Vísir


Vísir - 23.09.1975, Qupperneq 2

Vísir - 23.09.1975, Qupperneq 2
2 Visir. Þriðjudagur 23. september 1975 risiBsm-- Ertu tilbúinn til þess að taka við heimilis- störfunum 24. október, þegar til kvennaverk- falls kemur? Jón Dagsson, verkamaður: Ja, ég veit ekki, hvað á að segja. Jú, ég held það ætti að verða allt i lagi. Við búum saman tveir bræður með móður okkar og tökum þá bara við störfunum. Hvað mér finnst um verkfallið? Konur hafa fullan rétt á að sýna mikilvægi sitt. Egill Jacobsen, tannlæknir: Biðið viö, ég þarf að fletta upp til þess að sjá, hvað ég þarf að gera þennan dag. JU, ég verð að kenna i Háskólanum. En ég þvæ upp, þegar ég kem heim um kvöldið. Mér lizt ágætlega á verk- falliö. Óli Ragnarsson, sjómaður: Ég er á sjó og bý þar að auki einn, svo að til þess kemur tæpast. Hins vegar er ég kokkur, svo að ef ég væri kona, þá myndi ég leggja niöur störf. Mér lizt ágætlega á þetta. Emil Björnsson, gerir ekki neitt: Ég hef ekkert heyrt um þetta. Hvaðan ég kem? Utan af landi. En ef ég ætti konu, þá væri ég til- búinn til þess. Hver er annars tilgangurinn með þessu? Ef konur eru þama að sýna mikilvægi sitt, þá lizt mér vel á það. ólafur Kristófersson, skrifstofu- maður: Ég vinn þau nú þegar i samvinnu við konu mina. Viðer- um ekki nema tvöiheimili.svo að það bætist li'tið á mig, þegar að þessum degi kemur. Erlingur Einarsson, bankastarfs maður: Ég bý hjá móður minni, og ég efast um, að hún leggi niður vinnu. En ég held, að ég væri tilbúinn til þess að taka við heimilisstörfunum. Annars hef ég litla trú á þvi, að af þessu verði. Sein þiónusto hiá W Posti og sima 7706—3234 skrifar: „Þann 19. júni siðastliðinn greiddi ég simareikning minn i Múlaútibúi Landsbankans, að upphæð kr. 2242. 9. ágúst.fæ ég svo afritið sent heim og er hefturvið það fylgiseðill, sem á stendur: „Ath. aukaletrið hefur liklega verið greitt áður sér (Siðan kemur útreikningur 2242 - 684 = 1560 krónur. Aukaletur i Simaskrána verður endurgreitt fljótlega gegnum Giró.” Afritið er bókað 24. júni, en I dag er 19. september og hef ég ekki fengið neina endurgreiðslu gegnum Giró eins og þeir lofa. Þetta finnst mér léleg og sein þjónusta hjá Pósti og sima. Þeir loka bara á okkur, ef við erum ekki búin að greiða okkar gjald fyrir einhvern vissan tima. En við megum biða eftir greiðslum frá þeim I óratíma. Hvað finnst ykkur. lesendum?” LESENDUR: Sími okkar er 8 66 11 eigum við að gjalda, sem eigum ekki eigin bíl? m m _ _ -m* ers Strœtó hœttur að ganga íbúi i Efra-Breiðholti: ,,Ég er sáróánægð yfir þvi, að nú er búið að taka af okkur strætisvagninn, sem gengur niður I Neðra-Breiðholt. Ég er með litið barn, sem ég kem i fóstur i Neðra-Breiðholti. Ég á ekki bil og er hálftíma að labba þetta niður eftir. Ef ég ætla að taka strætó frá Neðra-Breiðholti I Efra-Breiðholt, verð ég fyrst að fara niður á Grensás, og skipta um vagn þar til að komast i Efra-Breiðholt. Nú svo eru þjónustustofnanirnar i Neðra-Breiðholti eins og banki og póststofa. Mér finnst þetta algjörlega óviðunandi ástand. Ég vil þvi gera fyrirspurn til forstjóra Strætisvagna Reykja- vikur: Hvers eigum við að gjalda, sem eigum litil börn og erum ekki i þeim skala að eiga eigin bil? Þar að auki var þessi breyting ekki mikið auglýst. Alla vega varð ég ekki vör við það. Og að breyta þessu, þegar vetur er að ganga I garð, er óskiljanlegt.” Meira um strœtisvagnana: Er ekki hœgt að samrœma tímaáœtlanir leiða 3 og 10? Strætónotandi skrifar: „Ég er ein af þeim, sem nota strætisvagnana og likar