Tíminn - 13.10.1966, Blaðsíða 14

Tíminn - 13.10.1966, Blaðsíða 14
4. TÍMINN FIMMTUDAGUR 13. október 1966 Staða skrifstofustjóra borgarverkfræöings tf.r lans tíl umsdknar. Umsóteúr sktilu sendar skrifstofu borgarstjóra, Austurstráéti 16, éigi síðar en 26. október n.k. Reykjavík 12. október 1966, Borgarstjórinn f Reykjavík. Frá Búrfellsvirkjun VegAa virkjunárframkvæmda óskum við eftir að ráða: 1. píptilagningamenn 2. bórmenn vana jarðgangnagerð 6. trésmiði og/eða gérvismiði 4. Stárféétúlkur í mötuneyti og ræstingu 5. nténn vana viðgérðum þungavinnuvéla. Upplýsingar hjá starfsmannastjóranum. FOSSKRAFT SUÐURLANDSBRAUT 32. LiáJt.-------------------------------------- 4 r> ÞAKKARÁVÖRP ölium þeim mörgu, sem glöddu mig á sextugsafmæl- inu með gjöfum, skeytum og heimsóknum, sendi ég hugheilar þakkir og kveðjur. Sigríður Björnsdóttir, Borgarhólsbraut 37, Kópavogi. vn þSkkwm innNetfa frondum og vinum hér og á Snæfellsnesi fyrlr avVtýnd* tamúS vlS andlát og (arBarför fiiSur okkar, afa og Eliníusar Jónssonar Kriafin Elinfusardéttir, ASalheiSur Eliníusardóttir, Hfðrdis Magnúsdóttlr, Elnar GuSmundsson og börn. HtnNogbr kafckir fyrir auSsýnda samúS viS andlát og iarSarför, Guðmundar Árnasonar Gitsárstekk. Sératakar þokkir tN allra, sem sýnt hafa honum vináttu og góðvild é umlWhium árum. Mfl GuSmundsson, ASalbjörg GuSmundsdóttir Hllf P. Magnúsdóttir Óll Kr. GuSbrandsson Of aBrlr vandamann. innNaga auStýnda samúS og vinarhug viS andlát og jarSar- fSr okkor hjarfkæra elgfnmanns og föSur, Friðriks Teitssonar vélsmiSa meista rr. Karítas Bergsdóttlr, Laufey Friðriksdóttlr. OtfSr varSur > sfSdagis. mins, Guðlaugs Br. Jónssonar sférícaupmanns, fré Vlkurklrkfu, Mýrdal, laugardaginn 15. október, kl. Þorgrímur GuSlaugsson. VW kökfcom af athug öllum þaim, tam heiSruSu minningu GuSrúnar Lilju Oddsdóttur Sandl «f aoSsýnda okkwr samúS vlS andlát hennar og útför. Einnig rítjum ríV fcofcka öfium |mim, sem heimsóttu hana f langri sjúk- ag lottwSwst vlB aS létta byrSI hennar á einn eða BSm, tengdabörn og barnabörn. ÞJÓFNAÐIR hiamhald at t-ls. 16 ir, auk bílþjófnaða sem - sumir innbrotsþjófanna hafa einnig ver- i« viðriðnir. Það scm af er árinu hefur verið kært til rannsóknar lögreglunnar vegna 216 falskra á- vísana, og er það mikil aukning miðað við nokkur undanfarin ár. Þessir nítján innbrotsþjófar eru flestir í gæzluvarðhaldi og bíða dóms, en aldur þeirra er yfirleitt frá 16 ára til tvítugs, þó munu tveir eða þrjr vera eldri. Oftast voru þeir 2—3 saman. en einn var viðriðinn 14 innbrotanna. Til að fyrirbyggja misskilning, þá er hér ekki um samtök á milli innbrotsþjófanna að ræða. Ekki voru þjófarnir alltaf undir áhrif- um áfengis, þótt það kæmi fyrir. Stærstu innbrotin voru framin í Múlakaffi þar sem stolið var 7600 vindlingum og kr. 2.900 í reiðu- fé, og í. Tónabíó, en þaðan var stolið 17 þúsund krónum úr pen- ingaskáp en tæp 16 þúsund feng- ust til baka, og brutust sömu þjóf arnir inn á þrem öðrum stöðum þá sömu nótt. Ekki er hægt