Tíminn - 13.10.1966, Blaðsíða 16

Tíminn - 13.10.1966, Blaðsíða 16
ÍMÉMI 233. tbt. — Fimmtudagur 13. október 1966 — 50. árg. Verða að takabíl próf upp á nýtt ef dráttur verður á að endurnýia skírteinin KJ-Reykjavík, miðvikudag. gilti að fá hæfnisvottorð hjá öku Núna í haust hefur verið að kennara. Þannig verður nú t. d. koma til framkvæmda ný regiu- gerð um bifreiðastjórapróf, eða réttara sagt breytingar á eldri reglugerð. Höfuðatriðin í reglugerðinni eru þau, að nú þurfa þeir er ekki hafa af einhverjum ástæðum endurnýj að ökuskírteini sín á réttum tíma, að taka próf upp á nýtt, en áður 40 ÞJÚFNAÐ- IR UPPLÝSTIR KJ-Reykjavík, miðvikudag. Rannsóknarlögreglan í Reykja vík hefur á undanförnum hálf- um mánuði upplýst 40 innbrots- sem 19 menn hafa verið viðriðn Framhald á bls. 14. maður sem tók bilpróf fyrir árum, og ekki hefur endurnýjað ökuskírteini sitt síðan, að taka bifreiðastjórapróf upp á nýtt — og bæði hinn bókle-ga og verklega hluta þess. Þá er einnig nýmæli að þeir sem taka bifreiðastjóra- próf í fyrsta sinn fá aðeins öku- leyfi til eins árs. Má segja að þetta eina ár sé einskonar reynslutími fyrir viðkomandi ökumann, og geta viðkomandi lögreglustjórar skikkað viðkomandi }.il að taka próf að nýju eftir árið, hafi eitt hvað verið sérstaklega athxigavert. við aksturinn á tímabilinu. Ff hins vegar ekkert hefur verið at,- hugavert framlengist ökuleyfið til næstu tíu ára. Það er einnig ný- mæli að ökuleyfi séu gefin út til tíu ára í senn, en það gildir lím fólk til 60 ára aldurs, en eftir sex tíu ára aldur eru ökulcvfi getin út til fimm ára í senn, eins og áður tíðkaðist með alla. Blaðburðarfólk óskast í eftirtalin hverfi: Vesturgata — Ránargata — Holtsgata — Framnesvegur — MiSbær — Suður- gata — Tjarnargata — Lambastaðahverfi — Fells- múli — Háaleitisbraut. Upplýsingar á afgreiðslu blaðsins, Bankastræti 7. sími 1-23-23 . Bankastræti 7, sími 1-23-23- Fundu Japanir Ameríku árið 3000 fyrir Krist ? NTBNew York, miðvikudag. Þess var minnzt með hátíð- legri athöfn í New York í dag, að Kristófer Kólumbus hefði fyrstur manna fundið Ameríku og var Johnson, Bandaríkjafor seti heiðursgestur við þetta tækifæri. Eins og kunnugt er eru menn ekki á eitt sáttir um, hverjum þessi heiður ber og bætast stöð ugt í hópinn þjóðir, sem gera tilkall til afreksins. Sérstaklega eru ítalskir inn flytjendur og afkomendur þeirra í Bandaríkjunum hávær ir í þessum efnuim og mótmæla harðlega, að norrænir viking ar, welskir, japanskir eða etr úskir sæfarar hafi fyrstir kom ið til Ameríku. Kólumbusar-sinum hefur nú bætzt góður liðsauki, þar sem er hæstaréttardómari einn í Pensylvaníu er lýsti því skýrt og skorinort yfir í dag, að það væri lygi ein og blekking, að Leifur Eiríksson hafi fundið Ameríku um 1000. Sú skoðun er byiggð á fornsögum og landa korti, sem Yale-háskólinn hef ur birt, þar sem landið suð- vestur af Grænlandi er kallað Vínland. Þessar heimildir eru vegnar og léttvægar fundnar í bók áðurnefnds dómara, „Kólumb us var fyrstur". Segir dómarinn, Michael Mus manno, í bók sinni, að eftir eins árs rannsóknir hafi hann komizt að þeirri niðurstöðu, að kortið sé falsað á þann hátt, að Grænland og Vínland hafi ver ið teiknað síðar inn á frum- kortið. Fullyrðir dómarinn, að hér sé um að ræða samsæri gegn Kólumbusi og hinu ein- stæða afreki hans, til þess ætl að að svipta hann heiðrinum. Framhald á bls. 15 LOKS SILD TIL SKAGASTRANDAR SJ-Reykjavík, miðvikudag. f nótt cr von á síldarflutnings- skipinu Vestberg með 5—600 lest ir af sfld, sem á að fara til bræðslu í síldarvcrksmiðjunni á Skagaströnd. Þykja þetta allmikil tíðindi þar sem engin síld hefur borizt til Skagastrandar síðan 1961, að því er talið er. Ástæða þess, að síld er nú flutt á vegum SR til Skagastrandar, er sú, að mikil síld hefur borizt til Seyðisfjarðar, en samkomulag, er um það, að ef allar þrær eru fullar, hjá síldarverksmiðju SR á Seyðisfirði, megi flytja síld til Skagastrandar. Síldin var tekin úrlþað skip er ekki útbúið til að þrónum hjá verksmiðju SR á Seyð taka ámóti sild á rúmsjó. isfirði um borð í Vestberg, en I Framhald á bls. 15. MARCIR BÍLAR Ó- SK0ÐAÐIR ENNÞÁ KJ-Reykjavík, miðvikudag. í gær var síðasti auglýsti bif SAMNINGAR UNDIRRITAÐIR 1.