Tíminn - 13.10.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.10.1966, Blaðsíða 8
FIMMTUDAGUR 13. október 1366 8 TÍMINN Ýmsar tröllasögur um Bal- tika höfðu gengið ljósum iog- um um Reykjavík, áður en lagt var af stað, og maður heyrði gjarnan, að þessi far- kostur væri óttalegur dallur, ómögulegt sjóskip, og dðbún- aður fram úr hófi lélegur. Sem betur fer reyndust þetta ýkju- sögur hinar mestu, og hver gæti líka látið sér detta í hug, að sjálfur Krúsjeff hefði látið bjóða sér að ferðast með koi- ómögulegri fleytu. Hins vegar svarar Baltika ekki alveg kröf- um tímans, enda orðin nokk- uð aldin að árum, og ýmislegt má eflaust að henni finna, en hún er alls ekki slæmt sjó- skip, síður en svo, og aðbún- aður er á margan hátt mjög góður, svo sem að framan greinir. Matsalur fyrsta farrým is er óvenjulega glæsilegur, ýmsir yfirgefi ekki staðinn fyrr en komið er fram yfir lágnætt- ið, og afgreiðslufólkið gemfu- dauðþreytt til hvílu. Líklega halda blessaðir Rússarnn m gert vínbann ríki hér á lancti, svo mikill er hinn aimenni þorsti hér um borð. Ýmsar víntegundir eru á þrotum. og svo til allur bjór, og ennþá eru eftir tveir sólarhringar þar til hægt verður að bæta við birgðum. Hafa sumir tekið upp það gamla góða ráð að hamstra meðan eitthvað er til, og áreið- anlega verður fremur fátæk- legt um að litast á barnum, þegar skipið leggst að bryggju í Oran, en það er fyrsti við- komustaðurinn. Samt sem áð- ur ber lítið á drykkjuólátum hér um borð, sem betur fer. Það er eins og fólk þoli vin miklu betur úti á rúmsjó en á þurru landi, hvernig sem á því kann að standa. En hvað sem þvl líður er það öruggt, að eigendur Bal- tíka stórgræða á þessari ferð. Eins og fyrr segir hafa þegar selzt heil óhemju ósköp af varningi og glingri, og hagn- HID GLAÐA LÍF UM BORD í BALTIKA Liðnir eru nú þrír sólar- hringar frá því að rússneski farkosturinn Baltika lagði úr Reykjavíkurhöfn með tæplega 430 íslenzka farþega, en að fróðra manna sögn mun það vera stærsti íslenzki hópurinn, er leggur upp frá heimaland- inu, allar götur frá því að Ei- ríkur rauði hélt með lið sitt til að nema Grænland. Þó að við farþegarnir um borð í Baltika séum ekki eins stórhuga og okkar fornu feður, eigum við fast mark og mið, engu síður en þeir, og það er að skemmta okkur sem mest, og láta okkur líða sem bezt, þessa 32 daga, sem ferðin á að spanna. Það sem af er höfum við stefnt markvisst að þessu, og árangur inn lætur ekki á sér standa. Þótt erfitt sé að gera svo að öllum líki, er það almennt mál manna, að aðbúnaður allur sé hér góður, matur, þjónusta, og það sem fóiki er gert til dægra dvalar en það er sitt af hverju tagi. En sé maður allur af vilja gerður, er alltaf hægt að finna eitthvað að, og þannig má segja að ýmislegt gæti betur farið hér um borð. Sumir klefarnir eru ívið of þröngir, og þótt salarkynnin séu að mörgu leyti skemmtileg og glæsileg, eru þau fremur þröng. Þá gerði kvilli nokkur, sjóveiki, ískyggi- lega mikið vart við sig hér fyrsta sólahringinn, og ennþá hefur ekki viðrað það vel, að hægt sé að stunda leiki úti ó þilfari nokkuð að ráði, ellegar sleikja sól. En þetta er sem sagt óttalegur sparðatíningur og hreinustu smámunir, sjó- veikin er um garð gengin hjá flestum, sólarlöndin skammt undan, og eins og getið var um í upphafi, er það mark- miðið að skemmta sér sem mest og láta sér líða hið allra bezta. þarna er stór músiksalur, kvik- myndasalur, setustofa, og þann ig mætti lengi telja. Á ferða- mannafarrýminu eru salar- kynni og klefar þó af lélegra taginu. Afgreiðslufólkið og áhöfnin yfirleitt er ákaflega viðmótsþýð, flestir tala ensku, sumir Norðurlandamál, og þarna er meira að segja einn, sem talar hrafl í ísienzku. Það, sem einna mesta ánægju vakti meðal farþega er þeir stigu um borð, var það, að hægt var að verzla hér fyrir íslenzka peninga og óþarft að sóa hinum dýrmæta gjald- ejcri hér um borð. 6 mánaða birgðir hafa þegar selzt upp. Erlendis erum við íslending- ar víða þekktir fyrir það, að kaupa alla skapaða hluti á hvaða verði svo sem þeir eru og algjörlega burtséð frá því. hvaða gagn við kunnum að hafa af þeim. Þó að ég hafr sagt erlendis á þetta áreiðan- lega ekki síður við um borð í skipum, það hefur maður rek- ið sig ískyggilega á þessa tíag ana. Hér um borð í Baitika eru nokkrar smáverzlanir, sem hafa á boðstólum alls kyns glingur, málaðar spýtukerling- ar, léreftsblússur, nákvæmlega eins og fást við vægu verði í Hagkaup, myndavélar, sem áreiðanlega eru ekki af betra taginu, og þar fram eftir göt- unum. Á þennan varning hef- ur gengið svo mjög þessa þrjá daga, að heita má að allt sé þar uppurið og búðarhillurn- ar eru nú hálftómar og ósköp fátæklegar, en peningakassarn ir eru troðfullir af girnilegum íslenzkum seðlum. Fyrsta dag- inn voru afgreiðslustúlkurnar algjörlega mállausar af undrun yfir eyðslusemi farþeganna, en núna er alveg hætt að ganga fram af þeim. Ein lét þess get- ið í dag, að þessa þrjá daga hefði selzt jafn mikið af varn- ingi og á heilum 6 mánuðum undir eðlilegum kringumstæð- um. „Þessir íslendingar spyrja ekki einu sinni um verðið, þeir bara kaupa og kaupa”, sagði hún. Það er ekki nema von að þessar rússnesku alþýðu- stúlkur undrist hina óhemju- legu kaupgetu íslenzkra ferða- langa. Það er engu líkara en að kreppuár séu skammt und- an og fólk í óða önn að birgja sig upp. Vínbirgðir alveg á þrotum. Margir létu það vera sitt fyrsta verk hér um borð að fá sér einn lítinn á bamum, og engum blöðum er um það að fletta að enn sem komið er hefur barinn verið langvinsæl- asti staðurinn hér um borð. Fólk fiykkist þangað þegar í morgunsárið, og segja má að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.