarútgjöld fjárlaganna. Þannig standa framlög til hafnargerða, barnaskólabygginga og gagn- fræðaskólabygginga óbreytt að krónutölu og munu því rýrna sem dýrtíðaraukningunni nemur. ★ Engin framlög til vegamála eru á fjárlagafrumvarp- inu, þótt útgöldin á því séu áætluð 4.7 milljarðar, og vegakerfið sé að falla í rústir. ★ Hækkun útgjaldanna á fjárlagafrumvarpinu nemur næstum eins hárri upphæð og heildarupphæð allra útgjaldana var á árinu 1958. Fjárlögin eru nú að verða nær fimfölduð á við það, sem var 1958. Hækkun útgjaldanna er áætluð miklu hærri að þessu sinni en nokkru sinni fyrr. Öll met Gunnars Thoroddsen eru orðin úrelt. Svo lítil tök, sem hann hafði á ríkisrekstr- inum, hefur Magnús Jónson þau sýnilega ennþá minni. En rétt er að geta þess, að Magnús er hér ekki einan um að saka. Verðbólguvöxturinn hefur vitanlega sín áhrif og fremst á reikning forsætisráðherrans, sem á að hafa forustu um aðgerðir gegn verðbólgunni og ber skilyrðis- á hækkun ríkisútgjaldanna. Sú sök skrifast vitanlega fyrst Iaus skylda til að víkja, ef hann veldur því verkefni ekki. Horfir aðgerðarlaus á Fregnir síðustu daga herma að starfsfólki Bæjarútgerð- ar Hafnarfjarðar hafi verið sagt upp, 11 millj kr. rekstr- arhalli hafi verið á útgerðinni síðasta ár, og 2 millj. kr. halli á útgerð þess togara, sem bezt aflaði og bezt seldi. Þetta er enn eitt dæmið um það, að íslenzk togaraútgerð virðist vera að syngja síðasta versið. Ríkisstjórnin hefur hins vegar setið auðum höndum ár eftir ár og horft á þessa hægfara jarðarför, án þess að sýna lit á viðnámi, meðan aðrar þjóðir hafa byggt upp nýjan togaraflota með nýrri tækni. Þjóðin hlýtur að spyrja, hvort stjórnarvöld landsins hafi ekki í hyggju að gera neina tilraun til þess að togara- útgerð í nýjum stU hefjist svipað því, sem nú gerist með öðrum þjóðum. TÍMINN_________________________________s ANTON MOHR: Múrinn veikir Vestur-Berlín og eykur einangrun borgarbúa Vonleysi varðandi framtíðina er miklu meira áberandi en áður HVBRJUM og einum, sem kynntist Vestur-Berlín áður en múrinn var reistur, hlýtur að þykja dapurlegt að koma þang að á ný. Fjarri fer þó, að borg- in sé lífvana. Þar er byggt og framleitt, athafnagnýr iætur hvarvetna í eyrum og búðar- gluggarnir við Kurfiirstendamm eru fullir af vörum. Leikhúslíf er blómlegt og söfnin í Dah’.en virðast auðugri en áður og bet- ur fyrir komið. Berlín ber sem sagt öll ytri einkenni milljóna- borgar. Samt sem áður liggur í loft- inu á einhvern undarlegan, ó- skýranlegan hátt, að kraftur- inn, baráttuviljinn og baráttu- gleðin séu á burt. Árin 1950- 1960 var borgin sem ljómand: en eilítið ögrandi sýningai- gluggi Vesturlanda andspænis Austurveldunum, og þessi tími var blómaskeið Vestur-Berlín- ar. Þarna höfðu Austur-Evrópu búar tækifæri til að sjá og reyna, hvað' Vesturlönd voru í raun og veru og hve lífið var þar auðugt og margbrotið. Á þessum árum kom manni allt borgarlífið fyrir sjónir sem lof söngur til frelsisins og vinnu- gleðinnar. Nú er þetta á bak og burt. Þegar múrinn var hlaðinn misstu íbúar bæði Austur- og Vestur-Berlínar sameiginlega „dagstofu“ sína, staðinn, þar sem þeir gátu hitzt og skipzt á hugmyndum og viðhorfum. 