Tíminn - 13.10.1966, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.10.1966, Blaðsíða 1
Gerizt áskrifendur að Trnianum. Hringið í síma 12323. 233. tbl. — Fimmtudagur 13. október 1966 — 50. árg. Auglýsing ! Tímanum kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. Öðlingur á strandstað nokkru fyr ir vestan Dyrhólaey. (Tímamynd: SAÞ). Öðlingur VE 202 strandaði vestan Dyrhólaeyjar SKIPVERJARNIR GENGIIA LAND ÞURRUM FðTUM! SÁÞ—Vík, miðvikudag. Skömmu fyrir klukkan tvö í nótt strandaði Öðlingur VE 202 nokkru fyrir vestan Dyr- hólaey, eða beint fyrir neðan bæinn Hvol í Mýrdal. Boð um strandið bárust til slysavarna- deildarinnar í Vík í Mýrdal um tvö-leytið, og var 11 manna björgunarflokkur kominn á strandstað klukkan hálffjög- ur. Skinverjar, sem voru fimm að tölu, voru þá enn um borð í bátnum, en þar sem hann stóð á þurru landi eftir að fór að fjara, komust mennirnir allir þurrum fótum í land. Varðskipið Albert kom á strand staðinn um hádegið, og einnig kom lóðsinn úr Vestmannaeyjum þar að, og í dag var unnið að því að koma vírum úr hinu strandaða skipi út í björgunarskipið, og hafði í upphafi verið ætlunin að reyna að ná því út á flóðinu um fjögur Framhald á bls. 15 I Læra hernaðog vinna á ökrum NTB-Hongkonfi, miðvikudag. Fréttastofan Nýja Kína lýsir í stórum dráttum í dag, einum degi í skóla „rauðu varðliðanna" í Pek ing. Klukkan 8 hvern morgun skipta menn sér í smáhópa til að lesa og ræða verk Mao. Því næst kemur hernaðarkennsla, þar sem nemendur læra að beita byssustingjum, skjóta, kasta hand sprengjum, o.s. frv. Seinni hluta dagsins vinna nemendur á ökr- unum með alþýðunni, en frístund irnar á milli eru notaðar til frek- ari lestrar á verkum Mao. Segir fréttastofan, að ungt fólk komi hvaðanæva að til að fylgjast með námi þessu og ræða við nem endur. Lýsir fréttastofan því með vel- þóknun, hvemig forsprökkum nem enda í skólanum hafi tekizt á ör- skömmum tíma að skipulaggja upp Framhald á bls. 14. Þorsteinn M. Jónsson ÁTTIAÐMYRÐA MACNAMARA í SUÐUR- VÍETNAM? NTB—Saigon, miðvikudag. Haff er eftir lögreglunni í Saigon, að aðeins fjórum klukku stundum fyrir komu McNamara, varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna til S-Vietnam, hafi komizt upp um samsæri Vietcong um að ráða hann af dögum. Segir í fréttinni, að sérstök morðsveit hafi fengið þetta verk- efni til framkvæmdar og hafi henni verið veittar hinar nákvæm usrtu upplýsingar um komu ráð- herrans til Saigon. f dag hélt ráðherrann áfram ferð sinni um S-Vietnam undir gífurlega öflugu eftirliti. Samtímis gengu um 4000 banda rískir hermann á landi í Mekong- héraði suður af höfuðborginni. Er þá tala bandarískra hermanna í Vietnam komin upp í 323.000 her menn. Óttazt er, að á svæðinu suður sf borginni hyggist Vietcong hefja stórsókn, en síðustu daga hafa hermenn Vietcong gert tólf stor árásir á hersveitir stjómarinnar. f dag fór McNamara flugleiðis til herstöðvar norðaustur af Sai- gon, en þaðan fór hann um borð í bandaríska beitiskipið Oriskaney þar sem hann gistir í nótt. Skóli „Rauðu varðliðanna": BALTIKA Blaðamaður Tímans, Guð- rún ESilson, er meðal far- þega um borð í Baltika. Mun hún senda blaðinu myndir og greinar úr ferða laginu eftir því sem hægt er. og birtist fyrsta grein hennar frá ferðinni í blað- inu í dag. Fyrir utan að vera fjölmcnnasta hópferð fslendinga erlendis, er ferð in þegar orðin sögufræg af fréttum, þótt oft reynist það nú meira í munni en tilefni gefst til. Grein Guð rúnar fjallar um lífið um borð á siglingunni suður eftir. Greininni fylgja mynd ir frá skemmtanalífinu um borð. Væntanlegar eru á næstunni greinar eftir Guð rúnu frá ýmsum viðkomu stöðum Baltiku. góðu ásigkomulagi, og það skipti ekki miklu máli, þótt tvö blöð vantaði, en á þeim var registar og nokkrar línur til lesenda. Hann sagði einnig, að vissulega væru 61 þúsund krónur mikið fé, en harin teldi bókina vel þess virði. Ekki vissi Þorsteinn hvaðan ból: in kom, en auðséð væri, að mjög vel hefði verið farið með hana. og það væri reyndar einkenni á bókum, er koma erlendis frá. Bók in hefur verið bundin inn hér heima, árið 1820, en lítið er í band ið varið. Eftir því sem fréttamaður komst Framhald á bls. 14. GuSrún Egilson Grein og myndir á blaðsíðu 8-9 _______________________i Þ0RSWNN M. JÓNSS0N KEYPTI GUÐBRANDSBIBLÍU SJ-Reykjavík, miðvikudag. Fyrir livern skyldi Helgi Tryggvason, bóksali, hafa keypt Guðbrandsbíblíu fyrir 61 þúsund krónur? Það hafa áreiðanlega margir velt þessu fyrir sér I gær, og þegar fréttamaður Tímans fór á stúfana, til að grafa upp hinn raunverulega kaupanda, var fyrsta tilgátan sú, að bókin hefði verið keypt til Bessastaða en síðar kom í Ijós, að það var rangt — kaup andinn var Þorsteinn M. Jóns- son, hinn landsþekkti bókasafn- ari og bókaútgefandi. Þegar Tíminn hafði samband við Þorstein, vildi hann sem minnst veður gera út af þessu. Hann sagðist ekki hafa getað stað izt freistinguna, þar sem ekki mætti búast við, að hægt væri að kaupa Guðbrandsbíblíu á uppboði nema á margra ára fresti. Þorsteinn á hið Ijósprentaða ein tak af Guðbrandsbíblíu, en þegar hann var skólapiltur keypti hann ræfilslegt eintak af hinn uppruna- legu Guðbrandsbíblíu fyrir 2 krónur. Þetta eintak gaf Þor- steinn síðar Guðmundi heitnum Magnússyni skáldi fyrir stóran greiða. Þorsteinn sagði. að eintakiö, sem hann hefði keypt, væri i mjög

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.