Vísir - 23.09.1975, Síða 3

Vísir - 23.09.1975, Síða 3
Visir. Þriðjudagur 23. september 1975 Dollarínn dýrarí, en „léttara" í pundinu — gengi krónunnar hefur lítið minnkað í sumar Nokkrar sveiflur hafa verið á gengi krónunnar i sumar. Gengi hennar hefur lækkað gagnvart dollar en styrkzt gagnvart öðrum erlendum gjaldmiðli. Dollarinn hefur styrkzt mikið i sumar gagnvart öllum gjald- miðli. Þessi styrking hans hefur þau áhrif að við verðum að borga meira fyrir hann. En samtimis hefur annar gjaldmiðill veikzt gagnvart dollar. Við þurfum því að borga færri krónur fyrir annan erlendan gjaldeyri en dollar. I vor var dollarinn á u.þ.b. 150 krónur. Nú kostar hann rúmlega 162 krónur. 19. júni var danska krónan yfir 28 krónur is- lenzkar. Nú kostar hún kringum 26krónur. Austur-þýzk mörk voru yfir 65 krónur 19. júni, en eru nú á 61 til 62 krónur. Enska pundið var á ca. 350 krónur i vor, en er nú á 336 krónur. Þessar gengisbreytingar hafa þau áhrif t.d. að erlendar skuldir okkar i dollurum hækka i krónu- tölu. Skuldir okkar i öðrum gjald- miðli lækka I krónutölu. Gengisbreytingarnar stafa að minnstu leyti vegna aðstæðna hér innanlands. Sveiflur á gjald- eyrismörkuðum erlendis valda mestu um. Gengi krónunnar i heild hefur- litið breytzt i sumar. Gengis„sig” hefur verið mjög litið. — ÓH. Þörfnumst við hvors annars? Þessi spurning er lögð fyrir okkur f leikritinu „Fjölskyldan”, sem sýnt var 22svar sinnum i Iðnó I vor. Leikfélagið er nú að hefja sýningar á.ný á þessu leikriti, sem er eftir Finnanna Claes Andersson. Leikstjóri er Pétur Einars- son, en myndin er af Guðrúnu Ásmundsdóttur i hlutverki sinu. Símasambands- og raf magnsleysl vegna nýrrar götu Á næstunni verða götur i Stykkishólmi endurbættar veru- lega. Nú er unnið að Aðalgöt- unni. Þar hefur verið grafið og sprengt og skipt um jarðveg. Vegna þessarar vinnu hefur iðu- lega orðið si'masambandslaust viða um bæinn, og einnig hefur komið fyrir, að rafmagn hefur farið af. Ætlunin er, að steypa Aðalgötuna nú i haust, ef veður leyfir. Þá er nú ihugað að fá oliumöl á hinar göturnar og hefur tekist samvinna meðal kauptúna á Snæfellsnesi um lagningu oli'u- malar. Vonast er til að fram- kvæmdir hefjist ekki siðar en næsta sumar. 1 Stykkishólmi, sem og annars staðar yrði að þessu mikil bót. Þegar ekki hefur verið hægt að hefla þar götur, hafa þær orðið illfærar af holum og skorningum. —AG „Ég get vfst ekkert hjólað f margar vikur. Alla vega ekki fyrr en búið er að gera við hjólið mitt,” sagði Ari Sævarsson, sem stendur i miðið við hjólið sitt. Vinir hans Þrándur (t.v.) og Stefán taka undir. Ljósm. Loftur. Bakkaði ó reiðhjól ótta óra drengs sagði honum bara að leiða hjólið heim Bilstórinn gætti ekki betur að sér en það, að hann bakkaði á eitt reiðhjólið og braut á þvi pedaia og beyglaði stellið”. Þetta voru orð föður Sævars Guðmundssonar, 8 ára drengs, en þeir voru þrir leikfélagarnir, sem hjóluðu niður að þvottastöð B.P. við Álfabakka i Breiðholti eftirhádegi á laugardaginn var. Þeir höfðu nýlokið við að þvo hjólin og voru að setja vind i dekkin, þegar fyrrgreindur at- burður átti sér stað. Margir voru að þvo farar- skjóta sina þennan dag. Þar á meðal þessi. Hann var á ame- riskum bil. Að þvi er strákarnir sögðu, var billinn brúnleitur — alveg upp i vinrauður — og með dekkri topp. Bilstjórinn var ungur, um tvitugt, „gæjalegur” i útliti. Sævar sagði, að hann hefði viðhaft þau orð, að drengirnir væru ekki i rétti með hjólin sin þarna. Þá kom annar bilstjóri á minni bil, bláleitum, sennilega evrópskum. Tóku bilstjórarnir tal saman. Eftir það bauðst sá, sem keyrði á, til að borga 600 krónur, sem sennilega væri nóg fyrir viðgerð. Eitthvað nefndi hann lika lögreglu. Ekki borgaði hann samt, en spurðist fyrir, hvar strákarnir ættu heima, en ekki hvað þeir hétu. Sagðist hann ætla að tala við pabba þeirra. Siðan sagði hann strák- unum að leiða bara hjólið heim og ók sjálfur á braut. Ekkert hefur heyrzt frá honum siðan. „Það erleitt til þess að vita, ef þetta endar á neikvæðan hátt og að þetta verði fyrstu kynni sem strákamir hafa sem sjálfstæðir aðilar i umferðinni”, sagði Sævar. SAMNINGUK DagblaMi Vlsir og Ragnar LAr teiknari gera með sér svofelldan samning um birtingarétt á teiknixígúrunni Bogga blaftama.nni. Dágblaðið Vísir kaupir af líagnari Lár birtingarétt á I3ogga blaðamanni fyrir Vísi og i Visi til notkunar sem grinfigúru og einkennistákn. önnur blöð mega ekki nota Bogga blaðamann, og er :.ví Uagnari Lár óheimili að oclja hann til annarra aðila. Kitstjörn Visis er heimilt að semja texta við Bogga blaðamann, ef textar berast ekki frá Uagnari Lár, en litið skal 5 i-að sem undantékningar. Dagblaðinu Visi er skyl t a* reyna að ná sambandi viA Wagnar Lár til a> hafa samí-á '. vihann um vai á myndum, scm notaáar yrðu sem rinnrnnistákn í auglýsinyask/ni fyrir dagblaðið Ví si. Kaupverði.*1 á ofangreindum birtingarrétti er ?5.000 kr. -tuttugjocjt'immj úound krónur- og greiðist við undir- skrift sarnnings 1-essa, sem gildir ;.á jafnframt sem kvittun fyrir grri Keykjaví i '^.9.197 J Yfirlýsing frá Bogga blaðamanni Að undanförnu hefur borið á þvi, að einstaka maður hefur verið I vafa um, hvar Boggi blaðamaður væri löglega vist- aður. Af þvi tilefni vill Boggi sjálfur taka eftirfarandi fram : t september 1973 gerðu þeir Ragnar Lár og Jónas Kristjáns- son fyrir hönd Visis samning um, að ég ætti að vera i Visi og fyrir Visi til notkunar sem grin- karl og einkennistákn. Sérstak- legá var tekið fram, að ekki mætti selja mig til annarra blaða. Allar tilraunir til þess að stela mér eða selja mig tvisvar hljóta að varða við lög landsins. Til sannindamerkis birti ég hér með samninginn um mig. Vit- undarvottar eru ekki óheiðar- legri menn en Sveinn R. Eyjólfsson og Olafur bróðir hans, framkvæmdastjóri Blaða- prents.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.