60 þúsund Austur-Berlínarbú- ar fóru morgun hvern yfir mörkin til vinnu sinnar í Vest- ur-Berlín allt fram að 13. ágúst 1961. Vestur-Berlín hefir nú misst vinnuafl þeirra, en þó er ef til vill meiri missir í bei.rri hvatningu og eggjun, sem nær vera þessarra manna var ÁÐUR en múrinn var reistur fundu íbúar Vestur-Berlínar ekki svo mjög til þess, að borg- in væri klofin. Þeim fannst þvert á móti, að hún lægi t miðri Evrópu og væri ef til vill gædd meiri stórborgarein- kennum en nokkur önnur heimsborg, áleitin og lífþrung- in i vígstöðu sinni gegn Austur veldunum. íbúar borgarinnar litu á sig sem útverði Vestur- landa og fannst átök glímandi velda standa fyrst og fremst um borgina þeirra. En nú er þessu farið a allt annan veg. Vestur-Berlín er ekki framar fréttaefni á for- síðum heimsblaðanna, nema þá helzt þegar einhver örvænting- arfullur Austur-Þjóðverji legg- ur líf sitt i hættu í heljarstökk- inu yfir múrinn. Að öðru leyti virðist hin mikla, aldna höfuð- borg Þýzkalands vera gleymd að mestu. Við þetta hefir dag- legt líf hinnar afkróuðu borg ar fengið á sig drungalegan blæ, sem áður var með öllu óþekktur. Einangrun síðustj fimm ára virðist hafa reynt meira á taugar Vestur-Beriín arbúa en bæði stríðið sjálft og eftir stríðsárin.. Það var óhamingja Þýzka- lands og raunar allra Vestur- landa, að Eisenhower skyldi af pólitískum ástæðum verða að hægja á sókn sinni árið 1945 og gat ekki látið bandamanna- hersveitir sínar eiga hlut að töku Berlínar ásamt Rússum. (Stalín hafði fengið samþykki Rossevelts fyrir því, að Rússar einir tækju höfuðborgina.) Að vísu fengu Bandamenn síðar í sinn hlut helming borg- arinnar með hálfri þriðju millj ón íbúa. En það var í maka- skiptum og Rússar fengu í stað inn í sinn hlut 8 milljónir Þjóðverja í Saxlandi og Thiir- ingen. Þá var og mjög óheppi- legt, að ekki skyldu samtímis settar nákvæmar reglur um samgöngurétt bandamanna á landi, vatni og í lofti um austur þýzka yfirráðasvæðið til Vestur Berlínar. Hin einangraða borg varð ofurseld skilmálum Aust- urveldanna, en þeir leiddu loks til hins svonefnda samgöngu- banns á Berlín 1948-1949. EN ALLT gekk þetta sinn gang og íbúar Vestur-Berlínar litu á sig sem virka baráttu- menn í fremstu víglínu. Og þeir voru sannfærðir um fyllstu sam úð og stuðning Vesturveldana í baráttunni. Stundum skorti bæði mat og annan varníng, en íbúar Vestur-Berlínar tóku því með léttu geði og fóruar- lund, sem aðrir hlutu að öfunda þá af. Baráttan stóð um hug- sjónir, verið var að tryggja frelsi og manngildi, og í þeirn baráttu var miklu fórnandi. Fjöldaflóttinn frá Austur- Þýzkalandi lagði einnig sinn siðferðilega skerf að mörkum. Árin 1950—1961 flýðu 2,8 millj- ónir Austur-Þjóðverja vestur og flestir um Berlin. Þetta sannaði betur en nokkur orð. að þrátt fyrir ýmsa erfiðleika í Vestur-Þýzkalandi hlaut á stand mála að vera miklu verra austan markanna. Walter Ul- bricht staðfesti þetta óbeint. Hann skýrði frá því > Neues Deutschland í ágúst í sumar að vegna fólksflóttans fyrir 1961 hefði Austur-Þýzkaland orðið að sjá á bak 40% vinnu- afls síns. Ulbricht