Vísir - 23.09.1975, Side 16

Vísir - 23.09.1975, Side 16
16 Visir. Þriðjudagur 23. september 1975 BRfiMBOLT wssJööi eisú svEiötí úífíssqS ENN EITT W W STUDIOIÐ Hafinn er rekstur nýs stúdiós i Reykjavik, og er það i eigu SG- hljómplatna. Er það til húsa að Ármúla 5. Stúdió þetta er af svipaðri gerð og stúdió Hljóðrit- ans H/F i Hafnarfirði, og er jafnmargra rása, en þær eru átta. Tækin eru þýzk og svissnesk, en mixer er af brezkri gerð. Sigurður Arnason, upptöku- stjóri, tjáði blaöinu, aö þegar væri byrjað að taka upp i stúdió- inu og væri það mest á vegum SG-hljómplatna. Hann kvað það þó ætlunina, að stúdióið yrði opið hverjum sem er i framtið- inni. Upptökusalurinn er um 100 fermetrar, og þvi töluvert rúm- góður, miðað við upptökusali hérlendis. Frábœrt spilverk að Kjarvalsstöðum Spilverk þjóöanna tróð upp á föstudagskvöldið fyrir rúmri viku síðan að Kjarvalsstöðum, nánar tiltekið á Ijósmyndasýn- ingu sem þar var haldin. Er skemmst frá því að segja, að mikinn fjölda fölks dreif að til þess að hlusta á vel þegna tón- leika með þeim félögum. Ég held að óhætt sé að full- yrða að þeir hafi sjaldan eða aldrei verið betri, reyndar ætti ég að segja þau, þvi að þeim Agli,Valgeir og Sigurði hefur nú bætzt liðsáuki. Er það stúlka er nefnirsig Diddu, og syngur hún með þeim og raddar. Þau komu þarna fram og léku og sungu án nokkurrar hjálpar nýmóðins tækja eins og hljóðnema eða magnara. Þetta hafði i för með sér að tónlistin lét afar þægilega i eyrum, þó að sjálfsögðu hafi þeir notið hennar bezt sem komu fyrst og sátu nálægt Spil- verkinu. En viðstaddir áheyrendur hjálpuðu til og voru óvenju hljóðlátir, nema þegar kom að þvi að þakka Spiíverk- inu flutninginn, þá létu þeir hressilega i sér heyra með dynj- andi lófakiappi. Var Spilverkið margsinnis klappað upp enda var flutningur þeirra frábær. Lögin sem þau fluttu voru bæði gömul og ný, nokkur þeirra voru af væntanlegri hljómplötu með þeim er kemur út um næstu mánaðamót. Mjög góðar raddanir voru i mörgum lag anna. og hljóðfæraleik ekkt hægt að setja út á.Brambolt bið- ur hinnar nýju plötu þeirra i of- væni. Hinn pottþétti diskótekklefi Þó að diskótekum hafi fjölgað hérlendis upp á siðkastið, þá klikka þau öli á einu tæknilega mikilvægu atriði, svo sem og þau diskótek, sem hingað til hafa verið rekin hérlendis. A ég þar við hönnun diskóteksinsi sjálfs, þ.e. tækjaklefans. Nær allir tækjaklefar sem I gangi eru hérlendis, eru haldnir þeim sjúkdómi, að litið sem ekkert má koma við þá eöa rekast utan I þá, án þess að plötur og tónlistin á þeim leiki á reiðiskjálfi. Nú kynnu margir að segja, að við þessu væri ekkert að gera, plötuspilararnir séu svo viðkvæmir fyrir titringi. Sé málið athugað ofan i kjölinn, sést þó, að svo er ekki. Brambolt seildist i skjalaskáp diskóteksins Asláks og fann þar meðfylgjandi skissu að tækja- klefa sem á að vera „pottþéttur” gagnvart hvers konar utanaðkomandi „hristingsvöldum”. Sá eini, sem á möguleika að rekast i græjurnar, er plötusnúðurinn, og það er annaðhvort lélegur plötusnúður eða illa drukkinn, sem gerir slikt. Skissan, sem er háð einkaleyfi, skýrir sig að miklu leyti sjálf, en nauðsyn- legustu útskýringar fylgja hér á eftir: Aðalhugmyndin er fólgin i tvöföldum klefa, þannig að veggir hans eru áfastir gólfi hans. Siðan eru plötuspilarar og önnur tæki byggð inn i borð sem er minni en klefinn, þ.e. kemur hvergi við veggi hans. Gert er ráð fyrir, að gólf. klefans sé upphækkað að einhverju leyti. Fætur tækjarborðsins fara siðan gegnum holur, sem boraðar hafa verið i klefa gólfsins og standaágólfplötuhússins. Ef um trégólf er að ræða, er hægt að einangra sérstaklega á milli fóta tækjaborðs og þess. Götin á klefagólfi eru töluvert rúmari en fætur borðsins, og á milli er settur svampur af þéttum styrkleika. Þegar þessar ráðstafanir hafa verið gerðar, og þess gætt að klefinn sé sæmilega lokaður, er ekki fræðilegur möguleiki fyrir slompaða gesti diskóteksins eða stjörnudansara að „reka” plötuna af fóninum, með árekstrum og hrindingum. Diskótekum er að fjölga í Reykjavík Þeim fjölgar sifellt, diskótekunum i Reykjavik, og eru nú forráðamenn Þórscafé að undirbúa breytingar á staðn- um með rekstur diskóteks i huga. Fyrirhugað er að stækka Þórscafé i leiðinni og taka i notkun aðra hæð. Mun aukning húsnæðis gefa möguleika á 1.000-1.500 manna skemmtistað. Teiknistofunni ARKO hefur verið ■ falið að teikna innréttingar i hið nýja húsnæði, en ARKO hefur einnig teiknað innréttingar i diskótekin Sesar og Óðal og veitingahúsið Klúbbinn. Jón Kaldal hjá ARKO vildi sem minnst tjá sig á þessu stigi málsins, en kvað það rétt vera, að fyrirhugað væri að hafa diskótek innan veggja Þórs- cafés eftir breytingarnar. Kvað hann málið ganga hægt enn sem komið væri, og ekki mikið um það hægt að segja. A skrif- stofu Þórscafés var blaðinu tjáð, að þessi mál yrðu komin á hreint eftir u.þ.b. þrjár vikur.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.