Vísir - 27.09.1975, Blaðsíða 18

Vísir - 27.09.1975, Blaðsíða 18
18 Vísir. Laugardagur 27. september 1975. D KVÖLD | L í □AG | D KVOLD | □ □AG | D KVÖLD | Sjónvarp kl. 21.45 í kvöld: Leikarar ekki af verra taginu — í bíómyndinni í kvöld Viö sjáum bandariska harm- sögu i sjónvarpinu i kvöld. Þetta er nafn laugardagsmyndarinn- ar. Aö visu heitir hiin ,,A piace in the sun” á frummálinu. Það eru ekki leikarar af verra taginu sem þar koma fram. Hvorki meira né minna en Elizabeth Taylor, Montgomery Clift, Shelley Winters og Ray- mond Burr. Myndin er bandarisk frá ár- inu 1951 og er byggö á sögu eftir Theodore Dreiser. Meðfylgjandi mynd sýnir atriöi úr kvikmyndinni. — EA Útvarp kl. 20.30 ó sunnudag SKALD VIÐ RITSTJÓRN Sem lið i þeirri viöleitni að minnast iandnáms tslendinga i Vesturheimi hefur Sveinn Skorri Höskuldsson tekið saman þátt, sem fjaiiar um blaða- mennsku skáldanna, Einars H. Kvarnas, Jóns ólaíssonar og C.ests Pálssonar, sem bjuggu i lengri eöa skemmri tima vestanhafs og rituðu i blöðin lleimskringlu og Lögberg. Einar Hjörleifsson var meðal stofnenda Lögbergs 1886 og var ritstjóri þess blaðs til ársins 1895, ér hánn fluttist heim til Is- lands. Gestur Pálsson var tæpt ár vestanhafs og vann við Heims- kringlu, en hann andaðist þar ytra 1891. Jón Ólafsson fór til Kanada til aö gerast blaðamaður við Lög- berg árið 1891, en vegna ósam- komulags við útgefanda Lög- Útvarp kl. 19.35 í kvöld: Var dreginn fyrir herrétt, barn að aldri! Hann virðist forvitnilegur þátturinn sem fluttur verður i útvarpinu I kvöld. Hann hcitir „Ilernám á heimaslóðum” og veröur fyrri hluti hans fluttur i kvöld. Það er Guðmundur Magnússon, skólastjóri, scm flytur þar minningar frá her- námsárunum. „Ég gerði það að gamni minu i sumar að rifja upp ýmsar minningar i tilefni af þvi að 35 ár eru liðin frá hernáminu,” sagði Guðmundur þegar við ræddum við hann. „Þetta er ekkert sagnfræðilegt heldur hef ég aðeins minar eigin endur- minningar aö styðjast við,” tók hann fram. „betta eru minningar frá minum æskuslóðum, — Austur- landi og þá frekast Reyöar- firði,” hélt hann áfram. „Ég tala um ensku hermennina sem voru á timabili 10-12 sinnum fleiri en við sem áttum heima i þorpinu. Þeir komu sér upp her- stöö og um tima vorum við jafn miklir heimagangar hjá þeim og þeir hjá okkur.” Guðmundur rifjar upp sin allra fyrstu kynni af hermönn- unum, t.d. þegar hann sem ung- lingur var i vegavinnu i Héraði. Þá komu þar enskir herlög- reglumenn á mótorhjólum. Þeir óku i Fljótsdal að Skriðuklaustri og áttu einhver viðskipti viö Gunnar Gunnarsson, skáld. Þá rekur hann atburði sem komu fyrir á þessum tima á Reyðarfirði. Til dæmis fórst þar þýzk flugvél. Þetta timabil hafði miklar breytingar i för með sér i þorpinu. Lifið þar breyttist gifurlega eins og nærri má geta. Guðmundur segir frá per- — Guðmundur Magnússon skólasfjóri flytur minningar fró hernóms- órunum sónulegum kynnum af her- mönnunum. Eitt sinn er hann alsaklaus var að koma úr berja- mó, — þá ungur að árum, sá hann kunningja sinn á tröppum bamaskólans á staðnum. Kunn- inginn heilsaði honum með enskri herkveðju en Guðmund- ur heilsaði honum þá með Hitlers-kveðjunni. Hann gáði ekki að þvi aö vopnaður vörður við skóiann fylgdist nákvæmlega með öllu. Um kvöldið var náð i Guðmund og hann hreinlega dreginn fyrir herrétt. Varhann spurður hvort hann væri nazisti eða hvor hann þekkti einhverja. Honum var gert ljóst aö ef svo yrði hann ekki á tslandi þessi ár heldur sendur út. „Þetta var dæmi um það hvað þeir gátu komið bamalega fram við þá sem ekki vom nema böm að aldri,” sagði Guðmundur. En meira fáum við aö heyra i kvöld og reyndar einnig eftir viku. — EA — annar þóttur Sveins Skorra Höskuldssonar um blaðamennsku Einars H. Kvaran, Gests Pólssonar, og Jóns Ólafssonar bergs, fór hann yfir á Heims- kringlu. Þessir menn og aðrir áttu i hvössum ritdeilum, en vert er að geta þess að Heimskringla fylgdi ihaldsmönnum að máli en Lögberg frjálslyndum. 