Vísir - 23.09.1975, Page 6

Vísir - 23.09.1975, Page 6
6 Visir. Þriðjudagur 23. september 1975 VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjóri frétta: Arni Gunnarsson Fréttastjóri erl. frétta: Guðmundur Pétursson y Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Þegar trúnað brestur Umsjón: GP :■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■!■■■■■ :: W OUUSYST |i URNAR SJO Ýmislegt bendir til þess, að allverulegrar stjórn- málaþreytu gæti hjá þorra fólks i landinu. Stjórn- málastarfsemin er að ýmsu leyti stöðnuð, og áhrifa- máttur stjórnmálaflokkanna virðist fara þverrandi eftir þvi sem hagsmunasamtökin verða sterkari. Þvi er ekki að leyna, að stjórnmálaþrætur eru oft- ast nær heldur lágkúrulegar. Mestum tima er varið i þref um staðreyndir. Þannig er t.a.m. nær útilok- að, að stjórnmálaflokkar geti verið á einu máli um, hvort staða þjóðarbúsins sé slæm eða góð. Þegar málatilbúnaður allur er af þessu tagi, er þess varla að vænta, að stjórnmálamenn rökræði um markmið og leiðir. Stjómmálaflokkarnir halda uppi að meira og minna leyti tilbúnum ágreiningi. Þegar til kastanna kemur, beita þeir i meginatriðum sömu ráðum við lausn aðsteðjandi vandamála. Almenningur verður þvi ekki á borði var við þau skörpu skil, sem stjórn- málaflokkarnir draga sin á milli i orði. Stjómmálaleiðinn kemur fram i ýmsum mynd- um og hefur þegar dregið úr áhrifamætti stjórn- málaflokkanna i landinu. Hringlandaháttur stjórn- málaflokka, þegar þeir skipta um hlutverk i leik stjórnar og stjórnarandstöðu, er ævinlega broslegur i meira lagi. Að þessu leyti hafa stjórnmálaflokkarnir glatað trausti almennings. Til viðbótar má nefna, að flokkakerfið er á margan hátt staðnað og lokað. Þar er ekki lengur jarðvegur nýrra hugmynda og hrær- inga i þjóðfélaginu. Þær koma yfirleitt utanfrá, og stjórnmálaflokkarnir taka þær upp, ef einhver hagsmunasamtök eru nægjanlega ýtin. Þá er á það að lita, að ýmsum finnst talsvert skorta á pólitiska ábyrgð i þjóðfélaginu. Afstaða stjórnmálaflokka og forystumanna hagsmunasam- taka mótast æði oft af flokkspólitiskri taflmennsku en ekki málefnum. Vinnubrögð af þvi tagi grafa undan þeirri virðingu, sem þessir burðarásar lýðræðisþjóðfélagsins verða að njóta. Stjómmál eru i æ rikari mæli að verða atvinnu- mennska. Áður fyrr var mun algengara en nú, að þingmenn væru i lifandi tengslum við umhverfi sitt. Nú eru stjórnmál að verða sérstakt fag fyrir þá, sem vilja hafa það að atvinnu að fylgja eftir kröfum hinna ýmsu hagsmunahópa. Þetta er afleiðing breyttra þjóðlifshátta, en eigi að siður óheillaþróun að ýmsu leyti. Hér þarf að söðla um og veita stjórnmálaflokkun- um miklum mun meira aðhald en verið hefur fram til þessa. Kjósendur þurfa að gera strangari kröfur um vandaðan málflutning, en mestu skiptir að stjórnmálaflokkarnir átti sig á breyttum aðstæðum og láti af þeim skollaleik, sem öðru fremur einkenn- ir stjórnmálastarfsemina. Það er hættulegt fyrir lýðræðið i landinu, ef trúnað brestur á milli stjórnmálamannanna og þjóðarinnar. Ýmis kennimerki benda þó til þess, að svo geti orðið. Gegn þvi verður að vinna. í þvi sam- bandi verður að gera auknar kröfur málefnalegar og siðferðilegar til þeirra, sem við stjórnmál fást og bjóðast til þess að