lét reisa múrinn fyrir fimm árum til þesn að koma í veg fyrir þessa blóð- töku og breytti með því ríki sínu i tröllvaxnar fangabúðir. Hinar mörgu örvæntingarfullu flóttatilraunir sýna, hverjum augum Austur-Þjóðverjar sjálf ir líta á þetta. En íbúar Vestur-Berlínar búa einnig i eins konar fang- elsi. Borg þeirra er umkringd landi Austur-Þjóðverja á alla vegu og ferðafrelsi þeirra er mjög takmarkað. Múrinn þrengdi betta fangelsi að mikl- um mun og svipti þá um leið nær öllu sambandi við ættingja tog vini í Austur-Þýzkalandi. Ofan á þetta allt hefir múr- inn orðið íbúum Vestur-Berlín ar mikið efnahagslegt áfall. Allt fram á árið 1961 fór fram allmikil verzlun yfir mörkin f Berlín. Austur-þýzku verka- mennirnir 60 þúsund keyptu mikið af nauðsynjum sínum í Vestur-Berlín. Nú er loku fyr- ir þetta skotið með öllu. Milli- ríkjaviðskipti Austur-Þýzka- lands beinast meira og meira að Austurveldunum og þang- að fara nú 86% útflutnings. Viðskipti þess við Vestur-Þýzk land eru komin niður í 6,4%, og fara auk þess ekki fram um Berlín nema að sára litlu leyti. SÁLRÆNU áhrifin eru þó verri en allt annað. íbúum Vestur- Berlínar finnst þeir einangrast og gleymast í æ ríkara mæli. Liðin eru 20 ár frá stríðslokum, en þeir hafa ekki enn öðlazt atkvæðisrétt á sambandsþing- inu í Bonn. Þeir senda þangað 8 fulltrúa, sem taka að vísu þátt í rökræðum, en hafa ekki atkvæðisrétt. Borgin öll er eitt feiknastórt hallrekstursfyrir- tæki og efnahagslífinu er hald- ið gangandi með styrkjum frá Bonn og verulegum skatta- ívilnunum. Vera má, að hverjum ein- stökum Berlínarbúa sé þetta ekki ljóst, en þess gætir þá bæði beint og óbeint. Allt er erfitt viðfangs og þungt í vöf- um. f þessu sambandi má til dæmis minna á mjólkurdreif- inguna. Fyrr á tíð fengu Ber- línarbúar neyzlumjólk sína frá stórbúunum í Merklenburg og Pommern. Þau eru nú öll handan múrsins og íbúar Vest- ur-Berlínar verða því að fá neyzlumjólk með járnbrautum frá Vestur-Þýzkalandi, en þar hefur verið skortur á mjólk um langt skeið. Hið sama á við um kol og járn sem Ber- línarbúar fengu fyrrum frá Slésíu, en nú verður að flytja vestan frá Ruhr o.s.frv. Við Norðmenn vitum, hve þungbær stríðsárin urðu okkur. Berlínarbúar hafa ekki aðeins lifað við þá taugaspennu í fimm ár, heldur 27 ár, eða frá því að síðari heimsstyrjöldin hófst 1939. Langt er frá, að létt hafi á farginu, heldur hef- ur það þyngzt smátt og smátt og um þverbak keyrði árið 1961. Nú eru Berlínarbúar sýni lega búnir að fá sig fullsadda. Borg þeirra staðnar. Borgar- stjórnin hefur komið á veru- legum styrkveitingum til ungs fólks, sem gengur í hjónaband og sezt að í Vestur-Berlín, en íbúatalan lækkar eigi að síður hægt og hægt. Innflutning- urinn hefur ekki undan brott- flutningnum. Um þetta sagði ungur mað- ur við mig fyrir skömmu, og var allbeizkyrtur: „Okkur Vest ur-Berlínarbúum finnst, við vera yfirgefnir bæði af guðum og mönnum.“ Því eru greini- lega takmörk sett, hve maður- inn þolir mikið álag, bæði lík- amlega og sálrænt. íbúar Vest- ur-Berlínar virðast komnir ískyggilega nærri þessum mörk um.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.