1 þessum þáttum Sveins Skorra, sem verða þrir eða fjórir verður brugðið upp mynd af blaðamennsku þessara manna og greint frá afstöðu þeirra i ýmsum málum. Lesendur með Sveini Skorra em þeir Óskar Halldórsson og Þorleifur Hauksson. SJÓNVARP • Laugardagur 27. september 18.00 t þr ó t t i r . Umsjónarmaður ómar Ragnarsson. Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Dagskrá og auglýsingar. 20.30 Lækniri vanda. Breskur gamanmyndaflokkur. Þýöandi Stefán Jökulsson. 20.55 Rolf líarris. Breskur skemmtiþáttur með söng og dansi. Þýðandi Sigrún Helgadóttir. 21.45 Randarisk harmsaga. (A Place in the Sun) Bandarisk bfómynd frá árinu 1952 byggð á sögu eftir Theodore Dreiser. Leikstjóri George Stevens. Aðalhlutverk Montgomery Clift, Eliza- beth Taylor, Shelley Winters og Raymond Burr. Þýöandi Dóra Hafsteins- dóttir. George Eastman, fá- tækur en metnaðargjan piltur, fær vinnu hjá auðug- um færnda sinum. Honum er fyrirskipað að um- gangast óbreytta starfs- menn eins íitið og mögulegt er, en eigi að siður takast náin kynni með honum og einni af verksmiðjustúlkun- um. Þegarfrá liður, hækkar hann i tign innan fyrir- tækisinsog kemst þá ikynni við glæsilega hástéttar- stúlku, sem hann verður hrifinn af. En tengsl hans við verksmiðjustúlkuna Angeiu eru sterkari en svo, að þau verði rofin án fyrir- hafnar. 23.45 Dagskrárlok. Sunnudagur 28. september 1975 18.00 Höfuðpaurinn. Banda- risk teiknimynd. Þýöandi Stefán Jökulsson. 18.25 Hvalir eru kynjaskepn- ur. Bresk fræðslumynd um hvali og lifnaðarhætti þeirra. t myndinni er éink- um fjaliaö um sérkennilega og fremur sjaldgæfa tegund ránhvela. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 18.50 Kaplaskjól. Bresk fr^m- haldsmynd. Máni. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 19.15 Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrá og augiýsingar. 20.30 Hljómsveitin CHANGE. Björgvin Halldórsson, Birg- ir Hrafnsson, Jóhann Helgason, Magnús Sigmundsson, Tómas Tómasson og Sigurður Karlsson leika nokkur vin- sæl dægurlög I sjónvarpssal. Stjórn upptöku Egill Eðvarsösson. 20.55 Blómarós i Babýlon. Breskt sjónvarpsleikrit úr flokknum „Country Matt- ers”, byggt á sögu eftir H.E. Bates. Aðalhlutverk Caro- lyne Courage og Jeremy Brett. Þýðandi Óskar Ingimarsson. Christine er ung og saklaus stúlka, sem vinnur á gistiheimili móður sinnar. Meöal gesta þar eru liösforingi nokkur og frænka hans, gömui og rik. Christ- ine verður hrifin af liðsfor- mgjanum, en áður en langt um liður, kemur ýmislegt i ljós,sem hana grunaðiekki. 21.50 Lifræn stjórnun. Banda- risk fræðslumynd frá árinu 1974 um einbeitingarkerfi, sem nefnt hefur verið „Jóga Vesturlanda”, rannsóknir á möguleikunum til að hafa stjórn á starfsemi likamans og nýjar hugmyndir i sam- bandi við lækningu sjúk- dóma af sálrænum toga. Þýöandi og þulur Jón O. Ed- wald. 22.3Q. Að kvöldi dags. Séra Guðmundur Þorsteinsson fiytur hugvekju. 22.40 Dagskráriok.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.