fara með opinbert vald á Alþingi og i sveitarstjórnum. :: „Risafyrirtækin sjö, sem réðu yfir olíumörkuðum heims I hálfa öld, eru komin i þá að- stöðu, að það er þeim lifshags- munamái að styðja samtök oiiu- framieiðsiurikja og verðþenslu- stefnu þeirra. Stjórnir Vesturlanda, sem aldrei hafa náð tökum á þvi að stjórna oliufélögunum, eiga þvi þann vanda fyrir höndum að þurfa að koma á aiþjóðiegu stjórnkerfi yfir olíubirgðir.” Þessar eru niðurstöður og ályktanir brezka blaðamanns- ins og rithöfundarins, Anthony Sampson, ibók hans „Systurnar sjö”, sem útgefendur sendu á markað á sunnudaginn. 1 bók þessari rekur hann stormasama viðburðarásf sögu oliuiðnaðar- ins allt frá upphafi hans i Bandarikjunum fyrir heilli öld. Skilgreinineur bókarhöfundar á atburðarásinni allt fram til orkukreppunnar kom einmitt fram, meðan olian er meðal efstumála á baugi. Á miðviku- daginn hefst i Vinarborg fundur samtaka oliuútflutningsrikja ,<OPEC), þar sem rætt verður um möguleikana á hækkun oliu- verðs rétt einu sinni. Það, sem vekur mesta athygli i bók Sampsons, er frásögn hans af stofnun OPECs, notkun oliu- vopnsins i Yom Kippur-striðinu 1973, kreppuöldunni, sem skall á heiminum vegna fimmfaldrar hækkunar oliuverðsins, og svo skilgreining hans á pólitiskum afskiptum OPECs á borð við ráðstefnu samtakanna i Alsir i marz i vor. Sampson rifjar upp, hvernig markaðurinn sneri undanhaldi upp i sókn gegn OPEC-löndun- um i byrjun þessa árs, þegar oliuframboð á heimsmarkaði komst aftur framúr eftirspurn, og hvemig OPEC stóð af sér þá raun. Hannskrifar: „Eins og shjeik Ahmed Zaki Yamani hafði spáð, þá voru stærstu oliuframleið- endurnir ekki fjárvana, og höfðu þvi enga hagsmuni af þvi að byrja að undirbjóða hver annan i sölu á oliu, eins og hefði getað orðið i venjulegri verzl- un.” Höfundur tekur einnig fyrir þær breytingar, sem orðið hafa á samskiptum oliufélaganna og framleiðendanna. Þau taka svip af þvi að flest stærstu fram- leiðslurikin eru staðráðin i að ná að fullu i sinar hendur nýtingu oliulinda sinna, eða þjóðnýta al- veg eignir oliufélaganna. „Þar sem aðilar OPECs hafa ekki getað komið sér saman um það ennþá, hvernig þeir eigi að jafna á milli sin áhrifum sam- Siátursalan er þegar hafin I Hafnarfirði. „Það er nóg að gera og nú er ég búin aö vinna hjá honum Guömundi I 28 ár”, sagði Guðrún Ásgeirsdóttir, sem starfar I siáturhúsi Guðmundar Magnússonar við Viðistaði. Hún sér jafnframt um útbreiðslu Visis I Hafnarfirði. Ljósm. Loftur Kannfu að gera fast við þennan sið ár eftir ár. Þeir þurfa þá ekki á neinum uppskriftum að halda. Þeir kunna orðið sitt fag. En fyrir ykkur, sem ætlið að gera slátur I fyrsta skipti eða eruð hálfgerðir byrjendur, birt- um viö þetta: Það þarf vist tæpast að spyrja fólk að þvi, hvort þvi þyki gott slátur. En kanntu að gera slát- ur? Ekki? Þá hjálpum við upp á sakirnar, og ef þú hefur aldrei á ævinni gert slátur en langar til þess núna, þá ættirðu að geta þaö, þegar þú hefur lesið þessa siðu. Hjá vönu sláturgerðarfólki fer sláturlyktin áður en langt um liður að anga og menn fá vatn-I munninn, þegar þeir hugsa til þessa bragðgóða matar. Þvi að flestum finnst slátur ljúffengt. Þeir eru margir, sem halda

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.