ÁFANGA SUNDAHAFNAR Reykjavík, miðvikudag. í dag voru undirritaðir samn- ingar við Skánska Cementgjut- Frá samningaundirrituninni í Hafnarhúsinu í gær. Sitjandi f. v. eru: Aðalsteinn Júlíusson vitamálastjóri, Einar Ágústsson bankastjóri, Ögmundur Jónsson verkfræðingur, Gunnar B. Guðmundsson hafnarstjóri, U!f Traneus verkfræðingur, Geir Hallgrímsson borgarstjóri, Bragi 'Hannesson bankastjóri, Hafsteinn Bergþórsson fram- kvæmdastjóri og Guðmundur J. Guðmundsson varaformaður Dagsbrúnar. Standandi eru f. v. Richard Theó- dórsson hafnargjaldkeri, Valgarð J. Briem framkv.stj., Nieis Magnius verkfræðingur, Guðmundur Gunnars- son verkfræðingur og Ásgeir Valdimarsson, verkfræðingur. (Tímamynd K.J.) eriet um smíði 1. áfanga Sunda- hafnar. íslenzku fyrirtækin Mai- bikun h.f. og Loftorka s.f. munu starfa að verkinu með Skánska Cementgjuteriet. Verkið var boðið út 16. febrúar 1966, og er skilafrestur var úi- runninn 18. maí sl. höfðu sex fyrirtæki sent inn tilboð. Lægst tilboð í aðaltillögu útboðsins kom frá þýzka fyrirtækinu Hochtief og ísl. fyrirtækinu Véltækni í sam- vinnu, að upphæð rúmar 93 millj. kr. Vegna margháttaðra fyrirvara reyndist boð þetta allmiklu hærra en tilboðsupphæðin greinir. Lægst tilboð í frávikstillögu barst frá Skánska Cementgjuteriet í sam- vinnu við áðurnefnd ísl. fyrirtæki, að upphœð 81.7 millj. kr. Tillaga þessi miðast við að gera hafnarbakkan-i úr stálþili. Þilið hugsast varið gegn tæringu með bakskautsvörn (cathodic protect- ion), en sú aðferð hefur rutt séf mjög til rúms á síðari árum og er talin tryggasta vörn gegn tær- ingu járns. Svo sem áður hefur verið greint frá er 1. áfangi verks ins í Vatnagörðum utanverðum Verður byggöur garður út á sker sem er nokkuö frá ströndinni, og hafnarbakki meðfram strönd- inni til suðausturs. Lengd hafn- arbakka verður 379 m og land- svæði í næsta nágrenni 1. áfanga verður um 20 ha. Verktakar eru þegar komnir með tæki os mannafla á staðinn Framhald á bls. 15. reiðaskoðunardagur fyrir ákveíðm númer hér í borginni, en samt er enn fjöldi bifreiða óskoðaður, og mangir bifreiðaeigendur eiga eft ir að koma með bifreiðir cínar til skoðunar öðru sinni, þar sem eitt hvað hefur þótt athugavert við fyrstu skoðun. Gestur Ólafsson forstöðmnaðœ: Bifreiðaeftirlits ríkisins sagði í viðtali við Tímann í dag, að lög- reglan væri stöðugt að stöðva bila sem eftir væri að skoða, og eins þá sem fengið höfðu rautt skoðun armerki og ættu að koma með bifreiðir sínar aftur til skoðun- ar. Þrátt fyrir að síðasti auglýsti skoðunardagur hefði verið í gær, ætti enn eftir að skoða fjölda bif bifreiða. Myndi lögreglan stöðva þá hvar og hvenær sem til þeirra næðist, og færa þá til skoðunar. Þá vildi Gestur brýna fyrir bif reiðaeigendum að hafa Ijós bif- reiða rétt stillt. Sagði hann að þrátt fyrir að búið væri að skoða viðkoimandi bifreið — og þá jafn framt að stilla ljósin, væri oft að ljósastilling þyrfti að fara aftur fram. Kæmi þar margt til, en eink um þó að ljósastillingin breytist þegar settir eru nýir hjólbarðar undir bifreiðir, nýjar fjaðrir eða gormar, ljósastæðin eru tekin úr meðan verið er að rétta bretti o. s. frv. Væri mjög nauðsynlegt að menn kæmu við á verkstæðum sem hafa með höndum Ijósastilling ar. Skagfirðingar. Haustmót Framsóknarmanna i Skagafirði verður haldið 29. októ- ber að Bifröst, Sauðárkróki. Nán- ar auglýst síðar. MYNDAKVOLD FUF Munið eftir myndakvöldinu úr FUF-skemmtiferðinni um Evrópu í sumar. Það verður á föstudags- kvöldið kl. 8 í salnum inn af Súlnasalnum að Hótel Sögu.~

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.