það oft ágætlega. Þó er það eitt, sem fer alveg fram úr skarandi I taug- arnar á mér, og það er, að tfma- áætlun leiðar 3 og leiðar 10 skuli ekki vera i neinu samhengi hvor við a ðra. A morgnana tek ég leið 3, Nes- Háaleiti, upp að Hlemmi. Þar skipti ég og fer með leið 10, Hlemmur-Selás, á áfanga- stað. Leið 3 kemur nokkurn veginn 20 minútum fyrir 8 á Hlemm og þá sér maður aftan á leið 10, þar sem hún rennur úr hlaði. Að visu hef ég tekið eftir, að það er einn bilstjóri, sem reynir að hinkra eftir þessum hlaupandi strætónotendum. En oftast situr maður eftir með sárt ennið, kannski i úrhellis- rigningu eins og var i gær. Og næsti vagn kemur ekki fyrr en eftir 15 mfnútur. Já, ég segi heilar 15 minútur. VEGAKERFIÐ KUNNA V.H. skrifar: „t nýja miðbænum i Kópavogi hefur veriö tekið upp vegakerfi llkt i sniði og viða tiðkast erlendis. Á ég við akstur úr Kópavoginum, inn á Hafnar- fjarðarveginn, þar sem hann liggur um Kópavogsgjána. Frá austurbænum i Kópavogi liggur akrein á ská niður i gjána og samlagast Hafnar- fjarðarveginum. Akrein með sams konar sniði liggur af Nýbýlavegi út á Hafnarfjarðar- veg nokkru norðar. Gerð þessara akreina er höfð svona með sérstakt aksturslag i huga. Þegar bilar koma akandi eftir hliðarakreininni, eiga þeir að geta áttað sig á þvi, hversu mikil umferðin er um aðalgöt- una, með þvi að lita aðeins út EKKI Á um hliðarrúðuna. Þeir eiga að geta haldið fullum hraða á hliöarakreininni og samlagazt umferðinni á aðalbrautinni. Það er nóg fyrir þá að finna hæfilega stór bil milli tveggja bila, og skjótast þar inn á milli, án þess að trufla ferð þeirra nokkuð. Semsagt, þetta er ætlunin með þessari nýju gerð akreina hérlendis. Bilstjórar kunna bara ekki að nota þetta. Ég fer sjálfur dag- lega þarna um, og hef oftar en ekki sent næsta ökumanni á undan tóninn (i hljóði að sjálf- sögðu), fyrir að fara vitlaust að. 1 staðinn fyrir að sýna sæmilegt öryggi, lita til hliðar til að átta sig á umferðinni, og samlagast henni siðan fimlega, þá aka menn eins og draugar niður eft- ir akreininni og snarstoppa. Svo lita þeir aftur fyrir sig og fara næstum úr hálsliðnum, þvi þá eru þeir komnir svo neðarlega, að það er lifsins ómögulegt fyrir þá að sjá yfir umferðina. Þeir geta svo ekki farið af stað fyrr en aðalgatan er gjörsamlega auð. Á meðan safnast löng röð fyrir aftan, og allir verða að fara eins að og sá fyrsti. Kannski er ástæðan oft sú, að menn stoppa svona, og notfæra sér ekki „systemið”, að þeir eru hræddir við bilstjóra, sem koma akandi sunnan að, úr Garða- hreppi, Hafnarfirði og viðar. Þeir bilstjórar kunna heldur ekki á þetta. Þeir halda alltaf að það sé verið að svina á þeim, ef maður ekur greitt niður eftir akreininni og skýtur sér á milli bila. Þá allt i einu liggur þeim þessi ósköp á, og liggja á flaut- unni. Sumir taka framúr með allt I botni, skáskjóta sér fyrir framan mann og snarbremsa bara til þess að sýna manni i tvo heimana. Ég lýg ekki þetta hefur komið oftar en einu sinni fyrir mig. Oft spyr ég mig þá þeirrar spurningar, hvort mönnum með svona skaplyndi sé hleypandi út á veg á stærra farartæki en reiðhjóli. Svo að ég viki aftur að klauf- unum sem kunna ekki á kerfið Kópavogsmegin, þá hef ég feng- ið það á tilfinninguna, að aðal- astæðan fyrir þessu sé sú, að menn hreint og beint eru svo óvissir með bila sina. Þeir vita ekki hvað þeir eru með i hönd- unum þeir þekkja ekki bilinn, sem þeir eru á. Það er skaði.” LESENDUR HAFA ORÐIÐ

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.