Tíminn - 13.10.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.10.1966, Blaðsíða 3
r FIMMTUDAGUR 13. október 1966 TIMINN Grein og myndir BENEDIKT VIGGÓSSON Það þóttu stór tíðindi meðal ís- lenzkra táninga, þegar auglýst var í blöðum, að hinir brezku The Kinks væru væntanlegir hingað i annað sinn til hljómleikahalds, en um þær mundir var lag þeirra, „Sunday afternoon," einmitt á toppnum í Bretlandi. En þegar umboðsmaður piltanna tilk/nnir þeim, að næst eigi að halda til íslands, setur þá hljóða og tveir þeirra fá skyndilega hálsbólgu . . Undarlegt, ekki satt? Hraðskeyti er sent til íslands. Innihaldið: Komum ekki. The Kinks. Vals- menn hætta að telja peningsna, en uppselt var á alla fjóra hljóm- leikana, og beita nú öllum til- tækum brögðum til að ná sam- bandi við The Kinks en allt kem ur fyrir ekki. Kannski eru þeir allir í sóttkví. Þá er haft sam- band við forráðamenn Hennan Hermit's. Þeir reynast langt frá því að vera heilsutæpir og það verður úr, að þeir komi hingað í stað landa sinna. Nú er áróðurs- vélin sett á fullt stím aftur og auglýst af fullum krafti og þar ber hæst tvö fræg nöfn, Herman Hermit‘s og Guðmvlidur Jónsson. Hvað eiga þessir heiðursmenn sameiginlegt? Jú, reyndar, þeir syngja báðir, en lengra nær sam- líkingin ekki. Hlutverk Herman's á hljómleikunum er að sjálfsögðu að syngja með sinni heimsfrægu og geysivinsælu hljómsveit og hann gerir það svo sannarlega. Guðmundur óperusöngvari átti að kynna þetta brezka fyrirbæri, en gat það ekki. Þótt hann sé vanur að komast upp fyrir Karlakór Reykjavíkur, þá tókst honum ekki að yfirgnæfa þennan 787 manna kór, ærðra táninga. Er hægt að ætlast til þess? Nei, jafnvel ekki, þó Guðmundur Jónsson eigi í hlut. Tjaldið er dregið frá og hin mikla stund rennur upp, er brezku músíkkantarnir birtast í sviðsljós- inu. Öskrin margfaldast og yfir- hafnir svífa hátt í loft upp líkt og blöðrur á þjóðhátíðardegi. Það eru þeir. Ó, guð, hvar er Herman. Síðan hálf grátandi af gleði: Þarna er hann. Ó, er hann ekki sætur. Stúlkurnar spenna greipar og horfa stjarfar á sviðið. Aðvar standa upp í sætum sínum, rífa í hár sitt af tryllingi og gefa að- dáun sinni lausan taum með fer- legum skrækjum. Salurinn er orátt iðandi af æpandi, veifandi og klapp andi aðdáendum. Herman litli Hermit hrífst með og kreistir hljóðnemann um leið og hann dansar um allt sviðið. En í eitt skiptið fer hann heldur tæpt og Stúlkurnar á fremsta bekk sem höfðu lengi beðið eftir þessu tækifæri, grípa snöggt um ökla ! hetjunnar og áður en Herman getur talið upp að þremur er hann umvafinn meyjarörmum. Þær bók staflega kasta sér yfir hanu, en í sömu andrá koma lögregluþjón- arnir brezka ríkisborgaranum til hjálpar og velta honum til baka upp á sviðið. Herman glottir til félaga sinna og fer úr jakkanum, svona til að vera viðbúinn næsía áhlaupi. • Áfram heldur gleðin, enn er veinað, öskrað, hlegið og grátið. Ég efast stórlega um, að nokkur hljómsveit hafi fengið jafn heitar móttökur. En kvenþjóðin lætur ekki að sér hæða. Tvívegis til við- bótar er Herman dreginn niður af sviðinu og knúsaður hátt og lágt. En nú er þolinmæði lög- reglunnar þrotin og þeir fjarlægja allsnarlega þessa blóðheitu mót- tökunefnd. Stúlka ein á