Vísir - 15.09.1975, Page 2

Vísir - 15.09.1975, Page 2
2 Vfsir. Má-imdagttr 15. september 1975 TfSBSnfB- — Ertu afbrýðissam- ur(söm)? Jóhann Ingólfsson: Yfirleitt er ég ekki afbrýöisamur út i aöra karl- menn þegar ég er með stelpu heldur er ég alltaf mjög ástfang- inn. Selma B jörgvinsdóttir, af- greiöslustúlka og húsmóðir: Nei, ég er ekki afbrýðisöm lengur. Ég var þaö fyrst þá var maður svo e*gingjarn en nú hef 'ég þroskaí-t upp úr þessu. Kristján Helgason, prentari: Ekki held ég það, þó gæti ég orðið afbrýðisamur, ef ég yrði mjög ástfanginn. Egill G. Jónsson: Ef fólk er mjög hamingjusamt þá er óþarfi að vera afbrýðisamur. Haraldur Magnússon, sjómaður: Ég hef ekki orðið var við það enn-„ þá þvi ég skipti svo oft um kven- fólk. Ég er nefnilega alltaf á sjón- um. Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi sjómaður: Það þýddi ekkert fyrir mig að vera afbrýðissamur, þvi ég var svo lengi á sjónum og kom sjaldan i land. Grasið geymist að nœsta gosi" Sogtœmingar- aðferð við heyskap /f fram — segir Einar Guðjónsson „Að minu mati eru þær aðferðir sem hing- að til hafa mest verið notaðar við heyskap, ekki nógu góðar”, svo ekki sé meira sagt: Þettasagði Einar Guðjónsson járnsmiðameistari, þegar við skruppum til hans og spjölluð- um við hann um votheysverkun. Hann hefur frá árinu 1968 unnið að tilraunum við að gera gras geymsluhæft i lofttæmdum grasgeymslum. „Þessar tilraunir hafa gefizt vel. Er þessi aðferð notuð bæði i Hvammi og Nýjabæ undir Eyja- fjöllum. Fóðrið er mjög hollt og skepnur sólgnar i það”. Við þær aðstæður sem hér hafa verið sunnanlands i sumar hafa engin vandræði verið með heyskapinn á þessum bæjum, þviheyið má jafnvel setja blautt I geyma eða súrheysturna,” og Einar útskýrir aðferðina. Hvernig sogtæmingin fer fram ..Lofttæmingaraðferð á gras- inu fer þannig fram. Nýslegnu grasi er blásiðupp i geymsluna og hún fyllt. Siðan er plastdúkur breiddur yfir grasið i geymsl- unni. Hannerhafðurmun stærri i þvermál en geymirinn, þannig að jaðarinn er settur i fellingar og settur ofan i til þess verða U- rennu. Þvi læsist plastjaðarinn loftþétt við brún geymisins. Tengistútur fyrir sogslöngu er settur i miðju plastdúksins og sogdæla notuð við að ná lofti úr grasinu. Plastið þrýstist níður á grasið og pressar það.” Að sögn Einars er mikill sparnaður að þessari aðferð við heyverkun miðað við þá hefð- bundnu, enda þá notaðar allt að 12 heyvinnuvélar, en með sog- tæmingaraðferðinni eru aðeins notaðar 6. Sláttutætari, 2 drátt- arvélar, 2 heyvagnar og hey- blásari til að blása grasinu i geymi eða geymslu. Þaö er nær lyktarlaust. ,,Jú, grasið geymist enda- laust. Jafnvel fram á næsta gos,” segir Einar og brosir. ,,Það er einmitt einn af kost- unum við það að það er lyktar- laust. Það myndi ekki gera svo mikið til þótt það kæmi verulega slæmt heyskaparár, ef birgðir eru til fyrir i geymunum. Maður hefur ekki orðið var við neinn áhuga hjá forráða- mönnum landbúnaðarins hing- að til, en vonandi á þetta eftir að breytast,” sagði Einar að lokum. —-EVI Heyinu blásiðupp I geyminn á Hvammi undir Eyjafjöllum. Skepnur eru mjög sólgnar I fóður verkað með sogtæmingaraðferðinni og svo er þaö nær alveg lyktarlaust. Takið eftir hvernigplastiðþrýstist niður á grasið og pressar það nið- ur þannig að loftið tæmist úr þvl. Geymir Einars ósamsettur fyrir utan Nýjabæ. nvci uVIyui riiuviiiii« Agnar Guðnason hjá upp- lýsingaþjónustu Bændasamtak- anna hringdi: „Borgarbúi spyr i VIsi föstu- daginn 12. sept.: Hver borgar bændum láglaunabætur? — Að sjálfsögðu neytendur, þar með bændur og þeirra fólk, sem neytir landbúnaðarafurða. Þær láglaunabætur sem laun- þegar fengu með samningum á þessuog s.l. áriáttu bændur rétt á að fá samkvæmt lögum um verðlagningu landbúnaðaraf- urða. Þessar launajöfnunarbæt- ur hafa verið lagðar á kjöt og mjólk, t.d. á 1. verðflokk dilka- kjöts kr. 7.50 á kiló og á 1 litra af mjólk kr. 1.06.1 staðinn fyrir að allir búvöruframleiðendur nytu góðs af launajöfnunarbótunum með hækkuðu verðlagi á afurð- um þá hefur sú leið verið valin að tekjulágir bændur hafa feng- ið launajöfnunarbætur, en þeir búvöruframleiðendur sem hafa nettótekjur yfir ákveðnu marki hafa ekkert fengið.” LOKSINS EITTHVAÐ JAKVÆTT Guðmundur hringdi: ,,Ég var að ljúka við lestur greinarinnar, sem Visir birtir á blaðsiðu 8 og 9 i blaðinu i dag (fimmtudag) BRAVÓ! Hér er farið réttum höndum um viðfangsefnið. Eitthvað jákvætt lagt til málanna. Ekki þetta nöldur og nag, sem maður er búinn að fá meira en nóg af. Þessi grein, sem ber yfir- skriftina „Þarf háhýsabyggðin endilega að vera ljótasta byggðin? er mjög þörf. Hún hefði bara mátt birtast miklu fyrr. Það var orðin brýn þörf á hugmyndum til úrlausnar og nú er bara að vona að hér verði ekki látiðstaðar numið. Finnum lausn á vandamálum okkar i stað þess að nöldra 'sifellt og mála skrattann á vegginn. Hafið þið þökk fyrir það sem þið hafið lagt til málanna, Hilmar og Geirharður. Sömu- leiðis vil ég þakka blaða- manninum sem greinina ritar og hvetja hann til að halda áfram.þessum skrifum. M.ö.o.: Hvaða blaðamaðúr var hér að verki? Svar: Þakklætinu er hér með komið á framfæri og fleiri greina af sama toga er að vænta í Visi á næstunni. Svar við spurningu þinni: Blaða maðurinn er Ilildur Einarsdóttir.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.