að segja, að miklu hafi verið stolið á hverjum stað, enda fólk farið að gæta fjármuna sinn betur. Alls staðar þar sem brotizt var inn, var leitað eftir reiðufé, eða ávís- anaheftum, auk sigarettna og sæl- gætis, en mjög hefur aukizt upp á síðkastið alls konar ávísanafals. Hafa svik, fals og vanskil alls konar farið mjög í vöxt á þessu ári, og því til sönnunar eru_ hér nokkrar tölur um þau mál. Á ár- inu 1964 voru skráð 535 slík mál. Árið 1965 voru þau 542, en það sem af er þessu ári, eru þau þegar orðin 627 talsins, og er aukningin mest í fölsuðum ávísunum. Þann- ig var t.d. á sl. ári kært yfir 57 fölsuðum ávísunum, en nú þeg- ar á þessu ári eru kærurnar orðn- ar 216 og fjárhæðin, sem svikin hefur verið út, nemur rúmum 360 þúsundum. Kemst óheiðarlegt fólk yfir ávísanaeyðublöð á ýms- an hátt, miklu er stolið af ávís- anaheftum, og svo eru eigendurn ir kærulausir, um hefti sín. Flestar eru ávísanirnar seldar í verzl- unum, og þá einkum í kvöldsöl- um, en stærstu ávísanirnar eru seldar í bönkum og þannig kom t.d. fyrir um daginn, að ávísana- hefti var stolið að morgni, og sex ávísanir úr því seldar yfir daginn að upphæð nærri 62 þúsund krón- ur. Voru allar ávísanirnar seldar í bönkum eða bankaútibúum hér í borginni, og virðist eitthvað meira aðhald þurfa í bönkunum í sambandi við sölu ávísana. Þá kemur alltaf til rannsóknarlögregl unnar töluvert af innistæðulaus- um ávísunum, sem komast í hend ur Seðlabankans og var t.d. einn og sami maðurinn kærður nýlega fyrir að hafa gefið út 62 inni- stæðulausar ávísanir og þar af hafði hann gefið út 32 sama dag- inn. Upphæðin, sem hér var um að ræða, var hátt á 4 hundrað þús kr. og var það starfsmaður við verksmiðjufyrirtæki nokkurt, sem gaf út ávísanirnar, en hann bar við yfirheyrslu að fyrirtækið Málið í rannsókn KJ-Reykjavík, miðvikudag. Maðurinn, sem naugaði telp- unni í Hafnarfirði í mánudaginn, var i dag fluttur til Reykjavíkur, í gæzluvarðhald, þar sem mál hans verður rannsakað fyrir Saka dómi Reykjavíkur. Mjög hefur verið talað um þetta óhugnanlega mál, og þá einkum hvaða refsingu maðurinn muni hljóta. Er haft fyrir satt, að nokkr um ríkjum Bandaríkjanna liggi dauðadómur við verknaði sem þess um. hefði átt að leggja inn á reikn- inginn. Flest þessara mála upplýstu fjór ir rannsóknarlögreglumenn, þeir Ingólfur Þorsteinsson, Magnús Eggertsson, Njörður Snæhólm og Leifur Jónsson. GUÐBRANDSBIBLÍA Framhald af bls i næst, veit enginn hvað margar Guðbrandsbíblíur eru til. Talið er, að bókin hafi upphaflega verið prentuð í 5—600 eintökum árið 1584, og fóru flest eintökin lil kirkna landsins, þa rsem þau að sjálfsögðu geymdust misjafnlega vel. Guðmundur í Bókinni gat upp á því, að til væru um 30 heilleg eintök á landinu, en Har- aldur Sigurðsson, bókavörður, taldi, að allmörg eintök væru til, en hann hefði ekki haft vitneskju um þetta eintak. Haraldur taldi sennilegt, að hærra verð hefði fengizt fyrir bókina á uppboði er- lendis a.m.k. væri öruggt, að Guð brandsbíblía