öðrum bekk hafði marg reynt að koma til Herman's árituðum blaðsneplum, en annað hvort komust þeir ekki á leiðar- enda eða Mr. Hermit tók ekki eftir þeim. En nú vill svo til, að hann kemur auga á einn miðann og tekur hann upp og les. Ekki nóg með það, heldur stingur hon- um í vasann. En þessi sjón var HávaSinn er að æra lögregluþjón- inn og þvi ekkert annað að gera en halda fyrir eyrun. næstum ofraun fyrir stúlkuna. Hún kiknaði í hnjáliðunum, byrgði andlitið í höndum sér og rambaöi á barmi yfirliðs. Það sama skeði, er Herman varð það á að brosa blítt til annarar stúlku. . ! Er þetta múgsefjun eða tima- bundin sturlun? Benedikt Viggósson. STURLADIR ADDÁENDURl 3 Á VÍÐAVANGI Banki ríkissjóðs Fjárlagafrumvarpið nýja sýn ir um 800 milljóna hækkun eða hækkar því sem næst um sömu upphæð og öll fjárlögin voru 1958, en frá þeim tíma lætur nærri, að fjárlög hafi sexfald- azt. Fjárlagafrumvarpið er skýr mynd af rekstri í óðaverðbólg í fimm eða sex sinnum meiri verðbóigu en á sér stað í na- grannalöndum, þar sem verð- bólguvandamálið er þó talið al varlegt. Fjárlagafrumvarpið sýnir, að ríkissjóð vantar sífellt meira rekstrarfé, og það sækir það í viðskiptabanka sinn — vasa þjóðarinnar. Þar gilda eigi regl ur stjómarinnar um frystingu sparifjár og lánakreppu, og rík issjóður borgar enga okurvexti. Hann tekur aðeins það, er hann þarf og vill úr fjárhirzlunni. Hann getur krafizt 25—30% hækkunar á rekstrarlánum hjá þjóðinni á ári. Risahækkanir á rekstrarkostu aði ríkisins ár frá ári ættu að geta sýnt ríkistjóminni, hvern ig verðbólgan leikur atvinnu rekstur hér á landi. Það ætti að gera ráðherrunum fært að líta í eigin barm og lesa þar lexíu um þann vanda, sem at- vinnuvcgirnir eru og hafa verið í hér á iandi. Reksturskostnað- urinn hefur hækkað um 20—30 % á ári, en rekstrarlánin ekki að sama skapi. Bankar atvinnu veganna eru ekki eins auðveld ir viðskiptis og bankar ríkis- sjóðs. En ráðherrar ættu að skilja, að fyrirtæki og atvinnu- vegir þurfa svipaða hækkun rekstrarlána og aukningu þá, sem ríkissjóður sækir í vasa þjóðarinnar. Klórað í bakkann Fólkið í bænum segir að Geir borgarstjóri sýni nú virðingar- verða viðleitni til þess að klóra i bakkann i fjármálavandræð- um borgarinnar og líklega sé á standið eitthvað að lagast. Til dæmis hafi borgarstjóri gripið til þess ráðs nú síðnst að selja undan sér fararskjótann, sem borgin hefur lagt honum tilund anfarin ár. Skjóti þessi er þýzk ur öndvegisgripur, gerður í á- gætri þýzkri bílasmiðju, sem hefur valinkunna umboðsmenn hér á landi, og hafa þeir vafa- laust selt borginni gripinn á sínum tíma með afslætti og öndvegiskjörum. En nú hefur bíllinn sem sagt verið seldur til þess að fá aura í kassa, og ekki er ólík- legt að einhver fórnfús vinur hafi gert borg sinni og stjóra hennar þann greiða að kaupa bifreiðina hæsta verði og borga út í hönd. Og til þess að auka ekki á vandræðin, þegar svona stendur á, hefur heyrzt, að borg arstjórinn muni kaupa Trabant með afborgun til þess að notast við næstu missirin. FRÍMERKI Fyrir hvert islenzkt fri merki. sem þér sendið mér, fáið þér 3 erlend. Sendið minst 30 stk. JÓN AGNARS P.O. Box 965, Reykjavík. t

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.