Vísir - 23.09.1975, Side 5

Vísir - 23.09.1975, Side 5
Visir. Þriðjudagur 23. september 1975 5 }í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN Umsjón Guðmundur Pétursson Annað tilrœð- vií Ford á sautján dögum Tvívegis hefur Ford Bandaríkjaforseti verið hætt kominn, þegar sótzt hefur verið eftir lífi hans. A myndinni hér fyrir ofan sjást lifverðir hans þjóta hon- um til hjálpar, þegar ein af fylgikonum morðingjans, Charles Manson, beindi að honum hlaðinni byssu. Fyrir einskæra heppni slapp forsetinn þá. En aftur reyndi kona að myrða Bandaríkjaforsetann i gær, og aftur slapp Ford fyrir einhverja óskiljanlega mildi. Kona, sem fannst með rjúkandi skammbyssu í hendi eftir morðtilraun við Ford f orseta — annað tiiræðið á 17 dögum — hafði verið yfirheyrð af öryggisástæðum kvöldið áður, en látin laus aftur. Þessi 45 ára gamla kona hefur áður komið við sögu i uppþotum rót- tækra í Bandaríkjunum, og því var hún tekin til málamyndayf irheyrslu. Einn einasti skothvellur kvað við, þegar Gerald Ford var að koma frá málsverði i hóteli einu i San Francisco i gær. Menn sáu, hvar hann eins og ósjálfrátt beygði sig niður, en siðan brugðu lifverðir hans snöggt við og stjökuðu honum inn i brynvarða bifreið, sem beið fá- ein skref i burtu. Forsetanum virtist mjög brugðið. M leðan forsetanum var ekið á ofsahraða til flugvallarins, handtók lögreglan frú Söru Jane Moore. Það átti eftir að koma i ljós, að hún var á lista lögregl- unnar yfir fólk, sem forsetanum gæti stafað hætta af. Hún hafði staðið hinum megin við götuna á móti St. Francis- hóteli. Hún átti fimm skot eftir i skammbyssunni, sem hún hafði einungis hleypt einu sinni af. Fyrstu fréttir i ringulreiðinni hermdu. að kona i nunnuklæð- um hefði verið handtekin og með henni maður. Frú Moore var sú eina, sem lögreglan tók i sina vörzlu, og hún var klædd i rúllukragapeysu, siðbuxur og var á brúnum kúrekastigvélum. Hversvegna hún hæfði ekki forsetann, vita menn ekki. Færið var þó ekki nema þrettán metrar. — Alrikislögreglan (FBI) sagði, að nærstaddur lög- reglumaður hefði slegið á hendi hennar um leið og hún hleypti af, en það kom i ljós, að hann hafði gert það eftir að skotið reið af. Lifverðir forsetans tefldu ekki i neina hættu eftir tilræðið. beir skýldu forsetanum með liköm- um sinum, meðan bifreiðin var á leið á flugvöllinn, þar sem Ford hitti konu sina, Betty, en saman flugu þau til Washington. Tilræðið við Ford forseta fyrr i þessum mánuði var sömuleiðis i Kaliforniu, en i annarri borg, Sacramento. Ung fylgikona, morðingjans Charles Manson, Lynette nokkur Fromme, beindi þar hlaðinni skammbyssu að forsetanum, en náði aldrei að hleypa af. — Hún situr nú i gæzluvarðhaldi, ákærð fyrir morðtilraun. £inn af starfsmönnum dag- blaðsins „San Francisco’s Examiner”, sem er i eigu blaðaútgefandans Randolphs Hearst, hefur skýrt frá þvi, að Sara Moore hafði starfað á skrifstofu útgefandans i fyrra, eftir að dóttur hans, Patty Hearst, var rænt af SLA. Sara Mc.ore var ráðin til sjálfboðavir.nu við matarúthlut- unina, sem Hearst-fjölskyldan hratt af stað að kröfu ræningja Patty. — Eins og fram hefur komið i fréttum er Patty Hearst nýkomin fram eftir 19 mánaða leit lögreglunnar að henni. Þegar matarúthlutunin var farin út um þúfur i fyrra, var Moore ráðin til starfa áfram til að ganga frá bókhaldi vegna út- hlutunarinnar. Framkvæmda- stjóri Examiner, Wells Smith, sagði við fréttamenn i gær- kvöldi, að hún hefði ekki um þær mundir borið með sér að hún væri róttæk. „Þvert á móti sýndist hún frekar ihaldssöm, ef eitthvað.” Útvarpsstöð ein i San Francisco segist hafa fengið tiðar upphringingar i sima frá frú Moore, þar sem hún hafi sagzt vera einkaritari Rand- olphs Hearst og á snærum FBI. — Starfsmenn Hearst segja, að þetta sé ekki rétt. Um Moore er það vitað, að hún er kona fráskilin og á niu ára gamlan son. Hún tók virkan þátt i félagsskap fyrr- verandi fanga, en þau samtök berjast fyrir betrumbótum á fangelsum landsins. Eftir þvi sem fréttir herma, þá var hún vinkona stofnanda þessara samtaka, sem var enginn annar en Popey Jackson. Eins og menn minnast af frétt- um, þá lézt Jackson með dular- fullum hætti fyrr á þessu ári. Þegar Ford hafði verið sýnt tilræðið i Sacramento, sagð- ist hann ekki mundu láta það aftra sér frá þvi að gefa sig að fólki á förnum vegi. Nokkrum dögum siðar urðu menn þó varir við það, aö hann gekk i skot- heldu vesti. Menn hafa einnig veitt þvi eftirtekt að öryggis- varzla lifvarða hans hefur verið hert. Ekki vildu lifverðir hans upplýsa, hvort Ford hefði verið i skothelda vestinu fyrir utan St. Francis-hótelið i gær. Eiginkona Bandarlkjaforseta er ekki öfundsverð af hlutskipti sinu þessar vikurnar, meðan hún veit af manni sinum á kosn- ingaferðalögum um Bandarfk- in. Betty Ford sést hér taka á móti bónda sinum, þegar hann kom I flugvél frá Sacramento eftir tilræðið þar á dögunum. Lynette Fromtpesem sýndiFord forseta tilræðið I Sacramento fyrir 17 dögum, sést hér i handjárnum á leib fyrir dómarann. Hún situr nú i gæzluvaröhaldi, ákærð fyrir morðtiiraun, og biður þess að mál hennar komi fyrir. Lœtur ekki kúga sig „Enginn maður B « i forsetacinb- takmarkaðan sem vill taka lögin i sinar Bk '. bB hemlur kiiga sBL'. ,99 sig," sagði Ger- ald Ford forseti i gærkvöldi, ■ þegar hann kom gMKB3 úl Washington frá San Fran- ciseo. liann strengdi þcss heit, að hann mundi ekki glúpna frammi fyrir stjórnleysingj- uni eða tilræðisinönnum. ,,ftg mun ckki undir neinum kringumstæðum gefast upp fyrir þeim. sent vilja grafa undan hinu góða i Ameriku," sagði forsetinn við frétta- menn. t þennan sama streng tók Ford eftir tilræöið i Sacra- inento fyrir 17 dögunt. og sagðist þá ekki mundu láta til- ræðismcnu aftra sér frá þvi að blanda geði við vegfarendur. ,,Ef við getum ekki iengið lækifæri til að sjá hvert annað. tala við hvert annað, eða tak- ast i hendur, þá hefur eitthvað farið úrskeiðis i okkar þjóðfé- lagi,” sagði Bandarikjaforseti i gær.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.