færi alltaf hækkandi í verðri, og ef segja mætti, að hún hefði verið keypt dýrt nú, þá yrði hún orðin ódýr eftir eitt til tvö ár. Það er ekki ýkjalangt síðan að Vinlandia Þormóðs Torfa sonar var seld í Englandi fyrir um 800 pund, eða sem næst 100 þúsund krónur, en sú bók var rit- uð á latínu og kynni því að vera verðnaeiri fyrir bragðið. Haraldur taldi, að Guðbrandsbíblía væri eini prentgripurinn jslenzkur, sem telja mætti alþjóðlegan sölu- varning, enda mjög eftirsótt inn- anlands sem utan. Landsbókasafnið á ein 4 ein- tök af bókinni, Þjóðminjasafnið 3, Skálholtskirkja á eintak, enn- fremur Bessastaðakirkja, sem fékk bókina að gjöf frá Jóni Vest dal og ættingjum hans. Jón Vesl- dal hafði fengið það eintak ar- lendis. Davíð Stefánsson, skáld, atti bókina og meðal núlifandi ein- staklinga, sem eiga bókina, eru Sigurður Nordal, séra Sigurður Pálsson í Hraungerði, Þorsteinn Jósefsson, séra Eiríkur J. Eiríks- son, þjóðgarðsvörður, Eiríkur Einarsson, arkitekt, Gunnar Hall, Eyjólfur Konráð Jónsson, ritstjóri Morgunblaðsins og Jóhann Briem listmálari, sem sagðist hafa keypt bókina hér á landi fyrir 30 árum. Fimm myndir eru í bókinni, af guðspjallamönnunum og Páli post- ula, eru skornar út hér á landi eftir myndum í bíblíu Kristjáns 3. Danakonungs, sem kom út ein- hvern tíma á árunum 1550 — 60. Myndamótin af Páli postula er til ennþá í Þjóðminjasafninu. Sumir telja, að Guðbrandur hafi sjálfur skorið út þessar myndir og suma upphafsstafina, en erfitt er að slá því föstu. Aðrar myndir eru er- lendar, enda voru sömu mótívin í öllum löndum í 16. aldar bíbli- unum. LÆRA HERNAÐ Framhald af bls. l. reisn um 1700 stúdenta við Tsing hua-háskólann. Sögðu uppreisnarseggirnir, að skólinn væri byggður af banda- rískum heimsvaldasinnum. Auglýsing um skoðun léttra bifhjóla í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur. Aðalskoðun léttra bifhjóla fer fram í bifreiðaeftir- liti ríkisins, Borgartúni 7, sem hér segir: Mánudaginn 17- október Þriðjudaginn 18. október Miðvikudaginn 19. október Fimmtudaginn 20. október Föstudaginn 21. október Skoðun hjólanna er framkvæmd fyrrnefnda daga kl. 09.00 til kl. 12.00 ogkl. 13-00 til kl. 16.30 Sýna ber skilríki fyrir því, að lögboðin vátrygging fyrir hvert hjól sé í gildi Athygli skal vakin á því, að vátryggingariðgjald ökumanna ber að greiða við skoðun. Skoðun léttra bifhjóla, sem eru í notkun hér í borginni, en skrásett í öðrum umdæmum, fer fram sömu daga. Vanræki einhver að koma hjóli sínu til skoðunar á réttum degi, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum, og hjólið tekið úr um- ferð, hvar sem til þess næst. R-1 til R-300 R-301 — R-500 R-501 — R-700 R-701 — R-900 R-901 — R-1110 Lögreglustjórinn í Reykjavík, 12. október 1966. Búrfellsvirkjun Vegna virkjunarframkvæmda óskum við eftir að ráða landmælingamenn og aðstoðarmenn við land- mælingar. — Uppl. hjá starfsmannastjoranum- FOSSKRAFT SUÐURLANDSBRAUT 32. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.